Þjóðkjör - 14.05.1968, Blaðsíða 4
4
Þ J O Ð K J Ö R
GUNNAR SIGURÐSSON, Seljatungu:
Þarf að þekkja starfssvið og verk-
efni Alþingis
MEÐ ákvæði um þjóðkjör forseta I Hér er ekki um kjörmenn að
íslands, hefir löggjafinn sýnt ræða, sem velja eiga forsetann,
þjóðinni mikinn trúnað og fært engir milliliðir eru hér að verki.
henni jafnframt mikla ábyrgð. I Það er þjóðin, sem í beinni kosn-
ingu velur þann frambjóðandann,
sem hún telur hæfastan hverju
sinni.
LEIÐANDI UM STJÓRNAR-
MYNDANIR
Án efa metur þjóðin að verð-
leikum þessa ráðstöfun löggjaf-
ans. En löggjafinn hefir einnig
GUNNAR THORODDSEN OG HÆFNI HANS SEM FORSETI —
Framhald af bls. 2.
ekki hefði þar notið þessarar
framsýni hans og góðvildar í hag
Guðs kristni 1 landinu. Og þá var
slík fjárveiting algjört einsdæmi
í okkar þjóðkirkju, að ég hygg.
Þeir mættu muna honum það
nú, prestar höfuðborgarinnar, ef
þeir þekktu sinn vitjunartíma,
sem vonandi er, og sama mætti
segja um söfnuðina.
Þrátt fyrir allan dugnað allra
safnaða, þá væru þeir líklega
færri kirkjuturnarnir og helgi-
dómarnir, sem nú setja svip á bæ-
inn, ef þessa framlags hins fram-
sýna borgarstjóra hefði ekki notið
við.
Þar er stór þakkarskuld ó-
greidd af öllum, sem unna and-
legu lífi þjóðarinnar.
Náin kynni af starfi og
starfsaðstöðu.
Náin kynni af starfi og starfs-
aðstöðu hljóta að vera hverjum
manni nauðsynleg til réttra taka
og réttra aðferða, þegar í starfið
er komið. Eins er mikils virði að
þekkja nána samstarfsmenn og
daglegan starfsvettvang, vera vel
inni í stjórnmálum og heimsmál-
um, vera bæði sonur síns lands
og þó um leið alheimsborgari.
Allt þetta sýnist Gunnar Thor-
oddsen hafa hlotið viðvíkjandi
forsetastarfinu. Hann þekkir bæði
aðstöðu og starfsvettvang sem
tengdasonur núverandi forseta,
þótt hann hafi haft sitt sjálf-
stæða verksvið 1 þjóðmálum bæði
sem þingmaður og ráðherra í öðr-
um flokki en hann fylgdi.
Og hann hefur sem þingmaður
og ráðherra kynnzt öllum helztu
tilvonandi samstarfsmönnum úr
öllum flokkum þings og þjóðar
og verið sendiherra erlendis og
því kynnzt aðstöðu þar.
Sumir telja, að hollast sé að
hafa staðið sem fjærst embættinu.
En þá liggur næst að halda, að
heppilegast sé að búa sig sem
minnst undir embætti sitt og
kynna sér það sem minnst. En
hvenær hefur sú vizka verið á
borð borin gagnvart öðrum störf-
um, sem flest krefjast margra ára
þjálfunar og kynningar áður en
tekið er til starfa.
Margt má þar af læra.
Þeir forsetar, sem hingað til
GISLI JÓNSSON, menntaskólakennari:
Mergurinn málsins
Ánægjulegt er, að blöð skuli
tekin að koma út, þau sem
einkum er ætlað að fjalla um
forsetakosninguna, svo lítt sem
um hana hefur verið rætt og
ritað fyrir opnum tjöldum, en
því meira af hviksögum á
reiki.
Ég gríp hér tækifærið, með
þessum greinarstúf, til þess að
bera til baka þá hviksögu, sem
til mín hefur þrásinnis borið,
að ég hafi brugðið yfirlýstum
stuðningi mínum við Gunnar
Thoroddsen, er tilkynnt var
framboð frænda míns og vinar
Kristjáns Eldjárns, enda hafi
svo nafn mitt verið tekið ó-
frjálst á Iista yfir nokkra fylgj-
endur Gunnars, þann er birtist
fyrir skemmstu í dagblöðun-
um.
