Austurland


Austurland - 14.12.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 14.12.1956, Blaðsíða 1
Málgagn sósfalista á Anstnr landi 6. árgangur. Neskaupstað, 14. desember 1956. 42. tölublað. NÍELS INGVARSSON, »Sala og vinnsla mjólkur í Neskaups±að« 1 hálfsmánaðarblaðinu Austra sem út kom í dag er „ritstjóra“- grein undir þessari fyrirsögn. Ætla hefði mátt að blaðið gerði tilraun til að fræða lesendurna um viðhorf þessara mála eins og þau eru nú, en ekki verður séð að sá sé tilgangurinn. Hinsvegar koma fram í greininni tvær athyglis- verðar staðhæfingar sem vert er að vekja athygli á, vegna þess að gera má ráð fyrir að grein „rit- stjóra" Austra verði ekki síðasta orðið sem sagt verður um þetta efni. Er þá fyrst að geta þess að „ritstjórinn" segir að sá háttur hafi verið hafður að Kf. Fram hafi séð um dreifingu og sölu mjólkur hér í bæ. Þetta kemur ekki heim við upplýsingar sem stjórn kaupfélagsins og kaupfé- lagsstjórinn gáfu um þetta mál á aðalfundi kaupfélagsins á sl. vori, en þar var því neitað að kaupfé- lagið hefði nokkuð með dreifingu mjólkurinnar að gera, enda var Goðanes bilar Goðanes varð fyrir alimikilli ketilbilun á þriðjudag þar sem það var statt vestur á Hala. Var bil- unin svo mikil, að skipið gat ekki komizt í höfn af eigin ramleik, eða á það var ekki hætt a. m. k. Dró Isólfur Goðanes til Isafjarðar og var um hálfan sólarhring á leiðinni. Við ketilinn var gert á ísafirði og gekk það vonum betur því skipið átti að fara á veiðar aftur í morgun. Goðanes var affermt á Isafirði. Aflinn var ekki nema um 60 tonn. Togurum hefur gengið veiðiskapur illa að undanförnu, enda hafa ó- gæftir verið mjög miklar. Úr því svona fór er tæpast unnt að gera sér vonir um að hingað berist fiskur til vinnslu fyrir jól. Hefði það þó komið sér vel, því lítið er um vinnu svo sem við er að búast, því lítill afli hefur verið lágður hér á land í haust. ekki minnzt einu orði á rekstur mjólkurbúðarinnar í þeim reikn- ingum sem þar lágu frammi. Nú er það skýlaus krafa til þeirra er bókhaldsskyldir eru að reikningar beri með sér heildarniðurstöður þeirra afurða sem seldar eru, en málsvarar reikninganna svöruðu því til að mjólkurbúðin kæmi kaupfélaginu ekki við. Nú hef ég meiri tilhneigingu til að trúa „ritstjóra“ Austra um þetta atriði og leyfi ég mér því að hafa það fyrir satt að Kaup- félagið Fram sjái um dreifingu mjólkurinnar og þykir mér þegar gott að hafa hrakið viðkomandi aðila upp á sker hvað þetta snert- ir, þó að þar við verði ekki látið staðar numið. Þá kemur og fram í greininni að sumarhagar séu hér slæmir, nýting heyja yfirleitt léleg, súg-. þurrkun og votheysgerð yfirleitt ekki útbreidd, ennfremuil að bændur hafi ekki sinnt því að kynbæta nautgripastofn sinn og er raunar fleira talið upp af þessu tagi, og þurfi bændur hér, af þessum ástæðum að fá hærra verð fyrir mjólk og mjólkurafurðir en annars staðar tíðkast. Það skal nú strax tekið fram, að hér er komið inn á atriði sem ég er ekki dómbær um og vil ég Játa bændunum eftir að leiðrétta þessa staðhæfingu, nema að þeir kjósi heldui' að staðfesta hana með þögninni. En það kemur einnig fram í þessari sömu grein að í mörg ár hafi forráðamenn mjólkurmála hér í bæ haft samráð við sérfræð- inga um dreifingu mjólkurinn- ar. Leyfi ég mér nú að draga þá ályktun að jafnframt hafi verið athugað um kynbætur á naut- gripastofninum ef trúa á þeirri staðhæfingu „ritstjórans“ að við getum ekki fengið hér