Morgunblaðið - 10.10.2011, Síða 1
MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2011
íþróttir
Körfubolti Keppni í Iceland Express-deild kvenna í körfuknattleik hefst í vikunni. Birna Val-
garðsdóttir spáir í spilin fyrir veturinn og farið er yfir breytingar á liðunum 4-5
Íþróttir
mbl.is
FÓTBOLTI
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Keflvíkingar hafa ekki gengið frá
ráðingu á nýjum þjálfara í stað
Willums Þórs Þórssonar en ým-
islegt bendir til þess að Zoran Daní-
el Ljubicic og Gunnar Oddsson
verði næstu þjálfarar Suðurnesjal-
iðsins.
„Við erum búnir að ræða við þá
Zoran og Gunnar og nú erum við að
skoða stöðuna. Þeir eru tveir fyrstu
kostirnir og við höfum ekki rætt við
neina aðra en þá. Það yrði gaman ef
okkur tækist að fá þá en það er okk-
ar vilji að fá þá til starfans,“ sagði
Þorsteinn Magnússon, formaður
knattspyrnudeildar Keflavíkur, við
Morgunblaðið í gær en hann var þá
að undirbúa lokahóf knatt-
spyrnudeildarinnar sem fram fór í
gærkvöld.
Hvað leikmannamálin varðar
sagði Þorsteinn að verið væri að
semja við þá leikmenn sem væru
með lausan samning en sagði að
menn vildu eðlilega vita hverjir
yrðu þjálfarar áður en þeir tækju
ákvörðun.
Willum inni í myndinni hjá
Grindvíkingum
Grindvíkingar eru einnig í þjálf-
araleit en Ólafur Örn Bjarnason
hefur tekið ákvörðun um að einbeita
sér að spilamennskunni og ætlar
ekki að þjálfa á næstu leiktíð. Ekki
er þó víst hvort Ólafur verður áfram
í herbúðum Grindvíkinga en hann
vill bíða með að ákveða sig þar til
nýr þjálfari verður ráðinn til starfa.
Undir stjórn Ólafs náðu Grind-
víkingar að halda sæti sínu í Pepsi-
deildinni með því að vinna ÍBV í
Eyjum, 2:0, í lokaumferðinni þar
sem Ólafur Örn skoraði fyrra mark
liðsins.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins eru Grindvíkingar með
nokkur nöfn á blaði og eitt þeirra er
nafn Willums Þórs Þórssonar sem
stýrt hefur Keflavíkurliðinu und-
anfarin tvö ár.
Zoran og Gunnar fyrsti kostur
Keflvíkingar hafa rætt við Zoran Daníel Ljubicic og Gunnar Oddsson
Morgunblaðið/Jim Smart
Þjálfari Zoran Daníel
Ljubicic lék með Keflavík.
LANDSLIÐIÐ
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Geir Þorsteinsson, formaður
Knattspyrnusambands Íslands,
vonast til að geta gengið frá
samningi við Svíann Lars Lag-
erbäck í vikunni um að hann taki
við þjálfun íslenska landsliðsins í
knattspyrnu en Ólafur Jóhann-
esson lauk störfum á föstudags-
kvöldið þegar Íslendingar töpuðu
fyrir Portúgölum, 5:3, í frábærum
leik.
„Ég vonast til að geta klárað
málið í vikunni. Það er lítið sem
stendur út af borðinu,“ sagði Geir
Þorsteinsson í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöld.
Eru á villigötum
Skiptar skoðanir eru um það
hvort rétt sé að ráða erlendan
þjálfara og horfa menn þá til
kostnaðarhliðarinnar en vitað er
að erlendur þjálfari er mun dýrari
kostur en íslenskur. Willum Þór
Þórsson, sem á dögunum hætti
sem þjálfari Keflvíkinga, var til að
mynda harðorður í viðtali við Stöð
2 Sport um helgina varðandi ráðn-
ingu á erlendum þjálfara og Heim-
ir Guðjónsson, þjálfari FH-inga,
tók í sama streng. „Ég heyrði
hvað þessir ágætu menn sögðu en
þeir eru á villigötum. Þær tölur
sem þeir nefndu eru alveg út úr
korti. Við erum ekki fara út í neitt
rugl og erum ekki að spenna bog-
ann of hátt,“ sagði Geir.
