Austurland


Austurland - 21.07.1956, Blaðsíða 3

Austurland - 21.07.1956, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 21. júlí 1956. AUSTURLAND 3 Þörf ítarlegrar rannsóknar á orsökum rðskursar 6 Jafnvœgi í byggð landsins Á undanförnum árum hefur verið rætt og ritað um þá öfug- þróun, að fólkið í landinu safnast í æ ríkari mæli saman í einum landshluta, það er byggðinni um- hverfis Faxaflóa. Á sama tíma fækkar fólki í öðrum landshlutum jafnt og þétt og liggur víða við landauðn. Dæmi eru þess, að heil- ir hreppar hafi farið í eyði og í sumum hreppum eru aðeins örfáir bæir byggðir þar sem áður voru margir bæir. Ástæður þessa öfugstreymis eru tvímælalaust margar, en engin rannsókn hefur farið fram á or- sökunum og engar skipulagðar r'.cs'afanir gerðar til að spyrna gegn broddunum. Alþingi skipaði að vísu tveggja manna nefnd, tvo G'sla, sinn úr hvorum stjórnar- flokki, til að íhuga málið en tillög- ur þeirra voru það lítilfjörlegar cg gagnslausar, að furðu sætir. Ful: ástæða er til, að hæfir m;nn verði látnir gera hlutlausa og ítar- lega rannsókn á orsökum og eðli þessara flutninga. Fyrr en slík rannsókn ehfur farið fram er lítil von til þess að gagnlegar tillögur til úrbóta komi fram. Hingað til hefur mest verið ein- blínt á hina efnahags’egu orsakir fólksflutninganna. Og víst er um það, að samansöfnun fjármagnsins í Reykjavík og nágrenni á mjög mikinn og ef til vill mestan þátt í fólksstraumnum þangað suður. Á því verður ekki ráðin bót, nema með því að dreifa fjármagninu meira, koma á fót nýjum atvinnu- tækjum úti um land og bæta að- stöðu dreifbýlisins, bæði sveitar- félaga og einstaklinga, til að efla atvinnulífið. Víða þarf að auka og bæta skipastólinn, annars staðar þarf að koma á fót verksmiðjum o. s. frv. — Einnig mætti benda á að full þörf væri, að hætta að nota Reykjavík sem hafnarborg og verzlunarmiðstöð fyrir allt landið, en í gegnum utanríkisviðskiptin hefur Reykjavík aðstöðu, sem miskunnarlaust er notuð til að skattleggja allt landið. Um dreifingu fjármagnsins og efnahagslegt misrétti byggðarlag- anna mætti skrifa langt mál, en verður ekki gert að sinni. En það er fleira, sem hér kem- ur til greina. Orsakir öfugþróunarinnar eru ekki einungis fjárhagslegar, held- nr og félagslegar og mín skoðun er sú, að félags'egar orsakir eigi enn ríkari' þátt í hinum óheilla- vænlega fólksflutningi en efna- hagslegar. Án undangenginnar rannsóknar er ekki unnt að gera sér grein fyrir því, hvaða félagslegar ráð- stafanir þarf að gera til að stemma stigu fyrir áframhaldandi fólks- straumi til Suourlands. En í hverju byggðarlagi þarf að gera ráðstaf- anir til þess að ungt fólk geti heima fyrir fengið sem flest af því sem það sækist eftir í Reykja- vík, Það þarf að efla íþróttahreyf^ inguna og búa henni viðunandi ytri starfsskilyrði með byggingu íþróttamannvirkja. Það þarf að gera ráðstafanir ti'l að glæða leik- listarstarfsemi og tónlistarstarf- semi. Og það þarf að bæta stórlega skilyrði æskulýðsins til að afla sér eins víðtækrar bóklegrar- og verk- legrar menntunar heima fyrir og tök eru á. Hér er aðeins á fátt eitt drepið. En eigi að vinna skipulega að þessum málum, verður að grafast nákvæmlega fyrir orsakir meins- ins. Þar dugar ekkert kák. Þjóðarhei’l krefst þess, að þessi óheillavænlega þróun verði stöðv- uð. Fyrsta sporið er að gera sér grein fyrir hinum raunverulegu or- sökum, hið næsta að gera raun- hæfar ráðstafanir til úrbóta. Nýr bátur til Seyð- isfjarðar Áður hefur verið frá því sagt hér í blaðinu, að Aðalbjörn Har- aldsson á Seyðisfirði ætti bát í smíðum í Skipasmíðastöð Nóa Kristjánssonar á Akureyri. Bátur þessi kom til Seyðisfjarð- ar s. 1. sunnudag. Hann er 9 lestir að stærð með 44 hestafla Kelviin- díselvél og kostaði um 220 þús. kr. NorSfjorSorhló I Sjö svört brjósthöld j : Sprenghlægileg sænsk gam- ■ I anmynd. | Sýnd sunnudag kl. 5 fyrir börn. ■ IGullnir dí aumar ! Amerísk músíkmynd í litum | frá 20th Century Fox. Aðalhlutverk: j Mitzí Gaynor Dale Robertson : ■ t Dennis Day ! * James Borton. ■ ■ 5 ■ Sýnd sunnudag kl. 9. Til sölu I ■ ■ ■ Sundurdregið barnarúm, sem | nýtt, til sölu. — Tækifærisverð. • Halldór Haraldsson. Almenna bókafélagið | Félagsbækurnar eru nú komnar, ásamt úrvali smásagna i eftir Þóri Bergsson. Er félagsmönnum gefinn kostur á að eágnast bókina í rexin- | bandi á kr. 45.00, ■ Unnið er að dreifingu bókanna, en þeir sem ekki hafa þeg- i ar fengið þær, mega sækja þær til undirritaðs. Góðar bækur eru meífé. ■ Gerizt meðlimir A. B. : ■ ■ ■ Umboðsmaður Jakob H. Hermannsson. Útihús Hjálmars Ólafssonar, Ekru, öll eða sérstök, eru til sölu, svo ■ j og túnblettír. F. h. erfingja Guðm. S|gfússon. Konur, athugid Kvennatímar verða framvegis á þriðjudögum og fimmtu- dögum frá kl. 4—5 e. h. Sundlaugin. Hvað á skipið að heita? Togarakaupanefnd Neskaupstaðar hefur ákveðið að óska eftir uppástungum um nafn á hinn nýja togara Neskaupstaðar án þess þó að skuldbinda sig til að taka nokkra slíka uppá- stungu til greina. Berist einhver uppástunga, sem farið verður eftir, verður þeim, er tillöguna gerði, veitt 500 króna verðlaun. Hafi fleiri en einn stungið upp á því nafni, ræður hlutkesti hver verðlaun hlýtur. f~.. Skriflegum uppástungum skal skilað á bæjarskrifstofuna fyrir kl. 4 e. h. miðvikudaginn 24. júlí n. k. Togarakaupanefnd. Matvörubúðin Kjötfars á 16.50 Saltkjötshakk Léttsaltað folaldakjöt Ýsuhakk | Pöntunarfélag alþýðu, Neskaupstað I

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.