Austurland


Austurland - 05.02.1965, Blaðsíða 3

Austurland - 05.02.1965, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 5. febrúar 1965. AUSTURLAND / 3 Aðalfundur Sósí- alistafélagsins Sósialistafélag Neskaupstaðar hélt aðalfund sinn mánudaginn U febrúar og var hann mjög vel tóttur. Fráfarandi formaður flutti skýrslu um starf félagsins á síð- asta ári. Var talsvert fjör í starfsemi félagsins. Haldnir voru ra. a. 8 félagsfundir og 7 stjórn- arfundir. Þá var gerð grein fyrir reikn- mgum félagsins og voru þeir samþykktir. Ennfreimur var gerð grein fyrir reikningum Austur- lands, vikublaðs félagsins, og mátti af þeim sjá, að blaðið er rekið hallalaust, en öll vinna við afgreiðslu, innheimtu og ritstjóm er látin af hendi án. endurgjalds. I stjórn fyrir næsta ár voru kosnir: I |; j; Bjarni Þórðarson, formaður Ragnar Sigurðsson, varaform. Hjörleifur Guttormsson, ritari Örn Scheving, gjaldkeri Einar Guðmundsson Stefán Pétursson Baldur Böðvarsson, meðstj. Að loknum aðalfundarstörfui.n hófust umræður um bæjarmál og hafði Bjarni Þórðarson framsögu °S ræddi um fjárhagsáætlun bæjarins, sem í dag verður tekin til síðari umræðu í bæjarstjórn. Siðasta mál á dagskránni var tillaga stjórnarinnar um skipun h manna nefndar til að undir- búa 0g gangast fyrir af hálfu félagsins stofnun samtak Al- Þýðubandalagsmanna í Neskaup- stað. Var sú tillaga samþykkt með öllum þorra atkvæða. Um þessa tillögu, svo og bæj- armálin, urðu fjörugar umræður. Or bæmmi Afmæli. Páll Magnússon, bóndi Þilju- völlum 24, varð 75 ára 2. febr. Hann fæddist á Glettingsnesi í Borgarfjarðarhreppi, en fluttist hingað 1920. Bæjarstjórnarfundur hefur verið boðaður í dag kl. 4. A dagskrá eru m. a. fjárhagsá- ætlanir kaupstaðarins til síðari umræðu. Kjarabætur Pramhald af 1. síðu. 1. jan. 1965. Lækkar þá eftir- vinnuálag úr 60% í 50%^ Verð- ur þá kaup fyrir eftirvinnu ó- breytt að krónutölu, en nætur- og helgidagakaup hækkar jafnt og föstu launin, svo og vakta- áiag. Þessir nýju samningar eru byggðir á júnísamkomulaginu svonefnda. Samningurinn nær aðeins til rikisstarfsmanna, en vafalaust verður samið um sömu kjör fyr- ir bæjarstarfsaienn. Síldarfl utningarnir Framhald af 1. síðu. arflutningarnir auki aflamagnið aieir en nýjar verksmiðjur. Þá firru ætti ekki að þurfa að ræða frekar. Því verður auðvitað ekki neit- að, að verksmiðjurnar á Austur- landi, sem allar eru litlar, geta ekki annað vinnslu afla þess, sem veiðist á Austfjarðamiðum. Á meðan svo er, er alveg sjálf- sagt að reyna að flytja síldina á milli landshluta, eftir því, sem með þarf, til þess að veiðiskipin þurfi ekki að tefjast rrá veiðum uimfram brýnustu nauðsyn. En „frá þjóðhagslegu sjónar- miði“ er áreiðanlega skynsam- legra, að auk afköst verksmiðj- anna á Austfjörðum með bygg- ingu nýrra verksmiðja, eða flutn- ingi verksmiðja úr öðrum lands- hlutum til Austurlands. Sjálft Alþingi hefur lagt sitt af mörkum til að stuðla að síld- arflutningum og er ekki annað að sjá, en þorri þingmanna hafi blindazt