Austurland


Austurland - 14.10.1960, Blaðsíða 1

Austurland - 14.10.1960, Blaðsíða 1
jlö. tölublað. Máfigagn s é § í a 1 i s ta á Austnrlandi 10. árgangur. Neskaupstað, 14. október 1960. Alþýðusamband Austurlands Starfsemi Alþýðusambands Austurlands befur legið alveg niðri um mörg ár, en s. 1. sunnu- dag var því komið á laggirnar að nýju á fundi, sem haldinn var á Reyðarfirði. Fundarstjórar voru Sigfús Jóelsson, Reyðarfirði og Sigfinnur Karlsson, Neskaupstað. Fundarritari var Guðmundur Bjömsson, Stöðvarfirði. Hannibal Valdimarsson, forseti A.S.l. sat fundinn og flutti fróðlegt erindi um kjaramálin o. fl. Núverandi stjóm sambandsins skipa Bjarni Þórðarson, forseti, Jóhann K. Sigurðsson, ritari, Sig- finnur Karlsson, gjaldkeri, allir bú- settir í Neskaupstað, og meðstjóm endur Guðmundur Bjömsson, Stöiivarfirði og Helgi Seljan, Reyð- arfirði. Varastjórn skipa Einar Guð- mundsson, forseti, Guðmundur Sigurjónsson, ritari, Fanney Gunn- arsdóttir, galdkeri, öll í Neskaup- stað, og Ásbjöm Karlsson, Djúpa- vogi og Valdimar Bjarnason, Fá- skrúðsfirði meðstjómendur. Auk þess eru þeir tveir Austfirðingar sem hverju sinni em í stjóm A.S.l. sjálfkjömir í stjórn A. S. A. Á sambandssvæði A.S.A., en það er Austurlandskjördæmi, munu vera 18 verklýðsfélög og er þess að vænta, að þau verði öll aðilar að sambandinu. Fjárhagsleg undirstaða fjórð- ungssambandsins er sú, að til þess rennur þriðjungur af skatti félag- anna til A.S.I. — Aðild að fjórð- ungssambandinu eykur því ekki eyri við skattagjöld félaganna. En aftur á móti ættu þau að hafa Fógeti skipaður Loks eftir meir en þriggja mán- aða umhugsun tók dómsmálaráð- herra rögg á sig og skipaði í hið lausa embætti bæjarfógeta í Nes- kaupstað. Hinn nýi bæjarfógeti er Ófeigur Eiríksson sem verið hefur fulltrúi og staðgengill bæjarfógetans á Siglufirði. Hefur honum verið veitt embættið frá 1. nóvember að telja. Þar með virðist loku fyrir það skotið, að Tulinius geti orðið amt- maður fyrst um sinn. mikinn hag af starfssemi sam- bandsins, ef sæmilega tekst til. Fjórðungssambandið hefur í hyggju að reka í Neskaupstað upp- lýsingaskrifstofu fyrir sambands- félögin og mun leita þar um sam- vinnu við verklýðssamtökin í bæn- um. Þá er og um það rætt að sam- bandið hafi með höndum erind- rekstur og er ætlunin að heim- sækja öll félögin einu sinni á ári og oftar, ef þörf krefur. Á fundinum á Reyðarfirði var rætt um skipuiagsmál sambands- ins. Einnig var rætt um kjaramál- in og ályktun samþykkt um þau. Er þar m. a. mótmælt árásum rík- isstjómarinnar á kjör og réttindi verkalýðsins. Þá er lögð áherzla á, að í þeim átökum, sem framundan liljóta að vera, verði ati minnsta kosti að vinna upp þá kjaraskerð- ingu, sem orðið hefur að undan- förnu. Þá er sú krafa sett fram, að kjör verkafólks verði að vera það góð, að afrakstur 8 stunda vinnudags nægi til sómasamlegrar afkomu. (f> Þá voru sjómannakjörin á sam- bandssvæðinu tekin til sérstakrar meðferðar á fundinum og ályktun gerð um þau. Mun sambandið leit- Þegar Alþingi kom saman til fundar sl. mánudag, gerðu for- menn þingflokka stjórnarandstöð- unnar, Eysteinn Jónsson og Ein- ar Olgeirsson, landhelgismálið að umræðuefni og kröfðust skýrslu um það. Einnig gagnrýndu þeir harðlega, að utanríkisnefnd skuli ekki fá að fylgjast með málum, eins og heitið hafði verið. Forsætisráðherra, Ólafur Thors varð fyrir svörum og skýrði svo frá, að samninganefndimar hefðu skýrt sjónarmið sín. Annað hefði enn ekki gerzt. Fáum mun þó Ijóst, hvað hefur verið svo á huldu um sjónarmið aðila