Austurland


Austurland - 20.01.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 20.01.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 20. janóar 1956. Annað hljóð í strokknum Framsókn hefur ekki kunnað illa við sig í samstarfinu við íhald- ið á undanförnum árum. Allir erf- iðleikar stjórnarinnar hafa stafað frá vondum kommúnistum sem spanað hafa upp frekjuna í verka- mönnum. Hver man ekki lýsingar hans Eysteins á orsök núverandi efnahagsörðugleika þar sem hann sagði að öll ógæfan lægi í verk- föllunum s. 1. vetur? Jafnvægi hafði ríkt í efnahagsmálunum og örugg og jöfn framþróun. En svo komu kommúnistar brögðum sín- uml við og æstu' verkamenn út í verkföll. En nú breytist hljóðið í Fram- sóknarflokknum. Nú virðist allt benda til þess að hann þurfi að snúa sér alvarlega að íhaldinu, án efa með tilliti til kosninga í sum- ar. Nýlega skrifaði Tíminn m. a. á þessa leið, þegar blaðið ræddi um vandamál atvinnu- og efnahags- lífsins: „Hlutur milliliðanna hefur i aldrei verið jafn ríkulegur sem á síðasta ári, en á sama tíma er út- flutningsframleiðsla landsmanna að sigla í gjaldþrot. Þarna er þá komið að aðalmeininu. Hlutur milliliðanna er of mikill á kostnað atvinnuveganna". Svona viðurkenningu hefði Ey- steinn og aðrir ráðherrar Framl- sóknar átt að gefa fyrr, I stað þess að ráðast í sifellu á verka- fólk, þó að það reyni að bjarga sér undan vaxandi dýrtíð. Enn segir Tíminn: „Nú um nokkurra ára bil hefur aðeins ein stétt getað ákvarðað hlut sinn í þjóðarbúinu, án samn- inga við aðrar stéttir eða án íhlut- unar almannavaldsins. Þessi stétt er braskarastéttin. Á sama tfma hafa bændur fengið greitt afurða- verð sitt samkvæmt lögákveðnum reglum og verkamenn samkvæmt samningum og lögboðinni vísi- tölu“. Já, ætli það hefði ekki verið sæmra fyrir Framsókn að viður- kenna þessa staðreynd fyrr, að viðurkenna það, að hið marglof- aða frelsi ríkisstjórnarinnar hefur þýtt frelsi fyrir alla aðra en verkamenn og bændur til þess að ákveða hvað þeir bæru úr býtum. Kaupmaðurinn hefur verið frjáls að sinni verðlagningu. Allskonar milliliðir hafa haft frelsi til þess að ákveða álag sitt á almenning og atvinnuvegina. Og enn segir Tíminn: „Hvers konar kaupmang og húsabrask eru nú gróðavænleg- asta lifibrauð, sem býðst. Aldrei heyrist það á málfundum eða í blöðum Sjálfstæðismanna, að þetta sé á nokkurn hátt óheilbrigt. Hinsvegar heyrist sífelldur söng- ur um ábyrgðarleysi verkalýðsins. ölhim hlýtur að vera í f^yn og vera ljóst, hverjum Sjálfstæðis- flokkurinn ætlar að borga brús- ann, það er alþýðustéttunum til lands og sjávar". Já, ætli við höfum ekki öll heyrt þennan „sífellda söng um ábyrgðarleysi verkalýðsins“. Og sá söngur hefur látlaust heyrzt í Tímanum og af vörum Framsókn- arráðherranna. En nú er hljóðið i Framsókn að breytast. Nú er viðurkennt að slíkur söngur sé aðeins íhalds- söngur og óréttmætur og rangur. Og nú segir Tíminn, sem fram að þessu hefur stutt íhaldið til árása á verkalýðinn: „Það er margsönnuð staðreynd, að ekki er hægt að ráða fram úr málum þjóðarbúsins giftusamlega Eins og frá hefur verið skýrt j hér í blaðinu hefur Lúðvík Jós- epsson flutt þingsályktunartillögu um úrbætur í símamálum Austfirð- inga. Þegar tillagan var til umræðu á þingfundi fyrir skömmu, var upplýst, að undirbúnar hafi verið miklar endurbætur á símasam- bandinu milli Reykjavíkur og Austurlands. Gert er ráð fyrir, að reistar vei'ði stuttbylgjustöðvar m. a. á Hornafirði og á þann hátt komið á þráðlausu samibandi, eins og Lúðvík bendir á í tillögu sinni. Með þessu móti má ætla, að full- komið og öruggt samband fáist. Talið er að þessi lausn yrði sú ó- dýrasta, sem völ er á. Tilboða hefur verið leitað hjá þeim verk- smiðjum, sem þekktastar eru í þessari grein. Áætlað er að þessum fram- kvæmdum ljúki 1957—1958. Nokkrar framkvæmdir eru fyr- irhugaðar á sumri komanda og á fjárlagafrumvarpi þessa árs eru ætlaðar til þeirra kr. 600 þús. Að vísu er ekki hægt að gera mákið fyrir þá upphæð, en máltækið seg- ir, að hálfnað sé verk þá hafið er og væntanlega reynist það sann- mæli. Til að bæta úr mestu vandræð- unum til bráðabirgða, á að vori að auka sambandið norðanlands um tvær talrásir. Oft eru Austfirðingar búnir að- senda bænaskrár og kröfur um bætta símaþjónustu, en til þessa hafa ráðamenn Landssímans daufheyrzt við