Austurland


Austurland - 14.12.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 14.12.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 14. desember 1956. Sala og vinnsla mjólkur Framhald af 1. síðu. Þá vil ég benda á þá staðhæf- ingu ,,ritstjórans“ að stofnkostn-i aður mjólkurhreinsunarstöðvar geti aldrei orðið undir hálfri milljón króna. Vel má vera, að það sé hægt að draga það svo lengi að byggja hér mjólkurhreins- unarstöð að hægt sé að koma henni upp í hálfa milljón króna og það ekki sízt ef forráðamönn- unum dytti nú í hug að hafa íburð- armikla íbúð undir sama þaki. Hitt er svo staðreynd að ef eigi hefði stöðugt verið þverskallazt við að koma mjólkurhreinsunar-i stöð upp hefði stofnkostnaður hennar ekki þurft að verða svo mikill. Þá þykir ,,ritstjóranum“ þægilegt að gleyma að geta þess sem hann hlýtur að vita, að af stofnkostnaði slíkra mjólkur- vihnslustöðva greiðir ríkissjóður verulegan hluta og bæjarjóður leggur til ókeypis lóð. Ég hef nýlega gert grein fyrir viðhorfi þessara mála hér í bænum og er ég þess fullviss að margir vita nú meira um mjólkurdreifing- una en áður var. Skylt er mér þó að geta þess að ennþá skortir mjög á skilning heilbrigðisnefnd- arinnar í þessu máli og er ég fús að ræða þá hlið málsins, ef tilefni gefst til. Eitt afbrigði hefur þó komið fyrir í mjólkursölunni sem rétt er að geta hér. Mér hafa sagt nokkrj ir mjólkurneytendur að þeim hafi verið seld mjólk á kr. 4.00 pr. ltr. og það með að hér sé um að ræða aðflutta mjólk sem seld sé dýrara verði af þeim ástæðum. Ef trúa má staðhæfingu bæjarstjór- ans í Neskaupstað um það að bæj- arstjórn hafi ekki óskað eftir mjólkursölu þessari, fæ ég ekki betur séð en hér sé um ólöglega verðlagningu á mjólk að ræða. Lögin um sölu landbúnaðarvara gera ráð fyrir öðrum leiðum til að jafna framboð á mjólk eftir eftir- spurn þar sem líkt stendur á eins og hér og verður það að teljast næsta ólíklegt að bæjarstjórn noti sér rétt sinn til íhlutunar um þessi mál á þann hátt að óska eft^ ir hærra verði á aðfluttri mjólk. Það er öllum ljóst sem um mjólkurdreifinguna hafa hugsað, að þeim mun lengur sem dregið er að hefjast handa, þeim mun erf- iðara verður að snúa við. Þetta er svonefndum forráðamönnum mjólkursölunnar hér nú einnig orðið Ijóst, enda hefur þeim verið á það bent. Það er því hæpinn greiði, sem nefndum forráða- mönnum er gerður, með því að telja þeim trú um að hverskyns umræður um þessi mál, önnur en frá sjónarmiði framleiðendanna einna séu illkvittnislegt blaður. Hitt er sönnu nær að vegna þess hve lítið hefuf vérið um þ'etta rætt eru mjólkurdreifingarmálin hér komin í það sjálfheldi, sem léttara hefði verið að leysa þau úr, ef fyrr hefði verið hafizt handa. Kjósi ,,ritstjóri“ Austra það eitt að tala fagurlega um hátt verð til framleiðenda en loki jafn- framt augum og eyrum fyrir eðlilegri þróun, verður hann til þess, hvort sem honum er það ljóst eða ekki, að auka á óþægindi þeirra manna sem of lengi hafa stangast við staðreyndir, en lengi kynokað sér við að mæta viðfangs-j efni sem óhjákvæmilega verður að leysa, jafnvel þó að hægt sé að draga það um nokkurn tíma enn. Neskaupstað, 12. des, 1956. Níels Ingvarsson. Ævisaga Páls Olafssonar Benedikt frá Hofteigi hefur skrifað ævisögu hins þjóðkunna austfirzka alþýðuskálds Páls Ól- afssonar. Er bókin nýkomin út og er Bókaútgáfan Leiftur útgefandi. Því miður hef ég enn ekki átt þess kost að lesa þessa