Austurland


Austurland - 02.11.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 02.11.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 2. nóvember 1956. Gamall Norðfirðingur látinn Hi*nn 26. október andaðist í Reykjavík Brynjólfur Bjömsson, sem um langan aldur átti heima hér í bænum, og sem flestir Norð- firðingar, sem komnir eru af barnsaldri, muna. Brynjólfur varð maður háaldr- aður. Hann fæddist að Bakkagerði í Stöðvarfirði 10. marz 1863 og var því kominn góðan spöl á 94. árið er hann lézt. Kona Brynjólfs, Kristín Ás-i grímsdóttir, var Vesturskaftfell. ingur. Hún er löngu látin. Eign- uðust þau mörg börn, en ekki hef- ur nema eitt þeirra ílenzt hér. Fyrir allmörgum árum flutti Brynjólfur til dætra sínna í Reykjavík og þar átti hann heima upp frá því. Brynjólfur var á sínum tíma alláberandi maður hér í bænum. Hann var félagshyggjumaður mikill og starfaði í ýmsum sam- tökum. Söngmaður var hann góð- ur og starfaði mikið í söngfélögura en þó líklega lengst og mest í kirkjukórnum. Hagmæltur var Brynjólfur vel og lét oft fjúka í kviðlingum og yfirleitt var fjör á ferðum þar sem hann var nálægt. Atvinna Brynjólfs var venjuleg 'daglaunavinna og smábátaút-< gerð rak hann lengi. 1 skoðunum var hann róttækur og fylgdi Alþýðuflokknum fast að málum. Trúmaður var hann mik- ill. „Gullna hliðið“ lesið upp I ráði er að Jón Norðfjörð, leikari, lesi1 upp „Gullna hliðið“ eftir Davíð Stefánsson næstk. laugardagskvöld hér í bænum. Jón hefur verið lasinn af kvefi undanfarna daga, en vonir standa til þess að úr þessum upplestri geti orðið. Jón er alþekktur leikari, leik- stjóri og upplesari. Sem kunnugt er starfar hann nú hjá Leikfélagi Neskaupstaðar við að setja „Log- ann heljga“ eftir Sommerset Maugham á svið. Eru æfingar langt komnar og verður frum- sýning í næstu viku. „Gullna hliðið“ þarf ekki að kynna bæjarbúum. Ekkert ís- lenzkt leikrit, nema ef vera skyldi „Skuggasveinn' ‘, hefur orðið eins vinsælt. Ýmsir leikarar hafa spreytt sig á því að lesa það upp, bæði í heilu lagi og brot úr því. Jón hefur oft lesið leikinn upp og hlotið mikið lof fyrir, enda al- mennt talinn í fremstu röð upp- lesara. Er því að vænta að marga fýsi að hlusta á hann á laugar- dagskvöldið. D. Á. Margir Norðfirðingar munu við andját Brynjólfs Bjömssonar, hafa rennt huganum til ánægju- legra samverustunda og góðs samstarfs á liðnum áratugum og þakkað samfylgdina svo langt sem hún náði. Dagana 26.—28. sept. var hald- inn á Isafirði fulltrúafundur kaup-i staðanna 8 á Norður-, Austur- og Vesturlandi. Er þetta í annað sinn sem slíkur fundur er haldinn. Fundurinn fjallaði um ýms sameiginleg hagsmunamál kaup- staðanna og sveitarstjómarmál almennt. Hér er ekki rúm til að rekja samþykktir fundarins, enda hefur það verið gert allrækilega í dagblöðunum. Þó skal getið tveggja sam- þykkta. Ákveðið var að athuga mögu- leika á að mynda samtök allra kaupstaða utan Reykjavíkur í því skyni að kaupa og reka vega- gerðavélar til steypu eða malbik- unar gatna. Ennfremur að at- huga möguleikana á að bæjarfé- lögin taki öll sameiginlega stórt lán til langs tíma til vegagerðar og skipulagsbreytingar. — Þessi samþykkt er fram komi'n vegna þess, að yfirleitt er hið mesta ó- fremdarástand ríkjandi í vega- málum kaupstaðanna og þeim hverjum um sig ofviða að kaupa og reka vegagerðarvélar. Þá voru samþykktar áskoranir til Alþingis um ýmsar bneytingar á útsvarslöggjöfinni, m. a. að setja ljós ákvæði um útsvars- greiðslur samvinnufélaga þar sem heimilað væri að leggja á þau Nýtt blað 1 gær hóf göngu sína hér í bænum nýtt blað sem nefnist Austri. Er það gefið út af Fram- sóknarmönnum á Austurlandi og á að koma út hálfsmánaðarlega. Nesprent prentar blaðið. Ritstjóri Austra er talinn Ár- mann Eiríksson. Hann mun þó aðeins vera leppur, en hinn eigin- legi ritstjóri mun vera Vilhjálmur skattstjóri Sigurbjörnsson og er ekki gott að sjá hvað veldur þvf, að hann kýs að fela sig að baki annars. Þetta fyrsta blað er þokkalegt og að miklu leyti laust við ádeilur. í þessu sambandí má geta þess, að Fjórðungsþing Austfirðinga athugar nú möguleika á útgáfu hálfsmánaðarblaðs. Íþróttavöllurinn Nú er verið að