Austurland


Austurland - 14.10.1960, Blaðsíða 2

Austurland - 14.10.1960, Blaðsíða 2
AUSTURLÁND Frá degi iil dags Brottflutningur Mikið hefur verið gert úr því manna á meðal, að fólksflutningar eigi sér stað í stórum stíl héðan úr bænum og er ekki laust við að nokkur uggur hafi gripið um sig vegna þessa. Fólksfækkun í bæn- um er líka alvarlegt mál, því ekk- ert skortir okkur eins tilfinnan- lega og fólk — starfandi, þrótt- mikið fólk. Ég hef reynt að glöggva mig á því, hvað hæft er í orðrómnum um stórfelldan brottflutning úr bæn- um. Enn verður ekki um það sagt meið nokkurri nákvæmni, hve margir flytja búferlum, en ljóst er, að þeir verða óvenju margir, sennilega 80-100 einstaklingar sem héðan flytjast á þessu ári. Munu aðeins einu sinni fleiri menn hafa flutt héðan á einu ári, en það var 1955, en þá fluttu héðan yfir 100 manns. Orsakir flutnings Ástæður fyrir því, að menn flytja búferlum, eru mjög marg- víslegar. Alvarlegast er, ef flutn- ingarnir stafa af vonleysi um fram tíð heimabyggðarinnar, af þröng- um hag og atvinnuleysi. Slíkt væri vísbending um, að hætta væri á afturkipp í því byggðarlagi. Þegar litið er yfir lista með nöfnum hinna burtfluttu, verður hverjum manni ljóst, að ekki einn einasti maður flytur vegna þess, að hann komist ekki af og geti vænst betri kjara annarsstaðar. Það hefði líka komið mér mjög á óvart, ef svo hefði reynst, því ég veit, að mjög óvíða hefur almenn- ingur betri möguleika til að kom- ast af en hér. Á listanum yfir þá, sem ætla má að flytji í haust, eru tveir embættismenn, bæjarfógeti og skólastjóri, með stórar fjölskyld- ur, samtals 13 manns. Þá eru líka tveir menn, með jafnstórar fjölskyldur, sem flytja í sambandi við sölu Gerpis. Einnig má sjá þar fimm fjölskyldur, sem hér áttu heima 1-2 ár og fluttu heimili sitt til bráðbirgða. Þessar fjölskyldur telja innan sinna vébanda 24 menn. Á listanum er líka nafn læknis, sem flutti hingað aðeins til skammrar dvalar melð konu og barn. Hér hefur verið gerð grein fyrir 53 „útflytjendum“ og verð- ur það að nægja. Nokkrir flytja vegna breytinga á persónulegum högum. Þó hinir brottfluttu verði marg- ir, er engin ástæða til að líta á flutning þeirra sem merki um að afturkippur ; athafnalífi bæjarins sé í aðsigi. Menn koma líka En það er ekki einungis að menn flytji úr bænum. Ennig flytja menn inn. Um nokkur ár hefur sá hópur, sem inn hefur flutt verið álíka stór og hinn, sem fór. Ekki er hægt að gera sér full- nægjandi grein fyrir því, sem stendur, hversu margir flytja til bæjarins á árinu. En eftir því, sem bezt verður séð, mun hópur „útflytjenda" all- mikið fjölmennari en hópur „inn- flytjenda'í og það svo, að mismun- ur fæddra og dáinna jafnar það naumast upp. Má því búast við að fólki fækki eitthvað hér í bænum á árinu. Uppgangstímar Ég fullyrti áðan, að óvíða kæm- ust menn betur af en hér. Og ég hygg, að ef áfram verður haldið að þjarma að landsmönnum efna,- hagslega, munum við, og aðrir, sem út á landi búum og byggjum af- komu okkar á því, sem sjór og land gefur af sér, betur færir um að standa af okkur hretið, en iðn- verkafólk og ýmsar aðrar greinar verklýðsstéttarinnar í þéttbýlinu. Hér við bætist, að margt bendir til þess, að uppgangstímar séu frapnundan fyrir Austurland, ef þróunin ekki verður stöðvuð af kreppustefnu þeirri sem nú ríður húsum í þjóðfélaginu. Síðar verð- ur ef til vill tækifæri til að leiða rök að því, að uppgangstímar bíði okkar á næsta leiti. Feluleiknnm lokið Fram að þessu hefur Ármann Eiríksson verið munztraður kapt- einn á Austra, enda réttindamað- ur. Það hefur þó aldrei farið dult, Ármann hefur aðeins verið leppur fyrir annan mann, sem kaus að reyna að vega að andstæð- ingum sínum úr launsátri og sýndi í viðureigninni ámóta hugrekki og Björn að baki Kára. En að því leyti misheppnaðist þessi bardaga- aðferð, að engum duldist hver !''g ' drottnaði um borð í Austra. Nú hefur Vilhjálmi skattstjóra vaxið svo ásmegin, að frá og með síðasta blaði gerðist hann ábyrgð- armaður þess sem leiðtogi hvorki meira né minna en 11 ritstjóra. Líklega ber að skilja þetta svo, að Vilhjálmur ætli hér eftir sjálfur að bera ábyrgð á stráksskap sín- um. íhaldið gafst upp Það var mikill vindgangur í íhaldinu hér í bæ um áramótin 1956 og 1957. Nú átti að gera mik, ið. Nú skyldu kommar og Fram- sókn fá að komast að raun um hvar Davíð keypti ölið. Austfirzka íhaldið réð sér erind- reka og kynnti hann fyrir Aust- firðingum sem sprenglærðan ameríkaniseraðan hagfræðing. Flutti