Austurland


Austurland - 21.09.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 21.09.1956, Blaðsíða 2
2 AU9TURLAND Neskaupstað, 21. september 1956. Aðalfundur K.S.Á. i * Austurland Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. ; Kemur út einu sinni í viku. ■ : : Lausasala kr. 2.00. \ \ | Árgangurinn kostar kr. 60.00. : i : Gjalddagi 1. apríl. NESPRENT H-P \ : .................. __ _ : fhaldið leikur verklýðsflokk Það er broslegt að sjá vopnaburð íhaldsins um þessar mundir. Nú er það svo stútfullt af verkýðsvin- áttu, að út af flóir. 1 nafni verkalýðsins mótmælir það hástöfum festingu ríkisstjórn- arinnar á verðlagi. Allir, sem nokkuð hugsa um þessi mál, vita þó, að það eru vinnustéttirnar, sem tapa á dýrtíðarflóðinu sem stefna íhaldsins hefur leitt yfir þjóðina. Sérstaklega er það þó hjákátlegt þegar íhaldið þykist í nafni sjó- manna vera að mótmæla verðfest- ingunni, því engum manni dylst, að ráðstafanir ríkisstjómarinnar eru bein kjarabót fyrir þá og út- vegsmenn. En það em ekki hagsmunir vinnustéttanna, sem íhaldið ber fyrir brjósti, er það harmar við« leitni ríkisstjórnarinnar til að stöðva dýrtíðina. Það er hin skerta gróðaaðstaða braskaranna, sem þessar ráðstafanir hafa í för með sér, sem íhaldið harmar. Allir vita, að braskaralýður Reykjavíkur hef- ur rakað saman fé í skjóli dýrtíð- arinnar og valda íhaldsins. Tilraunir íhaldsins til að gera ráðstafanir ríkisstjórnarinnar tor- tryggilegar og til að spilla stjórn- arsamstarfinu, stafa því ekki af umhyggju fyrir verkalýðnum, heldur er það með þessu að þjóna auðmannaklíkunni, sem nú sér fram á minnkandi möguleika til auðsöfnunar. En ótrúlegt er að vinnustéttim- ar láti blekkjast af málflutningi í- haldsins. Til þess þekkja þær það og vinnubrögð þess of vel. í því sambandi mætti rifja upp hver verið hefur afstaða íhaldsins þeg- ar verkalýðurinn hefur reynt að bæta kjör sín eða halda kaupmætti launa óskertum. Undantekningar- ilaust hefur íhaldið bapizt gegn. verkalýðnum og komið fram sem sverð og skjöldur þeirra afla, sem vjljað hafa hlut vinnustjéttanna sem minnstan. Það er því hætt við að íhaldið verði skoplegt í hlutverki verk- lýðsflokks. Alls staðar mun glytta í fangamark heildsala og annarra auðmanna. En svo mjög gengur íhaldið upp í hlutverkinu, að sagt er að það ætli víða að bjóða fram við Al- Aðalfundur Kennarasambands Austurlands var settur í barna- skóla Neskaupstaðar laugardaginn 15. sept. kl. 14. Formaður, Gunnar Ólafsson, skólastjóri, setti fundinn, bauð fé- laga og gesti velkomna og tilnefndi þá skólastjórana Stein Stefánsson, Seyðisfirði, og Odd A. Sigurjóns- son, Niesk., sem fundarstjóra. Fundinn sátu alls 31 kennari og skólamenn. Gestir voru þeir námsstjórarn- ir Aðalsteinn Eiríksson og Jóhann es Óli Sæmundsson, einnig fræðslu- ráð Neskaupstaðar. Hins vegar tókst svo illa til að flugferðir til Egilsstaða féllu niður um helg- ina vegna óhagstæðs veðurs svo að tveir fyrirlesarar úr Reykjavík gátu ekki mætt, en það voru þau frú Guðrún Helgadóttir magister, sem ætlaði að tala um ritgerða- kennslu, og Guðmundur I. Guð- jónsson kennari við Kennaraskóla íslands, sem ætlaði að tala um skrift og þó sérstaklega skriftar-i mat. Var það fundinum mikill skaði að þau skyldu ekki geta mætt. í stjóm voru kosnir: Steinn Stefánsson, Guðmundur Þórðar- son, Valgeir Sigurðsson, allir til heimilis á Seyðisfirði. Þessar vora helztu ályktanir fundarins: