Austurland


Austurland - 25.05.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 25.05.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 25. maí 1956. Hvað dvelur Orminn langa? Lesendur blaðsins kannast við skattstjórabrask Eysteins Jóns- sonar. Rétt er þó til frekari glöggvunar að rifja upp aðalatriði málsins: 1. Jón Sigfússon, skattstjóri í Neskaupstað gengur á fund Ey- steins og bendir honum á, að þýð- ingarmikið gæti verið fyrir hann að losa skattstjóraembættið í Nes- kaupstað. Geti hann þá skipað í F rainbod Alþýðubandalagsins Lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík skipa: Einar Olgeirsson, alþm. Hannibal Valdimarsson, alþm. Alfreð Gíslason, læknir Eðvarð Sigurðsson, ritari Dags- brúnar. Adda Bára Sigfúsdóttir, veður- fræðingur Snorri Jónsson, járnsmiður Eggert Ólafsson, verzlunarm. Hólmar Magnússon, sjómaður Áki Pétursson, fulltrúi Drífa Viðar, húsfrú Ingimar Sigurðsson, vélvirki Benedikt Daviðsson, húsasm. Skúli H. Norðdahl, arkitekt Hulda Ottesen, húsfrú Þórarinn Guðnason, læknir Halldór Kiljan Laxness, rithöf. I Rangárvallasýslu er listi Al- þýðubandalagsins svo skipaður: Björn Þorsteinsson, kennari Ragnar Ólafsson, hæstaréttar- lögmaður Þorsteinn Magnússon, bóndi Rögnvaldur Guðjónsson, verka- maður. I Suður-Þingeyjarsýslu verður í kjöri: Jónas Árnason, kennari, Nes- kaupstað. I Borgarfjarðarsýslu: Ingi R. Helgason, lögfræðingur. I Vestur-Húnavatnssýslu: Sigurður Guðgeirsson, prentari. I Barðastrandasýslu: Kristján Gíslason, framkv.stj. Alþýðubanda lagsins. I Dalasýslu: Ragnar Þorsteinsson, kennari, Ölafsfirði. f Vestur-ísafjarðarsýslu: Halldóra Guðmundsdóttir, verka kona. í Eyjarfjarðarsýslu skipa þessir menn listann: Kristinn Jónsson, oddviti, Dalvík Sigursteinn Magnússon, skóla- stjóri, Ólafsfirði Ingólfur Guðmundsson, bóndi, Fornhaga. Jóna Jóhannsdíóttir, húsfrú, Dalvik. það pólitískan erindreka sinn. Jafnframt fer Jón fram á að fá veitingu fyrir skattstjóraembætt- inu í Kópavogskaupstað. 2. Eysteinn sá að Jón hafði lög að mæla og hét Jóni embættinu í Kópavogi. 3. Fyrir siðasakir er svo skatt- stjóraemþættið í Kópavogi aug- lýst til umsóknar og sækja um það margir menn, m. a. Jón Sigfússon og var honum veitt embættið. Með því bakaði Eysteinn sér óvild nokkurra Framsóknarmanna, sem sóttu um embættið. 4. f þann mund, sem skattstjóra embættið í Kópavogi ,er auglýst laust til umsóknar, ér embættið á ísafirði einnig auglýst laust. Jafn- framt spyrzt það, að Eysteinn ætli að flytja skattstjórann þar, Vil- hjálm Sigurbjörnsson, sem er þægt verkfæri Eysteins, til Neskaup- staðár. Staðfesting á þessum orð- rómi fæst, þegar Framsóknarmenn liér fara að leitast fyrir um hús- næði handa Vilhjálmi hér í bæn- um. 5. Skattstjóraembættið í Nes- kaupstað er auglýst laust, en um- sóknarfrestur hafður það stuttur, að Lögbirtingablaðið, sem birti auglýsinguna, barst ekki hingað fyrr en umsóknarfrestur var úti. Var því sýnilega ekki til þess ætl- azt að innanbæjarmenn ættu þess kost að sækja um embættið. 