Austurland


Austurland - 02.11.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 02.11.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 2. nóvember 1956. Fjórðungsþing Austfirðinga Samþykktir í atvinnumálum Fjórðungsþing Austfirðinga var haldið að Egilsstöðum um síðustu hslgi og sóttu það fulltr. allra samstarfsaðila, en þeir eru sýslu-J og bæjarfélögin í Aust- firðingafjórðungi. Þingið gerði margar samþykkt- ir og verður reynt að birta þær allar hér í blaðinu smátt og smátt. 1 þetta sinn verða birtar ályktan- ir þingsins í atvinnumálum. Eru þær samdar af milliþinganefnd og samþykktar með litlum breyt- ingum. v i Athugun á orsökum fólksflutninga Fjórðungsþing Austfirðinga skorar á ríkisstjórnin að skipa nefnd til að rannsaka hvað þjóð- félagslegar og efnahagslegar ástæður ráða mestu um hina öru flutninga fólks til Reykjavíkur og annarra byggðarlaga við Faxa- flóa. Leggur þingið til, að í nefndina verði skipaðir fulltrúar eftir á- benaingu frá Alþýðusambandi Is- lands, Stéttarsambandi bænda og sambandi íslenzkra sveitarfélaga og auk þeirra einn félagsfræðing- ur og einn hagfræðingur. Að lokinni rannsókn geri nefnd7 in tillögur um ráðstafanir, er að haldi mættu koma til að stöðva þann fólksflótta, sem valdið hefur stöðnun í mörgum byggðarlögum úti á landi og afturför og eyðingu í öðrum. Greinargerð: Fjórðungsþingið telur að flest það, er hingað til hefur verið gert að frumkvæði Alþingis til að koma meira jafnvægi í byggð landsins, sé lítils virði. Einkum telur þingið, að starf nefndar þeirrar, sem á vegum Alþingis hefur starfað að þessu máli, hafi verið fálmkennt og frumvarp það, sem nefndin flutti um þetta mál á síðasta Alþingi, sé að mörgu leyti vanhugsað og ekki líklegt til að valda neinum straum hvörfum í þessu efni þó að lögum yrði. Fólksflutningur af landsbyggð- inni til Reykjavíkur og annars þéttbýlis við Faxaflóa, er þjóðfé- lagslegt vandamál, sem krefst bráðrar úrlausnar. Mikið hefur verið rætt um, hvaða orsakir liggi til fólksflótt- ans. Sumir hafa lagt mesta á- herzlu á, að fjármagn, sem nú er að mestu saman dregið við Faxa- flóa, safni að sér fólkinu. Aðrir hafa talið, að félagslegar orsakir ráði meiru um fólksflutningana. Engin skipuleg rannsókn hefur farið fram á orsökum þessa fólks- flótta. Engin von er til, að hald- kvæm ráð finnist til að sporna við fólksflóttanum af landsbyggðinni, ef orsakir til hans eru ekki full- kunnar. Tillagan miðar að því, að nauð- synleg rannsóltn fari fram og til- lögur um ráðstafanir verði mið- aðar við niðurstöður þeirrar rann- sóknar. Tveir fremur Iitlir togarar annist hráefnisöflun fyrir smærri þorp Fjórðungsþing Austfirðinga pkorar á ríkisstjórnina að kaupa eða hlutast til um að keyptir verði tveir dieseltogarar, um það bil 350—450 smálestir hvor um sig að stærð til hráefnisöflunar fyrir þau frystihús á Austfjörð- um, sem ekki hafa aðstöðu til að taka á móti stórum togaraförm- um vegna takmarkaðra afkasta og erfiðra hafnarskilyrða. Sé ann- að skipið fyrst og fremst notað til að sjá frystihúsunum sunnan Fáskrúðsfjarðar fyrir hráefni, en hitt afli hráefna fyrir frystihúsin norðan Seyðisfjarðar. Greinargerð: Á öllum höfnum í Austfirð- ingafjórðungi eru nú starfandi hraðfrystihús. Afkastageta þeirra er mjög misjöfn og sennilega erf- itt að auka hana til muna með þeim vinnukrafti sem fyrir hendi er á hverjum stað. Fiskvinnslustöðvar frá Fá- skrúðsfirði til Seyðisfjarðar, að báðum þeim stöðum meðtöldum, hafa á undanförnum árum byggt starfsemi sína að mjög verulegu leyti á togaraafla, þó afli vélbáta sé sumstaðar, t. d. í Neskaupstað, mjög veigamikil undirstaða undir rekstri fiskvinnslustöðvanna. Þessi byggðarlög eiga nú 4 stóra togara og eignast hinn 5. nú í haust. Verður að telja að þetta sé sæmilegur skipastóll, en þó er Seyðfirðingum nauðsyn að fá nýj- an togara til hráefnisöflunar fyrir hið nýja fiskiðjuver sitt. Aftur á móti verður hráefnis- skortur frystihúsanna á hinum minni höfnum tæpast leystur með útgerð stórra togara. Þar þarf að leita annarra bragða. En það er brýn nauðsyn, bæði vegna rekstrarafkomu fiskvinnslustöðv- anna og vegna atvinnu þess fólks, sem byggir á vinnu við þessi fyr- irtæki, að rekstur þeirra sé nokk- urn veginn stöðugur allt árið. í þessu sambandi hefur milli- þinganefnd fjórðungsþingsins gert nokkra athugun á því, hvernig helz: væri hægt að leysa þennan vanda og hefur hún þá einkum athugao, hvernig hagnýta mætti tcgaraafla í hraðfrystihús- unum á hinum minni