Austurland


Austurland - 25.05.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 25.05.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 25. maí 1956. Kaslið ekki aikvæðum ykkar á glæ Alþýðuflokksmenn í þeim kjör- dæmum, sem flokkurinn hefur ekki frambjóðanda, eru nú mjög hvatt- ir til að kjósa Framsókn og bæði litlir og stórir spámenn eru send- ir út um landsbyggðina til að prédika Alþýðuflokksmönnum það fagnaðarerindi að þeir eigi alls ekki að kjósa Alþýðuflokkinn. Hafa ýmsir grónir Alþýðuflokks- menn átt erfitt með að kingja þessum bita. Sumir þeirra hafa lát. ið órð liggja að því, að þéir mundu Hvers vegna var ekki kallað saman aukaþing A. S. í.? Hræðslubandalagsmenn leitast nú við að fá menn til að trúa því að meirihluti verklýðsfélaganna sé andvígur forgöngu miðstjórnar Alþýðusambandsins fyrir myndun kosningasamtaka alþýðunnar. Átelja þeir miðstjórnina fyrir að kalla ekki saman aukasambands- þing og reyna að teja fólki trú um að hún hafi ekki þorað. Allt er þetta helber þvættingur fram borinn í því skyni að blekkja verkalýðinn. En það voru aðrir, sem ekki þorðu. í lögur Alþýðusambandsins, 35. gr., segir svo um aukaþing: „Aukaþing skal sambandsstjórn kalla saman, þegar henni þykir þurfa eða meirihluti sambandsfé- laganna krefst þess skriflega“. Miðstjórnin hafði enga ástæðu til að kalla saman aukaþing. Hún vissi sig vera að starfa 1 fullu samræmi við yfirlýstan vilja síð- asta þings sambandsins. En hvers vegna beitti hræðslu- bandalagið sér ekki fyrir því að aukaþing yrði kvatt saman? Því hefði ekki átt að veitast örðugt að fá annað hvert verklýðsfélag í landinu til að krefjast þings, ef verklýðssamtökin eru jafn andvíg afstöðu miðstjórnarinnar og haldið er fram. Ástæðan fyrir þessu er sú, og sú ein, að hræðslubandalagið vissi vel að því hefði aldrei tekizt að fá meirihluta verklýðsfélaganna til að krefjast þings, vegna þess að meginhluti þeirra er fylgjandi baráttu miðstjórnarinnar fyrir stjórnmálalegri einingu alþýð- unnar, Miðstjórnin hefði að sjálfsögðu kallað saman aukaþing eins fljótt og kostur var á, ef nægilega mörg félög hefðu krafizt þess. En hræðslubandalagið þorði ekki að snúa máli sínu til hinna ýmsu v&rkfýð’sfélaga. hafa þessi fyrirmæli að engu og kjósa landslista flokks síns, kjósa ekki eða kjósa með Alþýðubanda- laginu. Einn þessara manna er Oddur A. Sigurjónsson. Hann hefur til skamms tíma staðhæft að hann mundi kjósa landslista síns flokks og ekki aðeins hann einn heldur mundi hann, Oddur, sjá til þess, að 100—200 aðrir færu eins að. Rök Odds voru einkum tvenns- konar fyrir þessari afstöðu. I fyrsta lagi hefði Framsókn bolmagn til að koma að báðum sínum mönnum af eigin ramleik og féllu því þau atkvæði, sem Al- þýðuflokksmenn létu henni í té, dauð, því enga möguleika hefði Framsókn til að hreppa uppbóta- sæti. — Þetta er laukrétt athugað og ólíkt Oddi að draga svona raun- hæfar ályktanir. í öðru lagi væru Alþýðuflokks- menn hér á engan hátt bundnir af samningi Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins um kosninga samvinnu, því flokkurinn hefði látið undir höfuð leggjast að fá leyfi hjá honum, Oddi A. Sigur- jónssyni, til að fara í vist til Framsóknar. Oddur er í flokks- stjórninni og mislíkaði að málinu skyldi til lykta ráðið af embætt- ismannaklíku flokksins í Reykja- vík. En svo skeður það, að hingað kemur Eysteinn Jónsson og hefur sem meðreiðarsvein Guðmund 1. Guðmundsson. Taka þeir Odd til bæna og ekki var nú karlmennsk- an meiri en það, að nú er hann formaður í kosninganefnd krata, sem hefur það verkefni að sjá um að fylgismenn Alþýðuflokksins hér í bæ rati rétta leið til Framsóknar á kjördegi. En það er ástæða til þess fyrir Alþýðuflokksmenn að staldra við og