vinna að íþrótta- vellinum og mun innan fárra daga lokið við að fylla upp gilið utan við Laufás. Eins og áformað er nú að hafa völlinn er þá lokið að mestu ýtu- og mokstursvinnu, en það sem eftir er er mestmegn- is snydduhleðsla og bíður hún næsta árs. veltuútsvör sem önnur fyrirtæki. Eins og er eru ákvæði um útsvör samvinnufélaga mjög á reiki, einkum eftir dóm hæstaréttar um útsvarsskyldu SlS. — Hinsvegar var kaupfélagið hér eina kaupfé- lagið í þessum átta kaupstöðum, sem nú kærði útsvar sitt, en það krcfst niðurfellingar á útsvarinu með tilvísun til hæstaréttardóms- ins. Alls staðar hafði þó verið lagt á kaupfélögin samkv. sömu reglum og áður. Líklegt er að á yfirstandandi þingi verði sett ný og skýr lagaákvæði um útsvars- greiðslur samvínnufélaga. Þriðji fulltrúafundur kaupstað- anna verður haldinn á Austur- landi næsta haust. XV. þing Æ. F. átelur harðlega það sleifarlag sem ríkt hefur x húsnæðismálum landsmanria, einkum þó höfuðstaðarins og tel- ur brýna nauðsyn til bera, að þeim málum verði komið í við- unandi horf hið fyrsta fyrir fnxm- kvæði hiris opinbera. Húsnæðis- vandamálið er eitt alvarlegasta þjóðfélagsivandamál íslenzku þjóðarinnar og slík verkefni eru þar framundan, að þau verða ekki leyst nema með samstilltu átaki einstakliriga, samtakaheilda og hins opinbera. Þingið bendir á að húsaleigu- okur og geysilegur en dulinn gróði í sambandi við íbúðarhúsa- byggingar á síðustu árum hefur verið einn snarasti þátturinn í vexti dýrtíðarinnar. Húsnæðisvandræðin bitna harð- ast á hinni uppvaxandi kynslóð og því er lausn þeirra eitt brýn- asta hagsmunamál unga fólksins í landinu, XV. þing Æ. F. beinir því til ríkisstjórnarinnar, að hún hlutist nú þsgar til um undirbúning og framkvæmd raunhæfrar framtíð- arlausnar húsnæðismálanna, og bendir í því sambandi á eftir- farandi: Gera þarf heildaráætlun um íbúðabyggingar í landinu, sem grundvölluð sé á réttilegri hag- nýtingu vinnuafls og fjármagns og við það miðuð að útrýma öllu Kirkjan Messur sunnudaginn 4. nóv.: Mjóafjarðarkirkja: kl. 2. Norðfjarðarkírkja: Kvöldmessa kl. 8.30. Afmæli. Eiríkur Elísson, trésmiður varð 80 ára 29. október. Hann fæddist á Skorrastað, en ólst upp í Ormsstaðahjáleigu. Iðn sína lærði hann í Reykjavík og enn fæst hann við trésmíðar þrátt fyrir allháan aldur. Helgi Halldórsson frá Stuðlum verður 60 ára n. k. sunnudag, 4. nóvember. Hann á nú heima að Stuðlabergi, Hafnarfirði. Dánardægur: Þórunn Björg Björnsdóttir and- aðist á heimili dóttur sinnar og tengdasonar hér í bænum 31. okt. Hún var gift Elíasi Jónassyni og lifir hann konu sína ásamt mörg-j um börnum þeirra hjóna. Bjuggu þau lengi1 í Vindheimi hér í bæ og þar dó Þórunn Björg. Þórunn Björg fæddist í Vaðlavík 6. febr. 1879. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Jónsson og Svan- hildur Magnúsdóttir. óhæfu og heilsuspillandi húsnæði á næstu 4 árum. Stefna skal að því að gera mönnum kleift að fá sómasamlegar íbúðir til umráða fyrir 10% af mánaðarl. sínum. Tryggja þarf aukið fjármagn tíl þessara hluta og lækka vexti af lánum til íbúðarhúsabygginga frá því sem nú er og lengja lánstím- ann. Einni'g þarf að veita barn- mörgum fjölskyldum sérstakan vaxtaafslátt. Tryggja þarf stór- aukna bygginjju vejrkamannabú- staða með eflingu Byggingarsjóðs verkamanna og gera aðrar nauð- synlegar ráðstafanir til að beina byggingarstarfseminni inn á heilbrigðar brautir. Gera þarf bæj- ar- og sveitarfélögum kleift að byggja leiguíbúðir fyrir þá, sen ekki geta byggt sjálfir. Um leið og 15. þingið lýsir a- nægju sirini yfir bráðabirgðalög- um ríkisstjórnarinnar um bann við því að taka íbúðarhúsnæði til annarrar notkunar, leggur þingið ríka áherzlu á hlífðarlausa fram- kvæmd laganna. Á síðustu árum hefur gersam- Lega verið vanrækt að byggja íbúðir af hæfilegri stærð fyrir ný- gift fólk (2ja og 3ja herbergja íbúðir) og beinir þingið því til ríkisstjóraaririnar að gera sér*- stakar ráðstafanir til þess að tryggja byggingu íbúða af þeirri stærð, svo að hagsinunum unga fólksins sé borgið í því efni'. Fulltrúafundur kaupstaðanna 15. þing Æ. F.: Ályktun un húsnæðismál

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.