Þjóðkjör - 14.05.1968, Síða 2

Þjóðkjör - 14.05.1968, Síða 2
2 Þ J Ó Ð K J Ö R Fólkið fylkir sér um GUNNAR THORODDSEN SÉRA ÁRELÍUS NÍELSSON: GUNNAR THORODDSEN og hæfni hans sem forseti AÐ GEFNU TILEFNI, þar eð margir hafa spurt mlg, síðan nafn mitt birtist á lista yfir nokkra stuðningsmenn Gunnars Thor- oddsens til forsetakjörsins í vor, vil ég hér f örfáum orðum gera grein fyrir afstöðu minni til þessa málefnis. Þá geta þeir, sem spyrja og spurt hafa, athugað þessi rök mfn og íhugað, hvort hér sé um nokkra fjarstæðu að ræða eða ef til vill finnst þeim hið sama og mér, að margt hafi Gunnar til brunns að bera, sem vel hæfir f þetta hefðarsæti. Ekki farið í mannjöfnuð. Ég vil einnig taka það fram, að allt þetta hafði ég séð og vitað, löngu áður en nokkur annar sér- stakur var nefndur í þetta em- bætti, og framboð annarra breyt- ir þar engu um í sjálfu sér. Síðan hefur annar maður form- lega orðið f kjöri líkt og Gunnar, hvað sem þeir kunna að verða margir síðar. Og eitt skal hér sér- staklega tekið fram, til að forð- ast allt, sem gæti valdið misskiln- ingi: Hér er ekki verið að gera neinn mannjöfnuð. Dr. Kristján Eldjárn er að allra vitorði heið- ursmaður, lærður og lofaður að verðleikum. Og sizt vildi ég krenkja orðstfr hans f neinu. Og tel mig ekki gera það né finna hvöt hjá mér til þess, þótt Gunn- ar njóti sannmælis og sama heið- urs. En nú þegar hafa eiturtung- ur haft hann á milli tanna. Og því skrifa ég þetta. Annars hefði þess ekki þurft. En bakmælgi og last um beztu menn er einn ó- hugnanlegasti löstur, sem þessi litla þjóð hefur alið með sér í einangrun sinni og vesöld um ára- bil, já, öldum saman í lágkúru sinni. Einingartákn í íslenzkri mennt, erfð og hefð. En komum nú að efninu um hæfni Gunnars Thoroddsens. Hann er fæddur og alinn ætt, sem í margar kynslóðir hefur ver- ið einna glöggskyggnust á það, sem íslenzkt er í menntum og listum, sjálfstæði, þjóðmálum og fegurð landsins sjálfs. Frá þessu nafni hefur ósjálf- rátt bergmálað: „Ó, blessuð vertu fagra fold og fjöidi þinna barna, á meðan gróa grös í mold og glóir nokkur stjarna", eftir Jón Thoroddsen. Þar má og nefna Skúla, Emil, Þorvald og marga fleiri, sem hafa greypt nafnið Thoroddsen gullnu letri í menningar- og frelsissögu þjóðar- innar, svo að óhætt er að segja, að nafnið eitt, þótt með útlendri stafsetningu sé, verði mörgum ó- sjálfrátt einingartákn hins bezta i íslenzkri mennt, erfð og hefð. Gunnar Thoroddsen er alinn upp á einu helzta menningarheim- ili Reykjavíkur, þar sem fornir siðir og þjóðlegir héldust í hend- ur við vaxandi borgarsnið og tæknimennt. Og af því að mér var heimiliö vel kunnugt sem hlutlausum á- horfanda í næstu nánd á skóla- árum mínum, vil ég taka það Árelíus Níelsson. fram, að ég heyrði þá fjölskyldu aldrei bendlaða við öfgastefnur millistríðskynslóða, sem þó var al- gengt um mörg heimili á þeim árum. Þar var líkt og hinn gullni meðalvegur væri ávallt genginn og takmarkið: Island frjálst, án þess að ganga á hönd öfgum, ó- mennsku eða ofurmennsku aust- urs eða vesturs. Kynntust háttum og áhyggjum almennings. Börnin af bernskuheimili hans, systkinin úr litla húsinu í grænu túni við tjörnina og kirkjuna, léku sér á göngum Menntaskól- ans, þar sem faðir þeirra var stærðfræðikennari um áratugi. Og