Austurland


Austurland - 20.01.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 20.01.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 20. janúar 1956. Bœkur ! AnsÉurlaiid : Málgagn sósíalista á Austur- landi. 5 ■ ■ l Ritst jóri: ■ Bjarni Þórðarson. ■ ■ ■ j Kemur út einu sinni i viku. f í ■ B Lausasala kr. 2.00. B > Árgangurinn kostar kr. 60.00. B [ - Gjalddagi 1. apríl. B B : B a S NESPRENT H-F Nu er það ekki verkalýðurinn I hvert skipti, sem láglauna- stéttirnar reyna að bæta kjör sín eða rétta. hlut sinn eftir að dýrtíð og verðbólga hefur rýrt kjörin svo, að ekki verður við unað, er rekið upp mikið og sársaukafullt kvein í herbúðum afturhaldsins. Öll afkoma þjóðarbúsins á að vera í voða og blöð og málpípur aftur- haldsins ausa verkalýðinn rógi og svívirðingum fyrir það, að krefj- ast mannsæmandi lífsskilyrða. Og þessar málpípur eni svo sem ekki í vandræðum með að skýra hvers vegna hafizt er handa um að bæta kjörin. Ástæðan er ekki sú, að verkafólkið óski sjálft eftir kjara- bótum. Orsakanna er að leita í því, að til eru vondir mienn, sem kallast kommúnistar, og vond höfuðborg, sem kallast Moskva. Og þessir vondu kommúnistar eru í þjónustu þessarar vondu borgar. Helzta áhugamál Moskvumanna er að koma íslenzkum verkalýð og íslenzkum atvinnuvegum á kaldan klaka. Og til þess að koma þessu þokkalega stefnumáli sínu fram notar Moskvaborg kommúnistana, s'em.efna til verkfalla og úlfúðar í, þjóðfélaginu, rugla öll spilin fyr- ir.. íslenzkum stjórnmálamönnuhn og eyðileggja öll þeirra góðu á- form. — Kjarabárátta verkalýðs- ins er sem sé ekki sprottin af nauðsyn hans, heldur eru þar Moskvaerindrekar að verki. Nú um þriggja vikna tíma hefur verið vinnustöðvun í landinu. All- un. Hvernig stendur á þessu? Er verkfall? Hefur útsendurum hinriár illu Moskvuborgar enn tekizt að stöðva íslenzkt atvinnu- líf? Svo er ekki. Ekkert verkfall er háð og kommúnista gætir lítt í •þessari framleiðslustöðvun. Það sem gerzt hefur er, að út- gerðarmenn neita að hefja róðra fyrr en rikisvaldið hefur tryggt þeim betri kjör, Nú er það ekkí Öldin sem leið Á árunum 1953 og 1954 gaf Ið- unnarútgáfan út tvær bækur sem nefndust Öldin okkar, minnisverð tíðindi 1901—1950. Voru þetta bækur þannig gerðar, að þær voru skrifaðar í fréttastíl á blaða- mannavísu og stuðst við blöð á þessu tímabili. Bækur þessar hefur Gils Guð- miundsson tekið saman. Fyrir jólin í vetur kom svo út á vegum Iðunnarútgáfunnar Öldin sem leið, minnisverð tíðindi 1801— 1860 og hefur Gils einnig tekið þá bók saman. Næsta vetur er gert ráð fyrir öðru bindi, sem á að t.aka yfir tímabilið 1861—1900. Þessi bók er einnig skrifuð í blaðamannastíl. En á þessum tímum voru engin blöð til á Isandi í þeirri merkingu, sem orðið hefur í nútímamáli, fyrr en Þjóðólfur fer að koma út undir lok þess. Að vísu er þetta tímabil Klaustur- póstsins, Ármanns á Alþingi, Fjölnis og fleiri rita, og útgáfa Nýrra félagsrita og Skírnis hófst á þessu tímabili. — En þau rit, sem út komu, voru yfirleitt ársrit og fluttu ekki mikið af almennum 'tíðindum. Við samningu þessa rits hefur Gils valið þann kostinn, að hugsa sér, að blöð hefðu verið gefin út á Islandi á þessu tímabili og um- skrifar fréttirnar í blaðamanna- stíl. Auk þess birtir hann ýmsar glefsur úr ritum þeim ,er út komu og bókakafla svo og ljóð, sem til urðu á þessu tímabili. Er þar úr nógu að velja, því fyrri hluti lið- innar aldar var tími mikilla skálda senu straumhvörfum ollu í andlegu lífi þjóðarinnar og höfðu og hafa enn mikið gildi. Nægir í þeim efn- um að benda á Jón Þorláksson á Bægisá, Jónas Hallgrímsson, Bjarna Thorarensen og Sveinbjörn Egilsson. Mörg skáld, sem mest létu til sín taka á siðari hluta ald- arinnar; svo sem Matthías, Stein- grímur og Benedikt Gröndal, tóku að verulegu leyti út þroska sinn síðari hluta þess tímabils, sem bókin fjallar um. Ekki verður sagt að þessi rit hafi bókmenntalegt gildi, en það er staðreynd, að margir hafa gam- an af þeim, enda munu þau hafa selzt mikið. — En ég fyrir mitt leyti tek Annál 19. aldar svo langt fram yfir Öldina sem leið. Annáll- inn hefur miklu meiri fróðleik að geyma og er á köflum mjög skemmtilegur aflestrar. Afmælisrit Búnaðarsambands Austiirlands Nú í vikunni barst mér í hend- ur bók, sem Búnaðarsamband dregið í efa, að útvegsmenn þurfi að