af áróðrinum fyrir síld- arflutningunum og sjái ekki ann- að ráð til að nýta þessi auðæfi hafsins, en að flytja aflann langa leið til vinnslu í stað þess vinna hann sem næst fiskimiðunum. Á 22. gr. fjárlaga er ríkis- stjórninni heimilað að ábyrgjast fyrir Síldar- og fiskimjölsverk- simiðjuna hf. 80% af kostnaði við kaup og breytingu á tank- skipi til síldarflutninga. Sök sér er það, að flytja síld að austan til Norðurlandshafna til vinnslu þar, en það er að bíta höfuðið af skömminni, ' ef sjálft ríkisvald- ið aðstoðar við að flytja hráefn- ið utan af landi til Reykjavíkur og annarra Suðurlandshafna, sem eru við gjöfulustu fiskimið ver- aldar. En ríkisvaldið gerir betur. Á sömu fjárlagagrein er ríkis- stjórninni heimilað að ábyrgjast 90 millj. kr. lán til byggingar og endurbóta á síldarverksmiðjum, síldarfiutningaskipum og síldar- urmihleðslustöðvum. Þegar í huga er höfð tregða stjórnarinnar til fyrirgreiðslu við byggingar verk- smiðja, er ljóst, að meginhluti Til sölu Til sölu er 7 tonna Themes Trader vörubifreið, með eða án nýjum 2 V2 tonns krana með krabba. — Hagkvæmir greiðslu- skilmálar. Einnig til sölu gírkassi, 4 gíra, skátenntur, tvískipt drif, ásarnt hásingu cg nýjum fjöðrum, fram- biti með fjöðrum úr Chevrolet ’46. TJppl. gefur Gylfi Gunnarsson, sími 215. i ábyrgðarinnar á að fara til flutn- ingaskipa og aðstöðu til að auð- velda flutningana. Það er mál til komið, að síld- arflutningaáróðrinum linni. Væri annars ekki tilvalið' fyrir frystihúsin á Norður-, Austur- og Vesturlandi, að ráða í sína þjónustu sérfræðinga, er fengju það verkefni að sanna, að frá „þjóðhagslegu sjónarmiði“ væri hagstætt að flytja þorskinn, sem veiðist við Suðurland, austur, norður og vestur? AuglýsiS i Austurlandi Kaupstaðirnir keppa Á sunnudaginn lauk fyrri um- ferð í útvarpsþættinuim „Kaup- staðirnir keppa". Fyrsta þætti í síðari umferð mun verða útvarpað sunnudaginn 14. febrúar. Eigast þar við Norð- firðingar og Haf.nfirðingar. Þátt- urinn mun verða hljóðritaður í Hafnarfirði kl. 5—7 á morgun. Þeir, sem keppa fyrir Neskaup- stað eru hinir sömu og í fyrri umferð, Hjörleifur Guttormsson, kennari, Jón L. Baidursson, sparisjóðsstjóri og Þórður Jó- hannsson, skólastjóri. Fara þeir suður með flugvél á morgun. Odclsskarð hefur verlð ófært frá því um jól. Nú hefur hlánað mikið, og er unnið að því að fá skarðið rutt. fcVVWV^rtAA^AíWVVVWVWVWWWVWWWV* ,VWW/WWWWWWV\^WS/WWWVW\A/WN/V>/WWSA/WWWWWWWWV»»^A/V\AA/WS/WVW'AA — HAPPDRÆTTI SIBS — 1 dag er dregið í 2. fl. Happdrættis SlBS um 1100 vinninga þar af 70 á 5—200 þúsund krónur. Umboðið opið til klukkan 5, en þá lýkur endurnýjun. Örfá’r miðar til sölu. Þórður Þórðarson. Húseigendur Leitið til oklrar, þegar þér þurfið á olíukynditækj- um að halda. Höfum alltaf til ágæta kat'a, brennara og allt, sem tilheyrir. Varahlutir á staðnum. Viðurkennd olíuafgreiðsla. Olíusamlag útvegsmanna SÍMI 33. DELECIOUS-EPLI JAFPA-APPELSlNUR Ný sending. ALLABÚÐ

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.