Austurland


Austurland - 21.07.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 21.07.1956, Blaðsíða 4
4 AU9TURLAND Neskaupstað, 21. júlí 1956. Mikilvœgur stuðningur við málstað íslands Engin frambærileg ástæða til að hika lengur við stækkun landhelginnar Frá 1949 hefur alþjóðleg laga- nefnd á vegum Sameinuðu þjóð- anna fjallað um landhelgiismál. Snemma í þessum mánuði lauk nefndin störfum og sendi allsherj-< arþinginu niðurstöður sínar. Eftir því sem fregnir herma, felst í nið- urstöðum nefndarinnar mjög þýð- iingarmikill stuðningur við málstað Islendinga í landhelgismálunum. Niðurst ður nefndarinnar eru m. a.: 1. Strandríki hefur rétt til að stækka landhelgi sína upp á eigin spýtur, ef um er að ræða aðgerðir til að vernda fiskimið og fiskistofn. 2. Takmörkun landhelginnar við AusÉurlssnd Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. Kemur út einu sinni í viku. Lausasala kr. 2.00. Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi 1. apríl. NESPRENT H-P Óhemju síldveiði Þessa viku hefur verið mjög mikil síldveiði og eru nú mörg skip búin að fá ágætan afla og allar horfur á, að þetta sumar verði flestum þeim, sem við síld- veiðar og síldarverkun fást, mjög hagstætt. Er' það sannarlega gott eftir sífelldan taprekstur í meira en áratug. Búið er að mestu eða öllu leyti að salta upp í samninga um fyrir- framsölu á síld og er ekki vitað hvort söltun verður takmörkuð. Ekki er þó ólíklegt, að mögulegt sé að selja meira magn, ef að því er unnið af dugnaði. Mikið hefur verið veitt í bræðslu og eru þrær síldarverksmiðjunnar á Raufarhöfn fullar. Hér í bæ hefur verið saltað í um 2400 tunnur og mörg hundruð tunnur hafa verið fryst- ar. Er öll þessi síld af Norðfjarðar- bátum, en meginhluta farmsins þurfa bátarnir nú að fara með til Seyðisfjarðar í bræðslu. Langmest er síldveiðin við Norð-i austur- og Austurland. Sérstaklega var veiði'n mikil á fimmtudag. Þá er talið að veiðst hafi 80 þús. mál. Síðasta sólarhring var lítil veiði, enda var þoka yfir miklum hluta veiðisvæðisins og mörg skip í höfn þrjár sjómílur er ekki í samræmi við alþjóðalög. Þær þjóðir, sem af mestri hörku hafa barizt gegn mál- stað íslands í landhelgismálunum, Bretar, Frakkar og Bandaríkja- menn höfðu krafizt þess að land- helgi væri talin bundih við þrjár sjómílur. 3. Helzt var hallazt að 12 sjó- m'lna landhelgi sem alþjóðlegri reglu, en þó lagt til að endanlegar reglur verði ákveðnar af alþjóð- legri ráðstefnu. Eins og á þessu má sjá felst í þessu áliti mikill stuðningur við hinn íslenzka málstað. En við get- um ekki beðið eftir því að alþjóð- leg ráðstefna fjalli um málið. Það getur tekið hana mörg ár að kom- ast að samkomulagi. Við eigum þegar í stað að hefjast handa um stækkun landhelgihnar, enda hlýt- ur þetta álit að verða okkur hvatn- ing þar sem okkar málstaður nýt- ur mikils stuðnings á alþjóðavett- vangi, en afstaða Breta nýtur ekkí mikils fylgis. Ýmsar þjóðir hafa á eigih ein- dæmi fært landhelgi sína út í allt að 200 mílur og halda fast við hana. Engin skynsamleg rök mæla gegn því að íslenzka landhelgin verði þegar færð út í 12 mílur og fyrirstöðu ætti ekki lengur að þurfa að óttast gegn þeirri kröfu Austfirðinga, að landhelgislínan fyrir Austurlandi verði færð út. Útsvörin Framh. af 2. síðu. Gunnar Bjamason 5.090 Sigurður Guðjónsson 5.090 Bjarni Gíslason 4.800 Karl Karlsson 4.787 Pétur Sigurðsson 4.480 Kristinn Marteinsson 4.446 Sverrir Gunnarsson 4.420 Gunnar Jósefsson, sjóm. 4.217 Einar Guðmundsson, sjóm. Adamsborg 4.070 Jóhann P. Guðmundsson 4.040 Jón L. Baldursson 4.010 Þessi fyrirtæki bera hæst út- svör: Kaupfélagið Fram 69.900 Samvinnufélag útgerðarm. 