rétta hlut sinn. Það er vafa- laust rétt. En ríkisstjórnin hefur sýnt vítavert kæruleysi um þjóð- arhag með því að gera ekkert að gagni til að afstýra róðrarbann- inu. Og hver ríkisstjórn, sem reyn- ist ekki starfi sínu betur vaxin en svo, að hvað eftir annað skuli þurfa að koma til langvinnrar stöðvunar atvinnutækjanna, á að vera það sómakær, að víkja. En ráðherrarnir kunna sýnilega vel við sig í ráðherrastólunum og sleppa þeim ekki fyrr en í fulla hnefana. En margir þingmenn sjá, að í fullt óefni er komið og að nauð- syn krefur að ríkisstjórnin víki fyrir annari, sem ætla mætti að tæki efnahagsmálin föstum tökum og reyndi að koma einhverri skipan á hringavitleysu þá, sem kallast efnahagskerfið íslenzka. Og einhver viðleitni mun nú vera i þá átt, að velta ríkisstjórninni, en ekki verður að svo stöddu sagt um það hvort sú viðleitni ber árangur. En það dylst engum manni, sem ekki er blindaður af pólitísku ofstæki, að gjörbreyting þarf að verða á stjórnarstefnunni, ef þeim) Eysteini og ólafi á ekki að takast að sigla öllu norður og niður. ur bátafloti landsmanna liggur rígbundinn í höfn í vertíðarbyrj- verkalýðurinn sem stoppar. Ekki stendur á sjómönnum að róa né á verkafólkinu að taka á móti aflan- um. — Þeir, semi að þessum að- gerðum standa, eru fyrst og fremst máttarstólpar íhalds og Framsóknar. Og aumingja afturhaldsblöðin og málpípurnar eru mát. Hingað til hafa þær getað látið sér nægja að öskra Moskva, Moskva, komm- únistar, kommúnistar. En nú dug- ir það ekki lengur. Ekki má bendla forvígismenn róðrarbanns- ins, virðulega íhaldsmenn og Framsóknarmenn við svo vonda borg eða svo vondan flokk. Og blaðamennirnir við Morgunblaðið eru klumibsa. Þeir minna óneitan- lega á manninn, sem missti glæp- inn. Nú heyrist ekki á það minnst, að stöðvun atvinnutækjanna sé glæpsamleg og að hún stofni af- komu og framtíðarheill þjóðar- innar í voða. Nú heyrist ekki á það minnst að stöðvunin muni hrinda af stað nýrri dýrtíðar- og verðbólguöldu, sem skola muni með sér öllu því, sem áunnizt hefur í áratuga baráttu. Það er bara þegar verkaýðurinn á hlut að máli að slíkt gerist. Annars skal það á engan hátt Austurlands hefur gefið út í til- efni af hálfrar aldar afmæli sínu, sem var 1954. Þetta er all stór bók, 207 blað- síður, hin snotrasta að frágangi og prýdd mörgum myndum af for- ystumönnum á sviði búnaðarmála á Austurlandi. Margir pienn eiga þarna grein- ar. Sú lengsta er skrifuð af for- manni Búnaðarsambandsins, Páli Hermannssyni, fyrrv. alþingis- manni og fjallar um sögu og starf sambandsins í 50 ár. Hefur hún inni að halda mikinn fróðleik um þetta efni. 1 bókinni er að finna mikinn og margvíslegan fróðleik um búnaðar hætti á Austurlandi fyrr og síðar og framtíðarinöguleika landbún- aðarins. Það gefur að skilja, að bændur og búalið munu hafa mestan á- huga á riti þessu. En það hefur líka mikið gildi fyrir alla þá, sem! vilja afla sér sem fjölbreyttastrar og staðbeztrar þekkingar á aust- firzkum atvinnuháttum og aust- firzkri sögu. Sjómannsamningar Framhald af 1. síðu. Ekki hefur áður verið samið um kjör á netaveiðum hér í bæ. Dragnótaveiði Enda þótt dragnótaveiðar séu nú lagðar niður, hefur ekki þótt rétt að fella niður ákvæði um hlutaskipti við þær. Eru þau ó- breytt, 39% til skipverja. Orlof 5% Ekki hefur áður verið samið um orlofsgreiðslu til hlutamanna hér, heldur hafa landslög verið látin ráða, en þau gera ráð fyrir að hlutarmenn hafi hálft orlof, eða 2%. Hálfdánarheimtur hafa líka oft verið á orlofsfé sjómanna. Nú er samið um 5% orlof og er það 1% lægra en verkafólk hefur. — Þess þer þó að gæta, að ákvæðin um orlofsgreiðslu af yfir- vinnukaupi 'gera það að verkum, að orlofsfé verkafólks hér er varla mieira en 4%—5% til jafnaðar af heildarkaupi. Kauptrygging Um kauptryggingu gilda þau á- kvæði, að á tímabilinu 1. jan. til 30. sept. skuli grunnkaupstrygg- ing háseta vera kr. 1941.00 á mán- uði, eða kr. 3319.11 með gildandi vísitölu, en síðustu 3 mánuði árs- ins skal tryggingin vera kr. 1500. 00 á mánuði, eða kr. 2.565.00 með visitölu. Mörg önnur ákvæði eru í samn- ingnum, þó ekki verði rakin hér. Eru þau flest óbreytt frá því sem verið hefur. Er hlutarmönnum ráðlagt að kynna sér samninginn rækilega, en hann hefur nú verið prentaður.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.