Austurland


Austurland - 05.07.1957, Qupperneq 1

Austurland - 05.07.1957, Qupperneq 1
Málgagn sósíalista á Anstnrlandi 7 árgangur. Neskaupstað, 5. júlí 1957. 26. tölublað, Félagsheimilið Undanfarið hefur verið unnið af miklum krafti að byggingu félagsheimilisins og er meining- in að þessi glæsilega bygging komist undir þak í haust, Þetta er djörf áætlun og vissu- lega mikið átak, átak, sem krefst mikils af þeim sem að vinna, og á ég þar einkum við þá, sem eiga að leggja fram fjármagn til þessa verks, en það er eigendafé- lagið. Eigendafélagið eru samtök, sem mynduð voru af flestum menningar- og stéttarfélögum bæjarins auk bæjarfélagsins. Eig endafélagið nýtur styrks Félags- heimilasjóðs, sem greiðir 40% byggingarkostnaðar. Stærsta félagsheimilið Félagsheimili okkar mun vera stærsta félagsheimilið, sem til þessa hefur verið ráðizt í að byggja. Flatarmál þess er 800 fermetr- ar og rúmmál 5000 rúmmetrar. Gert er ráð fyrir að þar geti farið fram mjög fjölþætt starfsemi. Má þar fyrst nefna almennar skemmtisamkomur, dansi|eiki og kvikmyndasýningar, leikstarf- semi, margskonar tómstunda- iðju, fundastarfsemi, rekstur bókasafns o. fl. Til upprifjunar fyrir þá, sem gleymt hafa, eða hafa ekki átt þess kost að fræðast um stærð hússins, verður hér greint frá húsrými því, sem hverjum þætti þeirrar starfsemi, sem að framan er talin, er ætlað í byggingunni. Samkomusaliir Almennum skemmtisamkomum er ætlað lang mest húsrýmið. Að- a’samkomusalur er 162 ferm, Veitingasalur 152 fermetrar og forstofur að þessum sölum 168 ferm. Aftast í samkomusal er nokkur upphækkun, og skulu þar vera nokkur föst sæti vegna kvik- mynda og leiksýninga. Þarna geta og þeir hafzt við, sem ekki óska veitinga og vilja hvíla sig á dansinum. Dansgólf er 100 ferm. Um þann þátt skipulags hússins, hefur ver- ið þó nokkuð óánægjunöldur, og tala menn um að þetta sé allt of lítið „danspláss". Þama held ég að þeir óánægðu vaði reyk. Nú orðið er það svo að þegar fólk kemur á dansleik, þá kærir það sig ekki um að stilla sér upp við vegg, heldur óska flestir að fá sitt borð og á það veitingar, og láta þannig fara vel um sig milli þess, sem það tekur þátt í dansinum, í skipulagi þessa húss hefur því verið lögð megin áherzla á að hafa veitingasalinn sem stærstan, eða eins og áður segir, 152 ferm. (Til samanburðar má geta þess. að þessi salur er nokkuð stærri en leikfimisalur Barnaskólans og t. d. aðalsalurinn í Valhöll). Ef þessi veitingaaðstaða er ekki nóg, er hægt að veita á leiksviði, en það er 75 ferm. og liggur fyrir enda eldhúss. í sambandi við dansaðstöðuna er reyndin sú, að í flestum nýju félagsheimilunum verður, á stórum dansleikjum, að fara með mikinn hluta veiting- anna inn í danssalinn, og vill þá hið stóra dansgólf oft verða býsna lítið. Til samanburðar má einnig geta þess, að það dansgólf, sem notazt hefur verið við und- anfarið í Barnaskólanum er ekki nema ,ca. 60 ferm, þegar dregið hefur verið frá sætapláss og hljómsveitarpallur. Á 17. júni dansleiknum sl. voru þar 300 manns, og varð ég ekki var við að þrengsli væru þar mjög mikil, Danssalurinn þarf ekki að vera svo stór, að svo að segja hvert danspar geti haft sína ,,prívat“ hlaupabraut. Mjög stórir danssal- ir virka oft tómlegir og nei- kvætt fyrir „fjörið“. Veitingasalur Veitingasalur og samkomusal- ur liggja hlið við hlið, en veit- ingasalurinn á þó nokkuð hærra ,,plani“. Öll hliðin milli salanna er opin og sér því vel úr veit- ingasalnum yfir samkomusalinn. Ef þrengsli eru í samkomusal t. d. á leiksýningum eða kvik- myndasýningum má nota fremsta hluta veitingasalar sem áhorf- endasvæði að því, sem fram fer á sviði eða tjaldi. Eftir veitingasalnum lendilöngum er súlnaröð. Milli súlnanna er meiningin að komi rennitjöld, svo að hægt verði að loka nokk- urn hluta salarins af, t. d. við smærri samkomur þar, eða meðan sýning fer fram í aðalsal. Forstofur Eins og áður segir, liggja að þessum sölum forstofur, sem eru að flatarmáli 168 ferm. Þessar forstofur eru á tveim hæðum, og er fatageymsla meðtalin í for- stofu á neðri hæð. Upp úr for- stofu á neðri hæð liggja svo tveir stigar upp í forstofu efri hæðar. Leiksvið og herbergi leiikara Leiksvið er mjög stórt, eða 75 ferm. Með því endilöngu liggja tröppur niður 1 samkomusal. Herbergi leikara eru alls 6 og eru þau að flatarmáli 81 ferm. Fundarsalur — Bókasaín — Tómstuiidaheimili — F élaga- lierbergi Sérstakur fundarsalur er í húsinu og er hann 70 ferm. að ílatarmáli, eða álíka stór og ! „Gúttósalurinn". Þarna munu allir smærri fundir haldnir, svo sem fundir félaga og bæjar- stjórnar, Húsrými bókasafns er einnig 70 ferm. Þar virðist því mögu- leiki að koma upp stóru bóka- safni ásamt lestrarsal. Tómstundaheimilið er að flat- armáli 83 ferm. Þar mun í fram- tíðinni koma aðstaða til margs- konar tómstundastarfs, bæði í leikrænu og verklegu formi. 1 byggingunni er gert ráð fyr- ir all mörgum herbergjum, sem félög þau, sem mynda eigenda- félagið, geta fengið til eigin af- nota. Alls er flatarmál þessara herbergja 104 ferm. Slík aðstaða ætti að geta aukið og bætt veru- lega starf margra félaganna. Þar mundu þau t. d. hafa sína stjórn- ar- og nefndarfundi og geyma bækur sínar og muni. Félagsher- bergið yrði sem sé hið eiginlega heimili viðkomandi félags Framhald á 3. síðu. Mynd af líkani af Félagsheimilinu,

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.