Austurland


Austurland - 14.10.1960, Blaðsíða 4

Austurland - 14.10.1960, Blaðsíða 4
AUSTURLAND Neskaupsfca/3, 14. október 1960. ''' jf' Afnám kotabúskaparins á íslandi Hin síðari ár hefur það verið að koma sífellt betur í Ijós, að eitt mesta mein landbúnaðarins er mis jöfn stærð búanna, og mikill fjöldi smábúa, sem eru svo lítil, að fram- leiðslumöguleikar geta ekki borið þann véltæknikostnað, sem nútím- inn krefst. Þótt jarðræktarlögin, sem nú hafa gilt í áratugi hafi tvímæla- laust átt mikinn þátt í því, að örva framkvæmdir í landbúnaðinum og þar með framleiðslu hans, þá hafa þau ekki reynst þess megnug að leysia þetta vandamál. Á stjórnartímabili vinstri stjóm arinnar var því ákveðið að gera nýtt átak í þessum efnum. Var þá samþykkt viðbót við lögin um landnám og endurbyggingar í sveitum, og með þeim ákvæðum stefnt að þvi. að koma öllum jörð- um í það ræktunarástand, að hafa minnst 10 ha. tún, véltækt að öllu leyti. Var því landnámi ríkisins falin framkvæmd málsins, og hefur verjð unnið að því síðan. Eins og að líkum lætur hefur meginþungi hin9 skipulagslega framkvæmda- I starfs hvílt á herðum Pálma Ein- arssonar, landnámsstjóra, og í tilefni þess að liðin em u. þ. b. þrjú ár síðan það hófst, hefur undirritaður átt tal við Pálma og fengið m. a. eftirfarandi upplýs- ingar um ganginn í starfi þessu og árangur þann, sem þegar er feng- inn. Undirbúningur hafinn Byrja varð á því, að gera nýjar mælingar af öllum túnum á land- inu, til þess að fá nákvæmt yfir- lit um ástand jarðanna eins og . það var. Hefur þetta verið mjög mikið verk, og mest verið fram- kvæmt af héraðsráðunautum und- ir stjórn landnámsstjóra. Er þáð nú svo langt komið að aðeins em ómældar um 900 jarðir. Jafnframt hefur verið gerð áætlun, er nær til - 5157 jarða, og miðast við að fyrrnefndu marki verði náð. Samkvæmt mælingum var rækt- unarástand þeirra þannig í byrj- un. 2084 jarðir höfðu yfir 10 ha. véltæk tún. 1 töflunni eru tví- og fleirbýlis- jarðir, svo og félagsbú talin sem einn aðili, þegar ábúðarhlutar em sammetnir í fasteignamati. Og í þessu koma heldur ekki fram þau nýbýli, sem fyrst hafa verið met- in eftir að gengið var frá fasteigna matinu 1957, en það em öll nýbýli byggð árið 1956 og síðan. Ekki em heldur taldar hér 176 sérmetnar jarðir innan lögsagnarumdæma kaupstaða. Þróunin gengur í rétta átt Taflan sýnir greinilega hvert þróunin stefnir. Jörðum í lægri flokkunum fækkar, en fjölgar í hinum hærri. Ennfremur má benda á það, að þótt til séu í sauðfjár- ræktarhéruðum jarðir með lítil tún, en allstórt bú, er byggjast mest á fóðurbætisgjöf, og beit, þá eru það fyrst og fremst undantekn ingar. Hitt er hin algenga regla að lítilli túnstæiið fylgir lítil bústærð. T. d. voru yfir 400 af þeim jörð- um, er höfðu minna en fimm ha. tún einnig með minna en fimm kú- gilda bústofn. Hvað er eftir að framkvæma? I ársbyrjun 1960 vom 1781 af hinum mældu jörðum ennþá með minna en 10 ha. tún. Ræktunar- þörf þeirrá til að ná markinu mun vera sem næst 6832 ha. eða að meðaltali 3,49 ha. pr. jörð. Ekki er enn vitað um þörf hinna 900 ó- mældu jarða. En sennilega er hún hlutfallslega meiri. Er því auðséð að allmikið verk er óunnið enn. Er það ekki ajfj undra, þegar tekið er tillit til hins stutta tíma og einnig hins mikla undirbúnngsstarfs, er vinna þurfti. En von mun það allra er af heilum hug óska gengis ís- lenzks landbúnaðar, að sem fyrst takist að ná fyrrgreindu marki, og afnema kotabúskapinn á Is- landi. Ásmundur Sigurðsson „Viðreisn" útgerðarinnar 2968 — — 5—10 — — — 1085 — — undir 5 — — — Voru þannig allt að 60% þess- ara jarða með minna en 10 ha. tún cg koma því undir ákvæði lag- anna. En ræktunarþörf þeirra reiknajiist vera samtals 12550 ha. til að ná 10 ha. markinu. Þá eru ennþá ómældar ca. 900 jarðir, en líkur benda til, að all- flestar þeirra hafi minna en 10 ha. tún og komi þvi undir ákvæði laganna. Árangur birtist í vaxandi framkvæmdum Til þess að herða á ræktun þess- ara jarða hefur verið veitt auka- framlag samkvæmt hinum nýju lagaákvæðum til ræktunar á þeim. Hefur það náð til 2124 af hinum mældu jörðum og verið greitt á samtals 3338.2 ha. Þá hefur og verið greitt aukaframlag á þann hluta hinna 900 ómældu jarða, er samkvæmt spjaldskrá Búnaðarfé- lags íslands höfðu minna véltækt tún en 