Austurland


Austurland - 19.02.1960, Síða 3

Austurland - 19.02.1960, Síða 3
AUSTURLANB 3 Neskaupstað, 19. fefc'rúar 1960. fnrsnr Frá mörgu er að segja NorSfiarSarb'ió Framhald af 4. síðu. stig af stigi. Það er erfitt fyrir þann, sem enga menntunina hefur hlotið. Dálítið hef ég stuðst við bækur, svo og ráðleggingar dýra- lækna. Mín fyrsta tilraun á þessa átt, var sú, að þegar ég var unglingur hjá Magnúsi í Höfn, þá var það kvöld eitt að átti að fara að draga kú út af básnum, sem virtist komin að því að drepast. Ég fór fram á það við húsbónda minn, að hann frestaði ,aftökunni‘ til morg- uns og skyldi ég vaka yfir kussu í nótt og þá að minnsta kosti láta vita nógu snemma til þess að hægt yrði að draga í barkann á henni. Fjósamaðurinn hélt að það kæmi varla að miklu gagni, þótt strák- bjálfinn yrði látinn vaka. Beljunni myndi varla batna af selskapnum einum saman. Húsbóndi minn lét þó tilleiðast og leyfði að ég vekti yfir kussu. Þegar svo allir voru sofnaðir tók ég til við „lækning- arnar.1 Ég náði mér í ábreiðu, Dr bænum Afmæli. Ragnhildur Jónasdóttir, Mið- stræti 4, er 75 ára í dag — 19 febrúar. — Hún fæddist á Leifs- stöðum í Vopnafirði, en hingað til bæjarins flutti hún 1955 frá Fannardal, þar sem hún hafði átt heima áratugum saman. Frá Bridgefélaginu Bridgefélag Neskaupstaðar hef- ur starfað með miklum krafti í vetur, spilað er á hverju þriðju- dagskvöldi, og virðist áhugi fyr- ir íþrótt þessari vera að ná til fleiri manna hér í bænum. Fyrir áramót fór fram keppni í þriðja sinn-um bikar, sem Þórður Björns son gaf.. Sex sveitir tóku þátt í keppiijnni. Hæstar og jafnar urðu sveitir Odds Sigurjónssonar og Sigfinns Karlssonar með 8 stig. í sveit Odds eru auk hans Bjöm Steindórsson, Sveinn Benedikts- son og Óli Ólafsson, í sveit Sig- finns em fyrir utan hann, Rafn Einarsson, Jóhann Magnússon og Ármann Magnússon. Sveitir þess- ar kepptu svo til úrslita og vann sveit Sigfinns. Eftir áramót fór fram tvímenningskeppni, og var keppt um tvær ljósmyndir eftir Björn Bjömsson. Tvímennings- keppnina unnu Þórður Björnsson og Þórður Þórðarson, með miklum yfirburðum. Næstir voru Ármann Magnússon og Jóhann Magnússon. 6 pör tóku þátt í keppninni. Spilað verður áfram í vetur á þriðjudagskvöldum. Þeir sem hafa áhuga á bridge, sem frístunda- gamni, ættu að koma, því svona æfingar bjóða upp á beztú mögu- leika fyrir bridgéspilara til að ná betri árangri. -- . rennbleytti hana og breiddi - yfir skepnuna, síðan dúðaði ég hana í öllum þeim gæruskinnum og á- ; b.eiðum, sem ég gat fundið. Þetta endurtók ég nokkrum sinn- um um nóttina. Ég sá, að kussa hresstist smá saman og undir morgun greip hún i tuggu, sem ég færði henni. Ég gekk s,vo frá öll- um „hjúkrunarvörunum" og lét ekkert á því bera, hvaða lækninga- kúnstum ég hafði beitt. Ég skrift- aði þó fyrir húsónda mínum, er vildi fá að vita hvernig ég hefði farið að því að lækna kussu, því sú varð raunin á, að henni bráð- batnaði og komst hún í 18 merk- ur um veturinn. Síðan hef ég oft beitt líkri með- ferð við kýr, sem ég hef talið vera haldnar sama krankleika. — Dýralækningar þínar hafa kostað þig mikinn tíma og erf- iði. — Já, þetta gat oft á tíðum orðið býsna erfitt. Um eitt skeið voru hér í bænum yfir 100 kýr og svo suðurbæirnir og sveitin með mikinn fjölda gripa. Já maður fékk rnarga vfökunóttina í þessu stússi og þá lítill tími til þess að hvíla sig á daginn. — Var þetta sæmilega launað? — Nei, fyrir þetta fékk ég lít- il sem engin laun en ég tapaði oft mikilli vinnu vegna þess. Seinna fór bæjarsjóður að greiða mér nokkurn styrk. — Jæja, Páll. Nú ert þú í raun og veru eini bóndinn, sem eftir er í Neskaupstað. Ég kalla það ekki bændur, sem stunda búskap í hjáverkum eða jafnvel upp á sport. — Já, það má kanski segja, að svo sé, er miðað er við það, að Skinfaxi Blaðinu hefur borizt 4. hefti 50. árgangs Skinfaxa, tímarits Ungmennafélags Islands. Efni blaðsins er mjög fjölbreytt. Það hefst á greininni „Frjálsir menn, þegar aldir renna.