Austurland


Austurland - 18.05.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 18.05.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 18. maí 1956. Halastjarna stj órnmálanna Þjóðvárnarflokkurinn reynir að fella Lúðvík Jósepsson AaMMHUHiiimaiiaikiiimiiiiuniniiinun Anstnrlaml : Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. : Kemur út einu sinni í viku. Lausasala kr. 2.00. ■ Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi 1. apríl. NESPBENT H-P Blekkingin um minnihluta- stjórn Hræðslubandalagsmenn reyna nú allt hvað þeir geta til að telja mönnum trú um þá augljósu firru að þeir muni fá meirihluta í kosn- ingunum í sumar. Þó eru þeir ekki það skyni skroppnir að þeir ekki finni að mönnum er ljóst hvílíkar blekkingar eru hér í frammi hafð- ar. Og þá eru mennimir komnir í vandræði. En einhver hræðslu- bandalagsmaður með ákaflega sér. stæðan hugsanagang, nema það hafi verið „kommúnisti" að spila með hræðslubandalagið, fann lausnina. „Þið myndið bara minnihluta- stjórn“, sagði hann. Þetta var lausnarorðið. Minni- hlutastjórn. Og svo er nú komið, að myndun minnihlutastjórnar er að verða aðalmarkmið hræðslu- bandalagsins, því öllum er ljóst, að meirihlutastjórn getur það ekki myndað. ,,Ef við fáum ekki meirihluta", segir Eysteinn og aðrir hræðslu- menn éta það eftir í tíma og' ó- tíma, „þá myndum við bara minnihlutastjórn“. En honum láist að geta þess, hver á að fela hræðslubandalag- inu að mynda minnihlutastjórn. I vor, þegar slitnaði upp úr með Framsókn og íhaldi, fór formaður Framsóknarflokksins fram á að sér yrði falið að mynda minni- hlutastjórn Alþýðuflokksins og Framsóknar. Forseti landsins hafnaði þeim tilmælum. Eru nokkrar líkur til að afstaða for- setans verði önnur eftir kosning- ar en fyrir? Þegar Eysteini var bent á þetta, reyndi hann að bjarga sér með því að segja, að kosninga- bandalag Alþýðu- og Framsókn- arflokksins yrði stærsti flokkur- inn á þingi og ætti rétt á að fá að mynda ríkisstjórn. Það er nú hreint ekki víst að svo verði. Og auk þess verður litið á þessa flokka sem tvo en ekki einn í þing- inu, þó að Eysteinn telji sig búinn að gleypa leyfar Alþýðuflokksins. En hvað segja Alþýðuflokks- menn? Telja þeir Alþðýuflokkinn runninn inn í Framsóknarflokkinn og að þeir h'afi ráWzt í ItfáUWar- Skömmu fyrir kosningarnar : 1953 birtist ný halastjarna á himni íslenzkra stjórnmála og var nefnd Þjóðvarnarflokkur Islands. Það er eðli halastjarna, að koma aðvífandi úr órafjarlægð og eru þær í augsýn litla stund, en hverfa síðan í óravíddir himin- geimsins. Enginn mun hafa látið sér detta til hugar um miðjan júnímánuð 1953 að Þjóðvarnarflokksins biðu önnur örlög en annarra hala- stjarna. En 17. júní urðu áflog í Austur-Berlín og stóðu fyrir þeim undirróðursmenn Vesturveldanna. Þessi atburður, sem í sjálfu sér var engu merkilegri en hliðstæðir atburðir, sem oft á ári gerast á Vesturlöndum, var blásinn út sem geysilegt áfall fyrir sósíalismann. Og hann var miskunnarlaust not- aður í kosningabaráttunni hér heima. Og það moldviðri, sem þyrlað var upp, nægði