Þjóðkjör - 14.05.1968, Blaðsíða 3

Þjóðkjör - 14.05.1968, Blaðsíða 3
Þ J Ó Ð K J Ö R 3 ÞJÓÐKJÖR, blað stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens. Ritnefnd: B|örgvin Guðmunds- son, Hermann Guðmundsson, Siglryggur Klemenzson, Sigurður Biarnason frá Vigur, Vlglundur Möller, (ábm.). Framkvæmdastjóri: Drlygur Hálfdanarson. Ritstjórnarskrif- stofa í Pósthússtræti 13, sfmi 84500 og 84504. Afgreiðsla: Aðalstræti 7. Sfmi 84530. — Prentun: Kassagerð Reykjavfkur hf. Rök reynslunnar Embætii forseta íslands verður 25 ára hinn 17. júní á næsta ári — um leið og lýðveldið. I tæpan aldarfjórðung hafa aðeins tveir menn skipað þessa stöðu, þeir Sveinn Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson. Hafa þeir gegnt sfarfinu og mótað embættið með þeim hætti, að þjóðinni hefur vel líkað, með látleysi, festu og virðuleik. Margt er sameiginlegt með hinum tveim fyrstu forsetum, bæði hvað snertir val þeirra og starf. Þeir höfðu báðir tekið mikinn þátt i opinberum málum fslendinga, áður en þeir voru kjörnir í æðsfa embætti þjóðarinnar. Þeir höfðu báðir haft löng og itarleg kynni af íslenzkum stjórnmál- um og þrautþekktu stefnur, flokka og menn sinnar kynslóðar. Þessi þekking reyndist báðum ómissandi við erfiðar og umdeildar stjórnar- myndanir, er ekki tókst að koma saman meirihluta á Alþingi. Þeir höfðu báðir mikla reynslu af islenzkum atvinnuvegum, þekktu forystumenn þeirra og vandamál. Þetta reyndist óhjákvæmilegt til að skilja rás sögunnar í landinu. Loks höfðu þeir báðir mikla diplómatiska reynslu, er þeir voru kjörnir í forsetaembættið, höfðu í áratugi komið fram fyrir þjóðarinnar hönd, þekktu rækilega menn og hagsmuni annarra rikja, sem islend- ingum er þýðingarmikið að skipta við. Af þessarri 25 ára reynslu eiga fslendingar nú að læra. Þegar frambjóðendur við forsetakosningar sumarið 1968 eru skoð- aðir í Ijósi þessa lærdóms af starfi tveggja fyrstu forseta lýðveldisins, hlýtur athyglin að beinast fyrst og fremst að Gunnari Thoroddsen. Hann hefur í ríkum mæli til að bera þá kosti, sem hingað til hefur ekki verið hjá komizt. Hann hefur tekið veigamikinn þátt í opinberum málum þjóðarinnar í liðlega þrjá áratugi. Hann þrautþekkir stjórnmál samtiðarinnar af langri reynslu, stefnur, flokka og menn. Hann hefur fylgzt með og tekið þátt i stjórnarmyndunum. Hann hefur haft löng kynni af atvinnu- vegum þjóðarinnar sem alþingismaður fyrir sveitir, sjávarþorp og höfuðstað, sem borgarstjóri og fjármálaráðhcrra. Loks hefur hann diplómatíska reynslu að baki eftir mörg ár sem borgarstjóri, ráðherra og sendiherra. Allt eru þetta þung rök, sem mæla með kjöri Gunnars Thoroddsens. Reynsla síðasta aldarfjórðungs sýnir og, að fólkið velur forsetann. Það lætur ekki segja sér, hvern það á að kjósa i það embætti, heldur tekur sjálfstæða ákvörðun, reista á rökum. ELIN JÓSEFSDÓTTIR, húsfreyja: Ekki vandi á höndum Að undanförnu hafa heyrzt mikilvægustu málum þjóðar- raddir um að embætti forseta innar. Islands sé aðeins nafnið eitt Alit tel ég þetta kosti Gunn- og svo lítils virði, að jafnvel ars Thoroddsens. Auk þcssa er mætti leggja það niður, án þess að skaði væri af. Um stofnun hins íslenzka lýðveldis voru nær allir lands- menn einhuga á sínum tíma, og völdu sér þá þjóðhöfðingja, fyrsta forseta hins unga lýð- veidis. Hvar er þá reisn þjóðarinn- ar, ef hún þarf ekki lengur þjóðhöfðingja, á sama tíma og samskipti liennar aukast við aðrar þjóðir heims? Það virð- ist liggja í eðli okkar íslend- inga, að eiga erfitt með að við- urkenna