Austurland


Austurland - 01.06.1956, Blaðsíða 3

Austurland - 01.06.1956, Blaðsíða 3
AUSTURLANÐ Neskaupstað, 1. júní 1956. 3 TT ■ b ■ 1 ^ Kjorskra i : . : A morgun, laugardaginn 2. júní, eru síðustu forvöð að skila « i kjörskrárkærum. Kjörskráin er til sýnis á bæjarskrifstofunni. ■' i : Bæjarstjóri. : Vorhreinsun a * • * a • ■ • Hér með er skorað á húseigendur og aðra, sem umráð hafa ■ a ■ a « • yfir lóðum, að hreinsa þær sem allra fyrst. Bærinn mun sja um ■ ■ brottflutning á því, sem fjarlægja þarf, enda sé því safnað sam- • a ■ a » an á staði, þar sem bílar komast auðveldlega að, fyrir 10. júní. • a a ■ ■ ■ Bæjarstjóri. Aðvörun Athygli skal, að gefnum tilefnum, vakin á eftirfarandi: Skv. lögreglusamþykkt Neskaupstaðar er bannað að hafa alifugla á kaupstaðarlóðinni frá 1. maí til 15. sept. nema þeir séu í afgirtu svæði eða í öruggri vörzlu. Sömuleiðis er bannað að sauðfénaður, hestar og n,aut- gripir gangi laus inni í sjálfum bænum. Þeir, sem gerast brotlegir við ákvæði þessi, verða látnir sæta refsiábyrgð. Bæjarfógetinn í Neskaupstað. Aivinna Háseta vantar á v. b. Glófaxa á síld. Þeir, er hafa hug á plássi tali strax við Sveinbjörn Sveinsson. Austfirðingar! Ég hef fyrirliggjandi flesta varahluti í landbúnaðar- og herjeppa. Pantanir afgreiddar með fyrstu ferð, gegn kröfu. Verzlun Kristjáns Imsland Sími 24. Höfn — Hornai'irði. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför móður okkar og tengdamóður Guðríð'ar Hjálmardóttur frá Vindheimi. Börn og tengdabörn. AuglýsiS i Ausfurlandi SJómannadagurinn Messa í Skrúðgarðinum kl. 2. — Prestur séra Ingi Jónsson. Lúðrasveit Neskaupstaðar leikur. Eftir messu hefst útiskemmtun við Sundlaugina. Ðagskrá: Skemmtunin sett. Lúðrasveit Neskaupstaðar leikur. Ræða: Níels Ingvarsson. Boðsund, stakkasund, tunnuboðhlaup og reipdráttur. Lúðrasveitin leikur á milli atriða. Inngangur kr. 10.00 fyrir fullorðna, kr. 5.00 fyrir börn. Kl. 9: Kvikmyndasýning í Bíó: Litli strokusöngvarinn. Inngangur kr. 10.00. — Ótölusett sæti. Kí. 10.30: Dans í barnaskólanum. -— Hljómsveitin leikur. Veitingar á staðnum. — Inngangur kr. 30.00. Aliur ágóði af deginum rennur til Félagslieimilisbyggingarinnar. Laugardaginn 2. júní kl. 8.30 verður kappróður milli skipshafna. Félagsheimilisnefndin. TíHcynning Verklýðsfélag Norðfirðinga vill benda norðfirzkum sjó- mönnum á að í samningi félagsins við Utvegsmannafélag Norð- fjarðar, segir svo um forgangsrétt Norðfirðinga: „Norðfirðingar skulu hafa forgangsrétt að skipsrúmi á norðfirzkum bátum eða skipum og félagsbundnir menn í stétt- arfélögum gangi fyrir ófélagsbundnum. Geti Verklýðsfélagið ekki bent á neinn mann sem réttá á skipsrúmi samkvæmt þessu, innan þriggja daga frá því, að beiðni barst um það, skal út- gerðinni frjálst að ráða utanbæjarmann. Verklýðsfélagið skal beita áhrifum sínum í þá átt að stuðla að því að meðlimir Otvegsmannafélagsins sitji fyrir vinnu félagsbundinna sjó- manna" I Ef einhverjir sjómenn, sem ætla á síld eru óráðnir, eru þeir beðnir að hafa strax samband við Sigfinn Karlsson. Verklýðsfélag Norðfirðinga. Frá Skattstofunni Skattskrá Neskaupstaðar 1956. Skrá um tekju- og eignaskatt liggur frammi á skrifstofu bæjarins og Skattstofunni, frá og með þriðjudeginum 22. maí til mánudagsins 4. júní 1956. Kærum sé skilað til Skattstofunn- ar í síðasta lagi mánudaginn 4. júní. Lífeyrissjóðsskrá fyrir Ncskaupstað 1956. Skrá yfir íslenzka ríkisborgara 16—17 ára, heimilisfasta í Neskaupstað 1955, liggur frammi á skrifstofu bæjarins og Skattstofunni frá og með þriðjudeginum 22. maí til mánudags- ins 4. júní. Kærufréstur er til 4. júní 1956. Skrá yfir tryggingarskyld störf í Neskaupstað 1955. Iðgjaldaskrá atvinnurekenda og annarra fyrir tryggingar- skyld störf í Neskaupstað árið 1955, liggur frammi á skrifstofu bæjarins og Skattstofunni frá og með þriðjudeginum 22. maí 1956 til og með mánudeginum 4. júní 1956. Kærufrestur er til 4. júní 1956. Neskaupstað, 22. maí 1956. Skattstjórinn í Neskaupstað.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.