Austurland


Austurland - 19.02.1960, Page 2

Austurland - 19.02.1960, Page 2
AUSTURLAND Fréttabréf frá Vopnafirði Framh. af 1. aíðu. mjöli. Var sá hluti útveggjanna, sem steypa á, fullgerður fyrir áramót. Þá er áformað að stækka verksmiðjuna sjálfa um 300 fer- metra a. m. k., en ekki er ráðið, hvaða vélakosti verður bætt við, þó verður soðkjarninn líklega nýttur. Lýsisgeymarr.ir taka að- eins 1200 tonn og var að sjálf- sögðu brýn þörf á að bæta við þá, en af því getur ekki orðið að sinni. Síldarsöltun var minni en ár- ið áður, eða um 6 þúsund tunnur, síldin var ýmist of smá eða of mögur, mestan hluta veiði- tímans hér úti fyrir . (Jtgerðarmálin Otgerð hefur engin verið hér um nokkurra ára bil og hraðfrysti hús- K. V. V. ekki starfrækt. Nú má hinsvegar búast við, að breyt- ing verði á með vorinu, ef allt fer að réttum sköpum með rekst- ur hins nýja 250 lesta togbáts, .,Bjarnarey“, sem kom hingað í desember s. 1. og er í eigu sjó- plássanna hér á Norðausturlandi. Skipstjóri á Bjamarey er Stefán Stefánsson frá Dalvík. Er nú ver- ið að búa skipið út á veiðar nyrðra og er svo ráð fyrir gjört, að það fari á veiðar í febrúarmánuði önd- verðum og leggi afla sinn upp á Dalvík til vors. Mikil kjötframleiðsla, Sauðfjárslátrun va.r meiri á Vopnafirði en nokkru sinni fyrr, og var heildarframleiðsla dilka- kjöts 210 lestir s. 1. haust og um það bil 45 lestir af skinnum, sem eru mjög verðmæt og eftir- sótt vara erlendis. Alls var slátr- að 14.031 lanbi og 572 fullorðn- Togaraút- gerðin Framhald af 1. síðu. segja er líklegt, að talsverð upp- hæð verði þá afgangs. Það fé má nota til að greiða gömlu togara- töpin að einhverju leyti, eða til að afla nýrra atvinnutækja í stað togarans. Hvernig getum við bætt skað- ann? Ef til sölu Gerpis kemur eða langvarandi leigu, verður stórt skarð ófyllt í atvinnumálum bæj- arins. Það skarð verður að fylla. Þykir mönnum álitlegast að fylla það með kaupum og útgerð stórra báta og þurfa bæjarstjórn og samvinnufélögin að hafa sam vinnu um þau mál, til þess að árangurinn verði sem beztur. Verði skipið leigt, má sennilega Jíta á það sem undanfara sölu og Austri getur farið að hælast um yfir öðru lykkjufallimj. um kindum. Meðalþungi dilka var í heild 15,19 kg., og má það telj- ast gott, þar sem frá allmörgum bæjum eru tveir þriðju lambanna tvílembingar og víða eru um það bil helmingur dilka tvílembingar. Þyngsti dilkurinn sem komið var með til slátrunar hafði 29 kg. fall, eigandi Helgi Þórðarson frá Ljósalandi. Hæsta meðalvigt hafði Vilhjálmur í Möðrudal 18,41 kg. af 60-70 dilkum, voru það að miklum meirihluta einlembingar. Hæsta meðalvigt af bændum í Vopnafirði hafði Jón Haraldsson á Einarsstöðum 17,29 kg. af tæp- um 200 dilkum og meira en helm- ingur tvílembingar. Fyrir u. þ. b. 10 árum var dilkakjötsframleiðslan komin nið- ur í 70 lestir og hefur því þre- faldast á þessum tíma. Þá voru sauðfjárpestir búnar að herja svo um margra ára bil að efnahagur bænda var kominn niður fyrir allt, sem fært er. Ræktun