Austurland


Austurland - 01.06.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 01.06.1956, Blaðsíða 1
...............-............ 6. árgangur. Neskaupstað, 1. júní 1956. Sjómannadagurin Hinn árlegi hátíðisdagur sjó- manna — sjómannadagurinn — er á sunnudaginn kemur. Þann dag heiðrar þjóðin sjómenn sína og þakkar þeim þeirra þjóðnýtu störf. Sjómannadagurinn hefur jafnan verið öðrum þræði slysavarnardag- ur- Þá hafa verið sýnd ýmiskonar björgunartæki og björgunarað- ferðir og sá eða þeir, sem talið er að unnið hafa mest björgunaraf- rek á liðnu ári, hljóta sérstaka við- urkenningu. Þá hefur sund jafnan verið veigamikill liður á dagskrá sjómannadagsins, en almenn sund- kunnátta er mjög þýðingarmikil fyrir björgun úr sjó og vötnum. Hér verður sögð lítil saga um björgun barns úr sjó. Saga þessi gerðist hér í bænum fyrir fáum vikum. Hún sýnir Ijóslega hve mikilsvert það er, að fólk læri b'fgun úr dauðadái og haldi þeirri kunnáttu við. Gamall sjómaður, Jakob Jakobsson, skipstjóri, sem er hátt á sjötugsaldri og kann bfgun úr dauðadái, hefur vafa- laust bjargað lífi lítils drengs með því að beita við hann þessari kunn- áttu sinni. Þó læknir hafi komið mjög fljótt á vettvang, er mjög b'klegt að lífgunartilraunir Jakobs bafi ráðið úrslitum um það, að lífi brengsins varð bjargað. Af þessu wá drpga þá ályktun, að mjög er þýðingarmikið að allur almenning. Ur læri lífgun úr dauðadái og ætti að taka hana upp sem skyldu- námsgrein í skólum jafnhliða sundinu. Sagan eins og hún er sögð hér á eftir er byggð á frásögn Jakobs °g verður að nægja sem framlag blaðsins á hátíðisdegi sjómanna að þessu sinni. Þriðjudaginn 24. apríl 1956 Var gott veður, logn og sléttur sjór. Sjávarhiti var þó ekki meiri en 2 stig. Allmörg börn voru að leik í góð- viðrinu fyrri hluta dagsins fyrir innan olíuport Shell. Meðal þeirra var þriggja ára drengur, Magnús Sveinþórsson á Tröllanesi. Hverfur hann frá hópnum án þess að börn- in verði þess vör. En þegar þau sakna hans, sennilega brátt eftir að hann hverfur, sjá þau hann hvergi. Þegar þau fara að svipast um eftir Magnúsi litla, sjá þau hann fljóta í sjóskorpunni við Shellbryggjuna og er óvíst hve lengi hann hefur legið í sjónum, en líklega hefur það ekki verið lengi. Hafði hann fallið í sjóinn af bryggjuhausnum. Börnin hrópuðu strax að drengurinn hefði fallið í sjóinn. Jakob Jakobsson var, þegar þetta skeði, að mála hús sitt, sem er þarna skammt frá og verður strax var við hvað var að gerast. Sigríður Grétarsdóttir frá Reykjavík, 14 ára nemandi í gagn. fræðaskólanum, hafði setið við glugga á húsi rétt hjá slysstaðn- um og var að lesa undir próf. Sigríður hafði einnig orðið vör við slysið og hleypur niður á bryggjuna. Við bryggjuna lá lítill trillubátur og var hann einnig I bundinn í næstu bryggju fyrir ut- an, bryggju Jakobs Jakobssonar. Drengurinn flaut skammt frá bátnum. Jakob þreif hníf og hraðar sér niður á bryggju sína og sker á bandið. Rann þá báturinn að hinni bryggjunni og komst Sigríður of- an í hann. Jakob hraðaði sér sem hann gat inn á Shellbryggju. Þeg- ar hann kom