5 ha. Hefur það verið veitt á samtals 644,4 ha. vegna jarða í þessum flokki. Alls hefur þetta framlag því verið veitt á 4032.6 ha. á þessum jörðum öllum. Er greinilegt að ræktunin hef- ur allmikinn kipp tekið og sést það enn betur á því, að af þeim 2124 mældu jörðum, er notið hafa framlagsins hafa 446 komizt yfir 10 ha. markið, og af hinum, er voru fyrir neðan fimm ha., hafa 466 komizt yfir það mark. Aðrar hafa þokazt áleiðis, þótt enn sé nokkuð að markinu enda er tím- inn ekki langur. Þá er einnig rétt að geta þess, a}5 úr þeim flokknum, er var fyrir neðan 5 ha. hafa 56 jarðir fallið úr byggð. Bústofninn hefur vaxið Nú mun margur vilja spyrja, hvort þessar framkvæmdir séu ekki þegar famar að segja til sín í stækkun búanna á þessum jörð- um. Sé tillit tekið til þess, hve timinn er stuttur er tænast hægt að vænta að svo sé í ^orum stíl. Eftirfarandi tafla, tekin upp eftir jarða og ábúðaskrá Landnáms ríkisins sýnir þó verulega breyt- ingu í þá átt, sem án efa má að verulegu leyti þakka þessari starfsemi. Hinar illræmdu efnahagsaðgerð- ir núverandi ríkisstjómar voru fyrst og fremst rökstuddar með því, að koma ætti rekstri atvinnu- veganna á heilbrigðan gmndvöll og gera þeim fært að komast af án styrkja og uppbóta. Og hvemig er nú ástandið í út- vegsmálunum eftir 9 mánaða við- reisn ? Þannig, að útgerðarmenn eru á einu máli um að rekstur útgerðar sé miklu óhagstæðari en áður og að ekki komi til mála að hægt sé að hefja róðra í vetur, nema til komi stórkostleg aðstoð við útgerðina. Það mun koma mörgum á óvart að útgerðin á Suðurlandi, þar sem mönnum hættir til að halda að smjör drjúpi af hverju strái, mun allra verst stödd. Útgerðin hér eystra er áreiðanlega miklu betur á vegi stödd en sunnlenzka útgerð- in almennt. Ekki veiOur aflabresti kennt um ófarir útgerðarinnar. Vetrarvertíð- in var góð og þó síldveiðar hafi gengið illa, er það þó staðreynd, atö svo mikil síld hefur veiðst, að útgerðarmenn eiga ekki rétt á bótum úr hlutatryggingasjóði. Ekki verður heldur skuldinni skellt á verkafólk. Ekki hefur reksturskostnaður hækkað vegna óbilgirni þess. Þrátt fyrir gífur- lega hækkaðan framfærslukostnað hefur kaup þess ekki hækkað og er nú svo komið, að hvergi í ná- lægum löndum býr verkafólk við svo léleg kjör. En hver er þá ástæðan? Ástæðan er einfaldlega „við- reisnin" sjálf. Vaxtaokrið, hinar geysilegu verðhækkanir á reksturs vörum og aðrar „viðreisnar“-ráð- stafanir, hafa komið útgerðinni 4 kaldan klaka. Útgerðarmennirnir mega eins og fleiri sakna vinstri stjómarinnar, þegar allt kapp var á það lagt, að tryggja at- vinnuvegunum starfsskilyrði. Fylgispekt útgerðarmanna við í- haldið ætlar að verða þeim dýr. Ástandið á sunnlenzku útgerð- inni er sagt mjög slæmt. Bátamir eru flestir aðgerðarlausir, margir hafa ekki getað gert upp við sjó- menn eftir síldarvertíðina. Tap- rekstur er almennur og í mörgum tilfellum ekki um annað en gjald- þrot að ræða, verði ekki gerðar sérstakar ráðstafanir. Hér við bætist, að afli er tregur hjá þeim, sem róa. Og þá vaknar spuraingin. Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera til að gera úrgerðinni fært að starfa? Um það er nú flest á huldu og margt bendir til að ráðherrar viti ekki sitt rjúkandi ráð og hafi ekki hugmynd um, hvað gera skal. Þó er vitað um tvær kákráð- stafanir, sem á döfinni eru. í fyrsta lagi er um það rætt að veita lán til síldamótakaupa á síð- astliðnu vori. Mun eiga að nota til þess einhvem huta þess 240 miílj. kr. láns, sem ríkisstjómin nú er að reyna að slá í Bandaríkj- unum út á landhelgina. Um þetta lán má ýmislegt segja. Það er tekið til viðbótar við 800 millj. kr. „viðreisnar“-lánið, sem nú er uppgengið, eða því sem næst. Við valdatöku sína málaði ríkisstjómin með mjög dökkum litum hættuna af erlendri skulda- söfnum og eitt helzta stefnumál hennar var að hætta skuldasöfnun erlendis. En það er öðru nær að svo hafi orðið. Sjaldan hefur Frarflhaid á 2. ðlðu. Fl. Bústærð: Tala jarða í flokki nr. Kúgildiseining Fardagaár Fardagaár Fardagaár 1955—56 1957—58 1958—59 1 Færri en 5 kúg. 500 466 433 2 5— 7.5 — 545 499 442 3 7.6—10 — 795 680 651 4 10.1—12.5 — 798 788 747 5 12.6—15.0 — 720 674 690 6 .15.1—20.0 — 925 1035 1040 7 Yfir 20.0 — 846 1046 1075

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.