Austurland


Austurland - 18.05.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 18.05.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 18. maí 1956. Rússlandsníð og kosningar Það er gömul saga, sem alltaf endurtekur sig við hverjar kosn- ingar, að þá er allt það sem ljót- ast hefur verið sagt um Rússa dregið fram og gert að höfuðmáli í íslenzkri þjóðmálabaráttu. Þegar velja á íslenzka Alþing- ismenn, þá er af ótrúlegum hávaða hrópað um það hve illir menn Rússar séu. Þegar velja á bæjar- fulltrúa, eða trúnaðarmenn 1 fé- lögum, þá er hamrað á því að viss- ir menn séu stórhættulegir vegna þess, að Rússar hafi þá í hendi sinni. Nú er Rússlandsníðið byrjað, enda kosningar að nálgast. Nú eru sagðar miklar sögur af ræðu, sem Rússi á að hafa haldið þar eystra á lokuðum fundi. Auð- vitað hefur ræða þessi hvergi ver- ið birt af réttum aðilum, en Morg- unblaðið hefur sagt lesendum sín- um hvað í ræðunni muni hafa ver- ið. Nú verður það auðvitað að stór- máli í íslenzkum Alþingiskosning- um, að Stalín hafi verið einræðis- sinnaður síðustu ár ævi sinnar og og í ýmsum tilfellum gert stórfelld mistök og beri jafnvel ábyrgð á beinum glæpum. Og af þessum fréttum og full- yrðingum, sem sumar kunna að vera sannar, en margar ósannar og yfirleitt allar óstaðfestar, á svo að draga þá ályktun, að ekki sé hægt að kjósa Lúðvík Jósepsson á Alþing og að ekki megi trúa Bjarna og Jóhannesi, svo dæmi séu tekin héðan, fyrir bæjarmálum í Neskaupstað. Hliðstætt þessari rökfærslu væri að halda því fram að ekki sé hægt að kjósa Eystein Jónsson á Al- þing af þeirri ástæðu að forystu- menn Breta fremji nú hin verstu glæpaverk á körlum og konum á Kýpur og láta myrða alla, bæði unga og gamla, í heilum þorpum í Kenya, samkvæmt frásögn brezkra fréttamanna. Eysteinn telur Bretland fyrir- myndar lýðræðisland og dásamar forystumenn þar í landi. Á sama hátt væri hægt að telja alla jafnaðarmenn á Islandi glæpa- menn, vegna þess að forsætisráð- herra Frakklands, sem er jafnað- armaður, lætur um þessar mundir fremja hina verstu glæpi á Mar- okkóbúum og Alsírbúum í Afríku. Vissulega geta forystumenn í RúSsIandi drýgt. glæpi og þnð er hörmulegt þegar slíkt gerist. Hitt er áróður af lægstu hvötum runninn, þegar reynt er að kenna íslenzkum sósíalistum um mistök eða glæpi Rússa. Aki og Rússar Gott dæmi um óheilindi og blygðunarleysi þeirra, sem æpa sitt Rússlandsníð gegn sósíalist- um, er fognuður þeirra og mont yfir því, að Áki Jakobsson skuli | nú bjóða sig fram fyrir Alþýðu- flokkinn og Framsókn. Áki var í Kommúnistaflokknum öll þau ár sem hann var til (hann var reyndar lagður niður fyrir 17 árum). Áki var í Sósíalistaflokkn- um fram yfir dauða Stalíns. Hann var alla tíð einn rauðasti komm- únisti landsins, enda óspart kall- aður Rússadindill og Stalínisti og agent Rússa á Islandi. En nú er þessi Áki hreinn eng- ill. Nú er hann til að státa af fyr- ir Framsóknarmenn. Það er aldeilis munur á Rússa- umboðsmanninum Áka og Lúðvíki Jósepssyni, Hannibal Valdimara- syni, Alfreð Gíslasyni lækni og öðrum slíkum. Hafa menn heyrt lágkúrulegri röksemdir en þetta? Af því að Stalín var vondur, má lækka kaupið En um hvað er deilt í kosning- unum? Er það deilan um Stalín, sem ráða á úrslitum um kjör Al- Auk framboðanna í Austfjarða- 1 kjördæmunum, sem frá er skýrt annars staðar í blaðinu, hafa eft- j irtalin framboð verið tilkynnt af hálfu Alþýðubandalagsins: ísaf jörður: Guðgeir Jónsson, bókbindari. Snæfells- og Hnappadalssýsla: Guðmundur J. Guðmundsson, verkamaður. Austur-Húnavatnssýsla: Lárus Valdimarsson, verkamaður. Skagaf jarðarsýsla: Bergmundur Guðlaugsson tollv. Haukur Hafstað, bóndi, Jón Friðbjörnsson, verkamaður, Guðm. H. Þórðars. héraðslæknir. Enn hefur Alþýðubandalagið ekki tilkynnt framboð í 9 kjör- dæmum, en flest eru þó framboð- in ráðin og verður frá þessu skýrt í Utsýn næsta mánudag. Framboð andstæð- inganna á Austurl. Á Seyðisfirði hefur Sjálfstæðis- flokkurinn tilkynnt framboð Lár- usar Jóhannessonar, alþingis- manns. Áður hefur verið frá því skýrt að Björgvin Jónsson verði þar í kjöri fyrir hræðslubanda- lagið. Listi Framsóknarmanna í Suð- ui-Múlasýslu er svo skipaður: Eysteiim Jónsson, Vilhjálmur