forustuhæfni sam- landa okkar og kemur þar sjálfsagt til hið alkunna stolt okkar og sjálfsálit. Hinn 30. júní í sumar fer fram forsetakjör. Mér er eng- inn vandi á höndum við val frambjóðenda; ég tei Gunnar Thoroddsen ■ tvímælalaust i mfnum augum mikilsvert, að manna hæfastan til þessa em- við hlið hans stcndur ein bættis og kcinur þar margt glæsilegasta kona landsins sem til. Gáfur og gjörvileg fram- mun gera sitt til þess að halda koma, fjölþætt menntun og þeirri reisn yfir Bessastöðum, áratuga náin kynni af flestum sem þjóðhöfðingja sæmir. Elín Jósefsdóttir. JÓN KJARTANSSON, forstjóri: FORSETAKJÖR ER EKKI FLOKKSMÁL Ef ég væri að því spurður, hvað hefði valdið þvl, að ég tiltölulega ungur tók opinbera afstöðu í stjórnmálum, yrði svar mitt eitthvað á þessa leið: Fyrir nokkrum áratugum var ég þar staddur í stofu, sem tveir heiðursmenn ræddu stjórnmál. Þeir voru langt frá því að vera sammála, og eftir því, sem þeir ræddu lengur og meira hörðnuðu deilur þeirra, og við lá að bál yrði úr •litlum loga. Húsfreyju þótti nóg um, sneri sér að maka sinum og gesti og taldi rétt- ara að taka upp léttara hjal. Hún vildi bersýnilega bera klæði á vopnin og sagði, að þá afstöðu teldi hún bezta að vera hvergi í flokki. Þá vatt gesturinn sér, sem var vel metinn klerkur, að húsfreyju og svaraði: „Það er versta fólk- ið, sem hvergi er.“ Setning þessi var sögð af sannfæringu, og við sjálfan mig sagði ég, eftir að hafa heyrt hana: „1 þeirra flokki sem hvergi eru,“ skal ég aldrei verða.“ Frá þvl þetta smávægilega atvik skeði, eru eins og áður er sagt, liðnir nokkrir áratug- ir og á þeim árum hefi ég hvort tveggja gjört, hlustað á skoðanamismun og deilur og tekið þátt í þeim. Mér hefir oft dottið þessi löngu liðni at- burður í hug fyrir kosningar, og því er frá honum sagt nú í upphafi þessa spjalls, að enn einu sinni standa kosningar fyrir dyrum, enn sem fyrr þarf að taka afstöðu. Ekki er unnt að mínum dómi að vera hvergi. Og fyrir afstöðu minni í næstu kosningum, sem eru forsetakosningarnar 30. júní n.k„ vil ég gjarnan gjöra stutt- lega grein hér í blaðinu. Kosning forseta, alþingis- manna og sveitarstjórna. Lengst af höfum við íslend- ingar haft einvörðungu af- skipti af tvenns konar opin- berum kosningum, þ.e. alþing- iskosningum og sveitarstjórn- arkosningum. Það er fyrst 1952, að við kynnumst af eig- in raun forsetakosningum. Segja má, að alþingis- og sveitarstjórnarkosningar og undirbúningur þeirra séu með líkum hætti — ákveðnir póli- tískir hópar — stjórnmála- flokkar — setja fram stefnu- skrár, talsmenn þeirra tala fyrir þeim, verja gerðir sínar, hafi þeir borið ábyrgð á stjórn- arathöfnum og lofa að gjöra sem flest. Umræðugrundvöllur myndast þannig málefnalega og málaflokkar eru ræddir fram og aftur. Um kosningu forseta Islands gegnir öðru máli en um fyrr- nefndar kosningar. Samkvæmt stjórnarskránni er staða for- setans ekki á þann veg, að sá er býður sig fram við forseta- kosningar, geti sagt: Þetta ætla ég að gjöra — þessu ætla ég að hrinda í framkvæmd, líkt og flokksforingjar segja við alþingiskosningar. Þess er vert að minnast i þessu sam- bandi, að engin stjórnarathöfn forseta er gild, nema ráðherra undirskrifi hana með honum og taki ábyrgð á henni. Kosningarnar 30. júní n.k. Þegar eftir að núverandi for- seti, herra Ásgeir Ásgeirsson, hafði tilkynnt þann 1. janúar s.l., að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs, hófust fyrir alvöru umræður um allt land um væntanlega frambjóðend- ur. Um einn mann