Austurland


Austurland - 20.01.1956, Blaðsíða 3

Austurland - 20.01.1956, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 20. janúaí 1958. AUSTURLAND ( 3 Fj árhagsáætlunin Frannhald af 1. síðu. um ellilífeyri, örorkulífeyri, sjúkrahjálp, atvinnuleysisbæt- ur og ýmsar aðrar bætur, sem tryggingarlöggjöfin gerir ráð fyrir. 4. Sjúkrahússbygging. Til henn- ar er áætlað að verja 250 þús. kr. — Því fé verður varið til að sjá bæjarbúum fyrir ný- tízku sjúkrahúsi. Við það stórbatnar öll aðstaða til heil- brigðisþjónustu og fjöldi manns mun spara mikið fé við það, að þurfa ekki að leita til Reykjavíkur eftir þeirri læknishjálp, sem þetta sjúkra- hús getur látið í té. Væntan- lega tekur sjúkrahúsið til starfa ekki síðar en á miðju þessu ári. a Togaraútgerð. Sá liður er á- ætlaður 150 þús. kr. — Líta má á þessa fjárveitingu semi atvinnubótafé og styður að því að Goðanes geti landað hér heima. 6. Togarakaup. Til þeirra er á- ætlað að verja 300 þús. kr. — Hið nýja skip er væntanlegt í október, í haust og þarf það ekki að leggja hér upp afla úr mörgum veiðiferðum til þess að bæjarbúar fái þetta fé end- urgreitt í aukinni vinnu og vaxandi viðskiptum á öllum sviðum. íþróttavöllur. Til hans er á- ætlað að verja 50 þús. krónum og er gert ráð fyrir að það fé nægi, ásamt ógreiddu fram- lagi íþróttasjóðs, til að Ijúka þessum framkvæmdum. — íþróttavöllurinn mun hafa nikið gildi fyrir æskulýð bæj- arins, íþróttalíf og skemmt- analíf yfirleitt. 8- Félagsheimili. Til þess er á- ætlað að verja 150 þús. kr. — Það er hluti af framlagi bæj- arbúa til að þeir eignist, innan nokkurra ára, veglegt sam- komuhús. Hér hafa verið taldir 8 af 29 utgjaldaliðum áætlunarinnar, sam- tals að upphæð kr. 1.768.000.00 °g geta bæjarbúar af því séð að u°kkru hvað þeir fá fyrir snúð flnn> og er þó langt frá að allt sé talið. í t~i Aðrir útgjaldaliðir yfir 100 þús. '■r; eru; Stjórn kaupstaðarins 178 fús., framfærslan 170 þús., vext- lr þús., afborganir af skuld- nrn 265 þús. — Hafa þá verið tal- ln útgjöld að upphæð kr. 2.516. 00.00 af áætluðum útgjöldum kr. ■0-6.000.00. Það sem ótalið er ®kiptist á 17 liði, sem ég sé ekki ástæðu til að telja upp. Því miður eru allar horfur á Þ^’í, að dýrtíðin, og þar m«ð út- gjöld bæjarfélagsins, vaxi enn stórlega á þessu ári. Er því á- stæða til að óttast, að áætlaðar tekjur hrökkvi ekki fyrir óhjá- kvæirilegum útgjöldum. Frönsku kosn- ingarnar Úrslitin í kosningunum í Frakk- landi, sem fram fóru rétt upp úr áramótunum, eru nú kunn. Kommúnistaflokkurinn fékk 5.5 millj. atkv. og reyndist lang stærsti flokkur landsins. Hann bætti við sig 55 þingsætum og hefur nú miklu fleiri menn á þingi en nokkur annar flokkur. Flokkasamisteypa jafnaðar- manna og róttækra, miðflokka- samstæðan, varð fyrir hinum mestu vonbrigðum með úrslitin og tapaði verulega þingstyrk sín- um. Nú er all mikið rætt um það að mynda hér á landi svipaða flokka- samstæðu í næstu kosningum til Alþingis og miðflokkasamstæðuna í Frakklandi. Hér ráðgera kratar samstarf í kosningum við Fram- sókn. Þeir ætla sér að krefjast misirihlutaaðstöðu á Alþingi sem miðflokkasamstæða, svo forðað verði frá áhrifum „öfga“ flokk- anna til hægri og vinstri í stjórn landsins. Mörgum þykir niðurstaðan í Frakklandi lítt fýsileg til þessarar tilraunar á Islandi. Eða hver skyldi trúa því að samstarf hægri- krata við Framsókn, sé álitlegt fyrir almenning í landinu? Hægrikratar leita eftir þessu samstarfi af því að allt er í upp- lausn í þeirra flokki, og Fram- sókn heldur að kosningabrall hennar við krata dragi eitthvað úr íhaldssvipnum, sem hún hefur haft