og byggingar Skurðgrafa vann í hreppnum allt s. 1. sumar og haust og aðrar ræktunarframkvæmdir voru mikl- ar. Hinsvegar eru byggingar í sveitinni með minna móti, enda vel á veg komin uppbygging bæði á íbúðar- og útihúsum þar. Þó var hafin bygging á tveimur tvíbýlis- húsum í sveitinni, Asbrandsstöð- um og Hrappstöðum og er Hrapps staðahúsið reist af tveim nýbýla- bændum. Eitt nýbýli, Engihlíð var að mestu fullgert á árinu. Nokk- ur íbúðahús eru í smíðum á Tanga og unnið var við að mála og full- gera hið nýja og glæsilega félags- heimili þar. Nýtt verzlunarhús og sjálfs- afgreiðsla K. V. V. flutti um áramót í stórt og vandað verzlunar- og skrifstofuhúsnæði og er nú verið að fullkomna sjálfsafgreiðslu þar um þessi áramót. Ungur kaupmað maður verzlar einnig í nýrri sölu- búð, og má segja, að mikil breyt- ing sé nú orðin á „Vopnafjarðar- verzlunarstað", síðan útblásið stertimenni stóð þar fyrir „innan disk“ og sagði, er kona ein kvart- aði yfir því, að stumpar, sem ver- ið var að selja eftir vigt, væru allir mölétnir. „Það hefur enginn farið fram á það við yður, að þér borgið götin“. Skarð fyrir skildi Ársins 1959 verður lengi minnzt í Vopnafirði vegna þess, að þá fluttu héðan þrenn hjón, sem öll urðu stór af verkum sínum hér I þessu byggðarlagi. Séra Jakob Einarsson, prófasturinn að Hofi lét af embætti eftir yfir 40 ára prestþjónustu hér. Fyrst var hann aðstoðarprestur hjá föður sínum, séra 'Eihári prófasti J'óhseyni, þeim stóra anda og mannvini, og síðar sóknarprestur cg prófastur í Norður-Múlaprófastsdæmi. Séra Jakob og frú Guðbjörg Hjartar- dóttir kona hans eignuðust tvö börn, sem bæði gengu mennta- veginn og eru nú gift í Bandaríkj- unum. Ég mun ekki, sem næsti nágranni þessarar fjölskyldu segja sögu hennar í snöggklippt- um fréttapistil, heldur aðeins það, að nú hefur Vopnafjörður smækk- að að reisn og menningu. Árni Vilhjálmsson, héraðslækn- ir lét af embætti hér eftir rúml. 35 ára giftudrjúgt læknisstarf í afskekktu héraði og á, þegar upp er sagt, lífið í mörgum Vopnfirð- ingnum. Læknishjónin, Ámi og frú Aagate eignuðust og ólu hér upp 11 börn, sem öll eru góðir stofnar. Þessum hjónum báðum var haldið veglegt samsæti um miðjan september s. 1. og þökkuð við það /tækifæri mai|gþætt !og vel unnin störf í þágu héraðsins Halldór Ásgrímsson, kaupfé- lagsstjóri og alþingismaður lét af kaupfélagsstjórastarfinu og flutti til Reykjavíkur. Kona hans, frú Anna Guðmundsdóttir hafði þá látið af kennarastarfi við bama- skólann fyrir nokkm og kendi nokkurrar vanheilsu. Þau hjón fluttust hingað frá, Borgarfirði 1942 og tók Halldór við kaupfélaginu stuttu eftir að það hafði verið gert upp, en nú er það eitt af traustustu kaupfé- lögum landsins. Sem þingmaður hefur hann unnið ötullega að framfaramálum þessa byggðar- lags og mun ekki auðgert að fella hann á pólitískri sniðglímu að sinni. Fimm syni eiga þau hjón, hina ágætustu drengi. Þá fluttist héðan með fjölskyldu sína Guðni Þórarinn Jónsson smiður, hinn á- gætasti maður, sem