Hjálmarsson, Stefán B. Björnsson og Stefán Einarsson. í Norður-Múlasýslu skipa þess- ir menn lista íhaldsins: Árni G. Eylands, Helgi • Gíslason, Sigmar Torfasón og Jónas Péturesdn, ©n þingismanna? Eða eru það íslenzk málefni, sem ráða eiga afstöðu hugsandi manna? Geta menn t. d. samþykkt kaup- lækkun, ef það reynist rétt að Stalín hafi verið vondur maður? Geta menn kannski samþykkt nýju tollana og sífellt aukna dýr- tíð, með þeirri röksemd að Rúss- ar séu svín? Vita ekki allir að í þessum kosn- ingum er deilt um ákveðin mál, sem skipta lífsafkomu allra lands- manna ? Á kosningadaginn verður hver og einn að svara því með atkvæði sínu, hvort hann er samþykkur: áframhaldandi hersetu, nýju tolla- og skattaálöguniun, neit- un á útfærslu landhelginnar, kauplækkunartilraunum, ísfisk- sölum til Breta í stað fisk- vinnslu, neitun stjórnarflokk- anna á að kaupa nýja íogara o. s. frv., o. s. frv. Séu kjósendur samþykkir stefnu Framhald á 3. siðu. í Suður-Múlasýslu er listi þess svo skipaður: Einar Sigurðsson (Rvík), Axel V. Tulinius, Páll Guðmundsson og Ingólfur Fr. Hallgrímsson. Þjóðvarnarmenn hafa verið að reyna að hnoða saman framboð- um í Austfjarðakjördæmunum og hefur tekizt, eftir miklar þrautir, að koma á laggirnar framboðum í sýslunum, en á Seyðisfirði fundu- þeir engan þjóðvarnarmann. Framboðin hafa ekki verið birt opinberlega og þykir því ekki rétt að skýra frá þeim hér. Sigríður Hannes- dóttir í kjöri á Seyðisfirði Af hálfu Alþýðubandalagsins hefur verið ákveðið að Sigríður Hannesdóítir verði í kjöri á Seyð- isfirði. Sigríður er húsmóðir, búsett í Reykjavík. Hún hefur lengi staðið mjög framarlega í samtökum reykvískra verkakvenna og mikið starf á hún að baki í Alþýðu- flokknum, en þaðan hefur hún nú verið rekin. Enginn efi er á því, að alþýða Seyðisfjarðar, ekki sízt kvenþjóð- in, mun gera sigur Sigríðar glæsi- legan. Hún er einn þeirra fram- bjóðenda, sem hefur möguleika til að hreppa uppbótasæti, en til þess að það sé tryggt, þarf hún að fá um 100 atkvæði. Og seyðfirzkri al- þýðu er vel trúandi til að láta þau í té. flr bænum Kirkjan Hvítasunnudagur: Fermingar- guðsþjónusta og altarisganga kl. 2. — Öll sæti í kirkjunni niðri, eru frátekin fyrir skyldulið ferming- arbarnanna. Annar í hvítasunnu: Messa í Mjóafjarðarkirkju kl. 2. Afmæli: Karl L. Marteinsson, verkamað- ur Sólhóli, varð 50 ára í. gær — 17. maí. Hann fæddist í Litlu- Breiðuvík í Helgustaðahreppi, en fluttist hingað 1934. Karl hefur tekið mikinn þátt í verklýðshreyf- ingunni og lengi verið í stjórn verklýðsf élagsins. Gísli Vilhjáhnsson, Bjargi, varð 65 ára í gær, 17. maí. Hann fæddist á Brekku í Mjóafirði, en fluttist hingað í hitteðfyrra. Dánardægur: Sigríður Gísladóttir, ekkja Berg- sveins Ásmundssonar Grund, and- aðist laugardaginn 12. maí. Hún var fædd að Krossi í Mjóafirði 1- des. 1867 og varð því 88 ára göm- ul. Hún átti heima hér í bæ frá 1914. Fermingarbörn í Norðfjarðar- kirkju 20. maí 1956. Stúlkur: Anna Sigfinnsdóttir, Grænanesi Árný Lára Ólafsdóttir, Þórh.g. lB Elínborg Eyþórsd., Stekkjarg. 3 Élsa Sæný Gísladóttir, Seldal Elsa Gjöveraa, Strandg. 11 Erla Flosadóttir, Hlíðargötu 24 Helga Guðný Axelsdóttir, Ekru Hulda Aðalsteinsdóttir, Ormsst. Hulda Filippusdóttir, Nesg. 12C Ingunn Sveinsdóttir, Hlíðarg. 44 Magnea Þorfinnsdóttir, Vífilsfelli Margrét Björnsdóttir, Strandg. 2 María Hjálmarsdóttir, Björgvin Ólöf Njálsdóttir,' Hlíðarg. 28A Steinunn Jónsdóttir, Strandg. 9. Steinunn Elínborg Jónsdóttir, Strandgötu 12. Drengir: Ágúst Theodór Blöndal Björnsson, Strandg. 8 Ármann Herbertsson, Þórshamri Eiríkur Sævar Bjarnas. Þórh.g. 4 Grétar Sveinsson, Grænuhlíð Guðni Þór Stefánsson, Valhöll Hans Jakob Beck Sigfússon, Von- arstræti 12 Hjálmar Haraldsson, Kirkjuhvoli Jóhann Sigurjónsson, Ekrustíg 3 Jóhann Zoega, Strandgötu 9 Jón Guðmundsson, Nesgötu 5 Jón Einar Jóhannss,. Hlíðarg. 26E Leó Sigurjón Sveinsson, Borgho Loftur Ólafsson, Strandg. 16 Magni Kristjánss., Barnaskólanun Ólafur Haukur Ólafss., Hlíðarg. 1' Óskar Þórarinn Karlsson, Skála- teigi Sigurður Hafsteinn Benjamínsson Þórhólsgötu 6 Viilgarður Jóhannessö*, Sðllaeimi Framboð

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.