6. Einn Norðfirðingur, Eyþór Þórðarson, hafði þó fyrir tilviljun spurnir af auglýsingunni og sótti um starfið með símskeyti rétt áður en umsóknarfrestur rann út. Lengri er sagan enn ekki orðin. Eysteinn fékk þær fréttir héðan, að skattstjórabrask hans mæltist illa fyrir. Hann hefur enn ekki þorað að veita embættið, sem svo mikið lá á að auglýsa og eru þó nær 7 vikur síðan umsóknarfrestur var úti. Er ekki annað að sjá, en að hann ætli að draga veitingu þar til eftir kosningar. Það er þetta sem dvelur Orm- inn langa. Það er hræðslan við almenningsálitið hér í bænum. Dr bænum Afmæli: Sigurjón Sigurðsson, trésmiður, Steinsnesi, varð 50 ára í gær, 24. maí. Hann fæddist hér í bæ og hefur jafnan átt hér heima. Dánardægur: Guðríður Hjálmarsdóttir, ekkja Halldórs Ásmundssonar í Vind heimi, andaðist að heimili dóttur sinnar hér í bænum 22. maí. Guð- ríður fæddist í Vestmannaeyjum 9. jan. 1884 og var því 72 ára, er hún ándaðist... FrambjóðendurAlþýðubanda- lagsins í Suður-Múlasýslu Lúðvík Jósepsson. Sigurður Blöndal. Helgi Seljan. Ásjbjörn Karlsson. Gjaíir til Mjóa- fj ar ðarkirkj u Brekkukirkju í Mjóafirði hafa nýlega borizt góðar gjafir. Minnt- ist sóknarprestur þess við messu þar á annan í hvítasunnu. Börn Vilhjálms Hjálmarssonar, bónda á Brekku og konu hans Svanbjargar Pálsdóttur, gáfu kirkjunni silfurkertastjaka til minningar um þau hjón. Er stjaki þessi stór og fagur, margálma, vandaður og hinn bezti gripur. Vilhjálmur fæddist 1850, dó 1927. Hann kvæntist 1879 Svan- björgu Pálsdóttur, en hún andað- ist 1925. Vilhjálmur var bóndi og hreppstjóri á Brekku í Mjóafirði áratugum saman. Þau hjón eign- uðust mörg börn, eru 8 enn á lífi. Þá hefur frú Stefanía Sigurðar- dóttir á Brekku afhent kirkjunni áheit, er það gólfdregill. Er hann til hinnar mestu prýði, gerir kirkj una bæði hlýlegri og vistlegri. Sóknarprestur þakkaði gefend- um þessar ágætu gjafir og kvað þær bera vott umhyggjusemi fyrir kirkjunni og sýna löngun þeirra til að hlua að hinni gömlu kirkju. Þar fundu þeir það Það mun hafa vakið athygh Austfirðinga, að afgreiðslutími ýmsra simstöðva á Austurlandi hefur verið lengdur og eru þær nú opnar til kl. 10 að kvöldi til Ioka júnímánaðar, vegna óvenjulegra anna á símalínum milli Reykjavík- ur og Austfjarða. Ekki þarf að gera því skóna, hvað veldur þessari breytingu. Stjórnmálaleiðtogum höfuðstaðar- ins finnst óþægilegt að þurfa að búa við þá símþjónustu, sem Aust- firðingar hafa árum saman orðið að sætta sig við. Þeir kunna því illa að þurfa að bíða von úr viti eftir því að ná tali af trúnaðar- mönnum sínum austur hér. Þessi ,,nýskipan“ á ekki að standa leng- ur en rétt fram yfir kosningar. Eftir það mega Austfirðingar eiga sig. En það er gott að stjórnmála- leiðtogarnir hafa rekið sig á hvern- ig búið er að Austfirðingum í þess- um efnum. Máski verður það til þess að hraðað verði aðgerðum til úrbóta. Austfirðingar þurfa vissu- lega á góðri símaþjónustu að halda oftar en í kosningamánuði.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.