þangað, hafði Sigríð- ur náð í drenginn og var að enda við að innbyrða hann þegar Jakob kom niður í bátinn. Drengurinn var í algerðu dauðadái þegar hann náðist og hóf Jakob strax lífgunartilraunir um borð í bátnum. Eftir nokkrar tilraunir varð vart við lífsmark með drengnum, hljóð og andköf. Taldi Jakob hann þá lífgaðan og rétti hann upp á bryggjuna í skyndi og þó það tæki aðeins ör- stutta stund, virtist Magnús hætt- ur að anda þegar hann kom upp á bryggjuna. Hóf Jakob þá tafar- laust lífgunartilraunir sínar að nýju og innan skamms tók Magn- ús aftur að anda. Tók Jakob hann G-lislinn Landskjörstjórn hefur úrskurðað, að listi Alþýðubanda- lagsins skuli vera G-listi. Kjósendur Alþýðubandalagsins í Rvík og tvímenningskjördæmunum, þar á meðal Suður-Múlasýslu og Norður-Múlasýslu, setja x fyrir framan G, ef þeir greiða at- kvæði á kjördegi, en greiði þeir atkvæði utan kjörfundar skrifa þeir bókstafinn G og annað ekki á kjörseðilinn. í einmenningskjördæmum setja kjósendur Alþýðubanda- lagsins, kjósi þeir á kjördegi, x fyrir framan nafn frambjóð- andans í lijördæminu, t. d. á Se- ðisfirði fyrir framan nafn Sig-. ríðar Hannesdóttur á kjörseðlinuin, en kjósi þsir utan kjör- fundar skrifa þeir nafn frambjóðandans á kjörseðilinn, á Seyð- isfirði nafn Sigríðar Hannesdóttur. Munið að kjósa áður en þið farið að heiman. Kjósið fram- bjóðendur Alþýðubandalagsins! — Kjósið G-listann! 18. töiublað. þá í fang sér, lét andlitið vita niður og hélt höfðinu nokkru lægra en búknum, hljóp með hann heim til sín og kom þá héraðs- læknirinn Þorsteinn Árnason í sama mund og meðhöndlaði dreng- inn. Magnús litli var í nokkra daga að jafna sig, en kvöldið, sem þetta skeði, var hann með 39 stiga hita. Þess skal getið, að blaðið hefur spurt læknirinn að því, hvort lífg- unartilraunir Jakobs muni hafa ráðið úrslitum um líf barnsins og telur hann að svo hafi verið. Þessi litla saga ætti að verða. mönnum hvatning til að læra lífg- un úr dauðadái. Enginn veit hve- nær hann stendur frammi fyrir þeirri staðreynd, að meðbróðir hans á líf sitt undir því, að hann kunni lífgun. Þeim manni mun ekki rótt innanbrjósts, sem stend- ur ráðalaus yfir manni í dauðadái og kann engin ráð til að rétta hon- um hjálparhönd aðeins vegna þess að hann vanrækti að verja nokkr- um stundum lífs síns til að læra lífgunaraðferðir. Vetti vel fagnað Togarinn Vöttur kom til heima- hafnar sinnar, Fáskrúðsfjarðar, 24. maí og var þar vel fagnað. Togarinn fór í fyrstu veiðiför sína eftir eigendaskiptin héðan úr bæn- um, þar sem hann hafði tekið ís, í fyrradag. Skipstjóri á Vetti er Steinn Jónsson, sem undanfarið hefur verið stýrimaður á Austfirðingi, fyrsti stýrimaður Steindór Árna- son, Neskaupstað og fyrsti vél- stjóri Stefán Jónsson, Hafnarfirði. Á skipinu eru eingöngu íslend- ingar og munu ekki margir tog- arar nú með alíslenzka áhöfn. Austurland óskar eigendum Vattar til hamingju með skipið og væntir að þær björtu vonir, sem bundnar eru við rekstur skipsins, megi rætast. Lisii Alþýðubandalagsins er G-lisii y ..... -

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.