hvers manns vanda vildi leysa. Þetta skarð, sem nú hefur verið tíundað lítillega verður ekki bætt í bráð, þó bamskomur séu tíðar nú um stundir í Vopnafirði. Vinstri stjórnin markaði þáttaskil. Næstu verkefnin Ég hef stiklað á stóru, og þó er þetta orðið æði langt mál. Að baki er nú glíma við fjárpestir, og að baki er tímabil vinstri stjóm arinnar, sem markaði meiri þátta- skil í atvinnusögu þessa byggð- arlags en unt er að lýsa. Fram- undan er þörf nýrra átaka og ber hér hæst hafnargarður yfir í Skipahólmann svo að höfnin verði örugg fyrir síldarflotann og heimabáta, sem brýn þörf er fyrir sem fyrst. Og svo er það vegur yfir Hellisheiði til þess að tengja saman Héraðið Austfirði, Vopna- fjörð og Ströndina. Sá vegur raundi ni a. . stuðla að því, að Neskaupstað, 19. febrúar 1960. vinnuaflið gæti verið hreyfanlegt á Norðaustur-og Austurlandi yf- ir síldarvertíðina. En ofar fram- faramálum einstakra byggðarlaga er þörfin á sameiningu hins vinnandi fólks gegn voldugri og spilltri auðjöfraklíku. Höndin brúna er að seilast eftir kverka- takinu og meðan ekki er slegið á hana, þarf hinn almenni borg- ari ekki að reikna með sporam í framfaraátt. Gunnar Valdimarsson Áhrif „bjarg- ráðannai6 Framhald af 4. síðu. Útsvarsstigi sá, er lögfesta á, er miklu hærri en notaður var í Neskaupstað á síðasta ári. í fljótu bargði verður ekki annað séð, en að við álagningu í vor verði unnt að komast af með svipaðan stiga og í fyrra að öðru jöfnu. Annar útsvarsstigi gildir í sveitum en kaupstöðum og kaup- túnum. Veltuútsvar lögfest. Á sama hátt verða lögfestar reglur um veltuútsvar. Mun þar gert ráð fyrir allháu veltuút- svari, og ekki lægri en hér hafa tíðkast. (Jtsvar frádráttarbært Þá á að lögbjóða, að útsvar næstliðins árs skuli frádráttar- bært við útsvarsálagningu sé það greitt innan tiltekins frests. 1 vor á útsvar að vera frádráttarbært, sé það greit fyrir 1. apríl. Það getur munað menn all- miklu í útsvari, ef þeir fá út- svar síðasta árs dregið frá við á- lagningu, í flestum tilfellum 1-3 þús. kr. — Það skiptir því veru- legu máli fyrir menn, að þeir séu skuldlausir 1. april. En það fer ekki milli mála, að þessi ráðstöfun kemur fyrst og fremst til góða þeim, sem hátt út- svar báru og hafa þvi góðar á- stæður. Að heimila frádrátt útsvars er mjög hæpin ráðstöfun, svo ekki sé meira sagt, en að þessu sinni verður það atriði ekki rætt nán- ar. —□— Sjálfsagt er að láta ríkisstjóm- ina njóta sannmælis. Ekki er hennar vegur of mikill samt. Og sé svo, að hún ekki lumi á ein- hverjum útgjaldahækkunum, sem ekki eru kunnar, verður hlutur sveitarfélaganna skárri en búist var við, ef tillögur tekjustofna- enfndarinnar verða samþykktar þó hinar gífuriegu verðhækkanir bitni hart á þeim, sem öðrum. Alvarlegast yrði það ,einnig fyrir sveitarfélögin, ef stór- felldur samdráttur yrði í fram- kvæmdum með þeim afleiðingum, að hagur manna versnaði, svo þeir yrðu lakari gjaldendur eftir en áðu'r. . .

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.