til að rugla í ríminu nægilega marga fylgjend- ur Sósíalistaflokksins til að fleyta frambjóðanda þjóðvarnar í Reykja. vík inn á þing með örlitlum at- kvæðamun. En þeim, sem létu blekkjast 1956, er það ljóst, að þeir hafa verið hafðir að leik- soppi af óhlutvöndum mönnum. Og halastjarnan, sem undanfarin vinnumennsku á Framsóknarbú- inu ? Myndun minnihlutastjórnar er þvættingur. Hún þyrfti fyrirfram að tryggja sér a. m. k. hlutleysi íhaldsins eða Alþýðubandalagsins. Ella mundi hún óhjákvæmilega falla við fyrsta andblæ. Hugsanleg ríkisstjórn hræðslu- bandalagsins, jafnvel þó meiri- hlutastjórn væri, yrði veik. Hún yrði í andstöðu við alþýðusamtök- in og atvinnurekendasamtökin. Það er nógu erfitt að stjórna í andstöðu við annan þennan aðila, en útilokað að hægt sé að stjóma í andstöðu við þá báða. Við þurfum umfram allt sterka ríkisstjórn, sem starfar með hagsmuni þjóðarheildarinnar fyrir augum, ríkisstjóm, sem ekki starfar þannig, að fjárplógs- menn og braskarar raki saman auði á kostnað almennings. Við þurfum ríkisstjórn, sem setur sér það höfuðmarkmið að efla at- vinnulífið á öllum sviðum og þar með að bæta lífskjörin. Við þurf- um ríkisstjórn, sem losar okkur við hin vansæmandi og skaðlegu áhrif hernámsins og sem tryggir hinum vinnandi manni fullan arð vinnu sinnar. Slík ríkisstjórn verður ekki mynduð án þátttöku stjómmála- samtaka verklýðshreyfingarinnar, A! þýðub'aridaleg>#ÍM. þrjú ár hefur þeytzt stefnulaus um stjórnmálahimin Islands hverj- um manni hvimleið, mun nú hverfa í ómælisvíddir geimsins og aldrei koma aftur. Þeir kjósendur, sem létu blekkjast til að yfirgefa Sós- íalistaflokkinn 1953 fylkja sér nú undir merki Alþýðubandalagsins. Þjóðvarnarflokkurinn hafði í vor tækifæri til að auka áhrif sín í íslenzkum stjórnmálum með því áð gerast aðili að Alþýðubandalag- inu og innan flokksins var mikil hreyfing í þá átt. En þá gerðust erlendis atburðir sem forystu- menn flokksins töldu að mund;i fleyta þingmanni þeirra inn á þing á sama hátt og Berlínarupphlaup- ið 1953. Og þá fengu sundrungar- öflin í flokknum yfirhöndina og tókst að fá því ráðið, að aðild að Alþýðubandalaginu var hafnað. Og þar með var dauðadómur Þjóðvarnarflokksins innsiglaður. Þeir menn, sem í einlægni vilja vinna að einingu vinstri aflanna, yfirgefa flokkinn og eftir sitja menn, sem ekki hafa talið sér næg- an frama búinn í flokkum þeim, sem fyrir voru, og hafa því leit- azt við að koma á fót sínum einka- flokki til að vinna að því að fá metorðagirnd sinni og valdafýkn svalað. Enda þótt allir heilskyggnir menn hljóti að sjá, að Þjóðvarn- arflokkurinn er nú að taka and- vörpin, eru sundrungarmennirnir innan' hans ekki af baki dottnir. Nú reyna þeir að eyðileggja sem allra flest atkvæði frjálslyndra og róttækra manna með því að efna til framboðs í öllum þeim kjördæmum sem tök eru á. Menn- irnir geta ekki verið það glám- skyggnir að trúa því í alvöru að þeir geti fengið mann kosinn í Reykjavík. Nú er ekkert Berlínar- ævintýri á ferðinni. Og úlfaþytur- inn, sem orðið hefur í sambandi við kommúnistaþing í