Austurland


Austurland - 05.07.1957, Blaðsíða 3

Austurland - 05.07.1957, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 5. júlí 1957. AUSTVRLAND r 3 Félagsheimilið Framhald af 1. síðu. Eldhúsið Að síðustu skal hér minnzt nokkrum orðum á eldhúsið. Það er að flatarmáli 81 ferm. og er þar með talinn skáli og stiga- gangur. Eldhúsinu er svo skipt í smá deildir, ef svo mætti segja, milli hinna ýmsu þátta eldhúss- starfsins. Eldhúsið mun m. a, hugsað sem kennslu-eldhús, þar ssm félög og skólar geta haft sín matreiðslunámskeið. Eldhúsinu fylgja stórar kæligeymslur, sem eru á neðstu hæð, og er gengið niður í þær úr eldhúsi. Staðsetning Það, sem hér að framan er sagt, læt ég nægja um skipulag hússins, en mun víkja nokkrum orðum að staðsetningu þess, af því ég hef orðið var við nokkra óánægju um staðarvalið. Þessi ó- ánægja hefur einkum beinzt að því, að þrengsli væru mikil kring- um húsið, svo að bílastæði væru þar lítil sem engin. Ég held að þetta sé mesti misskilningur. Bílastæði kringum húsið verða feyki nóg, „Gúttó“ verður flutt eða rifið og myndast þá mikið plan ofan við húsið, allt upp í Rafstöðvarlóð og út undir sund- laug. Egilsbraut 1 (Bæjarskrif- stofurnar) verður einnig rifið, og myndast þá bílastæði með allri húshliðinni að sunnanverðu og útundir Grænuborg. Steklg|ar- götu mun verða lokað frá Mið- stræti, svo að þar koma líka möguleikar fyrir bílastæði. Þarna eru og margir fleiri staðir í grenndinni, sem nota má sem bílastæði. Hvað þessa hlið máls- ins snertir, hefur húsinu verið valinn góður staður, Þá má einn- ig benda á, að staðarvalið er mjög heppilegt með tilliti til þess, að húsið er miðsvæðis í bænum. Ég hef ekki orðið var við, að þeir sem að staðarvalinu hafa fundið hafi getað bent á annan stað, sem fil greina kæmi. 1 þessu sambandi hefur þó verið minnzt á spilduna milli skrúðgarðs og sundlaugar. i—---------------------------* I fyrsta lagi er það svo, að í þessari lóð stendur íbúðarhúsið Svalbarð og í öðru lagi liggur þessi lóð þannig, að bílastæöi fyrirfinnast þar engin. Okkar byggðarlag er þannig „í sveit sett“ að skipulagið niður við sjó- inn hlýtur að setja aðalsvipmótið á bæinn. Á að leyfa byggingu nýrra skúra í stað þeirra, sem tímans tönn mylur smátt og smátt niður (því fyrr fara þeir ekki), eða setja metnað sinn í að reisa með strandlengjunni stór og formfalleg mannvirki? Verum samtaka Sá veruleiki blasir nú við okkJ ur, að okkar félagsheimili er að rísa af grunni. Við sjáum form þess betur og betur með hverj- um deginum sem líður, og sjáum að þetta verður mikil og glæsileg bygging. Nokkrir nöldra og segja að við séum seinir og á eftir öll- um nágrönnum okkar. (Mér virð- ist þeir helzt nöldra, sem erfiðast var að draga út í samvinnu um þessa byggingu). Um það er ekki að sakast, heldur er það aðalat- riðið að allir geri allt, sem þeir geta til þess að koma þessu verki áfram. En verum ekki of bráðlát. Við skulum vanda til alls. Þá verðum við ánægð með okkar menningarhöll. S. N orSf'iarSarbió Grát ástkæra fósturmold Sýnd laugardag kl. 9. Työ samstillt hjörtu Sýnd sunnudag kl. 5 fyrir börn. Gr afirnarH fimm fa£i Kvimynd frá Universel-IntJ ernational tekin í litum. Richard Widmark Sýnd sunnudag kl. 9. Konur — Athugid 1 næstu viku byrja kvennasundtímarnir aftur og verða framvegis á þriðjudögum og föstudögum frá kl. 4—5, ef næg þátttaka verður. Konur, notið tækifærið og syndið 200 metrana. Sundkennari. Sundmót Sundmót Austurlands verður háð í Selárdalslaug í Vopna- firði 21. júlí. — Nánar auglýst síðar. Sundráð U. I. A. Auglýsing um umferð og umferðarmerki í Neiskaupstað. I. Aðalbrautir. Samkvæmt heimild í 7. gr. umlerðarlaga nr. 24 frá 16. júní 1941, hefur bæjarstjórn Neskaupstaðar samþykkt, að eftirtald- ar götur í Neskaupstað skuli taldar aðalbrautir: 1. Egilsbraut. 2. Hafnarbraut. 3. Strandgata. 4. Naustahvammur. Aðalbrautir njóta þess forréttar, að umferð bifreiða og annarra ökutækja frá vegum sem að þeim liggja, skal skil- yrðislaust víkja fyrir umferð aðalbrautar og staðnæmast áður en beygt er inn á aðalbraut, ef þess gerist þörf. II. Umferðarmerki. Aðalbrautarmerki standa við hver vegamót, þar sem hlið-* argötur skera aðalbrautir. Merkið táknar forrétt þann, sem að- albrautir njóta. Lýsing: Ferhyrnd málmplata með ávölum hornum máluð gul eða hvít með svörtum stöfum. Áletrun: Stanz — Aðal- braut — Stopp. Framangreind ákvæði um aðalbrautir öðlast gildi jafnóð- um og viðeigandi umferðarmerki eru sett upp. Bæjarfógetinn í Neskaupstað, 29. júní 1957. Axel V. Tulinius. L. S. Tilkynning Athygli innflytjenda og verzlana skal hér með vakin á tilkynningu Verðlagsstjóra, um ný álagningarákvæði, sem birt- j ist í Lögbirtingarblaðinu 1. næsta mánaðar. ; Reykjavík, 29. júní 1957. Vcrðlagsstjórinn. { i Fimleikasýning Ármanns fer fram við Sundlaugina á sunnudag kl. 4. Áhalda- og músíkleikfimi. Dansleiikur í Barnaskólanum. Danspar úr Reykjavík sýnir „Rock and roll“-dans“. H.G-lsektettinn leikur. Glímufélagið Armann. Til sölu Ibúðarhúsið Fram-Ekra við Ekrustíg 6 er til sölu. Tilboðum sé skilað fyrir 20. júlí n. k. til Jóns L. Bald- urssonar, sem gefur nánari upplýsingar. Emma Jónsdóttir. Þorsteinn Einarsson.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.