í þessum mál- um, að margra manna verk væri að skýra það. Það þurfti engan fund að halda til að skýra sjónarmiðin. Það hef- ur svo oft verið gert áður, En hin óákveðna yfirlýsing for- sætisráðherra, svo og það, að ekki skyldi samið áður en þing ast við að samræma sjómanna- kjörin á starfssvaðði sínu. Sérstök áherzla var lögð á þá sjálfsögðu kröfu, að sjómenn fái fullt verð fyrir aflahlut sinn, en eins og kunnugt er, rennur hluti af and- virði hlutarins í vasa útgerðar- mannsins. Síðast en ekki sízt samþykkti fundurinn ályktun um landhelgis- málið. Er þar staðhæft, að með því að taka upp viðræður við Breta um íslenzka landhelgi, sé þver- brotin yfirlýst stefna Alþingis og þjóðarinnar. Skorað er á ríkis- stjórnina, að slíta þegar samn- ingaviðræðunum og semja hvorki vi5 Breta né aðrar þjóðir um landhelgi Islands. Sérstaklega er mótmælt öllum ráðagerðum um að skerða sér í lagi landhelgina fyrir Austur- og Norðurlandi og það talið tilræði við atvinnulíf þessara landshluta. Vonandi verða nú tilþrif í starf- ^ semi sambandsins. En til þess að það megi verða, þurfa félögin á starfssvæði þess að taka höndum saman um eflingu þess. Samband- ið getur orðið félögunum til ó- metanlegs gagns, ef þau gefa því gaum. kom saman, hefur vakið með þjóð- inni nokkrar vonir um að takast muni a3 koma í veg fyrir fyrir- ætlanir stjórnarinnar um að semja um landhelgina. En enginn þarf að draga í efa, að ríkisstjórn- inni var bláköld alvara að semja. Sé einhver í vafa um það, ætti sá hinn sami að rifja upp ummæli stjórnarblaðanna að undanfömu. I sumar og haust hefur rignt yfir ríkisstjórnina mótmælum gegn viðræðunum við Breta og þess krafizt, að ekki yrði hvikað um hársbreidd í landhelgismálinu. Það er þessi mótmælaalda, sem hefur komið í veg fyrir svik til þessa. Þjóðin hefur staðið traust- an vörð um landhelgina svo ríkis- stjórnin hefur ekki treyst sér til a ') fylgja fram yfirlýstri stefnu sinni. Stjórnarblöðin hafa reynt að gera lítið úr mótmælahreyfing- Framhald á 3. síðu. Viðgerð á dráttarbrautinni Nú fer fram stórviögerð á dráttarbrautinni hér í bænum, en hún er sem kunnugt er eign hafn- arsjóðs. Fyrir nokkrum árum varð þess vart, að trjámaðkur var kominn í trén, sem eru í sjó og ágerðust skemmdir af völdum hans ört. Var svo komið í vor, að áhættusamt var að taka upp báta og stærri báturn en 100 tonn varð að vísa frá. Skipt verður um 90 metra af trjám. Nú er notuð eik, en áður var notuð fura. Sextán ár eru nú síðan dráttar- brautin var tekin í notkun og eru það mikil hervirki, sem maðkurinn hefur unnið á þeim tíma. Verði típ hagstæð ætti viðgerð- inni að ljúka um næstu mánaða- mót. Eftir lauslegri áætlun verður kostnaður við viðgerðina um 200 þús. kr. Sjósókn og aflabrögð Lítið var róið síðustu viku vegna óhagstæðs veðurs. Þessa viku hefur aftur á móti verið hæg- viðri og róið dag hvern. Afli hef- ur verið svipaður og áður. Mótornámskeið Seint í september hófst á Eski- firfii mótornámskeið Fiskifélags Islands. Námskeiðið sækja 24 nem- endur og er helmingur þeirra af Eskifirði. Þrír Norðfirðingar eru á námskeiðinu. Karlakór stofuadur Nýlega var stofnaður karlakór hér í bænum og hefur hann æft af kappi að undanfömu og er þess að vænta, að hann láti til sín heyra opinberlega áður en langt um líður. Formaður kórsins er Anton Lundberg, en aðrir í stjórn: Guðni Einarsson, Valgard Jörgensen, Viðar Rósmundsson og Þengill Jónsson. Stjómandi kórsins er Haraldur Guðmundsson. Er baróttan aö bera órangur?

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.