að undanförnu og farinn er að ógna fylgi hennar. Nú er vetur í bæ 1 dag, fyrsta þorradag, er kulda- legt um að litast hér í bænum og svo mun vera um land allt. Mik- ill snjór er kominn, er frosthörk- ur hafa ekki verið miklar og ekki stórviðri, þó oft hafi verið all- hvasst. Snjórinn hefur auðvitað valdið talsverðum samgöngutruflunum í bænum, en þó hafa ekki teljandi vandræði af hlotizt, því daglega er unnið að því að ryðja snjó af göt- unum og eru þær oftast færar bílumi. Einnig þarf ýtan daglega að fara í sveitina vegna mjólkur- flutninga. Skákeinvígi Nú stendur yfir í Reykjavík einvígi þeirra Friðriks Ölafssonar og Bengt Larsen um skákmeist- aratitil Norðurlanda, en þessir menn urðu hæstir og jafnir í keppni um titilinn á síðasta ári. Keppnin hófst á þriðjudag. Fyrsta skákin fór í bið og var tefld áfram í gærkvöldi, en fór enn i bið, svo talsvert virðist hún strembin. Önnur skákin var tefld á miðv,- dag og vann Friðrik hana eftir rúmlega 30 leiki. — Alls á að tefla 8 skákir. Fylgzt er með þessari keppni af óvenjulegri athygli um allt land, enda rekur útvarpið skákirnar, sem sjálfsagt er. Auðvitað fylgjast skákmenn af mestri athygli með keppninni, en einnig þeir, sem varla eða ekki kunna mannganginn, fylgjast með af spenningi og óska Friðriki sig- urs. öllum er það Ijóst, að sigur hans er sigur Islands og að með skáksigrum sínum, sem vekja at- hygli víða um heim, vinnur Frið- rik þýðingarmikið kynningarstarf fyrir land og þjóð. Skákferill Friðriks er mjög glæsilegur. Skömmu eftir ferm- ingu vakti hann á sér mikla at- hygli fyrir frábæra hæfileika á þessu sviði og komst þá þegar í fremstu röð íslenzkra skákmanna. Og ekki leið á löngu þar til hann fór að taka þátt í skákmótum er- lendis og vann þar margra sigra og stóra. Hann er nú skákmeist- ari Norðurlanda og skemmst er að minnast skáksigurs hans á Hastingsmótinu í byrjun þessa mánaðar, en þar varð hann, ásamt rússneskum skákmeistara, hæstur. Friðrik er 21 árs að aldri og á vafalaust eftir að vinna marga og merkilega skáksigra. Og á- NorSfjarSarbió ! Ognir næturinnar Sýnd laugardag kl. 9. Englar í foreldraleit Sýnd sunnudag kl. 5. | Dreymandi varir | Mjög vel leikin og áhrifa- • mikil þýzk mynd, gerð eftir : leikritinu ,,Melo“ eftir Henry : Bernstein og var birt sem | framhaldssaga ‘ í Familie : Journal. Sýnd sunnudag kl. 9. I stæða er til að vona, að hann inn- an skamms komist í röð allra fremstu skáksnillinga heimsins. Þriðja skákin í einvígi þeirra Friðriks Ólafssonar og Bengt Larsen verður tefld í kvöld. Enn Irestað Fyrir jólin voru samþykkt lög um að ríkisstjórninni væri heim- ilt að inna af höndum greiðslur úr ríkissjóði, enda þótt fjárlög hefðu ekki verið afgreidd. Gilti heimild- in til 20. jan. og gerði stjórnin fastlega ráð fyrir að fjárlagaaf- greiðslu yrði lokið fyrir þann tíma. Svo varð þó ekki og hefur heim- ildin nú verið framlengd til 1. febr. Það sem hindrar fjárlagaaf- greiðsluna er það, að enn hefur stjórnin ekki fundið ráð til að koma flotanum á veiðar. Sjálfsagt þykir Eysteini þetta slæmt, því eitt af því, sem hann hefur jafnan hælt sér af, er að liafa lokið afgreiðslu fjárlaga fyr- ir áramót. Aðalfundur Aðalfundur Félagsheimilisins verður haldinn laugardag- inn 21. jan. í Bæjarþingsalnum kl. 5 síðdegis. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin. ■^••••••■•■•■■■••■■■•■•-••■•■i Gerfi-ullarefni litarekta. 14 kr. meterinn. Innilegustu þakkir færum við öllum er auðsýndu okkur samúð við fráfall og jarðarför ÞURIÐAR ÁSMUNDSDÖTTUR, Börn og tengdabörn.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.