Austurland


Austurland - 06.07.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 06.07.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 6. júlí 1956. 1 vetur fór til Sovétrkjanna á vegum Alþýðusambandsins 5 manna sendinefnd í- boði Verklýðssambands Sovétríkjanna og dvaldi hún þar eystra í um það bil þrjár vikur og ferðaðist um landið. Sigurður Hinriksson, verkamaður í Neskaupstað var einn þess- ara fimm manna, sem sendinefndina skipuðu. Auk hans voru í nefndinni Sigurrós Sveinsdóttir, form. verkakvennafélagsins Fram- tíðin í Hafnarfirði, Guðbjörg Guðjónsdóttir varaformaður sama fé- lags, Kristján Guðmundsson, sjómaður, Reykjavík og Sigurvin Öss- urarson, bílstjóri, Reykjavík og var hann formaður nefndarinnar og fararstjóri. Blaðið hefur hitt Sigurð að máli og spurt hann um ferðina. Hef- ur hann frá mörgu að segja og meiru en rúm blaðsins leyfir að eft- ir sé haft. Fer frásögn Sigurðar hér á eftir. Háskólinn í Moskva. Það mun hafa verið laust fyrir miðjan apríl að mér var gefinn kostur á að takast þessa ferð á hendur. Þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um áður en ég tók boð- inu, því slíkt tækifæri fannst mér ég ekki geta látið mér úr greip-i um ganga, Og ég sé vissulega ekki eftir þessu, því förin var bæði rkemmtileg og fróðleg. Ferðin til Moskva Héðan að heiman fór ég 17. apríl með Lagarfossi áleiðis til Reykjavíkur. Frá Reykjavík var svo haldið þann 24. með Sögu, millilandaflugvél Loftleiða til Bergen og þaðan eftir klukku- stundar viðdvöl til Kastrupflug- vallarins við Kaupmannahöfn. Þar í borg gistum við um nóttina, en flugum svo með finnskri flugvél daginn eftir til Helsingfors í ein- um áfanga. Þar vorum við um nóttina og næsta dag til kvölds. Notuðum við tækifærið til að litast um í borginni. Fórum við m. a. upp í 72ja metra háan útsýnisturn, sem er rétt hjá íþróttasvæðinu og sér þaðan vel yfir borgina. Við notuð- um líka tækifærið til að heimsækja íslenzka ræðismanninn 1 Helsing-j fors og eins sendiráð Sovétríkj- anna. Frá Helsingfors fórum við að kvöldi hins 26. með finnskri flug- vél áleiðis til Moskva. Glaða tunglsljós var og tilkomumikið að horfa yfir landið baðað í tungls- Ijósi. Komfið til Moskva og mót- tökurnar þar Seint um kvöldið var svo lent á flugvellinum við Moskva. Er hann um 40 km utan við borgina. Þar tóku á móti okkur 10 menn, karÞ ar og konur, af hálfu verklýðssam- bandsins, sem bauð okkur heim. Með þeim var túlkur, rússneskur maður, sem talaði ensku. Var hann með okkur allan tímann, sem við dvöldum þar eystra og fylgdist með okkur á ferðum okkar. Einnig var með okkur rússnesk kona, sem talaði mjög vel dönsku og var hún nefndinni til mikillar hjálpar. Formaður nefndarinnar hafði einn full not af enskunni, en nefndin öll hafði full not af dönsk- unni. Af flugvellinum var svo ekið til Hótel Moskva, sem er mikil bygg- ing. Þar var setzt að matarveizlu með ýmsum forystumönnum verk- lýðssambandsins. Annars voru okk ur víða haldnar veizlur bæði af vsrklýðsfélögum og starfsfólki ýmsra verksmiðja. Var þar ríku- lega á borð borið. Ég get ekki stillt mig um að geta þess, að okkur var sagt, að við hafi borið, að menn, sem komið höfðu til Sov- étríkjanna í sendinefndum hafi haft með sér matarpinkla því þeir hafa trúað því, að sannar væru sögurnar um matarskortinn og hungrið í Sovétríkjunum. En þeir sem það gerðu voru'fljótið að sannfærast um að ótti þeirra við hungurdauðann var ástæðulaus. Aðbúnaður á hótelinu var fram- úrskarandi góður. Hverju okkar var fengin til íbúðar stór stofa mjög vel búin þægilegum húsgögn- um. Geta má þess, að í hverju herbergi var sjónvarpstæki, en sjónvarpið er orðið almennings- eign í Sovétríkjunum. Þessi her- bergi