Austurland


Austurland - 25.05.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 25.05.1956, Blaðsíða 1
Málgagaa sésíaltstta á Anstnrlandi 8. árgangur. Neskaupstað, 25. maí 1956. 17. tölublað. Gela verkamenn kosið Framsókn? Geta verkamenn, sem í félagi sínu hafa barizt fyrir hækkuðu kaupi og bættum kjörum, kosið Framsóknarflokkinn ? Geta þeir verkamenn, sem í dag telja kaup sitt sízt of hátt stutt Framsókn- armenn ? Er mögulegt fyrir nokkurn heiðarlegan verkamann, eða verkakonu, sem í einlægni vill vinna að hagsmunamálum sjálfs sin og stéttarsystkina sinna, að efla þann flokk, sem beint og opin- skátt berst gegn hagsmunum verkafólks ? Þessar spurningar hljóta að ryfjast upp nú fyrir kosningarn- ar 24. júní n. k. Hér skulu tilfærðar nokkrar staðreyndir um afstöðu Fram- sóknar til hagsmunamála verka- fólks. 1. I verkfallinu mikla s. 1. vor stóð Framsóknarflokkurinn við hliðina á íhaldinu og barðist hat- rammlega á móti launakröfum verkamanna. \ Þá gekk Eysteinn fram fyrir skjöldu og varði íhald- ið, en réðist á verkamenn fyrir of miklar kaupkröfur og sagði að þeir væru að setja efnahagskerfið úr skorðum. 2. 1 öllum stærri vinnudeilum síðustu ára hefur Framsóknar- flokkurinn staðið með íhaldinu en á móti verkafólki. 3. Framsókn samþykkti gengis- lækkunina sem beinlínis þýddi lækkun á kaupi. 4. Framsókn samþykkti í vetur að leggja 250 milljón króna nýja tolla og skatta á almenning. 5. Hér í bæ liafa foringjar Fram- sóknar alltaf verið andstæðingar verkamanna þegar rætt hefur ver- ið um kaupgjaldsmál. Þessar staðreyndir, sem þó eru aðeins nokkrar af mörgum, nægja til þess að sýna afstöðu Fram- sóknar til hagsmunamála verka- fólks. Getur svo nokkur verkamaður, sem hefur í huga þessar stað- reyndir, leýft sér þá framkomu að styðja Framsóknarmenn t. d. til þingsetu og vinna þannig beinlín's á móti sínum eigin hagsmunum og málstað félaga sinna? Sá verkamaður sem kýs Fram- f ókn berst gegn sínu félagi, hann leikur þann heimskulega leik, að vilja sjálfur fá viðunandi kaup og réttlát atvinnukjör, en efla þó jafnframt þá menn sem gegn slíku vinna á Alþingi. Þetta skilja flestir verkamenn og því er það fátítt að þeir kjósi Framsóknarflokkinn. En þeir verkamenn, sem gera sig líklega til stuðnings við Framsókn, ættu að athuga vel hvað þeir raunverulega eru að gera. Jóhannes Stefánsson. Þórður Þórðarson. Framboð Alþýðubanda- lagsins í N-Múlasýslu Lista Alþýðubandalagsins Norður-Múlasýslu skipa. Á varp til stuðningsmanna Alþýðubandalagsins 1. Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagið hefur opnað kosningaskrifstofu í Sam- komuhúsinu í Neskaupstað. Verður hún fyrst um sinn opin daglega kl. 5—7 e. h. í fyrsta sinn á morgun, 26. maí. Kosningaskrifstofan lætur í té allar upplýsingar varðandi kosningarnar m. a. um utankjörfundaatkvæðagreiðslu. Er fólki, sem er á förum úr bænum og ekki gerir ráð fyrir að vera heima á kjördegi, bent á að leita til skrifstofunnar um upp- lýsingar og fyrirgreiðslu. Stuðningsmenn bandalagsins eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna og gefa henni upplýsingar, sem að gagni geta komið Utankjörfundakosning hefst sunnudaginn 27. maí. 2. Kosningasjóður Það kostar talsvert fé að heyja kosningabaráttu, einkum í jafn víðáttumiklu kjördæmi sem þessu, þar sem ferðalög eru dýr. Alþýðubandalagið hefur ekki af neinum sjóðum að taka til að kosta kosningabaráttuna. Þessvegna er hér með leitað til vel- unnara þess eftir fjárhagslegum stuðningi. Er heitið á alla þá, sem stuðla vilja að sigri Alþýðubandalagsins, að leggja fé af mörkum til að efla kosningasjóðinn. Munið að kornið fyllir mælinn. Framlögum í kosningasjóðinn er veitt móttaka í kosninga- skrifstofunni í Samkomuhúsinu. Kosninganefndin. Jóhannes Stefánsson, fram- kvæmdastjóri, Neskaupstað Þórður Þórðarson, bóndi Gauks- stöðum Davíð Vigfússon, vélstjóri, Vopnafirði Sverrir Sigurðsson, vélstjóri Borgarfirði. Jóliannes Stefánsson er þekktur maður í Norður-Múlasýslu. Hann hefur allt frá 1942 skipað efsta sæti lista Sósíalistaflokksins í kjördæminu og getið sér þar hið bezta orð. Hér í bæ hefur Jóhannes gegnt fjölda trúnaðarstarfa bæði á veg- um bæjarfélagsins og félagssam- taka, einkum verklýðssamtakanna og samvinnusamtakanna. Hann var um árabil formaður verklýðs- félagsins, síðan lengi pöntunarfé- lagsstjóri og nú síðustu árin framkvæmdastjóri Samvinnufé- lags útgerðarmanna, en það rekur eitt allra stærsta atvinnufyrirtæki á Austurlandi. Jóhannes er því ná- kunnugur öllu, sem snertir verk- lýðsmál og samvinnusamtök, bæði á sviði verzlunar og framleiðslu. Þórður Þórðarson nýtur mikilla vinsælda í héraðinu og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir sveit sína og bændasamtökin. Davíð Vigfússon hefur tekið mikinn þátt í starfi verklýðssam- takanna á Vopnafirði og er nú rit- ari verkamannafélagsins. Hann er vélstjóri við hraðfrystihúsið á Vopnafirði, Framhald á 2. síðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.