Austurland


Austurland - 13.01.1956, Blaðsíða 3

Austurland - 13.01.1956, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 13. janúar 1956. AUSTURLAND " 3 Lúðvík Jósepsson flytur þingsályktunartillögu: öm símamál Austfirðinga Ein af þeim skyldum ríkisvalds- ins, sem Austfirðingar telja illa ræktar, ; ; símaþjónustan. Vegna þessa hefur Lúðvík Jós- epsson nýlega flutt á Alþingi svohljóðandi þingsályktunartil- lögu: „Alþingi ályktar að skora á rík- isstjórnina, að hlutast til um, að eins fljótt og við verður komið fari fram ýtarleg athugun á því, hvernig bæta megi símasamband- ið milli Reykjavíkur og Austur- lands, og að hún beiti sér fyrir úr- hótum þegar er niðurstöður þeirr- ar athugunar liggja fyrir“. I greinargerð færir flutnings- maður rök að því, að símasam- bandið milli Reykjavíkur og Aust- urlands sé með öllu óviðunandi. Sínjalínan til Austurlands liggi um Suðurland, en þar er bilana- hætta víða mjög mikil. En bilanahættan er samt ekki það versta. Hitt er miklu alvar- iegra, að Landssíminn er alls ekki fær um að fullnægja eftirspurn- inni. Viegna hinpa miklu erfið- leika á að ná sambandi er mikið af símtölunum hraðsamtöl. En þegar svo er korrið eru þau farin að jafngilda almennum samtölum °g verður því útkoman hin sama °g ef símtalsgjöld væru þrefölduð, Landssíminn hagnast því beinlín- ls á þessu ófremdarástandi, en Austfirðingar verða fyrir stór- felldum óþægindum og fjárútlát- um. Bent er á, að eftir að hernáms- liðið komi upp stöðvum sínum á, Langanesi og Stokksnesi, hafi það uotað símann mjög mikið og hafi því ástandið stórversnað. A Fjórðungsþingum Austfirð- inga hefur ár eftir ár verið kraf- izt úrbóta í þessum efnum, en án árangurs. Fleiri samtök hafa gert samþykktir sem ganga í sömu átt. Lent hefur verið á, að athugað yrði hvort heppilegasta lausnin væri ekki að koma á þráðlausu sambandi. Mál þetta er mjög mákið hags- muna- og menningarmál fyrir alla Austfirðinga og það er því mjög aðkallandi að nú þegar verði haf- izt handa um að bæta úr þessu. Austfirðingar eiga sama rétt og aðrir landsmenn til að njóta, þjónustu Landssímans með eðli- legum hætti. Utsvör hækka livarvetna Á síðasta ári hefur dýrtíð og verðbólga vaxið stórlega hér á landi og allar horfur eru á að á þessu ári muni sett nýtt met í þessumi efnum. Getur hver og einn farið í eigin barm til að sannfær- ast um þetta. Þessi geigvænlega dýrtíð kemur að sjálfsögðu hart niður á sveit- arfélögunum ekki síður en ein- staklingum. Rekstursútgjöld þeirra hafa vaxið mjög mikið og sömuleiðis kostnaður við hvers konar framkvæmdir. Þar við bæt- ist, að löggjafinn hleður útgjöld- um á sveitarfélögin jafnt og þétt, án þess að láta svo lítið að leita álits þeirra. Aftur á móti dauf- heyrist hann alveg við öllum kröf- um um nýja tekjustofna sveitar- félögum til handa. Sveitarfélögin hafa ekki önnur ráð til að mæta þessari útgjalda- aukningu, en að hækka útsvörin, því þau eru eini umtalsverði tekju- stofninn. Þau sveitarfélög, semi tekið hafa fjárhagsáætlanir þessa árs til meðferðar, eða afgreitt þær, hafa líka hækkað útsvör sín verulega. Reykjavík hefur ákveð- ið 43% hækkun, Akureyri ráð- gerir 35% hækkun og Hafnar- fjörður 32% hækkun. 