“ Þá er grein í tilefni af sextugsafmæli Jóhann- esar skálds úr Kötlum, eftir rit- stjóra Skinfaxa, Guðmund Gísla- son Hagalín, og birt er kvæði eft- ir Jóhannes. Grein er um Sam- band norræna ungmennafélaga, eftir Stefán ól. Jónsson. Birt er 17. júní-ræða, Á gelgjuskeiði, eft- ir Svavar Sigurbjarnarson í Rauð- holti. G. G. Hagalín skrifar um próf. Richard Beck. Sagt er frá Starfsíþróttamóti Norðurlanda 1959. Vmislegt annað efni er í ritinu svo sem íþróttafréttir, fé- lagsmál, smásaga og skákþátt- ur. Skinfaxi er sérlega vandað tímarit að efni og ytri frágangur er.-til fyrifír^Wí^r. ég stunda landbúskap eingöngu. En nú er maður orðinn það gamall að maður verður að fara að fækka við sig. Annars er nú orðið ólíkt léttara að fást við búskap en var. Vélarnar hafa leyst mannshönd- ina af hólmi og vinna allt það erfiðasta. — Já, Páll. Þótt 70 ár séu ekki langur tími, þá hafa þín 70 ár verið tími mikilla breytinga. — Já, það má nú segja. Mér finnst, að ég hafi lifað þrjár æfir. Fyrst er það bernskan og æskan í torfbæjunum á Glettingsnesi og Kjólsvík, þar sem grútartýran lýsti upp bæinn og barist var þrot" lausri baráttu til þess að hafa í sig og á, og helzta hjálpartækið í þeirri baráttu var lítill árabát- ur. Síðan lífið í litla fátæka þorp- inu í Bakkagerði og frumbýlings- ár mín hér, þar sem véltæknin var að hefja innreið sína. Vélbátam- ir orðnir undirstaðan undir lífs- björginni. Grútarkolan hafði orð- ið að víkja fyrir olíulampanum og raifljósin voru að leysa olíulamp- ana af hólmi. Fátæktin var að vísu gífurlega mikil hjá almenn- ingi, en vonin um, að örbirgðin í þjóðfélaginu væri að þverra og betri og bjartari tímar væru fram undan glæddist óðum. Og þeir tímar komu. Síðustu áratugirnir eru tímar gífurlegra framfara, ekki sízt hvað öll lífs- kjör snertir. Stór skip eru tekin við af litlu mótorbátunum og litlu kotin eru orðin að stórbýl- um, örbirgðin er horfin. — Ég vona, að bæði hér í bæ sem og annarsstaðar á landinu megi þessi þróun halda áfram. Þá vildi ég verða gamall maður. S. Þ. Austurland Kemur út einu sinni í viku. Lausasala kr. 2.00. Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi 1. aprfl. Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT Hf SAGAN AF WASSELL LÆKNI Stórfengleg mynd í eðlilegum litum, bygð á sögu Wasells læknis og 15 af sjúklingum hans og sögu eftir James Hilton. Aðalhlutverk: Garey Copper, Loraine Day. Sýnd laugardag kl. 9. ATTA BÖRN Á EINU ÁRI (Rock-a-bye Baby) Ógleymanleg ný amerísk gam- anmynd í litum. Aðalhlutverk: Jerry Lewis Sýnd sunnudag kl. 3. Sýnd sunnudag kl. 5. DAUÐINN VIÐ STÝRIÐ Mjög spennandi og atburða- rík brezk mynd frá J. Arthur Rank. Aðalhlutverk: Anthony Steel, Odile Versois Sýnd sunnudag kl. 9. Bíll til sölu Til sölu er Chevrolet-fólksbif- reið, 6 manna, model 1951 í góðu ásigkomulagi. Baldvin Þorsteinsson, Sími 84, Neskaupstað. Athugið Vegna flutnings verður tekið á móti fatnaði til 24. febrúar. Allur fatnaður óskast sóttur fyrir 27. febrúar. Efnalaugin Auglýsið i Ausfurlandi k v ik m YTiclasviiing I kvöld kl. 9 verður fræg Sovótkvikmynd sýnd í Bíó. Myndin heitir ,,Fyrsta lestin“ og fjallar um ungt fólk, sem er að hefja landnám austur í steppulöndum Síberiu. Enskur skýringartexti fylgir myndinni. Tónlistina samdi Sjostakovits. Aðgangur kr. 10. Mír-deildin

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.