Austurland


Austurland - 13.07.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 13.07.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 13. júlí 1956. Góðar skemmtanir Að afloknum kosningunum 24. júní gekkst Alþýðubandalagið fyr- ir tveim skemmtunum hér eystra í tilefni af kosningasigrinum í Suður-Múlasýslu. Uthlutun uppbótar- þingsæta Landskjörstjórn hefur nú lokið við að gefa út kjörbréf hinna ný- kosnu alþingismanna. Ekki varð hún þó sammála um kjörbréf upp- bótarmanna Alþýðuflokksins. Tveir meðlimir landskjörstjórnar, Einar B. Guðmundsson og Vil- mundur Jónsson, skrifuðu undir kjörbréf þeirra með fyrirvara þar sem vísað var til fyrri afstöðu til landslista Alþýðu- og Framsóknar- flokksins, en hún var á þá leið, að flokkunum bæri að hafa sameigin- legan landslista, sem hefði þýtt, að þeir hefðu ekkert uppbótar- sæti hlotið. Þriðji landskjörstjórnarmaður- inn, Jón Ásbjörnsson, skrifar með fyrirvara undir kjörbréf tveggja uppbótarmanna Alþýðuflokksins, Gylfa Þ. Gíslasonar og væntanlega Péturs Péturssonar. Vísar Jón til fyrri afstöðu sinnar, sem var á þá leið að líta bæri á lista Alþýðu- flokksins í Reykjavík sem utan- flokkalista. Gylfi var á þeim lista, en Pétur hlaut uppbótasæti vegna atkvæðamagnsins, sem Reykja- víkurlistinn hlaut. Kemur nú til kasta sjálfs Al- þingis að leggja dóm á hvort gild sé kosning hinna fjögurra upp- bótarmanna Alþýðuflokksins. Verði þau dæmd ógild fær íhaldið þrjú uppbótarsæti til viðbótar, en Alþýðubandalagið eitt. Mundi það verða Jónas Ámason, sem nú er talinn fyrsti varaþingmaður Al- þýðubandalagsins. Lagning háspennu- línu um Eskifjarð- arheiði að hefjast Nú er að mestu lokið við að. reisa rafmagnsstaura milli Eski- fjarðar og Norðfjarðar, en ekki er enn byrjað að strengja vír á staur- ana. Næsti áfangi er svo að leggja háspennulínu frá Eskifirði um Eskifjarðarheiði að Egilsstöðum. Hefur það verk verið í undirbún- ingi. Þarf að ryðja veg færan „trukkum" upp á heiðina og yfir hana. Er það mjög erfitt og sein- unnið verk og þarf mikið að sprengja. Líklegt er þó, að þess- um vegarruðningi ljúki innan fárra daga og verður þá staumm ekið á heiðina og hafizt handa um að reisa þá. Fyrri skemmtunin var haldin í Neskaupstað föstudaginn 29. júní. Þar lék Lúðrasveit Neskaupstaðar, Lúðvík Jósepsson hélt ræðu og Gestur Þorgrímsson skemmti. Að lokum var stiginn dans við undir- leik 7 manna hljómsveitar. Síðari skemmtunin var halain a Reyðarfirði kvöldið eftir og var dagskrá hin sama að öðm leyti en því, að þar flutti Jónas Árnason frásöguþátt. Skemmtanirnar voru mjög vel sóttar, sérstaklega þó skemmtun- in á Reyðarfirði. Þangað kom fólk hvaðanæfa að úr fjórðungn- um. Mun ekki í annan tíma hafa verið haldin fjölsóttara mannamót í félagsheimilinu á Reyðarfirði. Báðar heppnuðust skemmtan- imar mjög vel. Þeim sem áttu þátt í því að koma þessum samkomum upp em hér með færðar beztu þakkir. Sér- staklega þakkar Alþýðubandalag- ið Lúðrasveitinni og danshljóm- sveitinni þeirra mikilsverða fram- lag. Viti reistur í Seley Lengi hefur það verið áhuga- mál austfirzkra sjómanna og anm arra sjófarenda við Austurland, að viti yrði reistur í Seley úti fyr- ir Reyðarfirði og margar em þær samþykktir, er sendar hafa verið yfirstjórn þessara mála þar að lútandi. Og nú loks er þetta áhugamál austfirzkra sjómanna um marga áratugi að komast í framkvæmd, því vitabygging er hafin á Seley. Austfirzkir sjómenn hafa líka oft bent á nauðsyn þess, að reist- ur yrði viti á Hvalbak, sem er lágt sker úti í hafi nokkum veginn í austur frá Berufirði og er hættu- legt sjófarendum. Vonandi verður þess nú ekki langt að bíða að röð- in komi að Hvaibaksvita. Dr bænum Afmæli: Ólöf Gísladóttír, kona Jóhanns Gunnarssonar, rafveitustjóra, varð 60 ára 8. júlí. Hún fæddist í Nes- kaupstað og hefur alltaf átt hér heima. Fyrsta síldin. Á sunnudagsmorgun barst hing- að fyrsta síldin á þessu sumri. Kom þá Gullfaxi með um 800 tunn- ur og um kvöldið kom Goðaborg með tæpar 400 tunnur. Mestur hluti síldarinnar var saltaður, en ta'svert fryst. Sama dag barst fyrsta síldin til Seyðisfjarðar og Borgarfjarðar. Tíundi Norðfjarðarbáturinn, Hrafnkell, fór til síldveiða í nótt. Verðuppbætur á síld Með bráðabirgðalögum útgefn- um 21. júní s. 1. var ríkisstjórn- inni heimilað: 1 fyrsta lagi að greiða úr