bók, aðeins séð henni bregða fyrir í glugga bókaverzlunar í Reykjavík. Það sé því fjarri mér að ætla að skrifa ritdóm um bókina, en ég vildi ekki láta hjá Kða að vekja athygli Austfirðinga á henni, því tví- mælalaust munu þeir margir á- girnast hana. Og það er áreiðan- lega óhætt að mæla með bókinni við alla þá, sem gaman hafa af ævisögum og þjóðlegum fróðleik unna, því Benedikt frá Hofteigi segir skemmtilega frá og er þaul- kunnugur á þeim slóðum, sem sagan gerist á. Skal nú skýrt frá efni bókarinn- ar og þar farið eftir blaðafrá- sögnum. Bókin nefnist: Páll Ólafsson, skáld — ætt og ævi. Hún er frem- ur lítil, tæplega 150 blaðsíður. Fyrst er rakin ætt Páls og upp- runi. Þar næst kemur kafli, sem nefnist „Inn á Hérað“, þar næst kaflinn „Þórunn á Hallfreðarstöð- um“, en það var kona skáldsins. Þá kemur kaflinn „Á ferð og flugi“ og segir þar m. a. frá þing-» mennsku Páls og umboðsstörfum. Næstu kaflar heita „Uppgjör“ og „Aðstaða og pólitík“. Og loks eru kaflarnir „Erjur af umboðsstörf- um“, „Á Nesi“, „Seyðisfjörður" og „Sveitaværingar". Þetta er fyrra bindi ævisögu Páls og heitir höfundur framhaldi verði bókinni vel tekið. Loksins Áður hefur verið frá því sagt hér í blaðinu, að ákveðið væri að reyna að bæta hlustunarskilyrði í Norðfirði með því að setja upp stefnuloftnet í Skuggahlíð. Mun þetta verk nú nýlega hafið og á ekki að taka langan tíma. Við ættum því að mega vænta þess, að innan skamms batni hlustunar- skilyrði hér og er tími til kominn. *HII Austurland j í Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. : : Kemur út einu sinni í viku. j : : Lausasala kr. 2.00. : - j j Árgangurinn kostar kr. 60.00. j ■ Gjalddagi 1. apríl. : : ; NESPRENT H-P Í : _ ^ : r-------—•—•—~“—— Greiðslusloppar Vatteraðir — frotte — flónel — everglase Herrasloppar Barnakjólar ýmsar stærðir og gerðir. Undjrföt Undirkjólar - Náttföt Dömu — barna — herra. Peysur Blússur Komið og skoðið! Jólagjafir handa öllum! Verzl. BJÖRN BJÖRNSSON hf. -____________________________J 1 Til sölu j 2 Hef til sölu dömukjól (nýj- J> ? an) lítið númer. !| ? Guðbjörg Kristjánsdóttir.!; | Miðstræti 22. ;! fsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsr' NorBfjarBarbió i ■ ____ Rítinguriun Frábær rússnesk kvikmynd j með enskum skýringartexta. Sýnd laugardag kl. 9. Sýnd sunnudag kl. 3. Síðasta sinn. j Á hjarðmanna- slóðum j Amerísk kvikmynd í litum frá j 20th Century Fox. Sýnd sunnudag kl. 5. j Bengal-herdeildin : Amerísk stórmynd í litum : byggð á skáldsögu eftir Hal ■ Hunter. Sýnd sunnudag kl. 9. Flókainniskór Dömu — barna — herra Barnaskór Kvenskór Herraskór Kaupið jólaskóna á Bakka! Verzl. BJÖRN BJÖRNSSON hf. Til sölu Lítið notuð Rafha-eldavél til sölu. Stefán Pétursson. ----------------------------- r^'r^srrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrvrsrsrsrsrsrsrsrsrsr ijFrá Landssímanum ij ;j Þeir, sem pantað hafa síma !l j| eða ætla sér að fá síma á næst- jj !; unni, eru vinsamlega beðniril !; að senda umsóknir sínar og!; ]; endurnýjanir fyrir 20. des-l! llember. jj !; Símastjóri. j! rsrrvrs#srv#\rs#vrsrsrsrsrsrsrsrsrsrsrrsrsrsrrsrrsrsrsrsrsr Fyrirlig'gjccndi Svefnherbergishúsgögn, mahogny og birki, skreytt út- skurði. Verð frá 5.500 kr. settið. Innskotsborð 1400 kr. settið. Kommóður 1060 kr. stk. Klæðaskápar kr. 2500. Sængurfataskápar 830 kr. stk. Trésmiðjan EINIR Jóh. P. Guðmundsson.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.