Þurrt og kalt sumar Sumarið í sumar hefur verið mjög þurrviðrasamt hér eystra og það svo að til baga hefur orðið gróðri. Mikill neyzluvatsskortur hefur verið hér í Neskaupstað og sjálfsagt víðar. En þótt svona þurrviðrasamt hafi verið, befur þó oftast verið fremur kalt í veðri. Það er helzt nú, eftir að komið er haust, að hlýir dagar hafa komið. Þetta er annað mikla þurrka- sumarið í röð hér eystra. En í fyrra var miklu sólríkar og hlýrra í veðri. En hér í bæ var þó ekki eins tilfinnanlegur neyzluvatns- skortur og nú. í fyrrinótt brá til austlægrar áttar með rigningu og snjókomu í fjöll. Hefur því ræzt úr með neyzluvatn. þýðusambandskosningarnar í haust. Hingað til hefur það að mestu látið sér nægja, að styðja kratana. Verkalýðurinn ætti, af langri og dýrkeyptri reynslu, að hafa kynnzt íhaldinu það vel, að ekki einn ein- asti talsmaður þess eigi sæti á næsta þingi Alþýðusamb'andsins. 12. aðalfundur K. S. A. beinir þeirrji áskorun til fræðslumála- stjórnarinnar að hún athugi mögu- leika á að skipa einskonar auka- kennara, svo að kennurum við hina ýmsu skóla landsins gefist kostur á að heimsækja aðra skóla til að kynnast starfsháttum þeirra. Gegni slíkir kennarar störfum fyrir þá er frí hljóta í það og það skiptið. 12. aðalfundur K. S. A. beinir þeirri eindregnu áskorun til fræðslumálastjórnarinnar, að hún láti þegar á næsta ári gefa út handbók, þar sem í heild sé að finna öll lög og reglugerðir um skólahald svo og skyldur og rétt- indi kennara. 12. aðalfundur K. S. A. beinir því til ríkisútgáfu námsbóka, að hún láti sitja fyrir að gefa þegar út litprentaða landkortabók (Atl- as) og ennfremur handhæga staf-i setningarorðabók. Skipstjóraskipti Magnús H. Gíslason, sem að undanfömu hefur verið skipstjóri á Goðanesinu lætur nú af því starfi en við tekur Ólafur Aðalbjörns- son frá Grenivík við Eyjafjörð. Ólafur er ungur maður, 26 ára gamall, og hefur verið stýrimaður á Akureyrartogurunum. Aflasala Vöttur seldi afla sinn í gær í Þýzkalandi, 212.5 lestir fyrir 97.518 ríkismörk. Mótornámskeið Ákveðið er, að mótornámskeið verði haldið hér í Neskaupstað A vetur, þar sem tilskilinn fjöldi umsókna hefur borizt. Forstöðu- maður námskeiðsins verður Björn Guðnason, vélstjóri. Króna Eftirfarandi ,,atómljóð“ er samið áður en ráðstafanir nýju ríkisstjórnarinnar í kaupgjalds- og verðlagsmálum komu til framkvæmda, eins og sést á efninu. Króna! Vésalings margstýfða verðlausa króna. Þú getur munað fífil þinn fegri. Nú ertu bara vesöl sldptimynt og tærist af iífshættulegrjl uppdráttarsýki. Sjúkdómur þinn heitir verðbólga. Króna! Manstu þegar hægt var að kaupa fyrir þig, einu sinni kostaði brennivínspotturinn áttatíu aura og Svarti-dauðinn var seldur á sex kall og maður féldt Commander-pakkann á krónu. Króna! Áttu nokkurrar viðreisnar von? Geturðu staðið uppi í hárinu á dollaranum, geturðu jafnað um gúlana á sterlingspundinu, gefið markinu gú moren á latínu, bitið af þér frankann og rúbluna? Geturðu staðið á eigin fótum? Króna! títlitið er ekki gott. Nú kosta fimm aura kökurnar krónu og annað er eftir því. íbúð í Reykjavíls kostar hálfa milljón. Króna! Á kannske að skerða þig enn? Hvenær á að hætta að níðast á þér? Hvenær á að hætta að ráðast á garðinn þar sem hann er Iægstur? Á að gera út af við þig, eða lofa þér að hjara? Við bíðum nú og sjáum hvað setur. Þórbergur Kiljan úr Kötlum.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.