Austurland


Austurland - 05.07.1957, Qupperneq 2

Austurland - 05.07.1957, Qupperneq 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 5. júlí 1957. Skógrækíin Rœtt við Eyþór Þórðarson I Austnrland ■ Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. ■ Kemur út einu sinni í viku. Lausasala kr. 2.00. NEBPRENT H-P Er farmannadeilan að leysast? Verzlunarfloti Islendinga liggur nú svo .ð segja allur bundinn við festar vegna verkfalls yfir- manna á skipunum. Verkfallið veldur með hverjum deginum sem líður meiri og meiri erfiðteikum í atvinnu- og viðskiptalífi þjóð- arinnar og hefur þegar valdið þjóðarbúskapnum stórtjóni. Það, sem einkum hefur valdið furðu landsmanna í sambandi við þetta verkfall, er að það eru fyrst og fremst hátekjumenn s'em standa fyrir verkfallinu. Menn sem hafa um og yfir 100 þús. kr. í árstekjur. Má þar nefna skip- stjóra, 1. stýrimenn og 1. vél- stjóra. Talið er þó, að hinir lægst launuðu í hópi yfirmanna, svo sem 3. og 4. vélstjórar, 3. stýrimenn og loftskeytamenn, eigi nokkra sanngirniskröfu á bættum kjör- um- 'Æ Undánfaúið hefur þriggja manna sáttanefnd starfað að lausn deilunnar og hefur Lúðvík Jósepsson, sjávarútvegsmálaráð- herra unnið með nefndinni. Bú- izt er við að nefndin leggi fram tillögur um lausn deilunnar ein- hvern næstu daga. Það mun ekki ósanngjarnt að þeir, sem þarna eru lægst laun- aðir, fái hækkuð laun sín til sam- ræmis við aðrar starfsstéttir, en almenningsálitið mun varla telja réttmætt að hinir hæstlaunuðu starfshópar á verzlunarflotanum fái hækkuð laun. Það mun öllum ljóst, að í þess- ari kaupdeilu, svo og öðrum þeim kaupdeilum sem háðar hafa vlerið undanfarið, er það íhaldið sem rær undir. Enginn skyldi halda að af- skipti íhaldsins af þessum kaup- deilum stafaði af samúð með lág- launafólki. Nei, síður en svo. Það mun aldrei hafa komið fyrir í sögu verklýðsbaráttunnar á ís- landi, að íhaldið hafi ekki barizt með öllum þeim vopnum Sem það hefur haft yfir að ráða, gegn hverri þeirri réttar- og kjarabót, sem verkalýður þessa lands hefur krafizt. Alltaf, þegar verl^alýðurinn hefur átt í kjaradeilum, hefur íhaldið beitt hverskonar áróðurs- og fantabrögðum til þess að ■ beygja verkalýðinn. 1 ræðu og riti hafa verkamenn og leiðtogar þeirra verið svívirtir. Stofnuð hafa verið klofningsfélög af flugumönnum íhaldsins í verk- lýðsstétt, mönnum Sem síðan hafa verið fegnir að njóta ávaxtanna Margir munu þeir vera, sem litla trú hafa á skógrækt á Is- landi. Þó munu flest byggðarlög svo lánsöm að eiga sína bjart- sýnismenn í þessu máli, menn, sem myndað hafa félagsskap um skógrækt og ótrauðir hafizt handa í trú á góðan árangur göfugs starfs. Hér í Neskaupstað starfar eitt slíkt félag og hefur Eyþór Þórð- arson kennari verið driffjöðrin í þeim félagsskap. Eyþór er einlægur fylgismaður þeirrar hugsjónar, að hægt sé að klæða landið skógi og vinnur þeirri hugsjón allt hvað hann má. Það viðtal, sem blaðið átti við Eyþór nú fyrir skemmstu og hér fer á eftir, sannar að sú hugsjón hefur við rök að styðjast. Skógræktarfélag Neskaup- staðar Eftir að hafa rætt við Eyþór á víð og dreif um skógrækt, byrja ég að spyrja hann um Skógrækt- arfélag Neskaupstaðar og starf þess. — Hvað eru félagar Skógrækt- arfélagsins margir? — Þeir eru alls 110, en fáir þeirra virkir, en árgjöld þeirra eru þó mikill stuðningur fyrir fé- lagið. — Hverjir eru í stjórn félags- ins? — Formaður er Sigdór Brekk- an og með honum í stjórn eru: Eyþór Þórðarson, gjaldk., Gunnar Ólafsson, ritari, Oddur Sigurjóns- son og Ingi Sigmundsson, með- stjórnendur. Með tíð og tíma mun öll hlíðin ofan viið bæinn verða skógi klædd — Hvað er skógræktargirðing ykkar stór? — Hún er 40 þús. fermetrar eða 4 hektarar, en alls er land það, sem við höfum fengið hjá landeigendum 1 milljón fermetr- ar eða 1 ferkílómeter. Við höfum sem sé aðeins girt lítinn hluta af af fórnfrekri baráttu stéttar- bræðra sinna. Og ekki ósjaldan hefur íhaldið beitt lögraglu og hvítliðasveitum gegn verkamönn- um. Nú syngur við annan tón hjá íhaldinu. Nú hvetur það til kaup- hækkana og verkfalla í þeim „göfuga“ tilgangi að skapa svo mikil vandræði í efnahagsmálum þjóðarinnar, að ríkisstjórnin hrökklist frá völdum. En þeim mun ekki verða kápan úr því klæðinu. Ríkisstjórnin stendur föstum fótum og mun ótrauð vinna áfram að heill alþjóðar. En stjórnmálabarátta íhaldsins í dag, er allt í senn að vera hættuleg, auðvirðileg og hlægileg. því landi sem við höfum fengið til skógræktar, ennþá eigum við ógirta 96 hektara. — Svo að þið komið til með að leggja undir ykkur allt landnám Egils rauða „frá Blautabotni og í Fles“. — Já, með tíð og tíma mun öll hlíðin ofan við bæinn verða skógi klædd. 