höfnum. At- hugun nefndarinnar bendir ein- dregið til þess, að hagkvæmt sé að gera út litla togara, um 350 tonn að stærð, í þessu skyni og yrði veiðisvæði þeirra að staðaldri við austanvert landið, milli Ingólfs- höfða og Melrakkasléttu. Gert er ráð fyrir því, ao þegar atvinnu- þörf heima fyrir krefðist yrði afl- inn hraðfrystur, en við og við gætu skipin farið á veiðar í salt eða jafnvel á síld. Reynsla enskra togara, sem mikið veiða á þessu svæði, bendir mjög eindregið til þess, að útgerð togara sem þessara yrði hag- kvæm, en nefndin aflaði sér góðra og öruggra heimilda um þessar veiðar Englendinga. Um það hverjir skuli eiga þessi skip telur þingið ekki ástæðu til að gera tillögur, enda getur það farið eftir atvikum. Þó telur þing- ið ekki óeðlilegt, að þau byggðar- lög, sem fyrst og fremst ættu að njóta skipanna, ættu þau. Kæmu þá til greina sveitarfélögin sjálf, félagssamtök s. s. kaupfélög og frystihús og loks einstaklingar. Ef myndaður yrði einhverskonar félagsskapur, t. d. hlutafélög, til kaupa og reksturs skipanna, væri ekki óeðlilegt, að ríkið væri beinn hluthafi í slíkum félögum. Það getur varla verið efa bund- ið, að ef af þessum skipakaupum yrði, mundi atvinna í viðkomandi þorpum stóraukast og rekstur frystihúsanna og annarra fyrir-! tækja, sem byggja tilveru sína á viðskiptum við útveginn, stór- batna. Og allt stuðlar þetta að hinu margumtalaða jafnvægi í byggð landsins. Það er von fjórðungsþingsins, að ríkisstjórnin athugi hvort ekki væri skynsamlegt og hagkvæmt, að hefja útgerð tiltölulega lít- illa togara, jafnframt því sem útgerð stærri skipa verður aukin. Færeyingum leyft að setjast að á eyðijörðum Fjórðungsþing Austfirðinga skorar á Alþingi að samþykkja lög um heimild handa Jarða- kaupasjóði ríkisins tíl þess að kaupa eða taka eignarnámi eyði- jarðir við sjó, þar sem góð eða sæmileg aðstaða er til smáút-i gerðar og landbúnaðar í því skyni, að færeyskum fjölskyldum yrði leyft að setjast þar að sem inn- flytjendur. Verði innflytjendum þessum veittur nokkur fjáretyrk- ur tii þess að setja c'g niður og félagsleg réttindi. Nýbýlanefnd og landnámsstjóra verði falið að annast framkvæmd laga þessara. Greinargerð: Eins og kunnugt er, hefur töluverður fjöldi jarða og jarð- næðisréttinda, éinkum á útkjálk- um landsins við sjó, farið í eyði á seinni árum, og það enda þótt þar sé víða um að ræða allgóða að- stöðu til bjargræðis bæði til lands og sjávar. Hefur kveðið svo ramt að þessu að jafnvel heilir og hálf- ir hreppar hafa eyðst af fólki. Mest hefur að landauðn þessari kveðið á Vestfjarðakjálkanum og sumstaðar á Austfjörðum, en einnig munu finnast þessa dæmi í öðrum hlutum landsins. Svo eitthvað sé nefnt skal hér getið um: Sléttuhrepp í Norður-lsa- fjarðarsýslu, sem nú er gjöreydd- ur, Loðmundarfjarðarhrepp í Norður-Múlasýslu, þar sem eftir eru aðeins 2 býli 1 byggð, alla suðurbyggð Norðfjarðarhrepps, smáútgerðaraðstöður í Seyðis- fjarðarhreppi og á Vestdalseyri í Seyðisfirði, Flateyjardal í Suður- Þingeyjarsýslu o. fl. Því hefur verið haldið fram af ýmsum, að lítill skaði væri skeður þótt erfiðar útkjálkajarðir hér á landi leggðust í eyði, m. a. vegna þess, að þjóðfélagið þyrfti þá ekki lengur að hafa kostnað af því, að sjá íbúum þar fyrir félagslegum fríðindum, svo sem t. d. símasam- bandi, vegarsambandi, póstþjón- ustu, læknishjálp o. fl. — Mál þetta hefur þó nokkrar fleiri, og að því er vér ætlum ekki síður mikilvægar, hliðar, og skal hér drepið á nokkur atriði. 1. Sú eyðing mannabyggðar, sem hér hefur átt sér stað, er í ýmsu sambærileg við eyðingu gróðurlendis vegna uppblásturs. Slíkur uppblástur byrþ'ar oft á holtum og harðbölum og er þá jafnan hið frjósamara gróður- lendi í nágrenninu komið í mikla og alvarlega hættu. Sama gildir um eyðingu mannabyggðar: þegar útkjálkarnir eyðast af fólki, þá fer hinum þéttbýlli sveitum í nágrenninu einnig að verða hætt. 2. Að sjálfsögðu er það ævin- lega þjóðarbúinu tilfinnanlegur skaði, að landsnytjar verða ekki lengur að gagni á þeim stöðum sem hér um ræðir. Það er og al- kunnugt og viðurkennt, að það er talsverð vörn gegn erlendum og innlendum veiðiþjófum bæði á sjó og landi, að mannabyggð haldist í afskekktum sveitum. Sumstaðar í nágrenni kaup- staða og kauptúna ber einnig talsvert á því, að góðar aðstöður til smærri útgerðar eru nú ekki len,gur hagnýttar, enda þótt mik- il þörf sé á, til hráefnisöflunar fyrir fiskiðjuver viðkomandi Framhald á 3. síðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.