Austurland


Austurland - 02.11.1956, Blaðsíða 3

Austurland - 02.11.1956, Blaðsíða 3
AUSTUWLAND Neskaupstað, 2. nóvember 195*1, rm 8 Samþykktir í atvinnumálum Framhald af 2. síðu. staða. Svo er nú tíl dæmis um Há- nefsstaðaeyrar og Vestdalseyri við Seyðisfjörð, suðurbyggð Norðfjarðar og fleiri staði, en á l'essum stöðum var talsverð út- gerð allt fram á seinni ár, en hef- ur nú lagzt niður, og fólkið, sem við það undi, flest fiutt á brott. 3. Þá er það og eðlilegur þjóð- armetnaður, að samfelld byggð haldist við í landinu, svo sem ver- ið hefur allt frá landnámstíð, eft- ir því sem efni og landkostir standa til. Hinsvegar ætlast eng- inn til þess, að kostað sé til að viðhalda mannabyggð á óræktar- kotum upp til heiða eða á hafn- lausum eyðiströndum. 4. Eins og nú horfir um þróun atvinnuvega og búsetu í landinu, má öllum ljóst vera, að erfitt mun reynast eins og sakir standa, að fá innlent fólk til þess að hefja búsetu á ný í hinum eyddu sveit- um, og verður mönnum því helzt til að láta sér til hugar koma, að erlendu fólki yrði leyft landnám hér á landi, þar sem hentugt þætti og skilyrði eru fyrir hendi. Því er ekki að leyna, að hug- myndir af þessu tagi hafa til þessa sætt nokkurri andspyrnu í landi af þjóðernislegum og at- vinnulegum ástæðum. Skulu þess- ar mótbárur lauslega athugaðar. Þjóðerniskennd Islendinga er afar sterk og grundvallast á gömlum menningararfi og þúsund ára gamalli sögu þjóðarinnar. Engin minnsta hætta er því á, að hóflegur innflutningur erlends fólks af stofni Evrópumanna, yrði á nokkurn hátt til þess að spilla máli eða menningu þjóðar- innar. Reynsla hefur og sýnt, að það erlenda fólk, sem til landsins hefur flutt á undanförnum ára- tugum, hefur undantekningar- laust samlagazt þjóðinni og orðið að góðum og gildum Islendingum. Tillaga sú, sem hér liggur fyr- ir, um innflutning erlends fólks til landsins, tekur þó aðeins til Færeyinga, sem eru oss allra þjóða skyldastir að málfari og hátterni. Enda mun flestum ljóst, að um þjóðernislega hættu af inn- flutningi þeirra til landsins er ekki að ræða, jafnvel þótt veru- iegur væri. Alkunnugt er, að Fær- eyingar, sem búsetja sig hér á. iandi, semja sig í öllu að máli og menningu þjóðar vorrar á fáein- um árum aðeins. Islenzku þjóð- inni stafar því fljótt sagt engin minnsta hætta af innflutningi þeirra. Atvinnulega myndi landnám Færeyinga á eyðijörðum þeim, sem hér hefur verið um talað, heldur engin óþægindi hafa í för ttieð sér, þar sem þeim yrðu ein- ungis fengnar í hendur jarðir og aðstöður, sem farið hafa í eyði, vegna fólksflóttans suður á land. Þá er og á það að líta, að Færey- ingar myndu vera allra manna bezt fallnir til þess, að hagnýta þær aðstöður, sem hér er til að dreifa, sem myndi verða með trillubátaútgerð og landbúnaði, einkum sauðfjárrækt í smáum stíl. Má enda fullyrða, að Færey-r ingum sé nær því í blóð borið, að hagnýta slíkar aðstöður, sem svo mjög líkjast því sem gengur og gerist í þeirra eigin landi. Undir þetta fellur og sú stoð, að nú þegar mun vera orðið landþröngt nokkuð í Færeyjum og mun það ágerast eftir því sem árin líða. 5. Svo sem kunnugt er hefur togaraútgerð góðu heilli færzt mjög í aukana út um land á seinni árum, og er þegar sýnt, að