43 þús. plöntur gróðursettar — Hvað hafið þið gróðursett margar plöntur frá byrjun? — Alls hafa 43 þús. plöntur verið gróðursettar og er það í % þess lands, sem er innan skóg- ræktargirðingarinnar. Sannleikurinn er sá, að síðustu 4 árin höfum við ekki getað fengið eins margar plöntur og við höfum beðið um. Birkið farið að mynda kjarr — Hvernig þrífast svo þessar plöntur? — Þær þrífast bara vel. Ég var einmitt upp í skógræktargirð- ingu á sunnudaginn var og sló þá máli á nokkrar plöntur. Islenzka birkið stendur sig ljómandi vel og er það sums stað- ar að byrja að mynda kjarr. Hæstu birkiplöntur eru 115 cm, en þær elztu eru 8 ára. Af útlendum tegundum vaxa bezt sitkagreni, lerki og skógar- fura. Hæsta lerki er orðið 105 cm og er það sett niður 1951 og var þá 25 cm. Hæstu plöntur af furu og sitkagreni eru 60 cm en furan var ekki nema um 5 cm þ'eg- ar hún er sett niður og sitka- Óvenjumikil fiskigengd var um 20 sjómílur suðaustur af Kamba- nesi í júnímánuði. Kom það sér einmitt ágætlega fyrir Stöðfirð- nga, þó þeir ættu ekki nema 6 opnar trillur til að sækja á mið- in. Vikan eftir 17. júní var þeim alveg sérstaklega hagstæð vegna góðviðris. Það er fast sótt á 2—3 tonna opnum trillum að róa 20 mílur frá landi, en þetta urðu Stöðfirðingar að gera síðustu daga, enda ekkí hægt nema í góðum veðrum. Handfæraaflinn hefur verið 2—3 skippund á mann, en allt að helmingur ufsi. Hin gömlu og góðu fiskimið í kringum Kambanesið, hafa brugðizt upp á síðkastið, því varla hefur orðið fisks vart hvorki á línu né færi, grenið um 10 cm. I vor hefur plöntunum farið vel fram og hef- ur furan t. d. vaxið 8—12 cm. Skilyrði til skógræktar góð — Svo að skilyrði til skógrækt- ar eru líklega bara sæmileg þarna ? — Já, það má segja að þau séu bara góð, og jafnvel ekki mikið lakari en uppi í landinu. Þó er hætt við að bleytu-snjórinn, sem alltaf er meiri út við sjóinn, valdi hér meira tjóni en lengra upp til landsins. — Er skjólið ekki eitt helzta skilyrði til þess að plantan þríf- ist? — Jú, en ef þær hjara af fyrstu .2—3 árin, þá er þeim nokkuð ör- ugglega borgið. Og nú er birkið byrjað að veita svolítið skjól. — Gerir sjórokið ekki usla hjá ykkur í skógræktinni eins og i trjágörðum í bænum. — Nei. Sjóroks gætir sáralítið þarna efra. Eftir 8 ár mannhæðar hár skógur — Nú þurfið þið bráðum að fara að færa út kvíarnar og ætl- ið þá e. t. v. að reisa stöðvar annars staðar í fjallinu? — Já, við þurfum að fara að stækka skógræktargirðinguna og munum þá fara hærra upp í hlíð- ina, upp í lyngbrekkurnar. Og að lokum segir Eyþór: — Mikill munur er á gróðri innan skógræktargirðingarinnar en utan, blómskrúð er þar að verða fjölbreytt og er þetta að verða indæll reitur. Eftir um það bil 8 ár verður þessi reitur klæddur mannhæðar háum skógi og þá veit ég að margur mun ganga þarna upp í hlíðina sér til stórrar ánægju. S. Stakkurinn of þröngur Reynsla 'Stöðfírðinga hefur kennt þeim, eins og hliðstæðum, austfirzkum sjávarplássum, að at- vinnuleysi vofir yfir ef ekki eru gerðar ráðstafanir til að ná í fisk- inn þar sem hans er að leita og til að gera það, sem í þeirra valdi stendur, hafa þeir látið smíða 75 tonna bát af sömu gerð og Sunnutindur. Þann bát átti að afgreiða fyrir síld, en afgreiðsl- an tafðist, svo óvíst er að hann komist á síldveiðar. Þá eru fyrri eigendur „Varðar" að láta smíða 75 tonna bát, sem verður tilbú- inn fyrir vetrarvertíð. Geta Stöðfirðingar haft at- vinnu sína heima allt árið? Nú hugsa Stöðfirðingar sér að Framl-ald & 4. aíðu. Fréttabréf frá Stöðvarfirði

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.