Austurland


Austurland - 05.02.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 05.02.1965, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Nes-kaupstað, 5. febrúar 1965. Hvað er í íréttum? Frá Borgarfirði Borgarfirði, 2. febrúar. G.E./B.S. Leiksýning Það hefur verið nokkurn veginn árviss þáttur í fábreytilegu skemmtanalífi hér, að sýndur befur verið 'sjónleikur um hátíða- leytið. Að þessu sinni var sýnd- ur gamanleikurinn Svefnlausi brúðguminri eftir Arnold og Bach, í þýðingu séra Sverris Haralds- sonar. Voru þrjár sýningar og góð aðsókn að þeim öllum og leiknum vel tekið af áhorfendum. Þótt stunduim heyrist kvartað um deyfð yfir félagsmálum hér, hefur þó á hverjum vetri tekizt að færa upp a. m. k. eitt leikrit. Hefur þessi Jeikstarfsemi haft tvíþættan tilgang: í fyrsta lagi að gefa fólki kost á kærkominni skemmtun, jafnframt því að styrkja það félag fjárhagslegaj sem gengizt hefur fyrir þessum leiksýningum hverju sinni, en oftast hefur það verið ungmenna- félagið á staðnum. Áliadans Á þrettándanum var álfadans og brenna í stilltu og góðu veðri. Safnaðist saman allmargt fólk í kringum brennuna bæði mennsk- ir menn og álfar, sem sungu ýun- is álfaljóð og dönsuðu kringum bálið. Þegar brennan var kulnuð, var haldið til samkomuhússins og þar héldu álfarnir áfram söng og dansi um stund. Og er þeir höfðu tekið af sér grímurnar, hófst almennur dansleikur. Þorrablót 22. janúar var haldið þorrablót og þar saman kounið margt fólk. Undir borðum var flutt ýmislegt gamansamt efni, bæði í bundnu og óbundnu máli og mikið sung- ið. Þorrablót hafa verið hér ár- lega um langt árabil og þótt mjög vinsælar skemimitanir, enda fjölsóttustu skemmtanir, sem hér eru haldnar. Burt í atvinnuleit Og nú eru menn farnir að týn- ast að heiman í ýmsar áttir til vertíðarstarfa, eins og vant er am þetta leyti árs. Er ferðinni heitið suður á firði, til Eyja og á Suðurnes, og álíka hópur fer að heiman að þossu sinni og áð- ur. Er þetta hálf öimurlegt at- vinnuástand, að menn þurfi ár- lega að vera langdvölum frá heimilum sínum, bæði fyrir þá, AmXnrlmú IRitstjóri: Bjarni Þórðarson. ; Áskriftarverð kr. 100.00 Kemur út einu sinni í viku. NESPRENT sem að heiman fara og hina, sem licima sitja. En hvað ,er til úrbóta á þessum stöðuun hins árstíðabundna at- vinnuleysis, eins og þetta ástand er svo skáldlega nefnt? Það er sú stóra spurning, ,sem íbúar þessa staðar sífellt leita svars við án teljandi árangurs. Ymislegt kemur þó til álita, sem hægt væri að gera þessum stöð- um til hagsbóta, t. d. að koma á fót einhverjum léttum iðnaði. Tíðarfar Veðrátta hefur verið mjög ó- stöðug, það seimi af er þessum vetri, enda þótt ekki verði sagt, að mikið hafi verið um hörð veð- ur. Snjór var orðinn mikill, en töluvert hefur hlánað að undan- förnu og nokkra undanfarna daga hefur verið veðurblíða. Vegir voru allir orðnir ófærir öll- um farartækjum bæði innan sveit- ar og til Héraðs. Vegurinn til Héraðs hefur verið ófær, síðan fyrir jól og að þeim tíma ófær langtímum saman. Af völduiin1 ótíðar hefur gengið mjög illa að koma burt ýmsum afurðum héðan, t. d. hafa skip, sem áttu að taka hér síldarmjöl og síldarlýsi o. fl., oft orðið frá að hverfa. Undanfarna daga hef- ur þó verið óvenjumikið um skipakomur og 26. og 27. janú- ar voru Katla og Helgafell hér að taka saltsíld. Auk þess voru strandferðaskipin Herðubreið og Esja hér þessa dagana og í dag var skipað út rúmlega 300 lestum af síldarmjöli. —o— Frá Eskifirði Eskifirði, 2. febr. G.E.J./B.S. Síhl — síhl Hingað berst síld af miðunum syðra og bræðsla er hér í fullum gangi. 1 nótt og dag komu hingað eftirtaldir bátar: Krossa- nes með 1400 mál, Steingrímur trölli 1200, Guðrún Þorkelsdóttir 1000, Jón Kjartansson 450 og Snæfugl 500. Mestur hluti síldarinnar fer í bræðslu, en þó er bæði saltað og fryst eitthvað af henni. Smærri bátarnir, Björg, Einir og Jónas Jónasson, eru farnir til Vestmannaeyja á vertíð, en stærri skipin imnnu halda áfram síldveiðum. i | ' í Nýir bátar Sem kunnugt er kom hið nýja skip Krossanes hingað rétt fyrir jólin. Það er 260 lesta stálskip, smíðað í Austur-iÞýzkalandi. Eig- andi þess er Hraðfrystihús Eski- fjarðar -hf., en skipstjóri er Árni Halldórsson. Kristmann