Heimi boðið að vera
aðstoðarlandsliðsþjálfari
Morgunblaðið hefur áreið-
anlegar heimildir fyrir því að
Heimi Hallgrímssyni, sem nýlega
ákvað að stíga til hliðar sem þjálf-
ari ÍBV, hafi verið boðið að taka
við stöðu aðstoðarlandsþjálfara.
Spurður út í þau mál sagði Geir;
„Það eru ýmsar sögur í gangi.
Ráðning á aðstoðarþjálfara þarf
eðlilega að vera í samráði við
landsliðsþjálfarann og málið er
ekki komið svo langt. Heimir er á
lausu sem þjálfari og hann hlýtur
að koma til greina,“ sagði Geir.
Spurður hvort Lagerbäck hafi
komið fram með óskir um aðstoð-
armann sagði Geir;
„Nei, hann hefur ekkert komið
inn á þau mál og við höfum ekki
eytt miklum tíma að ræða þetta
atriði. En þessi mál koma til með
að skýrast á næstunni,“ sagði
Geir.
Morgunblaðið/Ómar
Aðstoðarmaður Heimir Hall-
grímsson, fyrrum þjálfari ÍBV.
Lagerbäck ráðinn í vikunni
Erum ekki að fara út í neitt rugl, segir formaður Knattspyrnusambandsins
Ólafur Stefánsson, landsliðsfyr-
irliði í handknattleik, er allur að
koma til eftir meiðsli í hné sem hafa
komið í veg fyrir að hann spili sinn
fyrsta leik fyrir danska meist-
araliðið AG Köbenhavn sem hann
kom til frá Rhein-Neckar Löwen í
sumar. Ólafur, sem fór í speglun
hérlendis undir lok ágústmánaðar,
hefur sett stefnuna á að spila næsta
leik liðsins í Meistaradeild Evrópu
sem er gegn franska stórliðinu
Montpellier en það hefur á að skipa
köppum á borð við Nikola Karab-
atic og ljóst að róðurinn verður
þungur fyrir Ólaf og félaga.
„Ég vonast til að vera klár í slag-
inn innan tveggja vikna. Markmið
mitt er að spila gegn Montpellier
þann 23. október,“ sagði Ólafur við
Ekstrabladet. Ólafur segist þó ekki
ætla að fara sér að neinu óðslega en
ljóst er að dýrmætt er fyrir íslenska
landsliðið að hann verði í góðu
standi á Evrópumótinu í Serbíu í
janúar. sindris@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Væntanlegur Ólafur Stefánsson snýr aftur á handboltavöllinn von bráðar eftir að hafa jafnað sig á meiðslum í hné.
Ólafur stefnir
á Montpellier
Guðrún Ósk Maríasdóttir, lands-
liðsmarkvörður í handknattleik,
þarf líklega að gangast undir að-
gerð á ökkla á næstunni. Meiðslin
komu vel í ljós í leikjum Fram við
Alcoa FKC í Evrópukeppni bik-
arhafa um helgina að sögn Guð-
ríðar Guðjónsdóttur, aðstoðarþjálf-
ara Fram.
„Guðrún er meidd og búin að
vera mjög slæm í ökklanum. Það er
eitthvert bein þarna sem ertir lið-
inn. Hún hefur ekkert getað æft og
þarf líklega að fara í aðgerð.
Meiðslin komu upp síðasta vetur og
það var vonast til að þetta myndi
lagast með hvíldinni í sumar en svo
er ekki.
Þetta skýrist eftir helgi,“ sagði
Guðríður. Guðrún Ósk er í lands-
liðshópnum sem leikur í und-
ankeppni EM 20.-23. október.
sindris@mbl.is
Guðrún Ósk
þarf líklega
í aðgerð