29. júní - 14.06.1980, Blaðsíða 3
Gunnar Proppé, kaupmaður, Þingeyri
Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri, Suð-
ureyri, Súgandafirði
dvalið langdvölum erlendis
þá hef ég fylgst með störfum
hans og veit hann hefur
mestu reynsluna og hæfi-
leikana í starfið.
Pétur er einnig gamall
Vestfirðingur, ættir hans
liggja til Bíldudals, og má
nefna að móðurbróðir hans
var listamaðurinn Muggur.
Ég kýs Pétur vegna hæfi-
leika hans og númer eitt
vegna þess að hann er góður
drengur.“
PÁLL FRIÐBERTSSON FRAM-
KVÆMDASTJÓRI, SUÐUR-
EYRI, SÚGANDAFIRÐI:
„Pétur er reyndastur og
hæfastur þeirra frambjóð-
enda. Hann er af góðu
kunnur erlendis og hefur
hæfileika hina mestu til
starfans. Ég kýs Pétur - og
valið var mér auðvelt.“
idur um Pétur
.. . ii
'Wern kjósa skuli sem æðsta embættis-
'n.k. hefur það háð mörgu landsbyggð-
•'hir eru ekki daglegir gestir þar og því
hn byggða á persónulegum kynnum við
f,ist fyrir þeim, sem kynnst hafa Pétri
J' þeim, sem kynnt hafa sér starfsferil
^aður, maður með góða reynslu og fyrst
l!,ki f framboði.
^d við nokkra vestfirska kjósendur, sem
fétur og spurði þá, hvað valdið hefði
Jlefni. Fara svör þeirra hér á eftir:
mig.
ar og
i’ mér
! stað-
1 Það
§óðir
vel
góða
‘jtarf-
mi og
tessu
f við
^ÍK:
■ F*ét-
J ekki
við
^ann
þá
hefi ég fylgst með honum og
störfum hans. Hann þekkir
vel erlenda þjóðhöfðingja og
starfsvettvangur forseta er
honum vel kunnur af eigin
raun.
Mín skoðun breytist ekki,
hverjir svo sem mótherjar
hans væru. Pétur er hæfast-
ur - hann fær mitt atkvæði.“
RAGÚEL HAGALÍNSSON
VERKAMAÐUR ÍSAFIRÐI:
„Ég ber fullt traust til
Péturs og mér finnst hann
og eiginkona hans bera af
frambjóðendum til þessa
starfs. Ég var ákveðinn strax
í upphafi að kjósa hann og
það breytir enginn þeirri
staðföstu ákvörðun minni.“
Pétur J. Thorsteinsson i ræðustol
á ísafjarðarfundinum
GUNNARPROPPÉ
KAUPMAÐUR, ÞINGEYRI:
„Pétur er góður drengur.
Við vorum skólabræður í
gamla daga og þó ég hafi
ekki haft samskipti við hann
í 40 ár þar sem hann hefur
ANNA HERMANNSDÓTTIR
iSAFIRÐI:
„Pétur hefur bestu þekk-
ingu og mest vit á málefn-
um þjóðarinnar og mér líst
vel á manninn. Ég hef alltaf
verið ákveðinn í að kjósa
Pétur og eftir að hafa séð
hann og heyrt hef ég sann-
færst enn betur.“
REYNIR S. MAGNÚSSON,
HALLSTSÖÐUM, ÍSA-
FJARÐARDJÚPI:
er að kjósa í fyrstal
sinri á ævinni, en það hefur
ekkert vafist fyrir mér hvern
ég ætla að kjósa. Það verður
Pétur - hann er langhæfast-
ur, hefur þekkingu á heims-
málunum af eigin raun og
hefur til að bera þann per-
sónuleika, sem mér finnst
forseti fslands þurfi að
hafa.“
DANiEL KRISTJÁNSSON
TRÉSMIÐUR iSAFIRÐI:
„Pétur er langbestur að
mínu áliti. Hann hefur
reynslu í málefnum þjóðar-
innar inn á við og einnig út
á við. Hann hefur verið góð-
ur fulltrúi þjóðarinnar og
þjónað okkur vel. Mér
finnst vel við hæfi að gera
hann að forseta lýðveldisins
og mun ég stuðla að því
með atkvæði mínu.“
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
HÓLMAVÍK:
„Pétur Thorsteinsson hef-
ur lengstu og mestu reynsl-
una af þeim störfum, sem
forsetinn þarf að ynna ai’
hendi. Persónuleiki hans er
mjög yfirvegaður og hann
hefur einnig til að bera hóg-
værð, sem virðist því miður
vera Þrándur í Götu í bar-
áttunni fyrir kjöri hans. Pét-
ur ber nafn sitt vel, því
hann er traustur sem klett-
ur. Þeir sem hafa átt því
láni að fagna að kynnast
Pétri eru ákveðnir í því að
kjósa hann og ég er einn af
þeim.“
29. júní
Sr. Valdimar
Hreiðarsson,
sóknarprestur,
Reykhólum:
Virðing
lands og
þjóðar
Líf þessarar þjóðar,
íslendinga, hefir löng-
um verið hörð barátta
við óblíð náttúruöfl á
mörkum hins byggilega
heims.
Þessi barátta er ekki
háð með háreisti og
vopnaglamri, ekki er
þeyst til orrustu undir
gunnfánum á glæstum
fákum. Lífsbarátt^ ís-
lenskrar þjóðar er háð í
kyrrþey, niðri við strönd
og fram til dala.
Sjómaðurinn sækir
fang úr sjó, bóndinn
yrkir jörðina og verka-
maðurinn gengur til
sinna daglegu starfa.
Þetta er hlutskipti
flestra íslendinga, að
vinna langan vinnudag
og strangan, þó að ekki
sé allt sett í bækur eða
borið fyrir ljóra fjöl-
miðla.
Pétur Thorsteinsson
kaus sér ungur það hlut-
skipti að vera fulltrúi
íslands í samfélagi þjóð-
anna.
Þessu erfiða starfi hef-
ur hann gegnt af dugn-
aði, yfirlætisleysi og
skörungsskap.
Pétur Thorsteinsson
hefur staðið að margs-
háttar viðskiptasamn-
ingum fyrir hönd ís-
lands, og höfum við not-
ið þar hæfileika hans og
reynslu, þó svo að ekki
hafi ávallt farið hátt.
Það er álit meirihluta
þjóðarinnar, ' að Pétur
Thorsteinsson sé hæfasti
frambjóðandinn til em-
bættis forseta íslands, en
hræðsla við einhver
hugsanleg úrslit valdi
því að menn halda að
sér höndum með fullan
og heilshugar stuðning
við hann. Hér er rniður
farið, og trúi ég því, að
þegar nær líður kosning-
um, og menn taka að
gera sér fullkomlega
ljóst, í hvaða embætti er
verið að kjósa, þá verði
valið ekki erfitt.
Pétur Thorsteinsson
og frú Oddný hafa sinnt
vandasömum störfum
sínum heima og erlendis
með glæsileika og virðu-
leik, þannig að hlutur.
íslands hefur orðið
stærri en ella.
Verði Pétur Thor-
steinsson kjörinn forseti
lýðveldisins íslands,
mun hlutur landsins
stækka enn, og á Bessa-
stöðum munu sitja
glæsileg hjón, er gæta
virðingar lands og þjóð-
ar í hvívetna.