Austurland


Austurland - 17.08.1956, Page 2

Austurland - 17.08.1956, Page 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 17. ágúst 1956. íþróttamót U.I.A. Hið árlega íþróttamót Ung- menna-< og íþróttasambands Aust- urlands var haldið að Búðum í Fáskrúðsfirði sunnudaginn 12. ág. Fjögur félög áttu keppendur á mótinu og voru það þessi: Ung- mennafélagið Skrúður, Hafnar- nesi, Ungmennafélagið Leiknir, Búðum, Ungmennafélagið Hróar, Hróarstungu og Samvirkjafélag Eiðaþinghár. Keppendur voru alls 16, 11 karlar og 5 konur. Sigurvegarar í einstökum grein- um: Guðmundur Hallgrímsson, Skrúð, vann 100 m hlaup á 12.2 j sek,, 400 m hlaup á 57.5 sek., langstökk 6.07 m og þrístökk | 12.24 m. Hann varð stigahæstur karla, fékk 32 stig. Sigurður Har- aldsson, Leikni vann kringlukast, 37.00 m, kúluvarp 11.20 m, spjót- kast 40.12 m og hástökk 1.70 m. Hann varð annar að stigatölu, fékk 30 stig. Bergur Hallgrímsson Skrúð vann 1500 m hlaup 14.14.2 mín. og 3000 m hlaup á 10.47 mín. Már Hallgrímsson, Skrúð, vann stangarstökk, 2.90 m. I kvennakeppninni féllu úrslit þannig: Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, Samvirkjafélag Eiðaþinghá vann 80 m hlaup á 11.9 sek, langstökk 4.51 m og kúluvarp 7.78 m. Nanna Sigurðardóttir, Leikni, vann há- stökk 1.30 m. Þorbjörg varð stiga-' hæst, fékk 15 stig, Nanna önnur, fékk 13 stig. Ungmennafélagið Leiknir vann keppnina, fékk 76 stig. Skrúður fékk 66 stig. Er þetta. í 7. skipti í röð sem Leiijknir vinnjur frjálsy íþróttamót UlA. Bergur Hallgrímsson, sem verið hefur driffjöðrin í frjálsíþróttaiðk- unum þeirra bræðranna frá Hafn- arnesi, gaf tvo verðlaunagripi til að keppa um. Hlýtur þá stigahæsti einstaklingur í frjálsum íþróttum karla og kvenna, en eins og áður er getið urðu þau Guðmundur Hallgrímsson og Þorbjörg Gunn- laugsdóttir stigahæst og hljóta því þessi verðlaun í þetta sinn. Ég hef nú hátt á annan áratug verið nokkuð viðriðinn frjáls- íþróttamót Austurlands. Því er ekki að leyna að þau hafa verið mér síaukið umhugsunar- og jafn- vel áhyggjuefni og keyrir þó um þverbak nú hin síðustu ár. Út af fyrir sig eru árangrar beztu einstaklinga ekki svo slakir, en það er þátttakan, hún er engin orðin, þrír og fjórir keppendur í hverri grein, en sumir eru drifnir óæfðir út í kteppnina á síðustu stundu vegna stigaveiða. Það má segja að tveir menn hafi borið uppi Austurlandsmótin hin síðari ár, án þeirra væru þau úr sögunni. Á ég hér við Sigurð Haraldsson, Fáskrúðsfirði og Berg Hallgrímsson, Hafnarnesi. Fyrir þeirra ódrepandi áhuga og dugn- að eru þó þessi mót ennþá tórandi. Á þessu síðasta móti voru allir keppendur úr Fáskrúðsfirði, nema þrír, sem voru af Héraði. Hvað veldur? Eru ungu menn- irnir hættir að æfa frjálsar íþrótt- ir? Eru þær ekki lengur neitt keppikefli æskunnar? Hefur hún eignazt önnur viðfangsefni sem Framhald af 1. síðu. j ,einstaklin,gsframtakið‘ ‘ hefur ekki viljað sinna, vegna þess hve áhættusamur hann er, hefur þessi atvinnurekstur yfirleitt verið hallarekstur og hvílt með miklum þunga á sveitarfélögunum. Þau hafa því vissulega keypt dýru verði þau skilyrði sem sköpuð hafa verið til að fólk geti lifað sóma- samlegu lífi heima fyrir. En þessi atvinnurekstur hefur verið nauð- synlegur til að halda uppi vinnu og stemma stigu fyrir enn frekari fólksflótta. Oft hafa fundir sveitarstjórnar- manna gert þær kröfur til lög- gjafans, að hann bætti úr fjárþörf sveitarfélaganna með nýjum tekju-i stofnum óháðum útsvörum. Alltaf hefur verið daufheyrzt við þessum kröfum. Einu sinni sýndi þó ríkis- valdið lit á að verða við þeim, en á svo smásmugulegan hátt, að sveitarstjórnarmenn gátu ekki lit- ið á það nema sem naprasta háð. Það var þegar Alþingi samþykkti, þegar kröfur sveitarfélaganna um úrbætur risu sem hæst, að fast- eignaskattur, sem runnið hafði til ríkissjóðs, skyldi framvegis renna til sveitarfélaganna. Hér í N^- kaupstað