30. júní - 28.06.1968, Qupperneq 3
30. JÚNÍ
3
Úr „Norðurlandstrómet”
eftir Petter Dass
ÞÝÐING DR. KRISTJÁNS ELDJÁRNS
„30. júnf“ hefur fengið leyfi dr. Kristjáns Eld-
járns til að mega birta eftirfarandi kafla úr
óprentaðri þýðingu hans á hinum mikla og fræga
kvæðaflokki norska skáldsins Petters Dass,
„Norðurlandstrómet" (þ. e. Gjallarhorn Norður-
lands).
Peter Dass (1647—1708) var öndvegisskáld
Norðmanna á 17. öld, samtímamaður séra Hall-
gríms Péturssonar og séra Stefáns Ólafssonar f
Vallanesi. Hann var prestur á Alstahaug á Há-
logalandi og orti höfuðljóðabálk sinn um Norður-
Noreg, lífsbaráttu og háttu alþýðu manna í hin-
um harðbýla landshluta. I kvæðaflokknum eru
frábærar þjóðlífslýsingar, kryddaðar léttri gam-
ansemi, enda skipar „Norðurlandstrómet" sér-
stakan heiðurssess í norskum bókmenntum.
Dr. Kristján Eldjárn flutti kafla úr þýðingu
sinni á Ijóðabálki Petters Dass í útvarp fyrir
tveimur árum, og vakti hann mikla athygli hlust-
enda. Erindin, sem hér eru birt, eru upphafs-
og lokaerindi fyrsta kafla kvæðaflokksins.
Og sjálfseignarbóndi og búðsetumenn,
sem baslið hér margir við ströndina enn,
og húsmaður lotinn og lúinn,
og kramarar sœlir og selstöðuher
og sómafólk allt, er ég nefni ekki hér,
því tíminn er farinn og flúinn.
Og heilar, þér konur, með kœrleikans auð,
sem kryddið og sykrið vort daglega brauð,
þér meyjar og matrónur prúðar;
en einkum þó heilsa ég sérhverri sál,
er siðanna gætir, þó brautin sé hál,
hún fer ekki bónleið til búðar.
Hví leitum vér Drottins svo langt yfir skammt?
Ilans Ijós er í veröldu hvarvetna jafnt
um eilífð þá aldimar renna;
hver fyllir með tign sinni himin og haf?
Er hann ei sá Drottinn, er mannlcyni gaf
sinn vilja og vísdóm að kenna?
Og hláleg er villan, sem heiðmgjar tjá,
að hann eigi bústaði fjöllunum á,
en sé ekki Drottinn í dölum;
ég skeyti ei hót um svo heimsklega trú,
en heiðra þann Drottin, er jafnt á sér bú
í hreysum og háreistum sölum.
Ég heilsa yður, Norðurlands heimbyggðarmenn,
jafnt háum sem lágum, já öllum í senn,
þér bœndur, ég ávarpa yður;
hvar helzt sem þér búið við fjörð eða fjall,
hvort fiskinn úr bátnum þér spyrðið í hjall
til sölu eða saltið hann niður.
Og heilir, þér klerkar og kennidóms Ijós,
sem kirkjunni þjónið með vegsemd og hrós,
þér liðsmenn í lofsælu standi;
og einnig þér, valdsmenn og landstjórnarlið,
sem laganna gætið og tryggið oss frið
og refsið með réttlætis brandi.
Svo bið ég þann Drottin, sem alls staðar er,
að ómálga fjöðrin í hendinni á mér
hans nafn skuli mikla og mæra;
ég veit, að af sjálfum mér ekkert ég er,
en allir þeir limir, sem skenkti hann mér,
hans lof skidu fagnandi færa.
Svo látum þá vonglaðir, vinir, úr höfn,
og vindum upp segl yfir rjúkandi dröfn
í Herra vors háleita nafni;
það hallar að kvöldi og húmið fer á,
en hættunum öruggur stýri ég frá,
og stjarna er fram undan stafni.