'Fjárhagsáætlun Neskaupstaðar hefur enn ekki verið tekin til af- greiðslu, en bæjarstjóri hefur lok- ið við að búa málið í hendur fjár- hagsnefndar og verður áætlunin væntanlega tekin til fyrri um- ræðu í bæjarstjórn næsta föstu- dag. r—-— -------------------—----—"—-—■ ----- Ný gjaldskrá Athygli þeirra, semhlut eiga að máli, er hér með vakin á þvi, að ný gjaldskrá fyrir Hafnarsjóð Nes- kaupstaðar er gengin í gildi. Gjaldskráin hefur enn ekki verið birt, en bæjarskrifstofan lætur í té þær upplýsingar, sem óskað verður efitir, um ákvæði gjaldskrárinnar. Bæjarstjóri. ..........................—.......> Blöð og tímarit Framhald af 2. síðu. að halda 415 bændabýlum í byggð miðað við 4 fullvinnandi menn á hverju. Má af þessu ljóst vera hve geysimikið vinnuafl er bundið við hernaðarvinnuna á sama tíma og fjöldi góðra fiskibáta liggur í höfn vegna manneklu og á sama tíma og byggðin eyðist jafnt og þétt víðsvegar um land. Þá hefur blaðinu borizt Iðnnem- inn, 4. tbl. 1955, en það er mál- gagn Iðnnemasamibands Islands. I blaðinu er sagt frá störfum 13. þings Iðnnemasambandsins, sagt er frá heimsókn til austur-þýzks iðnmeistara og fleiri greinar eru í blaðinu um máléfni iðnnema og auk þess skemmtiefni. Þá er og í blaðinu birt skrá um kaupgjald iðnnema 1. des. 1955 til 29. febr. 1956. t ■ | Fyrirliggjandi: | ■ ■ • ■ ! 6 V rafgeymar (hlaðnir). : I S S Baujuluktir (tvær gerðir). j j Baujuluktabatterí i Baujuluktaperur. • ■ i Flestar stærðir af perum, j j 12, — 110, — 220 volta. ■ • ■ i Kristján Lundberg j Til sölu Skíði, mieð bindingum og stálköntum, til söiu. Uppl. í síma 64. Stýrimann ■ ■ vantar á bát í Vestrruannaeyj- ■ um. — Uppl. gefur Sigfinnur ■ Karlsson. NorSfjarSarbió Englar í foreldraleit Sýnd föstudag kl. 9. Brimaldan stríða Sýnd laugardag kl. 9. Síðasta sinn. Gleðigatan Sýnd sunnudag kl. 3. Olsahræddir Sýnd sunnudag kl. 5. Síðasta sinn. Dreymandi varir Mjög vel leikin og áhrifa- mikil þýzk mynd, gerð eftir leikritinu „Melo“ eftir Henry Bernstein og var birt sem framhaldssaga í Familie Journal. Sýnd sunnudag kl. 9. Mánudagssýning: OFSAHRÆDDIR Þrið judagssýning: DREYMANDI VARIR Miðvikudagssýning: ÓGNIR NÆTURINNAR Þér getið valið um 7 myndir næstu daga. | Tapað ■ ■ ■ Kven-peysa tapaðist á dans- ■ leiknum í Barnaskólanum á ■ ■ gamlárskvöld, ■ Finnandi vinsamlega skili ■ henni til Jónínu Guðjóns- • dóttur. Fundarboð Verklýðsfélag Norðfirðinga heldur almennan félagsfund í Bíóhúsinu laugardaginn 14. jan. kl. 5.30 e. h. DAGSKRÁ: 1. Nýir samningar um kaup og kjör bátasjómanna. 2. Önnur mál. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna. Sérstaklega er þess vænzt, að sjómenn sæki fundinn. Stjórnin. Gerfi-ullarefni litarekta. 14 kr. meterinn. PAN

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.