Hið rétta er, að jafnvel
framboð svo ágæts manns, sem
Kristján Eldjárn er, fær ekki
haggað fylgi mínu við Gunnar
Thoroddsen. Ég fæ og ekki
séð, að bað sé út af fyrir sig
kostur á frambióðanda til for-
setaembættis, að hann sé
frændi minn. Hitt er auðvitað
skýiaust, að Kristián Eidjárn
hefur önnur meðmæli ærin,
sakir hæfiieika sinna og marg-
víslegra mannkosta, og ætla ég
í engan mannjöfnuð að fara
þeirra forsetaefnanna, enda
mundi þá heldur en ekki geta
vandazt málið, er allt væri til
tínt um kosti beirra beggja:
Gísii Jónsson,
málsnilld, prúðmennsku og
glæsibrag. Hitt virðist mér
augljóst, að lífsstarf Gunnars
og menntun falii betur en
Kristjáns að forsetaembætt-
inu, svo miög sem þar reynir
á stjómmálalega reynslu og
þekkingu. Það er mergurinn
máisins frá mínu sjónarmiði.
hafa skipað öndvegi íslenzku þjóð-
arinnar, hafa geri það af slíkri
háttvísi og myndarskap, að margt
má þar af læra, sem hollt er að
hafa til fyrirmyndar. Þarna virð-
ist dr. Gunnar Thoroddsen því
hafa góða aðstöðu. Og þótt ég
hafi verið samtímamaður hans
um áratugi bæði sem námsmanns,
prófessors, þingmanns, ráðherra
og sendiherra hef ég aldrei heyrt
þess getið, að hann hafi ekki
gegnt störfum sinum og verið á
sínum stað af fyllstu trúmennsku
og virðuleika ásamt hófstillingu.
En þetta tek ég fram vegna
þess, að lafandi tungur lítil-
sigldra öfundarmanna hafa nú
við framboð hans til forsetakjörs
nagað mannorð hans í skúmaskot-
um sínum, öllum góðum íslend-
ingum til skapraunar.
Frábær húsfreyja
í öndvegi.
Eins og áður hefur komið hér
fram, þá er Gunnar Thoroddsen
kvæntur Völu Ásgeirsdóttur. Og
er á enga hallað, þótt sagt sé,
að hún sé meðai bezt menntuðu
' og fegurstu kvenna íslands. Slík
kona ætti að verða forseta og þá
um leið þjóðinni allri hin frá-
bærasta húsfreyja í öndvegi.
Til sönnunar þessu er mér ljúft
að minnast þess, að við giftingar-
athöfn dönsku krónprinsessunnar
síðastliðið vor, þar sem saman
var komið stórmenni úr flestum
löndum heims, vakti engin kona
og ekkert kvenskart jafnóskipta
athygii að sögn danskra frétta-
manna og blaða eins og íslenzka
sendiherrafrúin sökum fegurðar
og glæsileika.
Gæti nokkur kynning orðið ís-
landi heillavænlegri en háttvísi
og persónuleiki slíkrar konu í
æðsta húsfreyjusæti þjóðarinnar?
Drengur góður.
Að síðustu vil ég svo minna á
það í þessu svari við nærgöngulli
spurningu kunningja minna, að
Gunnar Thoroddsen er einn af
lærðustu mönnum sinnar sam-
tíðar i lögum og stjórnfræði, æfð-
ur i stjórnarháttum og stjórn-
speki, þaulkunnugur öllum þjóð-
ararhögum og þjóðarsögu, og hef-
ur getið sér góðan orðstír hjá fyr-
verandi sambandsbjóð okkar og
aukið vinsældir og gagnkvæman
bróðurhug milli þessara þjóða.
Og þrátt fyrir engin náin,
persónuleg kynni, heldur aðeins
sem einn samtíðarmanna, get ég
fuilyrt, að Gunnar Thoroddsen er
drengur góður, hagsýnn, mælsk-
ur, heilsteyptur að skapgerð,
snjall í hugsun, vitur, víðsýnn og
hógvær, sannur sonur Islands á
20. öld, mcð ættarbragð frá fyrri
tíðum.
Reykjavik, 2. maí 1968,
Árelíus Níelsson.
með ákvörðun um valdsvið for-
seta íslands fengið honum mikil
völd, en þá staðreynd vill þvi mið-
ur margur ekki viðurkenna. Stað-
reyndin er samt sú, svo að á fátt
sé minnt, að forseti getur neit-
að að staðfesta lög, sem Alþingi
hefir samþykkt, og ganga þau' þá
til þjóðaratkvæðis. Forseta ber
ennfremur að leysa þann vanda,
er skapast, ef Alþingi bregzt
þeirri frumskyldu sinni að mynda
þingræðislega stjórn, og það hef-
ir gerzt í voru landi. Hann er og
leiðandi aðili un. þingræðislegar
stjórnarmyndanir.