var rætt þá þegar, öðrum fremur, 1 Jón Kjartansson sambandi við framboöið, — Gunnar Thoroddsen, sendi- herra íslands í Kaupmanna- höfn og fyrrverandi ráðherra. Ég heyrði fjölmarga hvetja til þess, að á Gunnar Thorodd- sen yrði skorað til þess að vera í framboði 30. júní n.k., þvl að hann hefði til að bera, auk þekkingar á stjórnmálum og högum þjóðarinnar, góðar gáf- ur, víðsýni og glæsilega fram- komu. Þegar ég var spurður um það, hvort ég vildi skipa mér í þá sveit, er styddi að kjöri Gunnars Thoroddsens, sem for- seta, kvað ég já við. 1 mínum augum breytti það engu, að hann hafði verið andstæðingur þess flokks, sem ég er í — það breytti engu, að hann hafði verið varaformaður Sjálfstæð- isflokksins og borgarstjóri hans og ráðherra. Gunnar Thoroddsen var aö mínum dómi alla tíð, er hann starfaði að stjórnmálum, drengilegur andstæðingur okkar Framsókn- armanna, þótt vatn skvettist á súðir. Ég taldi, er ég tók afstöðu 1 þessu máli, Gunnar Thorodd- sen hafa svo marga kosti til að bera sem forseti íslands að andstæðingar hans í stjórnmál- um ættu að lyfta sér yfir hin þröngu flokkasjónarmið og styðja hann til starfa á Bessa- stöðum. Hvernig getur þú sem Fram- sóknarmaður veitt fyrrverandi varaformanni Sjálfstæðis- flokksins brautargengi I for- setakosningunni? Svo hafa nokkrir flokksbræður mínir spurt mig. Ég hef svarað því til, að Framsóknarflokkurinn lærði það af forsetakosningun- um 1952, að hann taldi nú ekki rétt að standa að kjöri ákveð- ins manns sem forseta í þetta sinn. Engan flokksmann hef ég hitt að máli, sem hefur harmað þessa afstöðu. Þess vegna er hverjum Framsókii- armanni frjálst að kjósa i kosningunum 30. júní n.k. þann frambjóðanda, sem hann telur hæfastan í forsetastól. Ég hefi ekki farið leynt með það, að ég tel það vera Gunnar Thoroddsen. Islendingar eru pólitiskir. Við tölum í tíma og ótlma um stjórnmál. Það er mín skoð- un, að eins og það er nauðsyn- legt að taka ákveðna afstöðu til mála, má ekki láta „flokks- pólitíkina“ villa sér sýn. Ég teldi, að svo færi fyrir mér, ef ég viðurkenndi með sjálf- um mér, að Gunnar Thorodd- sen væri sérlega vel hæfur sem forseti íslands vegna langs starfsferils og góðra hæfileika, en ynni á móti hon- um sökum þess, að hann eitt sinn átti í útistöðum við flokk minn og málefnalegur ágrein- ingur var þar á milli. Ég þekki Framsóknarmenn, sem ekki vilja styðja Gunnar Thoroddsen til forsetakjörs, þó að þeir viðurkenni hæfileika hans, af því að hann var framámaður Sjálfstæðismanna um árabil. Eins þekki ég Sjálf- stæðismenn, sem aldrei gætu kosið Framsóknarmann í stöðu forseta, þó að þeir viðurkenndu að hann væri betur kostum búinn til slíks starfs en nokk- ur annar. 1 slikum einstefnu- aksturssveitum tel ég mig ekki eiga heima. Ég veit með vissu, að verði Gunnar Thoroddsen kjörinn forseti fslands 30. júní n.k„ þá myndi hann að sjálfsögðu leggja öll flokkssjónarmið á liilluna og meir en tveggja ára- tuga persónuleg kynni mín af lionum styðja þá skoðun, að hvergi muni gæta hlutdrægni í störfum hans. Hann mun verða óhlutdrægur þjóðhöfð- ingi og rækja sitt embætti með sæmd. Ég leyfi mér að hvetja alla fslendinga til að taka þátt í kosningunum 30. júni n.k„ Iyfta sér yfir dægurþras og ríg, og að hver kjósi eftir sinni sannfæringu — annað hæfir ekki frjálsbornu fólki. Fólkið fylkir sér um GUNNAR THORODDSEN

x

Þjóðkjör

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðkjör
https://timarit.is/publication/814

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.