mun þessi tekjuauki nema um 4—5 þús. kr. á ári. Dá- laglegar úrbætur það á sama tíma og ríkisvaldið stóreykur kvaðir þær, sem á bænum hvíla. Öðru sinni skiþaði Alþingi eða ríkisstjórn milliþinganefnd í skattamálum. Skilaði hún áliti í fyrra. Þegar sveitarstjórnarmenn fóru að velta tillögunum fyrir sér, komust þeir að raun um, að næðu þær fram að ganga, mundu út- isvarstekjurnar rýrna stórlega, því ætlunin var að gera atvinnu- reksturinn útsvarsfrjálsan. Að sjálfsögðu mótmæltu sveit- artjórnarmenn þessari aðför að sveitafélögunum harðlega, enda fór svo, að ríkisstjórnin stakk til- lögunum undir stól og hafa þær aldrei verið birtar, hvorki á Al- þingi né annars staðar. Svo fór um sjóferð þá. Eigi sveitarfélögin að vera fær um að gegna því hlutverki sem þeim er ætlað af almenningi og löggjafanum, verður að sjá þeim fyrir nýjum tekjustofnum. Til þess að viðunandi sé, miðað við ástand- hæfa betur líðandi stund? Erum við gömlu karlarnir, sem í æsku okkar töldum íþróttir eftirsóknar- verðasta viðfangsefni allra tóm- stunda, bara nátttröll í nútíðinni? Þessar og þvílíkar spurningar hvarfla þráfaldlega að mér. Að gera tilraun til að svara þeim væri að vísu freistandi, en að þessu sinni er til þess hvorki tími né tækifæri. ið í dag, má ætla að þessir tekju- stofnar þurfi að gefa af sér árlega 300—400 krónur á hvern íbúa. Vitanlega kæmi þar að sama gagni, ef tilsvarandi útgjöldum væri létt af sveitarfélögunum. Detta manni þá helzt í hug, að hægt væri að létta byrðar sveitar- félaganna af tryggingum, mennta- málum, framfærslu og löggæzlu. Hvað hið síðasttalda snertir mælir margt með því, að ríkið annist þann lið að öllu leyti. Löggæzlu- menn lúta ekki stjórn bæjanna að nein leyti. Þeir eru undir stjórn embættismanna ríkisins og oft er starf þeirra, ef dæma má af reynslunni hér í Neskaupstað, að mestu leyti skrifstofustörf og sendisveinsstörf í þágu þessara embættimanna. Það hefur áreiðanlega valdið sveitarstjórnarmönnum almennt talsverðum vonbrigðum, að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar er ekki minnst á, að sjá þurfi sveitarfélögunum fyrir nýjum tekjustofnum eða létta af þeim út- gjöldum. Vissulega má segja, að fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um atvinnulega uppbyggingu muni innan fárra ára verka sem sveit- arfélögunum hafi verið fengnir nýir tekjustofnar, þar sem af muni leiða auknar útsvarstekjur. Það ier svo sem gott og blessað, en sveitarfélögin verða að fá nýja tekjustofna óháða útsvörunum. Hinni nýju ríkisstjórn er vissu- lega trúandi til að sjá sveitarfé- lögunum fyrir nýjum tekjustofnn um, eða létta af þeim gjöldum, enda verður þeim málum áreiðan- lega haldið vakandi. M.S. HRAFNKELL Þú heyrir í logninu sjómannsins söng um sólbjarta daga og vorkvöldin iöng, þar brennur hinn ástheiti óður. Yfirmenn standa við stýrið og spá, stjörnur og festingar lesa þeir á: Sá túr verður trúlega góður. Hafin er veiði með hreysti og dáð. Hermannavílungar bresta ei ráð, hver fiskur er fengur í lestum. í stýrjmannsaugum er stoltblandin ró, það stormar víst bræður, en drepum hann þó, og fögnum þeim gullfögru gestum. Þó velti í bylgjunum vélknúin skeið, er verkinu hraðað, sá brosir um leið sem vinnunni léttfærast líkur. Skipstjóri kailar skipandi hreim: Skálkið þið lúgur, nú förum við heim, þó stórsjóir veini um víkur. Og hásetar glaðir með glymjandi sköll sjá gína við Hrafnkeji bárunnar fjöll sem grenjandi geysa að stefni. Sjóhetjur hlusta á sjávarins gný með samhentum drengjum er vináttan hlý, þeir brosandi búast að svefni. 1 svarrandí brimskafii bárunnar rís baráttu háir við storma og ís svo trausíbyggður, tryggur og góður. Gangviss og fullhlaðinn færist þú heim, fagnandi ástvini taka við þeím, og bátsins er blessaður hróður. Ragnar Ó. Sigurðsson. Gunnar Óiafsson. Fjárþörf sveitarfélaga

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.