Austurland


Austurland - 21.09.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 21.09.1956, Blaðsíða 1
á Anstnrlandi Málgs&git sóslalista 6. árgangur. Neskaupstað, 21. september 1956. 34. tölublað. Félagsheimili Neskaupstaðar 'éu -Byggingu félagsheimilisins hef- ur miðað vel áfram í sumar. Þó % tafðist verkið um nokkrar vikur vegna skorts á steypustyrktar- járni. Á miðvikudag var lokið við að steypa upp alla neðstu hæðina. Ef nokkur tök verða á er ætlunin að steypa loftið í þá hæð og takist það hefur mikið á unnizt á þessu ári. Bygging samkomuhúss hér í bænum er knýjandi nauðsyn, því skortur á hæfu samkomuhúsi stendur öllu félagslífi mjög fyrir þrifum. Yfirmenn á Gerpi Skipstjóri á Gerpi hefur verið ráðinn Magnús H. Gíslason, sem nú er skipstjóri á Goðanesi. Hjörtur Kristjánsson, Reykja- vík, sem er reyndur mótorvélstjóri, hefur verið ráðinn 1. vélstjóri á Gerpi um 8 mánaða skeið. Birgir Sigurðsson, sem er 1. stýrimaður á Goðanesi, verður 1. stýrimaður á Gerpi. Magnús Hermannsson, sem nú er fyrsti vélstjóri á Goðanesi, verður 2. vélstjóri á Gerpi og mun gert ráð fyrir að hann verði 1. vélstjóri þegar Hjörtur lætur af því starfi. Mjög er því þýðingarmikið, að bygging þessa húss þurfi ekki að standa yfir í mjög mörg ár. En hraði framkvæmdanna fer að lang- mestu leyti eftir því, hvernig geng- ur að útvega fé til verksins. Bæjarbúar geta áreiðanlega flýtt verkinu mjög með því að Happdrœtti Árlega hefur Þjóðviljinn efnt til happdrættis til ágóða fyrir út- gáfuna. Hefur jafnan verið dregið • í þessum happdrættum um jóla- leytið. Sala miða hefur venjulega staðið yfir í nokkra mánuði. Happdrætti Þjóðviljans hafa jafnan notið vinsælda, enda hafa vinningar ætíð verið glæsilegir. Og enn á ný efnir Þjóðviljinn til liappdrættis. Að þessu sinni verður dregið miklu fyrr og miðasala stendur yfir miklu skemmri tíma. Að þessu sinni nefnist happ- drættið Afmælishappdrætti Þjóð- viljans. Þjóðviljinn á nefnilega 20 ára afmæli 31. okt. í haust og verð- ur dregið í happdrættinu daginn áður. Vinningar eru Pobeda-bif- reið og 15 ísskáþar. Miðasala er hafin hér í bænum og eru miðar afhentir hjá Jó- hannesi Stefánssyni. Er þess vænzt verja einhverju af tómstundum sínum til sjálfboðaliðsvinnu við bygginguna. Nú á næstunni verður áreiðanlega þörf fyrir slíka vinnu við að hreinsa mótatimbur og búa það undir notkun á ný. Mundi slík vinna áreiðanlega vel þegin ef byðist. Þjóðviljans að allir stuðningsmenn taki miða til sölu. Vegna þess hve stuttur tími er til stefnu er áríðandi að rösklega verði unnið. Athygli lesenda og velunnara Austurlands skal vakin á þvi, að blaðið fær helminginn af andvirði þeirra miða sem seljast hér í bæn- um. Það skiptir því miklu máli fyrir blaðið, að miðasala gangi greiðlega. Er því treyst, að þessi staðreynd verði til að glæða miðan söluna. Austurland átti nýlega 5 ára af- mæli og getur happdrættið því vissulega með réttu kallast Af- mælishappdrætti Þjóðviljans og Austurlands. Styðjið útgáfu Þjóðviljans og Austurlands með því að kaupa miða. Það borgar sig þó óbeint sé. Og svo er alltaf fyrir hendi mögu- leikinn á að fá glæsilegan vinning. Sláturafurðir lækka í verði Eins og kunnugt er, hefur verð- lag í landinu verið stöðvað til næstu árarnóta. Þstta hefur m. a. þau álirif að verðlag á landbúnað- arafurðum, svo sem kjöti og mjólk og mjó kurvörum, hækkar ekki, en veruleg hækkun var fyrirsjáanleg á þessum vörum, ef ekki var að gert. Nú hefur hinsvegar verið ákveð- in veruleg verðlækkun ú slátri og sláturvörum. Vegna mikils fram- boðs og til þess að örfa söluna, hefur Framleiðsluráð landbúnað-t arins ákveðið þessa lækkun. Það mun líka hafa haft áhrif á þessa ákvörðun Framleiðsluráðs- ins að það hefur í verki viljað sýna stuðning við tilraunir ríkisstjórn- arinnar til að stöðva verðbólguna. Slátur kostar í haust kr. 32.00, en í fyrra 37.50,, lækkun kr. 5.50. Mör kostar nú 9.45 kg, en í fyrra 18.90 og er hér um helm- ingslækkun að ræða. Sviðnir hausar kosta nú kr. 15.90 kg., en í fyrra kr. 18.90, lækkun kr. 4.00, Aðrar sláturvörur hafa lækkað í hlutfalli við þetta. Lúðrasveitin heldur hljómleika hér annað kvöld Lúðrasveit Neskaupstaðar hefur nýlega haldið hljómleika á Fá- skrúðsfirði, Eskifirði, Seyðisfirði og Reyðarfirði. Hefur aðsókn ver- ið mjög góð og sums staðar ágæt og lúðrasveitinni mjög vel tekið, enda á hún það fyllilega skilið, því hún er mjög vel þjálfuð. Annað kvöld heldur lúðrasveitin hljómleika hér í bænum, í barna- skólanum, og eru það síðustu hljómleikarnir sem ráðgerðir voru á þessu hausti. Er ekki að efa að bæjarbúar muni fjölmenna á hljómleikana, því þeir kunna vissu- lega að meta lúðrasveitina og hið mikla starf, sem liggur að baki þjálfunar hennar. í fyrrahaust fór lúðrasveitin einnig í hljómleikaför og lék á hin- um sömu stöðum nema Fáskrúðs- firði.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.