hann hingað í ársbyrjun 1957, setti á fót skrifstofu og tók við ritstjóm Þórs. Og nú var hafizt handa við að erja íhaldsakurinn. En illa gekk að koma honum í rækt. Það var einkum illgresi, sem þar spratt og kæfði það hverja nytjajurt, sem þangað slæddist með vindum loftsins. Erindrekinn reyndist líka lítill akuryrkjumaður. Og þrátt fyrir skólanámið vestra hætti honum til að hugsa sjálfstætt, en það er ekki holt fyrir menn í slíkum störfum. Hann sá marga annmarka á störf- um og stefnu núverandi ríkis- stjórnar og var of hjartahreinn til að þegja yfir því, er hann ræddi við fáa menn saman. Páll reynd- ist sem sé ekki eins ameríkaniser- aður og Tulinius reiknaði með. Og „nú er hún Snorrabúð stekk- ur“. Nú er lítið hirt um íhaldsakur- inn. Illgresið fær óáreitt að leggja hann undir sig. Erindrekinn hefur sagt upp vistinni og er fluttur með allt sitt aftur til Reykjavíkur eftir að hafa selt húseign sína hér og bíl. Og Þór virðist dáinn eilífum dauða. Svona fór um sjóferð þá. Aldrei hefur íhaldið verið eins fyrirlitið og rúið fylgi á Austur- landi sem nú. Nýjar vígstöðvar Vmsir gera ráð fyrir að íhaldið sé ekki af baki dottið þó svona tækist til hið fyrsta sinni. En ekki mun því þykja ráðlegt að reyna meir við Norðfirðinga. Sagt er, að íþaldið hafi í huga að koma sér upp bækistöð á Egilsstöðum í þeirri von, . að greiðlegar gangi fyrir það að koma ár sinni fyrir borð þar en hér. Hefur íhaldið haft í frammi nokkra tilburði til að láta til sín taka á Héraði og ná þar ítökum, eins og stofnun sparisjóðs og verzl- unarfélags ber vott um. Vilhjálmur skattstjóri hefur látið Tímann hafa það eftir sér, að sú sé ráðagerðin að láta fulltrúa sýslumanns hafa aðsetur á Egils- stöðum og sé honum ætlað að vera jafnframt erindreki íhaldsins. Á þann hátt eigi að láta ríkið kosta lerindreksturinn á sama hátt og þa;ð kostar erindrekstur Framsóknar- flokksins. En erfitt er að halda úti blaði prentuðu í Neskaupstað, eigi mað- urinn, sem um það á að sjá, heima á Egilsstöðum. Kannske sett verði á fót sýslu- prentsmiðja á EgilSstöðum svo sýslufulltrúinn geti haldið þar úti íhaldsblaði ? Neskaupstað, 14. október 1960. Blöð og tímarit Veðrið, 1. hefti 1960 hefur bor- izt blaðinu. Þetta er alþýðlegt tímarit um veðurfræði gefið út af Félagi íslenzkra veðurfræðinga. Af efni blaðsins skal getið eftir- talinna greina: „Eftirmæli vetrar 1959/60“, eftir Jón Eyþórsson, „Hitastig yfir Keflavík", eftir Jónas Jakobsson, „Strengur fyrir Straumnes“, eftir Pál Bergþórs- son, „Kuldapollar", eftir Ingólf Davíðsson, „Þrumuveður á Snæ- fellsnesi", „Fyrir 5000 árum var mómýri þar, sem nú er Skeiðarár- jökull", eftir Jón Eyþórsson, „Sjaldgæf loftsýn", eftir Pál Berg- þórsson. „Skýjamyndir frá gervi- tungli“, eftir sama og „Sólskin, þurrkur og trjágróður“, einnig eftir Pál Bergþórsson. Margar myndir og linurit til skýringar efninu eru í heftinu. Skinfaxi, tímarit Ú. í., 3. hefti 1960, hefur borizt blaðinu. Meðal greina í heftinu eru þessar: „Eft- irbátur annarra“, „Norræn æsku- lýðsvika“ og „Hurð nærri hælum“. Auk þess eru margvislegar frétt- ir af félagsstarfi o. fl. „Viðreisn44 útgerðar Framhald af 4. síðu. skuldasöfnun verið meiri. Og á skuldasöfnun undanfarinnar ára og þessa árs er sá meginmunur, að fram til þessa hafa flest lánin ver- ið tekin til þýðingarmikilla fram- kvæmda s. s. raforkuframkvæmda, hafnargerða, sementsverksmiðju, áburðarverksmiðju og skipakaupa en nú eru þau fyrst og fremst eyðslulán, aðeins tekin til að éta þau út. Þar eru þjóðinni sannar- lega bundnar drápsklyfjar um mörg ókomin ár. I annan stað er um það rætt, að láta hlutatryggingasjóð hlaupa undir bagga me,5 greiðslu kaups, þó honum beri ekki skylda til þess þar sem ekki var um aflabrest að ræða samkvæmt skilgreiningu lag- anna. En allt er þetta eins og að pissa í skóinn sinn. Það er heldur ekkert leyndar- mál, að stjómarflokkarnir hafa látið sér til hugar koma að skella á nýrri gengislækkun til að „bjarga“ útgerðinni og þrengja enn kosti alþýðunnar. Vissulega mundi það takmark nást, að rýra kjör almennings, en af reynslunni 1950 og 1960 hljótum við að á- lykta, að því meir, sem gengið er lækkað, því meiri verður taprekst- ur útgerðarinnar, en spekulantar og verðbólgubraskarar mata krók mn. ^V»/WW\/V\AA^A/N^\^NA^AAA/VA^/WWWVAA^ Til sölu Af sérstökum ástæðum er nýr herrafrakki (nr. 38) með amerísku sniði til sölu. Upplýsingar í prent- smiðjunni. WWWWWWVAAAAAAAAAAAAAAAAAA/WWWN/

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.