þar varð Gunnar snemma í æsku einn beztu nemenda og á að baki frábæran námsferil bæði þar og f Háskóla Islands. Þótt bernskuheimili Gunnars væri meðal hinna helztu að mennt og siðum, þá var það samt fá- tækt heimili á nútímamælikvarða. Bæði hjónin urðu að hjálpast að til að tryggja afkomuna; hún vann að matariðnaði heima, hann við kennslu í skólanum, og börn- in urðu strax að taka þátt í fjöl- breyttum störfum og kynntust háttum og áhyggjum almennings. Þannig eignuðust þau víðsýni og skilning gagnvart aðstæðum þeirra, sem lakar voru settir og minna máttu sín. Sá skilningur og það viðsýni varð Gunnari eðlislægt og er hon- um innlifað allt til þessa dags. Frjálslyndi og skilningur gagnvart skoðunum annarra. Þótt Gunnar Thoroddsen yrði síðar I forystuliði Sjálfstæðis- flokksins, hélt hann jafnan sínu upphaflega og eðlislæga frjáls- lyndi og skilningi gagnvart þeim, sem aðrar skoðanir höfðu í þjóð- málum. Margir, sem höfðu alls ekki skoðanir, sem viðurkenndar voru í Sjálfstæðisflokknum, kusu því ávallt Gunnar til forystu, t.d. hér í borginni, aðeins vegna persónulegs trausts á mannkost- um hans, hæfni hans til starfa, drenglundar hans og mannþekk- ingar. Vart hefur vegur og framfarir Reykjavíkur náð meiri farsæld en á borgarstjórnartlmabili Gunnars. Hann fann og skildi vel, hvað til farsældar og fegurðar mátti verða og verðlaunaði gjarnan þá, sem bezt gerðu til að prýða umhverfi sitt. Og hugsjón Fegrunarfélags- ins lifir enn, sem betur fer. Hefur síðan verið haldið áfram að sama marki á þeirri braut, sem hann markaði. Og þáttur braut- ryðjandans verður jafnan mestur, þótt aðrir feti vel sömu slóð. Fáir hafa sýnt kirkjunni meiri sæmd. Fáir eða engir hafa fyrr né síðar sýnt íslenzku kirkjunni meiri sæmd og veitt betri stuðn- ing kirkjulegri starfsemi og þó að verðugu, en þegar Gunnar Thoroddsen, þá borgarstjóri, lét veita eina milljón árlega, sem þá var talsvert fé, úr borgarsjóði til kirkjubygginga I borginni. Er örðugt að vita, hvernig far- ið hefði með alla safnaðarskipt- ingu og safnaðarstörf, sem hér hefur orðið síðustu áratugi, ef Framh. á bls. 4. VÍGLUNDUR MÖLLER: VALIÐ ER AUÐVELT ISLENDINGAR hafa aðeins einu sinni valið forseta í al- mennum kosningum. Það var árið 1952, þegar herra Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn. Síðan hefur hann þrisvar orðið sjálf- kjörinn, og þótt allmikill styrr stæði um kosninguna ’52 munu þeir tæplega vera margir nú, sem ekki játa að hann hafi rækt starf sitt með mikilli prýði og þjóð sinni til sæmdar. Sveinn heitinn Björnsson forseti var óumdeildur maður og sjálfkjörinn meðan hans naut við. En af þessum ástæð- um er hætt við að ýmsir kjós- endur, einkum í hópi þeirra yngri, hafi ekki gert sér þess fulla grein, hvað þeir þurfa sérstaklega að hafa i huga, þegar þeir velja milli forseta- efna. Forsetaembættið er m.a. sig- urtákn þeirrar frelsisbaráttu, sem íslenzka þjóðin háði um aldir. Það er umheiminum merki þess, að Island sé frjálst og fullvalda rlki, og það á að vera einingartákn okkar sjálfra, hafið yfir flokkadrætti og dægurþras. Það er því skylda þjóðarinnar, bæði við minningu þeirra sem færðu henni frelsið og sína eigin sjálfsvirðingu á hverjum tíma, að hafa forsetaembættið I heiðri og láta aldrei annarleg sjónarmið ráða vali