enginn annar atvinnurekstur hefur áorkað nálægt því eins miklu til útrýmingar vetrarat- vinnuleysis austan- og norðan- lands. Hinsvegar hefur í seinni tíð skort mjög sjómenn á togar- ana og hefur í vaxandi mæli þurft að grípa til þess að ráða fær- eyska sjómenn á skipin um lengri eða skemmri tíma á hverju ári. Landnám Færeyinga þér á landi, með þeim hætti sem hér er stung- ið upp á, á eyðijörðum og ónot- uðum útgerðaraðstöðum við sjó, myndi, auk annars hagræðis fyr- ir þjóðarbúið sem af slíku land- námi gæti leitt, einnig stuðla mjög að auknu framboði sjó- manna til starfa á togurunum og varanlegri búsetu togaramanna út um hinar dreifðu strandbyggð- i“r landsins. Ný at\innufyrirtæki Fjórðungsþing Austfirðinga samþykkir að fela stjórn sinni að beita sér fyrir athugun á mögu- leikum til stofnunar nýrra at- vinnufyrirtækja á Austurlandi og skal þá sérstaklega athuga stofn- un strigaverksmi’ðju, tunnuvierk- smiðju, gúmmískófatagerðar, dráttarbrautar fyrir togara jg kjöt- og mjólkuriðnað. í KENNSLA) Tek að mér gítarkennslu. Svavar Lárusson. Austudand Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. Kemur út einu sinni í viku. Lausasala kr. 2.00. Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi 1. aprQ. NESPBENT H-P ■ Qíðsending | ■ ■ Allir þeir, sem tekið hafa [ a miða í happdrætti Þjóðviljans j ■ til sölu og ekki hafa gert skil, ! verða að gera það í dag. Dregið verður í kvöld. a a Jóhannes Stefánsson. Til sölti a Járnrennibekkur, verð kr. ■ 8000.00. Bormaskína, verð kr. 2000.00. ■ Nánari upplýsingar veitir • M undirritaður alla virka daga ■ eftir kl. 5. a a Svejnn Vilhjálmsson, Sólvöllum, Neskaupstað. ■ a S • ■■■■•aaaaaaBaaaaaa»aaaaaaaa/‘*aaaaa»»»«»M»a»*‘*»»»»* Bókhatd Tek að mér bókhald ásamt : vélritun og skýrslugerð fyrir : fyrirtæki og einstaklinga. Magnús Þórðarson, Mfðstræti 20. NortSf'iarSarbió i Nútíminn Modern Times. Þetta er talin skemmtileg- ■ asta mynd sem Charles Ohap- ■ lin hefur framleitt og leikið í. ■ Mynd þessi mun koma áhorf- iendum til að veltast um af hlátri frá upphafi til enda. Sýnd sunnudag kl. 3. Síðasta sinn. Setjið markið liátt Amerísk kvikmynd í litum : frá 20th Century-Fox. Aðalhlutverk: Susan Hayword. William Lundigan Sýnd sunnudag kl. 5. Síðasta sinn. | Sjóliðarnir þrír ! og stúlkan (3 sailors and a Girl) Fjörug og skemmtileg ame- : rísk dans-j og söngvamynd í 5 litum. Aðalhlutverk: Gordon Mac Rae Jane Powell Gene Nelson Sýnd sunnudag kl. 9. Ifundur j B a Samvinnufélags útgerðarmanna Og a Olíusamlags útvegsmanna verður haldinn í Bíóhúsinu föstudaginn 9. nóv. 1956, kl. 8.30. ■ a Dagskrá samkvæmt félagslögum. B a a Neskaupstað, 1. nóv. 1956. ■ a a a Stjórnirnar. a ■ a laaBaaaaBiaBaaaaaBaaaaBaaBBBBaaaaaaaaaaaaaaaaBaaBBaaaaaaaaaaaBBaaaBBB -------------------------------------------«, við öllum þeim, er sýndu okkur hlýhug og jarðarför mannsins míns og föður Haraid Svendsaas. Sigurbjörg Svendsaas. Eyþór Svendsaas. ------------------------------------------- Innilega þökkum og vináttu við fráfal! Innilega þakka ég öllum þeim, sem með skeytum, heim- sóknum, gjöfum eða á annan hátt, minntust mín á áttræðis- afmæli mínu hinn 29. október s. 1. Eirikur Elísson.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.