þeim. Það er því Austfirðingum fagnaðarefni, að ný sKuli loks hylla undir sigur í án virkrar þátttöku verkalýðsins í stjórn landsins“. Hvað skyldu sósíalistar oft hafa bent á þessa staðreynd, og hvað oft skyldi Eysteinn Jónsson hafa afneitað henni í orðum og verki ? Og enn skal eitt dæmi tilfært af skrifum Tímans frá síðustu blöðum: „Afleiðingin af frjálsræðinu er nú komin í ljós. Dýrtíðin eykst dag frá degi og framleiðslan stenzt ekki samkeppnina“. Nú er semi sagt viðurkennt, að frelsisstefnan, sem Eyseinn og Framsókn hefur fram til þessa lofsungið, hefur leitt af sér vax- andi dýrtíð. Nú virðist Framsókn endanlega ætla að víkja frá þeirri íhalds- kenningu að allir erfiðleikarnir séu verkafólki að kenna. Það er sannarlega komið annað hljóð í Framsóknar-strokkinn. málinu. En vera má að þörf sé að ýta enn við ráðamönnunum, ef ekki verður unnið að framkvæmd- um með sómasamlegum hraða.-Það er nefnilega reynsla okkar út- kjálkamanna að innan-Hring- brautarmönnum hættir við að gleyma þörfum okkar og telji sér skyldara að sinna þeim, sem nær búa. Annars mun Austfirðingum koma harla ókunnuglega fyrir sjónir sumt af því, sem sagt var í þessum umræðum. Einn ráð- herranna tók til máls og véfengdi að ástandið í þessum máluml væri eins alvarlegt og Lúðvík vildi vera láta. Las hann skýrslu frá síma- málastjóra, þar semi reynt er að afsaka slóðaskap Landssímans. Samkvæmt þessari skýrslu er að- eins 9. hvert samtal hraðsamtal. En þetta getur ekki verið rétt. Símamálastjóri hlýtur að hafa verið það naskur að velja einhvern dag eða tímabil, sem lítið var að gera á stöðvunum, til athugunar, því vitanlega er ekki alltaf jafn- mikið að gera. Ráðgerðar fram- kvæmdir í þessum málum benda l'ka til þess, að símamálastjóri viti að ástandið er ekki eins gott | og hann vill vera láta. Lúðvík lýsti líka undrun sinni yfir þessari skýrslu og taldi að eftir henni að dæma vantaði mik- ið á að símamálastjóri gerði sér grein fyrir verkefnum sínum. Benti hann á þá staðreynd, að engar endurbætur hefðu farið fram'í 13 ár, en þörfin fyrir síma- þjónustu hefði stórlega vaxið á þeim tíma. Einnig benti hann á þá staðreynd, að á þessari línu Dr bænum Kirkjan Messur á sunnudag: Barnamessa kl. 11. Messa kl. 2. Aheit og gjafir til Neskirkju mótt. 1955: Áheit: Frá konu 100, frá tveim konum 100, frá Halld. Davíðsdótt- ur 30, Frá M. 50, frá S. 150, frá Ó. Ó. 25, frá ónefndum 500, frá M. Jóh. 30, frá M. G. A. 50 frá S. S. 100, frá S. K. 100, frá Hall- dóri Einarssyni 50, frá Ingi- björgu Jóhannsdóttur 50, frá Bjarna Björgvinssyni 100, frá N. N. 50, frá konu í Rvík 100, frá N. N. 100. Samtals kr. 1685.00. Gjafir: Frá ónefndum hjónum í Nesk. 500, frá G. H. B. 50, úr samskotakassa kirkjunnar 39.04. Samtals kr. 589.04. Auk þessa gaf Kvenfél. Nanna saum á um 40 fermingarkyrtlum og Kaupfél. Fram lánaði endur- gjaldslaust timbur í uppslátt við turnaðgerð. Sóknarnefndin þakkar gjafir og áheit og þann hlýhug sem að baki stendur. Farinn á vertíð Hinn nýi bátur Sveinbjörns Sveinssonar, Glófaxi, fór s. 1- sunnudag áleiðis til Keflavíkur, en þaðan verður hann gerður út í vetur. Glófaxi er fyrsti Norðfjarð- arbáturinn, sem fer á vertíð. Iðnaðarinannafélagið heiðrar skólastjóra Iðnskólans Nú í haust varð sú skipulags- breyting á iðnskólahaldi, að iðn- skólar urðu ríkisskólar. Hér i bæ hafði Iðnaðarmannafélag Norð- fjarðar haldið uppi iðnskóla í H ár. Öll þessi 11 ár hefur Oddur A. Sigurjónsson, skólastjóri gagn- fræðaskólans, jafnframt verið skólastjóri Iðnskólans, án þess að hafa tekið sérstök skólastjóra- laun, heldur aðeins fengið greidd- ar þær stundir, sem hann hefur kennt við skólann. Á þriðjudagskvöldið heimsóttu forvígismienn Iðnaðarmannafé- lagsins og Iðnskólans Odd og færðu honum að gjöf vandað skrifborð, sem trésmíðaverkstæði Jóhanns P. Guðmundssonar hefur smíðað, í þakklætisskyni fyrir unnin störf í þágu Iðnskólans á meðan hann var rekinn af Iðnað- armannafélaginu. væru mest þrengslin af öllum langlínum, Hinsvegar kvaðst Lúðvík fagna því, að hafizt væri handa um endurbætur. En um tillöguna mætti fremiur segja, að hún hefði átt að koma fyrr en að hún væri ástæðulaus. Samþykktir Fjórð- ungsþings Austfirðinga bentu líka til þess, að sú væri skoðun almennings. Úrbætur í símamál um Austíirðinga

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.