Austurland - 05.07.1957, Blaðsíða 4
4 ... AUSTURLAND Neskaupstað, 5. júlí 1957.
Merkur tónlistaryiðburdur
Sinfóníuhljómsyeit íslands í hljómleika
ferð um Norður- og Austurland
Síðast liðinn miðvikudag lagði
Sinfóníuhljómsveit íslands upp í
mikla hljómleikaferð, þá stærstu,
sem hún hefur farið til þessa.
Ætlunin er að leika á 12 stöð-
um víðsvegar á Norður- og Aust-
urlandi, hér eystra á Eskifirði,
Seyðisfirði, Norðfirði og Egils-
stöðum, en þaðan fer hljómsveit-
in með flugvél til Hornafjarðar
og heldur þar síðustu hljómleika
fararinnar.
Sinfóníuhljómsveitin er að
þessu sinni skipuð 35 hljóðfæra-
leikurum, stjórnendur eru þeir dr.
Páll Isólfsson og Paul Pampichler.
Dr. Páll Isólfsson er öllum Islend-
ingum kunnur fyrir frábær tón-
listarstörf, tónsmíðar, orgelleik,
söngstjórn og hljómsveitarstjórn.
Paul Pampichler er Þjóðverji,
sem hingað réðst á vegum Sin-
fóníuhljómsveitarinnar, mjög vel
menntaðjur tónlistarmjaður1. Auk
þess að vera tronipetleikari í
hljómsveitinni hefur hann tekið
mikinn þátt í tónlistarlífi okkar
öðru, verið stjórnandi Lúðra-
sveitar Reykjavíkur, karlakórsins
Þrasta í Hafnarfirði, kennt lúðra
sveit drengja í Reykjavík o. fl.
Hann hefur einnig stjórnað Sin-
fóníuhljómsveitinni á hljómleik-
um í Reykjavík.
Tveir okkar ágætu söngmanna
eru með í förinni, þeir Kristinn
Hallsson og Þorsteinn Hannesson.
Óefað gera þeir þessa hljóm-
leikaför enn vinsælli.
Um efnisskrá er það vitað, að
hún er að nokkru frábrugðin
því, sem venja er um á sinfóníu-
tónleikum.
Á efnisskránni eru mörg ís-
lenzk þjóðlög og önnur sönglög,
sem þeir syngja Þorsteinn og
Kristinn með undirleik hljóm-
sveitarinnar. Þeir munu syngja á
sínum hljómleikimum hvor, en
vera má þó, að báðir komi þeir
fram saman á hljómleikum.
Þá verða flutt hin smærri verk
eftir ýmsa hina kunnustu höf-
unda heims, en minna verða um
hina tormeltari tónlist. Hljóð-
færaleikararnir eru sem áður
segir 35 og hefur það að sjálf-
sögðu nokkur áhrif á efnisvalið,
en stærri flokk þótti ekki fært að
fara með í svo stóra ferð, sem
hér er, vegna kostnaðar og að-
stöðu til móttöku á hinum ýmsu
stöðum.
Framkvæmdastjóri Sinfóníu-
hljómsveitarinnar er Jón Þórar-
insson, tónskáld.
Hér hefur lauslega verið skýrt
frá þætti Sinfóníuhljómsvleitar-
innar, merkum listviðburði, sem
við eigum ekki oft kost á að í
njóta. Það er vitað, að hljóm-
sveitarmenn, söngvarar, stjórn
endur og forráðamenn hljóm-
sveitarinnar leggja mikið af
mörkum til þess að hljómleikar
þessir verði hinir ánægjulegustu.
För þessi er ekki farin í gróða-
skyni, á henni hlýtur að verða
mikið fjárhagslegt tap, enda er
verði aðgöngumiða mjög stillt í
hóf, aðeins 25 kr. aðgöngumiðinn,
Förin er farin okkar vegna til þess
að gefa okkur tækifæri á að
njóta góðrar tónlistar og heyra
og sjá ýmsa hinu beztu tónlistar-
menn, sem við eigum. Eftir er
nú að vita hver verður hlutur
okkar áheyrenda.
Austurland vill hvetja alla,
sem þess eiga kost, að sækja
þessa hljómleika. Þá, sem áður
hafa sótt hljóml'eika Sinfóníu-
hljómsveitarinnar þarf ekki að
hvetja. En nú gefst mörgum á
að hlýða í fyrsta sinn. Þeir mega
ekki láta þetta tækifæri ónotað.
