Austurland


Austurland - 21.07.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 21.07.1956, Blaðsíða 2
2 AU9TURLAND Neskaupstað, 21. júlí 1956. Utsvörin Otsvarsskrá Neskaupstaðar ár- ið 1956 hefur nú verið birt. Eins og áður hefur verið frá skýrt eru útsvörin áætluð kr. 2.425.000.00. Auk þess ber lögum camkvæmt að leggja á 5—10% fyrir vanhöldum og hækkaði nið- urjöfnunarnefnd upphæðina um 5% og er heildarupphæð álagðra útsvara kr. 2.546.200.00. I fyrra voru útsvörin áætluð 1.9 millj. kr., en jafnað var niður kr. 2.054.000.00. Álögð útsvör hækka því um tæpa hálfa milljón króna. Er það mikil hækkun og stafar að langmestu leyti af fjár- festingu, sem bærinn á í vegna at- vinnuframkvæmda, sem síðar koma væntanlega til að skila ríku- legum arði í aukinni atvinnu og e.köpun menningarverðmæta. Eins og frá var skýrt í síðasta blaði reyndist óhjákvæmilegt að hækka útsvarsstigann frá í fyrra og nemur sú hækkun 8%. Að öðru leyti eru álagningaregiumar ó- breyttar nema hvað meira tillit er tekið til mikillar ómegðar. Samkvæmt skattskrá voru nettótekjur einstaklinga árið 1955 kr. 19.412.500.00, en árið 1954 kr. 17.735,150 og hafa því hækkað um kr. 1.677.350. Af útsvarsupphæðinni bera ein- s'akliíngar kr. 2.118.700.00, en í fyrra kr. 1.712.900, en fyrirtæki bera kr. 427.500 á móti kr. 341.100 í fyrra. Eftirtaldir einstaklingar bera 10 þús. kr. útsvar eða meira: Andrés Guðmundss. lyfsali 21.300 Þorsteinn Árnason, læknir 21.300 Karl Karlsson, kaupm. 20.000 Magnús H. Gíslas. skipstj. 18.400 Jóhann P. Guðmundsson húsa- smíðameistari 15.500 Guðm. Helgason, vélstjóri 13.200 Bjarni Gíslason stýrim., 12.500 Gunnar Bjarnason, vélstjóri 12.200 Sverrir Gunnarss., skipasm. 12.200 Ölver Guðm, útgerðarm. 12.000 Sigurður Guðjónsson 11.900 Kristinn Marteinsson, skip- stjóri 11.500 Jón L. Baldursson, sparisjóðs- stjóri 11.100 Baldur Óli Jónss., tannsm. 11.000 Guðm. Bjarnas. útgerðarm. 11.000 Ólöf Guðmundsdóttir (Verzl. Sigfúsar Sveinssonar) 10.800 Jón Þórðars., yngri, trésm. 10.600 Stefán Halldórsson 10.600 Trausti Björnsson verkam. 10.500 Pétur Sigurðsson, stýrim. 10.100 Kristján Lundberg, rafvirkja- meistari 10.000 Sigfinnur Karlss. skrifst.m. 10.000 Hæstan tekju-i og eignaskatt greiða: Þorsteinn Árnason 16.115 Magnús H. Gíslason 11.615 Guðmundur Helgason 6.175 Jón Þórðarson 5.330 Trausti Björnsson 5.268 Framh. á 4. siðu. Bréf sent Austurlandi: Draumórar og veruleiki Vísitalan 185 stig Framfærsluvísitalan hinn 1. júlí hefur nú verið birt og reynd- ist 185 stig. Hafðí hún hækkað um 3 stig frá 1. júní. Kaupgjald er hinsvegar greitt eftir vísitöl- unni 178 og verður svo til 1. sept. — Líklegt er að tímakaup verka- manna hækki þá í um 20 krónur. Allir kannast við sögurnar um huldufólk, sem oft var talið búa við hin glæsilegustu skilyrði, þeg- ar íslenzka þjóðin bjó við hina mestu eymd í hinum frumstæðustu húsakynnum. Þessar sögur um glæsilegt fólk í skrautlegum höllum gætu eins verið endurskin veruleikans t. d. frásagnir farmanna og eihnig voru íslendingar nokkuð stórtækir fyrr á öldum samanber byggingu Skál- holtskirkju, en flestir furðuðu siig á hve hún hefur verið stór og einn- ig fara margar sögur af skraut- girni Islendinga fyrr á tímum. Við erum nú að rétta úr kútnum og ekki er víst að það reynist tómir daumórar, sem þykir of stór- tækt við fyrstu sýn (við höfum oft brennt okkur á því að vera of smátækir, sbr. rafmagnsmálin). Þessi inngangur er til