Forseti landsins þarf því að
mínum dómi fyrst og fremst að
vera reyndur stjórnmálamaður.
Ilann þarf að þekkja persónulega
Gunnar Sigurðsson
til stjórnmálamanna þjóðarinnar.
Hann þarf að þekkja sögu stjórn-
málafiokkanna, hann þarf að
þekkja starfssvið og verkefni lög-
gjafarsamkomunnar. Forsetinn
þarf að þekkja atvinnusögu og
atvinnulíf þjóðarinnar. Og hverju
misjöfnu, sem annars er á hverj-
um tíma kastað að stjórnmála-
mönnum þeim, sem í dægurbar-
áttunni standa, þá neitar því eng-
inn með neinum rökum, sem hald
er í, að einmitt stjórnmálamenn-
irnir kynnast bezt atvinnuháttum
— og lífi sinnar þjóðar með störf-
um sínum ýmist sem löggjafar-
eða forustumenn annarra heilda
þjóðfélagsins.
VIÐ HÖFUM VALIÐ VEL.
Sá stjórnmálamaður, sem velst
í sæti þjóðhöfðingja, stendur vit-
anlega utan við átök um misjafn-
ar stefnur stjórnmálanna, og hann
er engum flokki háður. En hon-
um er þó engu að siður nauð-
synlegt sem sáttasemjara og þjóð-
höfðingja að þekkja til þeirra
æða þjóðfélagsins, sem ég hefi
hér nefnt. Við íslendingar höfum
og valið úr hópi stjórnmála-
manna þá tvo forseta, er setið
hafa 1 þjóðhöfðingjasæti lýðveld-
isins. Og valið þar vel.
Framangreind rök eru því höf-
uðástæðan fyrir því, að ég nú við
kjör forseta íslands, styð Gunnar
Thoroddsen sendiherra í það
embætti. Gunnar Thoroddsen hef-
ir f rúma þrjá áratugi tekið mik-
ilvirkan þátt í stjórnmála- og at-
vinnusögu þjóðarinnar. Hann hef-
ir jafnan á þeim tíma verið í hópi
greindustu og glæsilegustu stjórn-
málamanna sem þingmaður og
ráðherra; hógvær en snjall ræðu-
maður, samvinnuþýður og tillögu-
góður, athafnasamur og glæsileg-
ur húsbóndi sem borgarstjóri
Reykjavíkur. Reynsla hans, gáf-
ur og fjölmenntun eru því trygg-
ing fyrir því, að feli þjóðin hon-
um að fara með embætti forseta
íslands, verður það sæti áfram
skipað svo, að til sæmdar og virð-
ingar verði fyrir land og þjóð.
trUandi fyrir heimili
ÞJÓÐHÖFÐINGJANS.
Hér við bætist svo um stuðn-
ing minn við Gunnar Thor-
oddsen, að ég hefi þekkt heimili
hans í tvo áratugi. Þar hefir gests-
auganu ekki leynzt, að hans á-
gæta kona, frú Vala, hefir með
manni sínum skapað fagurt og
friösælt heimili, sem ofið er af
prúðmennsku, alúð og reglusemi
þeirra lijóna. Við skulum aldrei
gleyma hinu mannlega í lífinu,
hvort sem við stöndum i kosn-
ingabaráttu eða ekki. Og þeim
sem auðnast i samstarfi og friði
að efla helgireit heimilisins, er
vissulega trúandi fyrir heimili
þjóðhöfðingjans.
SIGURJÓN GUÐMUNDSSON, forstjóri:
Víðtæk þekking
og reynsla á
sviði þjóðmála
ÉG hefi þekkt Gunnar Thorodd-
sen í áratugi, bæði persónulega
og sem heilsteyptan og ábyrgan
embættismann. Ég tel, að forseta
íslands sé nauðsynlegt að hafa
víðtæka þekkingu og þjálfun á
sviði þjóðmála og stjórnmála. Slik
reynsla er t.d. ómetanleg, ef leysa
þarf erfiðar stjórnarkreppur.
Þessa reynslu hefur Gunnar Thor-
oddsen til að bera í ríkum mæli,
og vænti ég þess, að það verði
giíta okkar fslendinga, að fela
honum þotta mikilvæga embætti.
jÉg mun því leggja fram krafta
imína til þess, að svo megi verða,
o gvænti, að hið sama gildi einn-
iig um samherja mina.
Sigurjón Guðmundsson