fram- laiðslusjóði uppbætur á söluverð síldar, sem í sumar verður söltuð norðanlands og austan og mega þær nema kr. 57.50 á hverja út- flutta tunnu og er miðað við 100 kg., nettóþyngd. Heimildin er bundin við 250 þús. tunnur. í öðru lagi að greiða úr sama sjóði 10 kr. uppbætur á hvert bræðslusíldarmál, sem í sumar er lagt upp í bræðslurnar á Norður- og Austurlandi. Heimildin tekur til fyrstu 250 þús. mála. í þriðja lagi að greiða úr sama sjóði vátryggingargjöld síldvéiði- skipanna í hálfan annan mánuð. Verði heimildin til að greiða verðuppbætur á síldina notuð til fulls, sem varla er að efa aflist á annað borð 500 þús. mál og tunn- ur, nema þær nær 17 millj. króna. Heppnist síldveiðin vel þegar á heildina er litið, virðist ekki ástæða til að notuð sé heimildin til að greiða vátryggingargjöld bátanna. Mest skipt við Sov- étríkin og Banda- ríkin fyrstu 5 mán. Fyrstu 5 mánuði þessa árs var vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd óhagstæður um 87.2 millj. kr. Inn voru fluttar vörur fyrir 460.1 millj. en út fyrir 372.9 millj. Á sama tíma í fyrra var utan- ríkisverzlunin óhagstæð um 69.1 millj. Inn höfðu verið fluttar vör- ur fyrir 386.2 millj. en út fyrir 317.1 millj. Sovétríkin kaupa langmest af útflutningsvöru okkar. Á þessu tímabili hafði verið selt þangað fyrir 80.3 millj. á móti 32.7 millj. árið áður og er því um miklu meira en helmings aukningu að ræða. Frá Sovétríkjunum voru keyptar vörur fyrir 65.8 millj. á tímabil- inu og eru því viðskiptin okkur hagstæð um 14.5 millj. — Á sama tíma í fyrra var flutt inn frá Sov- étríkjunum fyrir 27.7 millj. svo viðskiptin hafa vaxið mjög á báð- ar hliðar, sem vera ber. Það sem flutt hefur verið til Sovétríkjanna er: 14.141 tonn af freðfiski fyrir 75 millj. kr. og salt- síld 1694 tonn fyrir 5.2 millj. Bandaríkin kaupa næstmest af okkur eða fyrir 47.4 millj. á tíma- bilinu á móti 46.7 árið áður. Frá Bandaríkjunum voru fluttar vör- ur á þessu tímabili fyrir 90.5 millj. kr. á móti 103.4 millj. á sama tíma árið áður. Viðskipta- jöfnuðurinn við Bandaríkin er okkur því óhagstæður um 43.1 millj. Vörur þær, sem fluttar eru til Bandaríkjanna eru miklu fjöl- Skipstjóraskipti á Austfirðingi Þórður Sigurðsson, sem verið hefur skipstjóri á Austfirðingi frá því útgerð skipsins hófst, hef- ur nú látið af því starfi, Mun hann verða framkvæmdastjóri hins nýja fiskiðjuvers á Seyðisfirði. Víð skipstjóm á Austfirðingi hefur tekið Bjarni Gíslason, sem að undanförnu hefur verið fyrsti stýrimaður á Goðanesi. Birgir Sig- urðsson er nú fyrsti stýrimaður á Goðanesi. Frá síldveiðunum Þegar Fiskifélagið birti síld- veiðiskýrslu sína miðaða við lok síðustu viku var aflinn sem hér segir (Innan sviga er aflinn a sama tíma í fyrra): í bræðslu 17.168 mál (1264). I salt 51.259 tunnur (11.021). I frystingu 2.784 tunnur (1104). Eins og af þessu má sjá er afl- inn margfalt meiri en á sama tíma í fyrra og þessa viku hefur mikið veiðst og mikil síld er á miðunum- Menn eru því bjartsýnir á síldveið- arnar í sumar. Hinsvegar hefur veðrátta verið fremur óhagstæð og dregið mikið úr veiði. Bæði var kalt fyrst eftir að veiðar hófust og stormbrælur hafa verið tíðar, jafnvel svo að talsvert tjón hefur orðið á veiðar- færum. T. d. missti Þráinn, Nes- kaupstað bæði nót og bát í byrjun þessa mánaðar. Þegar skýrslan var samin voru 59 skip með 500 mál og tunnur eða meira, en á sama tíma í fyrra höfðu aðeins 3 skip það mikla veiði. Aflahæst voru Akraborg 1851 og Snæfell 1615, bæði frá Ak- ureyri. Af Austurlandi, að Hornafirði meðtöldum, munu nú 26 skip komin til veiða. Þessi höfðu feng- ið yfir 500 mál og tunnur i lok fyrri viku: Björg, Eskifirði 881 Gullfaxi, Neskaupstað 604 Huginn, Neskaupstað 528 Snæfugl, Reyðarfirði 1.003 Stefán Árnason, Fáskrúðsf. 558 Víðir, Djúpavogi 513. Sumir Austfjarðabátar munu hafa fengið dágóða veiði í þessari viku, en einkum mun Gullfaxa hafa gengið vel. Fékk hann full' fermi, um 1200 tunnur, í einu kasti á Bakkafirði í fyrradag. breyttari en þær, sem til Sovétiúkj- anna eru seldar. Aðrir stærstu kaupendur lS' lenzkra afurða eru: Portúgal 31.^ millj., Bretland 29.7 millj. (Þaðan eru keyptar vörur fyrir 50.2 miHj^ Vestur-Þýzkaland 29.5 mill.i" Tékkóslóvakía 18.7 millj. og Italia 18.1 millj.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.