þess að mýkja menn áður en ég nefni draumóraflanið, sem ég tel að geti orðið að veruleika, ef menn taka það til ýtarlegrar rannsóknar. Þorp og kauptún sem að mestu leyti byggjast á sjávarafla eru oft þannig sett að samgöngur við land eru mjög erfiðar og þess vegna hefur það orðið mjög til baga þeg- ar kauptúnin stækka og þurfa meira svigrúm. Úr þessari ein- angrun verður að bæta hið bráð- asta. Það má segja að tæknin, sem við erum nú að byrja að kynnast geti lyft Grettistökum og eitt af þeim Grettistökum, sem þarf að lyfta er að bæta samgöngur frá Neskaupstað upp á Hérað og jafn- framt að hafnarskilyrðin ef tök eru á. Hínir háu fjallvegir eins og veg- urinn um Oddsskarð og Siglufjarð- arskarð leysa ekki vandann nema að litlu leyti. Það sem þarf að gera og verður gert fyrr en seinna er að grafa jarðgöng — í gegnum fjöllin. Hvar þessi jarðgöng eiga að vera verður ýtarleg rannsókn að leiða í Ijós en ekki) þó of langdregin. Tækni í að grafa jarðgöng hefur fleigt fram nú á seinni árum eins og fleiru og við höfum líka nokkra reynslu af, sbr. jarðgöng- in við Irafoss. Ég myndi benda á að grafa mætti jarðgöng í ca. 300 metra hæð í gegnum Drangaskarð inn í Mjóafjörð og leggja veg þaðan um Slenjudal upp í Hérað og ekki. er ólíklegt að finna mætti ákjósan- legt bryggjustæði miðsvæðis við sunnanverðan Mjóafjörð, sem væri öruggari höfn en Norðfjarðarhöfn er. Ef hægt væri að ná öruggu vegasambandi við Héraðið um jarðgöng undir Drangaskarði og öðru inn í Slenjudal gæti aðstaða Norðfirðinga batnað að miklum mun og jafnframt batnaði aðstaða Austfjarða í heild. Því reynslan hefur sýnt að vöxtur eins kaup- túns eflir einnig vöxt kauptún- anna í nágrenninu og héraðsitns í heild. S. Ó. Þessi mynd er af þorpinu á Eg- ilsstöðum. Hún er nokkurra ára gömul og sýnir því ekki þorpið Ci'ns og það er nú. Segja má að Egilsstaðir séu samgöngumiðstöð Austurlands. Þar er flugvöllur og áætlunarflug þangað stöðugt og öruggt. Þang- að liggja leiðir allra þeirra, sem koma fluglefðis til Austurlands eða taka sér'þaðan fari með flug- vélum, því Egilsstaðir er eini stað- urinn í Austfirðíngafjórðungi, sem áætlunarflugi er haldið uppi til. Egilsstaðir eru líka á krossgöt- um. Þar mætast leiðir hvaðanæfa að. En Egilsstaðir eru líka verzlun- armiðstöð Héraðsbúa. Þar eru verzlanir, frystihús, rjómabú o. s. frv. — Og á Egilsstöðum er sjúkra hús Héraðsbúa og þar er aðsetur beggja lækna Héraðsins. Þar hefur og dýralæknir aðsetur. Það mun ekki ofmælt að þús- undir manna leggi leið sína um Egilsstaði á sumri hverju. Og margir gista Svein bónda. Hafa Söltun á Seyðisfirði I sumar hefur verið saltað 1 4500 tunnur á Seyðisfirði. Þj.r eru starfræktar þessar fjórar söltunar- stöðvar: Tjaldur h. f., Síldar- bræðslan h. f., Ströndin s. f. og Árni Jónsson og Ingilmundur Hjálmarsson. ýmsir orð á því að þar finnist , þeiím þeir ekki staddir á venju- legu gistihúsi, hejdyr sé eins og þeir hafi á tilfinningunni, að þeir séu staddir á myndarlegum herra- garði. V erkamannabústað- ir á Seyðisfirði Hafin er á Seyðisfirði bygging fjögurra verkamannabústaða. Framkvæmdir hafa tafizt vegna manneklu og hefur aðeins verið grafið fyrir húsunum og undir- stöður undirbúnar. Verkamannabústaðir hafa ekki áður verið reistir á Seyði'sfirði. Formaður Byggingarfélags verkamanna er Hermann Vil- hjálmsson. AuglýsiS i Austurlandi Þýðingarmikil samgöngumiðstöð

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.