Rússlandi, verður þá hjaðnaður. Þetta komm- únistaþing tók sér fyrir hendur að leiðrétta ýmsar misfellur í stjórnmálalífi Sovétríkjanna, gagn rýndi ýmislegt í æðstu stjórn ríkisins og taldi, að þar hefðu gerzt mjög alvarlegir atburðir. Og stjórnmálaskúmar afturhaldsins tóku þessu fegins hendi og töldu sig hér hafa fengið enn bitrara vopn til að bera á Sósíalistaflokk- inn en þeir fengu 1953. Þeir geta með engu móti fundið höggstað á starfi sósíalista hér á landi. Þess vegna er leitazt við að gera þá í augum almennings ábyrga fyrir misfellum í stjórnarfari annarra ríkja. En þessir atburðir gerðust það löng'u fyrir kosningar, að fólk fær tíma til að hugsa þá í næði og ræður þær, sem afturhalds- m6M halda nú una larid allt um þetta efni, missa marks, því al- menningur heyrir í þeim tóma- hljóðið, skilur að þær eru fluttar í þeim tilgangi einum að blekkja kjósendur, en ekki af umhyggju fyrir Rússum. Framboð Þjóðvarnarflokksins eru fram komin fyrst og fremst til að sundra vinstri öflunum í landinu og tryggja íhaldinu nokk- ur þingsæti. Hér í Suður-Múla- sýslu er íhaldinu ekki til að dreifa. Hér er verið að reyna að styðja Eystein í því mikla áhugamáli hans, að koma Lúðvíki Jóseps- syni út úr þingsölunum. Honum finnst nefnilega miður þægilegt að hafa hann á þingi. Tveir forystumenn þjóðvarnar dvöldu hér fyrir austan í eina til tvær vikur til að reyna að koma saman framboði. Gekk það mjög erfiðlega og var leitað til 40—50 manna úr öllum flokkum. í stærri kaupstaðina í Suður-Múlasýslu komu þeir ekki, vita sem er að þar fylgir þeim enginn. Loks tókst þó að berja saman lista í sýslunum, en á Seyðisfirði fékkst enginn til að ljá sendimönn- unum eyra. í örvæntingu sinni gripu sendi- mennirnir, Gils Guðmundsson og Valdimar Jóhannsson, til hinna svívirðilegustu blekkinga. Fundu þeir skjótt, að mikill áhugi ríkti fyrir því, að tryggja Lúðvíki Jós- epssyni uppbótasæti áfram. Þá var ekki hikað við að *ljúga því að Lúðvík væri viss og sér hver mað- ur, sem lítur á kosningatölurnar 1953 að þessu fer víðs fjarri. Birni á Eyvindará var sagt, að hann mundi hljóta uppbótasæti, ef hann yrði efstur á listanum og má vera að það loforð hafi ráðið úr- slitum um ákvörðun hans. Honum til fulltingis á framboðsfundum hétu þeir að senda „kjaftforan strák úr Reykjavík". Það má hverjum manni ljóst vera, að framboði þjóðvarnar er stefnt gegn Lúðvíki Jósepssyni. Að vísu er ekki líklegt, að þjóð- vörn fái nokkuð fylgi sem heitir, en takist þjóðvörn að blekkja ein- hvern — þó ekki sé nema einn -—■ kjósanda, sem ella hefði kosið i Lúðvík, til að kasta atkvæði sínu á þjóðvörn, getur það ráðið úrslit- um um það hvort hann heldur þingsæti sinu. Það veltur áreiðan- lega á örfáum — kannski einu ein- asta — atkvæði. Að vísu er lík- legt, að flest þau atkvæði, sem þjóðvörn kann að skrapa saman, koma frá Framsókn. En hún þolir að tapa þeim atkvæðum — þau eru víst ekki fleiri en það, — án þess að eiga á hættu að tapa þingsæti. Aftur á móti getur svo farið í FramhaTd á 3. sfðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.