Austurland


Austurland - 06.07.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 06.07.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 6. júlí 1956. Ferðapæiiir Framhald af 2. síðu. steinn 90 kg. að þyngd. Er hann brot úr 100 tonna loftsteini, sem féll til jarðar í Síberíu. Eru 95% hans járn, en 5% aðrir málmar, I aðalstöðvum fisbiirann- sóknanna Einn daginn heimsóttum við aðalstöðvar fiskirannsókna Sov- étríkjanna. Þarna sáum við m. a. ýmsar iðnaðarvörur unnar úr hvalafurðum, en Rússar leggja mikla stund á hvalveiðar í Suður-i höfum. Þarna mátti sjá allskonar gerfiskinn unnið úr hvalkjöti, t. d. sólaleður. Einnig gerfigúmmí. I kjallara hússins er fiskirækt og sáum við þar margar tegundir af fiski, aðallega vatnafisk svo sem styrju og ýmsar karfategundir. Einnig var okkur sýnd kvikmynd af nýjum veiðiaðferðum og fisk- klaki. Hafrannsóknir Sovétríkjannía eru mjög umfangsmiklar. Stofn- un þessi hefur til umráða 180 rannsóknarbáta og skip allt að 3000 tonn að stærð. Sovétríkin eiga um 560 togara af ^ýmsum stærðum. Stunda þeir aðallega veiðar í Norðurhöfum og Kyrrahafi. Eru þeir allt að 2700 tonn að stærð með rúmlega 100 manna áhöfn. Á einum þeirra stærstu er 105 manna áhöfn, karl- ar og konur og er kona skipstjóri. Sá togari stundar frá Murmansk. Launakjör fiskimanna eru góð, sérstaklega þeirra, sem vinna norðan heimskautsbaugs. Hafa þeir um helmingi hærri laun en verksmiðjufólk og margvísldg hlunnindi s. s. lengra sumarfrí, sem þeir gjarnan eyða í hinum sólríka suðurhluta Sovétríkjanna. Einnig fá þeir eftirlaun fyrr en al- mennt gerist og eins er um námu-> menn. Aflinn er ýmist saltaður eða seldur nýr. Sumir nýju togararnir eru fullkomin verksmiðjuskip, þar sem aflinn er hraðfrystur og nýtt- ur til fullnustu. Sovétríkin eru nú mjög að auka fiskveiðar sínar, einkum við Kyrrahaf. Um 150 rússnesk síldveiðiskip stunda veiðar í Norðurhöfum mestan hluta ársins. Lenin og Stalín heimsóttir Við komum í grafhýsi Lenins og Stalins á Rauðatorginu og full- vissuðum okkur um, að líkamsleif- ar Stalíns hvíla þar enn, þrátt fyr- ir allt sem um hann hefur verið rætt og ritað að undanförnu. Liggja þeir þarna hlið við hlið og er líkast því sem þeir sofi. Hafa þeir báðir verið menn lágir vexti. Einkum hefur Lenin verið smá- vaxinn. Frá grafhýsinu héldum við til sveitaþorps í Gorki-héraði. Þar bjó Le}nin síðustu ár ævinnar. Hús hans er með sömu ummerkjum og á hans dögum, meira að segja dagatalið hangir þar og hafði Len- in rifið af því daginn sem hann dó, svo dagatalið sýnir dánardagi inn. Húsið er nú Leninsafn og þar varðveittar ýmsar persónulegar eigur hans. 1 úthýsi eru geymdir tveir fornfálegir bílar sem Lenin átti, og sleði, sem hann notaði til vetrarferða. 1. maí Um kvöldið 30. apríl fórum við út til að skoða borgina, en hún var þá komin í hátíðarskrúða og fram- Hótel Moskva. úrskarandi fagurlega skreytt. Ók- um við fyrst svokallaða Hring- braut, sem er 16 km. að lengd og var hún öll böðuð í ljósadýrð. Ferðina enduðum við hjá háskóL anum á Leninhæðum, sem eru 80 m hærri en borgin og er þaðan mjög góð útsýn yfir borgina. Há- skólinn og aðalstöðvar símans virtust mest og fegurst skreyttar. I háskólanum stunda nám tveir Islendingar, Arnór