athuga sinn gang áður en þeir kasta atkvæði sínu á Framsókn. í þessu kjördæmi bjóða fjórir flokkar fram, Alþýðubandalagið, Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæð- isflokkurinn og Þjóðvarnarflokk- urinn. Röksemd Odds, að atkvæði, sem Alþýðuflokksmenn kasta á Framsókn, séu dauð, er í fullu gildi. Sama er að segja um Sjálfstæð- isflokkinn. Þeir verkamenn, sem kunna að láta glepjast til að greiða honum atkvæði, eru ekki aðeins að kjósa sinn höfuðandstæðing í hagsmuna- og mannréttindabar- áttunni, heldur eru þeir einnig að ógilda atkvæði sitt. Sjálfstæðis- flokkurinn getur ekki fengið upp- bótasæti, nema kjördæmakosnum þingmönnum hans fækki stórlega, en til þess eru engar líkur. — öll atkvæði sem Sjálfstæðisflokkurinn fær í Suður-Múlasýslu falla ógild. Öllum fregnum ber saman um það, að Þjóðvarnarflokkurinn muni gjalda mikið afhroð í Reykja vík og ekki komast nálægt því að fá þingmann kjörinn. Og þar með er Þjóðvarnarflokkurinn úr sög- unni og öll atkvæði, sem Þjóðvörn fær, ekki aðeins hér, heldur og í öllum öðrum kjördæmum, falla ó- merk. Á þessu eru menn að átta sig og verður því vegur Þjóðvarn- ar lítil.. Hvert atkvæði sem Sjálfstæðis- flokkurinn og Þjóðvarnarflokkur- inn fær hér í kjördæminu, eru ó- gild atkvæði og sömuleiðis þau at- kvæði, sem Framsókn fær umfram það sem þarf til að fá báða menn- ina kosna. En öðru máli gegnir um Alþýðu. bandalagið. Mönnum er það ljóst orðið, að þingsæti Lúðvíks Jósepssonar er mjög tæpt. Og það eru aðeins hálf- ærðir ofstækismenn á borð við Odd Sigurjónsson, sem ekki viðurkenna þingstörf Lúðvíks og verðleika hans. Allir aðrir, hvar í flokki sem þeir standa viðurkenna að fyrir þetta kjördæmi væri mikill skaði að því að missa Lúðvík af þingi. En þeir verða bara að vera menn til þess að dragá réttar á- lyktanir af þessu og tryggja Lúð- víki þingsæti með því að greiða honum atkvæði í stað þess að kasta því á glæ. Kjörorð framsækinnar aust- firzkrar alþýðu í þessum kosning- um er: Lúðvík skal á þing. ■■■■■*•■•••••■■■»■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■>•■» AuglýsiS i Austurlandi NorSfjarSarbió Freisting læloiisins Afar spennandi og athyglis- verð þýzk kvikmynd. Sagan, sem gerð var eftir kvikmynda- handritinu, hefur komið út í íslenzkri þýðingu. Sýnd laugardag kl. 9. Sýnd sunnudag kl. 5. Houdini Sýnd sunnudag kl. 3. Snjórinn varð svartur Framúrskarandi ný, frönsk stórmynd, gerð eftir hinni frægu skáldsögu „The snow was black“ eftir George Sunenon. 1 þessari mynd er Daniel Gelin talinn sýna sinn langbezta leik fram að þessu. Myndin er afar djörf og hrotta- leg á köflum. Sýnd sunnudag kl. 9. Austurland Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. Kemur út einu sinni í viku. Lausasala kr. 2.00. Árgangurinn kostar kr. 60.00 Gjalddagi 1. apríl. NESPRENT H.P Norður-Múlasýsla Framhald af 1. síðu. Sverrir Sigurðsson er vélstjóri við hraðfrystihúsið á Borgarfirði. Hann er Mývetningur að ætt og uppruna, sonur merkishjónanna Sigurðar Jónssonar, skálds á Arnarvatni og Hólmfríðar Péturs- dóttur frá Gautlöndum. Sverrir er greindur maður og gegn sem hann á kyn til. Síldarstúlkur Hafsilfur h. f. á Raufarhöfn vantar síldarstúlkur. Kaup- trygging og fríar ferðir. Nánari upplýsingar gefur Eeynir Zoega, Norðfirði. Vinnuskóli i Á vegum Bæjarsjóðs Neskaupstaðar verður í sumar rekinn | j vinnuskóli fyrir drengi 12—14 ára. ■ • . ■ Foreldrar drengja, sem óska að koma þeim þarna að, gefi : j sig fram við Gunnar Ólafsson, skólastjóra, sem veitir nánari j upplýsingar um vinnutíma, kaup og annað varðandi þessa starf- : semi. ■ ; Bæjarstjóri. : ,j, ■■niiniimwmMKiHininiiiinuiiiiimiiiiiiUnniniuimnmNiminniiuiiniiiii1111111

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.