60.600 Goðanes h. f. 56.500 Dráttárbrautin h. f. 45.000 Skeljungur h. f. 32.400 Olílverzlun Islands h. f. 30.000 þar sem þau biðu eftir að losna við afla sinn. Hihgað var von á einum báti í dag. Er það Magnús Marteinsson með 2—300 tunnur. Dánardægur: S. 1. föstudag andaðist snögg- lega hér í bænum Hinrik Hjalta- son, járnsmiður og vélstjóri. Hann rak hér lengi jámsmíðaverkstæði og eftir að togaraútgerð hófst hér, var hann lengi vélstjóri á togur- unum. Hinrik fæddist að Eyri í Skötu- firði í Norður-Isafjarðarsýslu 15. okt. 1888, en fluttist hingað 1926. Kvæntur var hann Karitas Hall- dórsdóttur, sem lifir mann sinn. Eignuðust þau tvo syni, Jens og Jósafat. Fetuðu þeir í fótspor föð- ur síns og gerðust báðir vélstjór- ar og eru nú búsettir í Reykjavík. Hinrik var mikill áhugamaður um sundíþrótt og iðkaði hana af kappi og var nýkominn upp úr sundlauginni þegar hann hneig niður og andaðist skömmu síðar. Trúmaður var Hinrik heitur og tilheyrði söfnuði aðventista. Hjónaband: S. 1. sunnudag, 15. júlí, gaf séra Ingi Jónsson saman í hjónaband ungfrú Herdísi Guðjónsdóttur, Skuggahlíð, Norðfjarðarhreppi og Steinþór Þórðarson frá Innri-Múla í Barðastrandarsýslu. Byggingu fiskiðju- versins á Seyðis- firði langt komið Byrjað er nú að setja niður vél- ar í hið mikla fiskiðjuver Seyð-' firðinga og sér Landssmiðjan um það verk. Hún hefur einnig séð um útvegun vélanna. — Vélar þessar eru þýzkar og mjög fullkomnar og ýmsar nýjungar í sambandi við þær áður óþekktar hér á landi. Vonir standa til, að þessum framkvæmdum Ijúki fyrir áramót. Sennilegt er talið að fullbúið muni fiskiðjuve*|ið kosta 7.5—8 milljónir króna. Síldarverksmiðjan á Seyðisfirði Síldarverksmiðjan á Seyðisfirði hefur nú tekið á móti um 5000 málum. Seyðisfjarðarkaupstaður hefur fest kaup á meginhluta hlutabréfa síldarverksmiðjunnar og hefur mikinn hug á að stækka Iiana. Afköst hennar eru nú aðeins 800 mál á sólarhring, en í ráði er að auka þau í 2400 mál. Mun ríkiis- sjóður veita ábyrgð fýrir nauðsyn- legu láni. Síld í Eskifirði Nokkuð hefur veiðst af síld í lagnet á Eskifirði síðuBtu daga. Áfengissala Áfengissala annan ársfjórðung 1956 (1. apríl til 30. júní): Selt í og frá Reykjavík kr. 21.849.667.00 Selt í og frá Seyðis^irði kr. 539.232.00 Selt í og frá Siglufirði kr. 1.198. 089.00. Árið 1955 nam sala á sama tíma: Selt í og frá Reykjavík kr. 18.860.337.00. Selt í og frá Seyðisfrrði kr. 434.920.00. Selt í og frá Siglufirði kr. 1..286.629.00. Samtals kr. 20.581.886.00. Áfengi til veitingahúsa selt frá aðalskrifstofu 2. ársfjórðung fyr- ir kr. 839.564.00 (1. ársfjórðung 1.091.122.00). Allveruleg hækkun varð á áfengi 18. maí 1955. Sala áfengis frá Áfengisverzlun ríkisins nemur alls kr. 43.366.744. 00 fyrra misserr ársins 1956, en í fyrra á sama tíma nam salan kr. 37.928.307.00. Heildarsalan allt árið 1955 nam alls kr. 89.268.887.00. (Frá áfengisvarnarráðunaut). Hvers vegna drekka menn ? Þessari spurningu svaraði á sinni tíð hinn merki lífefnafræð- ingur Gustav von Bunge í Basel, og þó að um 60 ár séu liðin síðan, er svar hans jafngott og gilt, eins og það hefði verið gefið í gær eða dag. Hann segir svo: „Fyrsta að- alorsökin til ofdrykkjuvanans er hin mannlega tilhneigiíng til að herma eftir öðrum. Fyrsta glasið er ekki betra á bragðið en fyrstí vindillinn en menn drekka það af því að aðrir drekka. En þegar mað- urinn hefur vanið sig á að drekka, skortir hann aldrei ástæðu til að halda áfram. Menn drekka, þegar þeir skilja, og þeir drekka, þegar þeir hittast aftur; þeir drekka, þegar þeir eru soltnir, til að sefa hungrið, og þeir drekka, þegar þeir eru saddir, til þess að auka matarlystina; þeir drekka til þess að hita sér, þegar kalt er, og þeg- ar heitt er, drekka þeir til að svala sér. Þegar þeir eru syfjaðir, drekka þeir til þess að halda sér vakandi, og þegar þeir þjást af svefnleysi, drekka þeir til þess að geta sofnað. Þeir drekka, þegar illa liggur á þeim, og þeir drekka, þegar vel liggur á þeim. Þeir drekka, þegar bam er skírt, og þeir drekka, þegar gamalmenni er jarðað. Þeir drekka til að gleyma áhyggjum sínum, sorgum og neyð. Þeir drekka til þess að losna við leiðindi og margskonar böl — og þeir drekka til þess að fá nægi- legt hugrekki til að — svipta sig lífi!“ (Frá áfengisvarnarráðunaut).

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.