Hannibalsson og Árni Bergmann og hittum við þá báða. 1. maí héldum við á Rauða torg- ið og komum okkur fyrir öðru megin við grafhýsið ásamt öðrum erlendum sendinefndum, en þær voru 36 í Sovétríkjunum um þess- ar mundir. Skammt frá okkur, á grafhýsinu, stóðu leiðtogar Sov- étríkjanna, þeirra á meðal Búlgan- ín og Krústjoff. Hátíðin byrjaði með því að fót- göngulið og fluglið fylkti liði á torginu og kannaði Súkoff mar- skálkur liðið og hélt ræðu. Því næst fór fram hergagnasýning. Var hún smá í sniðum og mun hafa kveðið miklu minna að henni en áður. Þá var líka flugsýning og tóku þátt í henni einungis þrýstiloftsknúðar flugvélar. Þá fór fram hópganga íþróttafóiks og verkafólks. Bar fólkið spjöld með áletruðum kjörorðum og hvatning- arorðum um framkvæmd 5 ára á- ætlunarinnar. Einnig bar verka- fólkið margskonar framleiðslu- vörur sem sýnishorn iðju sinnar. — Hópgangan var 4 stundir að ganga yfir torgið, en alls stóðu hátíðahöldin á torginu í 5 stundir. Kveðjusamkoma Síðasta kvöldið, sem við vorum í Moskva áður en við lögðum upp í ferð okkar um landið 2. maí, var öllum sendinefndunum boðið á skemmtistað verklýðsfélaganna. Er hann í geysistóru húsi og skrautlegu. Var þarna ágæt veizla. og skemmtun. Aldrei sá ég vín á manni á skemmtunum eða í samkvæmum en örfáa sá ég á götum úti undir áhrifum víns. Vín var þó borið á borð í veizlum, bæði sterk og létt, en einnig gosdrykkir og aldinsaf- ar í ríkum mæli, svo enginn var nauðbeygður til að neyta víns, ef hann þurfti að væta kverkarnar. Af skemmtun verklýðsfélaganna héldum við beint á járnbrautar- stöðina og síðan með næturlest áleiðis til Leningrad. Segir siðar frá því sem fyrir augun bar í Leningrad og á hinni löngu ferð um Ráðstjórnarríkin. NorSf}arSarhíó m ■ ■ ■ Frú Guðrún Brunborg leigir : | húsið laugardag kl. 5 og 9 fyr- • j ir kvikmyndina I Óstýrilát æska i ' i I Robinson Crusoe i ■ ■ ■ ■ Framúrskarandi, ný, ame-; j rísk stórmynd í litum. Myndin j er gerð eftir samnefndri sögu. Sýnd föstudag kl. 9. Sýnd sunnudag kl. 3. Á flótta j Spennandi kvikmynd. u 5 Bönnuð innan 12 ára. ■ Sýnd sunnudag kl. 5. 'jForboðnir ávextir Ný, frönsk úrvalsmynd með j dönskum texta. Er mynd þessi : var sýnd í Kaupmannahöfn,: : gekk hún í 5 mánuði í sama j : bíóinu. : ■ * Sýnd sunnudag kl. 9. Tapaá-FuTiáið Peningaveski með peningum : j tapaðist frá Bakkabúð að j ■ Garðshorni. í veskinu er síni- : ■ skeyti til Rögnu Björgvinsdótt- j j ur Djúpavogi. Finnandi vin- j [ samlegast skili því að Garðs- j ■ • horni Til sölu I j Til sölu er trillubátur. — j j Upplýsingar gefur Sigfinnur j j Karlsson, sími 109, Neskaup-: : stað. ■ ■ Aiastiirlaiid j ■ ■ j Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. j ■ ■ ■ Kemur út einu sinni í viku. \ m ,>i Lausasala kr. 2.00. 4>\ ■ ■ ■ ■ j Árgangurinn kostar kr. 60.00. j ■ Gjalddagi 1. apríl. ■ • ■ ■ ■ t NESPRENT H-P ■ Afmæli: Björg Jónsdóttir, kona Einars Markússonar, Strandgötu 58B varð 60 ára 2. júlí. Hún fæddist á Stóra-Sandfelli í Skriðdal en hef- ur átt hér heima síðan 1949. Sjór og menn Bók Jónasar Árnasonar, Sjór og menn, er 1. bók í fimmta bókaflokki Máls og menningar. Fæst hjá undirrituðum. L Gunnar Ólafsson.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.