forsetans. Sérhver kjósandi verður að vita fullkomlega, hvað hann er að gera, þegar hann greiðir atkvæði sitt. Hann þarf að geta rökstutt fyrir sjálfum sér að sá frambjóðandi, sem hann kýs, sé sá hæfasti, sem um er að velja. En til þess að kjós- andinn geti gert þetta, verður hann að vita til hlítar I hverju störf forsetans eru fólgin og hvaða þekkingu og hæfileikum hann þarf að vera búinn til þess að geta rækt þau, þjóð sinni til fullrar sæmdar. I einu Reykjavíkurblaðanna stóðu þessi orð h. 14. maí 1952: „Forseti getur haft mjög mik- ið vald, og undir vissum kring- umstæðum er beinlínis ætlazt til þess, t.d. í sambandi við stjómarmyndun, að hann sé valdamesti maður þjóðarinnar. Framtíð þjóðarinnar getur því oltið á því, hvernig hann beitir valdi sínu.“ Hin margþættu störf Gunn- ars Thoroddsens eru rakin af ýmsum hér I blaðinu, en rétt er þó að ítreka, að hann var um árabil prófessor I stjórn- lagafræði og stjórnskipunar- rétti við Háskóla Islands, auk þeirrar víðtæku þekkingar á atvinnumálum, menningarmál- um, stjórnmálum og utanríkis- málum, sem hann hefur öðl- azt sem þingmaður, borgar- stjóri í Reykjavík, ráðherra og sendiherra. Tæplega mun nokkrum manni detta I hug, að hann mundi nokkru sinni misnota forsetavald sitt til framdráttar þeim stjórnmála- flokki, sem hann hefur starf- að fyrir. Slíkt mundi enginn heiðarlegur maður gera vlsvit- andi, en talsverð hætta gæti verið á, að maður sem er öld- ungis ókunnugur öllum þeim málum, sem forsetinn þarf að fjalla um, mundi af þeim sök- um gera embættisskyssur, sem gætu haft örlagarík áhrif. Öllum þeim embættisstörf- um, sem Gunnari Thoroddsen hafa verið falin, hefur hann gengt með miklum ágætum og rækt þau á þann veg, að hann hefur aflað sér vinsælda langt út fyrir raðir þess flokks, sem hann ungur léði fylgi sitt. Víglundur Möller. Kemur þar til drengskapur hans og góðvild og sá eigin- leiki, að vilja hvers manns vanda leysa. Minna má Reykvíkinga á það, að árið 1958 fékk Sjálf- stæðisflokkurinn undir for- sæti hans 10 bæjarfulltrúa kjörna I Reykjavík. Flokkur- inn átti ekki þetta fylgi allt I raun og veru. Gunnar Thor- oddsen átti a.m.k. persónulega svo mikið af því, að munaði einum borgarfulltrúa. Og einn- ig má minna á það, að æskan fylgdi honum. Hann hefur alltaf verið maður unga fólks- ins og beitti sér sérstaklega fyrir bættri aðstöðu þess bæði sem borgarstjóri og þingmað- ur. Að öllu þessu athuguðu má fullyrða, að vandfundið hefði verið forsetaefni, sem upp- fyllti öll skilyrði til embættis- ins eins vel og Gunnar Thor- oddsen. Ólafur heitinn Thors, þáverandi formaður Sjálfstæð- isflokksins sagði I blaðagrein árið 1952: „En á því leikur enginn vafi, að það voru einmitt hin nánu kynni Sveins Bjömssonar af atvinnu- og efnahagslífi þjóð- arinnar en þó einkum af hug- arfari og sáiarlífi stjómmála- mannanna, sem bezt dugðu honum, þegar mest á reyndi og hjálpuðu honum til að leysa margan vandann." Og hann sagði meira: „Hann þarf að þekkja völundarhús stjórnmál- anna.“ Ætli þeir þekki það margir betur en Gunnar Thoroddsen? Séu þeir til, er a.m.k. ekki nú um þá að velja.

x

Þjóðkjör

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðkjör
https://timarit.is/publication/814

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.