Jónsson, útgerðar- maður hefur nú gert samning um sniíði 300 lesta skips, en hann seldi sinn bát, Seley í haust, ein,s og sagt hefur verið frá í blaðinu. Hálka — beinbrot. Varla er fært um fyrir hál'ku og ísingu, enda hafa orðið mörg slys vegna þessa í- haust og vet- ur — fleiri beinbrot á þessum vetri en menn minnast, að áður hafi orðið á jafn skömmum ■ t'ma. Samgöngur á landi hafa verið mjög gloppóttar vegna snjóa, en nú er þó fært til Egilsstaða og fært mun vera um Staðars-karð til Fáskrúðsfjarðar, en hálka kvað vera þar mikil. Iðnskólinn Þriðja bekk Iðnskólans lauk Á dögunum var ég að blaða í bók Stefáns Einarssonar, próf, Austfirzk skáld og rithöfun-dar, sem út kom fyrir fáum imánuð- um. Það fer ekki milli mála, að i bók þessari er samandreginn mikill fróðleikur um austfirzka hagyrðinga og skáld, en það sem einkum vakti athygli anína var, að ekki er minnzt einu orði á suma þeirra, er tvímælalaust eiga sæti á austfirzkum skálda- bekk, og það miklu fremur en sumir þeirra, sem þar eru leidd- ir til sætis. Éig veit, að það er alltaf álita- mál, hvar draga skal mörkin, er velja skal imienn í skáldaflokk. Það er ekki auðhlaupið að skera úr um það svo öllum líki, hvern telja ska-1 skáld og hvern að- eins skáldmæltan eða hagyrðing — eða bara leirskáld. En vinnubrögð þau, sem mér virðist höfundur við haf-a, eru alveg fráleit. Þeir, sem vísu eiga geymda á Landsbókasafni, skulu teljast skáld. Við þá bætir svo höfundur þeim, sem hann hefur spurnir af, og líklega þá helzt þeim, sem næstir hafa verið æskuheioiili hans. Þetta eru austfirzk skáld, en ekki hirt um að grennslast eftir þeim, sem ekkert -er eftir í Landsbókasafni o-g ekki búa í næsta riágrenni við Breiðdalinn. Mér komu í hug allmargir menn, sem mun-du sóma sér með ágætum í skálda- flokknuim1, en ekki hefur verið skipað þar til sætis, en læt mér nægja að nefna tvo, sem báðir áttu heima hér í bæ um langan aldur. Jónas Þorsteinsson var mjög góður vísnasmiður og ágætt ljóð- skáld. Þorsteinn faðir hans var sonur Jens Magnússonar, skálds í Skuggahlíð, og átti Jónas því ekki langt að sækja hagmælsk- una. fyrir jól, og nú er fjórði bekkui’ tekinn til starfa og lýkur um 2C. marz. Nemendur í 4. bekk eru 10. Læknisbústaður Unnið er af kappi í hérað >- læknisbústaðnum og vonazt til, að þeirri byggingu ljúki á árinu. Byggingameistari er Ragnar Björnsson. Allmikið er um byggingar íbúðar-húsa og vinna næg fyrir alla. Þorrablót I þorrabyrjun var haldið hér geysifjölmennt þorrablót, sem l'ram fór með ánægjulegu sniði. Var þorra karlinujn þar veglega fagnað. Blótsstjóri var Guð- mundur Auðbjörnsson, málara- meistari. Fátt eitt mun hafa birzt af vís- um og iljóðum Jónasar. Þó hef- ur sýnishorn af þeim birzt hér í blaðinu. Líklega er ekkert af ljóðmœlum Jónasar á Landsbóku- safni, en ljóðabækur frá hans hendi munu vera í vörzlu afkom- enda hans og ættu þeir ekki að láta undan dragast, að koma þeim á safnið. —Emair Sveinn Frimann var mikill smekkmaður á íslenzkt mál og lipurt ljóðskáld. Einnig skrifaði hann þó nokkrar smá- sögur, sem suimar eru regluleg- ar perlur, fágaðar og ihnitmiðað- ar. Líklega er ekkert af verkurn Einars Sveins í handritasafni Landsbókasafnsins. En nokkuð af þeim hefur birzt á prenti í blöðum og tímaritum. í svipinn m-an ég eftir verkum frá hans hendi í þessum ritum: Skírnir, Sunnudagur, Þjóðviljinn, Eini'- reiðin, Sjómannablaðið Víkingur og Réttur. Til dæmis um að Ein- ar Sveinn var engin-n liðléttingur á sviði smásagnagerðar má geta þess, að fyrir sögu þá, er birt- ist í Eimreiðinni, hlaut hann fyrstu verðlaun í samkeppni við ýmsa snjöllustu smásagnahöf- unda þjóðarinnar og man ég ekki betur en sjálfur Guðmund- ur á Sandi hafi verið einn í þeirra hópi. Er það furðule.gt, og ber ekki vott uim mikla könnun, að dr. Stefáni skyldi sjást yfir slíkan mann. Bók Stefáns er ágæt svo lamgt sem hún nær. En svo mör.g- um skáldum hefur verið vísað frá því að setjast á skáldabekk hjá honum, að til stórra lýta ei' og verður ek-ki úr bætt, nema með nýrri, aukinni útgáfu bók- arinnar, eða viðbótarbindi. K.irkj[an Sunnudagur 7. febrúar: Sunnudagaskóli kl. 11 árdegis. Messa kl. 2 síðdegis. Skáld eða ekki skáid

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.