höfðu nefndarmennirnir all- an tímann sem dvalizt var þar eystra. Voru þau ekki tekin til annarra afnota meðan við vorum í ferðalögum og gátum við skilið þar eftir þann farangur sem við óskuðum. Litazt um í Moskva Ekki höfðum við tíma til að skoða nema lítinn hluta þess, sem við hefðum viljað sjá í höfuðborg- inni. Notuðum við samt tímann eins og við gátum til að kynnast borginni, Eitt af furðuverkum hennar er neðanjarðarbrautin fræga, mjög íburðarmikil og fögur. Fyrirhugað er að gera 150 brautir og eru 45 komnar í notkun. . Talið er að um neðanjarðarbrautina fari ein milljón manna á sólarhring hverjum. Við heimsóttum marga sögu- fræga staði og merkar byggingar, gamlar og nýjar m. a. hina miklu háskólabyggingu, sem er 37 hæð- ir og var mér sagt að hún mundi þriðja stærsta bygging í heimi. Við komum í leikhús og ýmsa aðra skemmtistaði. I Stóra leik- húsinu horfðum við á Svanavatn- ið. Það leikhús er 180 ára gam-J alt en hefur eitthvað verið breytt, manns. Stúkuraðirnar eru í 6 hæð- um og er keisarastúkan fyrir miðju. 1 borginni eru 34 almenn leikhús, en auk þess eru leiksvið í samkomusölum verksmiðja og annarra stofnana. Lentum við á einni slikri samkomu hjá starfs- fólki kúluleguverksmiðju og voru skemmtikraftarnir úr hópi verk- smiðjufólksins. Voru þar ræðu- höld, hljómlist, söngur, dans o. m. fl. — Við fórum í sirkus. Við sá- um óperuna Carmen, sem allir kannast við Við sóttum íþrótta- hátíð á Dynamoleikvanginum. Við horfðum á knattspyrnukeppni þar sem viðstaddar voru 90—100 þúsundir manna. Öllu þessu sleppi ég að lýsa nánar en það sannfærði okkur um, að listir standa með blóma í Sovétríkjunum og að mikil rækt er lögð við íþróttir. Moskva- búar hafa áreiðaníega nóg tæki- færi til að nota tómstundir sínar til hollra skemmtana. 1 aðalstöðvum verklýðs- félaganna Við heiímsóttum aðalstöðvar verklýðssambandsins. Þar fengum við miklar og verðmætar upplýs- ingar um starfshætti verklýðsfé- laganna, mennijngrarstarfsemi þeirra, launakjör og annað, sem máli skiptir um lífskjör verka- fólks. Mun ég drepa á sumt af því síðar. Verklýðsfélögin koma fram fyrir hönd verkalýðsins á öllum sviðum, svo sem við samninga um laun og verðlag. Heimsókn í barnaskóla Skólaskylda er 10 ár í Sovét- ríkjunum, frá 7—17 ára. Við heimsóttum einn barnaskóla þar sem 880 börn nutu kennslu. Við þann skóla starfa 48 kennarar. Skólahúsið er stórhýsi, 5 hæðir. Það var einkum tvennt, sem vakti athygli mína, hve kennslan er líf- ræn og hve mikil áherzla er lögð á verklegt nám. 1 dýrafræði er t. d. notað heilt dýrasafn við kennsh una. í kjallara skólans eru full- komnar vinnustofur. Þar eru full- komin trésmíða- og járnsmíða- verkstæði og raftækjasmiðja Þar sem nemendur smíða ýms raftæki stór og smá. Þar voru líka Þrír bílar af ólíkum gerðum. Taka nemJ endur þá sundur stykki fynr stykki og setja saman aftur. Margt fleira mætti segja um verklega kennslu þarna og fleira varðandi skólastarfið og skólalífið, en rúms- ins vegna orðlengi ég það ekki frekar. Síðar í ferðinni komum við í kennslustofu 10. bekkjar í Stal- íngrad, þar sem kennd er stjörnu- fræði. Stofan var með hvolfþaki. Ljósið var látið deyja út sniátt og smátt og var sem eðlilegt dag- setur væri. Eftir því sem rökkrið færðist yfir birtust fleiri og fleir' stjömur á hvolfþakinu og þegai- aldimmt var orðið var sem maður horfði í alstirndan himin og var þarna að sjá nákvæma eftirlíkingu af himinhvolfinu. Þekkti ég þarna margar gamalkunnar stjömur svo sem Stóra-vagninn og Pólstjörn- una. Þama var okkur sýndur járu- Framh. á 4. sfðu. Ferðaþæiiir frá So véir ík j unum Frásögn Sigurðar Hinrikssonar og eru þar sæti fyrir 2—3 þús.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.