gerilhreins^ aða mjólk fyrr en búið er að kyn- bæta mjólkurkúastofninn, nema að hann vilji bera forráðamenn mjólkurmálanna þeim sökum að slíkt hafi með öllu verið vanrækt til þessa og þurfi nú enn mörg ár til athugunar á því. Þykir mér nú raunar líklegra að hér sé að rætast spá mín um það að önnur ráð þurfi að finna til að tefja fyrir framkvæmdum um gerilhreinsun mjólkurinnar en að brigsla andstæðingunum um heimsku og illan vilja, þó að ó- hönduglega hafi tekizt í fyrstu lotu. Þá þykir mér rétt að mótmæla þeirri staðhæfingu „ritstjórans" að mjólkurmagn sé nú fyrst orðið það mikið að nú fyrst sé tíma- Nýlega átti ég tal við Rögnvald Þorláksson, verkfræðing við Grimsárvirkjunina, og fer hér á eftir það, sem hann sagði, að búið væri að vinna við orkuverið. Búið er að steypa 8 undirveggi af 13 í plötustíflu. Hafin er steypa á þéttivegg í grjótstíflu og byrjað að slá upp mótum fyrir fyrsta hluta af yfirfallsstíflu. Neðanjarðarsprengingum fyrir aðrennslisgöngum, stöðvarhúsi og frárennslisgöngum var lokið sl. vor. I sumar hafa rennslispípur verið steyptar inn í jarðgöngin, sográs undir stöðvarhúsið hefur verið steypt og stöðvarhúsið sjálft, um 30 m hátt frá sográs og upp úr jörð. Stöðvarhúsið neðanjarðar er 30 m hár, sívalur strokkur, 6.6 m að innanmáli. Veggjaþykkt þess er 25 cm. Strokkurinn var steyptur í skriðmótum á 10 sólarhringum og mun vera hæsta mannvirki, sem steypt hefur verið á þennan hátt hér á landi. Lokið hefur verið við um helm-i ing verksins .og líkur eru til, að því muni ljúka á réttum tíma. Tíðarfar hefur verið gott, meðan á framkvæmdum hefur staðið. Eitt stórflóð þefur komið í ána — bært að athuga um mjólkur- vinnslu við okkar hæfi. Stangast þetta og nokkuð við þá staðhæf- ingu á öðrum stað í greininni að rannsókn hafi staðið yfir í nokkur ár, enda hefur mjólkurframleiðsla og mjólkurneyzla ekkert aukizt hér í mörg ár. Hitt er svo annað mál að svonefndir forráðamenn mjólkurmálanna hér í bæ munu vera farnir að gera sér ljóst að þeir verði, fyrr eða síðar, hraktir fet fyrir fet til að láta undan síga fyrir kröfunum um bætta meðferð neyzlumjólkurinnar. En þetta er ekkert annað en það sem alltaf hefur verið búizt við og fæ ég ekki séð að á undanhaldinu verði mikil breyting þó að gæsalappa- ritstjórinn hafi tekið að sér að stjórna því. Framhald á 2. síðu. núna fyrir skömmu — og var rennslið þá um 270 teningsmetrar á sekúndu í ánni (til þess að skila fullri orku væntanlegrar stöðvar þarf 13 teningsmetra á sek.). Þetta mikla flóð olli samt tiltölulega litlu tjóni. Stærð stöðvarinnar verður 2.800 kílówött. Stíflan verður það mikil, að ofan við hana verður mikil vatnsmiðlun og verður því hægt að láta stöðina skila þessu afli, þótt áin verði mjög lítil. Um þessar mundir vinna hér um 80 manns, en þúast má við, að fækkað verði, þegar veður harðna. Allan tímann síðan verkið hófst, hefur verið hörgull á smiðum. Þannig sagðist Rögnvaldi Þor- lákssyni frá. Því má bæta við, að lokið er að mestu byggingu og innréttingu tveggja íbúðarhúsa fyrir stöðvar- verði. Þá hafa verktakarnir komið sér upp trésmiðju og járnsmíðaverk- stæði, ennfremur stórri dísilraf- stöð. Stórir og vistlegir íbúðar- og matarskálar eru þarna einnig. Loks getur þarna að líta margs konar tæki, svo sem loftpressur og geysimikinn lyftikrana, sem notaður er við stíflugerðina. Eiuar Björnsson. Frá framkvœmdum við Grímsárvirkjun

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.