Síldveiðarnar
Laugardaginn 29. júní höfðu
alls borizt á land 145.600 mál
síldar. Á sama tíma í fyrra 15.096
mál. Undanfarið hefur veður
hamlað veiðum.
Samkv. veiðiskýrslu Fiskifé-
lagsins, sem lesin var í útvarpið
sl. mánudag, höfðu Austfjarða-
bátarnir aflað sem hér segir:
Mál
Björg, Neskaupstað 830
Björg, Eskifirði 792
Glófaxi, Neskaupstað 946
Gullfaxi, Neskaupstað 902
Huginn, Neskaupstað 722
Jón Kjartansson, Eskifirði 1014
Langanes, Neskaupstað 1027
Magnús Marteinsson, Nesk. 971
Pálmar, Seyðisfirði 658
Stefán Árnason, Fáskrúðsf. 762
Sunnutindur, Djúpavogi 678
Svala, Eskifirði 664
Snæfugl, Reyðarfirði 857
Sæfaxi, Neskaupstað 661
Þráinn, Neskaupstað 794
Akurey, Hornafirði 738
Helgi, Hornafirði 680
Aflalöndun.
„ Togarinn Brimnes frá Seyðis-
firði landaði hér í gær og í dag
um 160 tonnum af fiski og var það
mestmegnis karfi.
Gerpir
kom af Grænlandsmiðum um
kl. 11 í morgun með fullfermi af
saltfiski og fer í kvöld með afl-
ann áleiðis til Esbjerg.
Fréttabréf
Framhald af 2. síðu.
hætta að fara suður á vertíðir,
hætta að fara að heiman til að
snúa íshúsum fyrir aðra lands-
fjórðunga. Þeir eiga ekki heitari
ósk til en geta sótt fiskinn á sín-
um myndarlegu bátum á hin auð-
ugu sauðausturlandsmið, flutt
björgina heim og skapað blóm-
legt atvinnulíf í landi. Það er
enginn vafi að vilji þorpsbúa er
fyrir hendi. Hvað orkar ekki góð-
ur vilji þegar ytri aðstæður fara
batnandi, því hér er stefna ríkis-
stjórnarinnar um jafnvægi í
byggð landsins að verki.
Og hvernig er svo aðstaðan
í landi ?
Hraðfrystihúsið er lítið, enda
byggt fyrir minni útgerð ein-
göngu. Það mun geta unnið úr
10—15 tonnum á sólarhring. Það
er því varla önnur leið en salta
hinn væntanlega afla af 75 tonna
bátnum, en söltunarplássið vant
ar. Einn ca. 100 ferm kjallari er
fyrir hendi, svo hér verður að
hafa hraðan á og byggja undir
saltfiskinn. Þegar búið er að
leggja fram fé í tvo 75 tonna
báta, er ótrúlegt að látið verði
standa á svoleiðis framkvæmd.
Fiískimjölsverksmiðja tók til
starfa á sl. ári. Afkastar hún um
4 tonnum af mjöli á sólarhring.
Uppsetning Landssmiðjunnar á
þessari verksmiðju er ábyggilega
fyrirmynd. Maður hefur það á
tilfinningunni að það vanti eitt-
hvað í verksmiðjuna, en við nán-
ari athugun er hún þarna öll, en
sóðaskap vélahlutanna var sakn-
að. _ j
Samkomuhúsið
Stöðfirðingar skemmtu sér í
Barnaskólanum sínum eins og
svo margir hafa gert og gera enn.
Þeir byggðu sér senu við sam-
komusalinn og vildu láta sér þetta
nægja. Og því nægir það ekki?
Unga fólkið og margir heimilis-
feður þurfa árlega að leita að
heiman í atvinnu, en börn og
gamalmenni setja sinn svip á
íbúa þorpsins yfir vetrarmánuð-
ina. Um fjölbreytt skemmtanalíf
I er því ekki að ræða. Nú stinga
Stöðfirðingar niður staf. Er gam-
all draumur að rætast? Stöðfirð-
ingar eru duglegt fólk. Þeir eiga
marga ágæta sjómenn. Getur
sionur okkar tekið Vertíðina
heima? Þarf dóttir okkar ekki
suður í íshús? Fær pabbi að vera
heima í vetur? Margar spurning-
ar vakna. Ef næsti vetur sýnir að
eitthvað af þessu er veruleiki,
þekkjum við Stöðfirðinga illa ef
þeir mynda ekki samtök um
byggingu félagsheimilis. Undir-
staða menningarstofnana er blóm-
legt atvinnulíf. A.
Kirkjan
NorðfjarðarkSrkja: Messa n. k.
sunnudag, 7. júlí, kl. 2.