Austurland


Austurland - 26.02.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 26.02.1965, Blaðsíða 1
Amlurland Málgagn sósialista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 26. i'ebrúar 1965. 8. tölublað. Nýja ílugvélin Myndin hér að olan er af sams konar flugvél og Flugsýn hefar fa: t kaup á til Norðfjarðarflugs- ins. Á minni myndinnj sést inn í farþegarými vé arinnar. Eins og áður hefur verið sagt frá, á hin nýkeypta flugvél að heíja áætlunarflug um miðjan apríl. Dreifing framkvæmdavalds 1 fyrradag mælti Lúðvík Jós- epsson á Alþingi fyrir þings- ályktunartillögu, sem hann flyt- ur, ásamt tveim öðrum þing- mönnum Alþýðubandalagsins, um dreifingu framkvæmdavalds og eflingu á sjálfstjórn héraða. Er þetta í þriðja sinn, sem tillaga þessi er flutt á ALþingi. Lúðvík benti á, að þrátt fyrir óvenju gott atvinnuástand sums staðar úti á landi, hefði ekki tekizt að halda í fuilu tré við þéttbýlið hvað snertir atvinnu- uppbyggingu og fólksfjölgun. Taldi hann þetta að mestu stafa af samþjöppun hins mikla fram- kvæmdavalds á litlu svæði. Lúðvík minnti á nokkrar staðreyndir um samþjöppun framkvæmdavalds. Reykjavík er miðstöð allra fræðslumála .landsins og þangað yrði að fara með allar fram- kvæmdir, stórar og smáar, sem rjiðast á í útj á landi. Ekki er unnt að taka ákvörð- un um lagningu vegarspotta eða byggingu brúa, án þess að leita staðfestinga í Reykjavík, iþar sem yfirstjórn vegamála hefði aðsetur. Skipta ætti landinu í nokkur vegaframkvæmdasvæði, sem væru sem mest sjálfum sér nóg um vegaframkvæmdir. Meðal annarra atriða, sem svipað er farið um og vega- og menntamál, benti Lúðvík á hafn- armál, vitamál, Tryggingastofn- un ríkisins, ýmsa lánasjóði eins og byggingasjóð ríkisins, sem er í höndum Húnæðismálastjórnar. Ræðumaður sagði, að menn myndu án efa hreyfa þeirri við- báru, að slík dreifing fram- kvæ'mdavalds yrði dýrari, en að hafa þetta allt á sama stað. En því til andsvara mætti nefna, að fólkið úti á landi yrði fyrir mjög miklum kostnaði vegna núver- andi ástands. ís LANDFASTUR „Landsins forni fjandi“, hafís- inn, er nú skammt undan Norð- urlandi og landfastur er hann orðinn á Hornströndum. Vonandi nær ísinn ekki að verða landfastur víðar, en nær- vera hans minnir okkur á þá tíma, þegar ísinn lá við land mánuðum saman ár eftir ár við Vestfirði, Norðurland og Aust- urland og tók fyrir siglingar og veiðar. Þó alvarleg ísaár hafi ekki orðið hér síðan 1918, getur alltaf breyting á orðið með þeim geysilegu truflunum sem hafþök af ís hlytu að hafa á atvinnulíf landsins og daglegt líf fólksins. Nýr sendír og FM stöð Nýlega var tekinn í notkun nýr sendir við útvarpsstöðina í Reykjavík miklu orkumeiri og fullkomnari en þar hefur verið um skelð. Svo brá við að þegar sendirinn var tekinn í notkun, breyttust mjög til batnaðar hlusiunarskil- yrði hér í bæ, hvort sem það er hinum nýja sendi að þakka eða einhverju öðru. Var mál að linnti því ófre.rda’ástandi, sem í allan vetur, og raunar miklu lengur, hefur r'kt í útvarþsnotum um austurhluta lanfsins. Þá hcfur blaðið fregnað, að rlveg á nærtunn'. verði sett upo hér í bæ svo.:e‘nd FM-stöð, en manni er sagt að s'íkar stöðvar Fra nh. á 4. síðu. Foreldrodogur Athygli foreldra skal vakin á euglýsingu hér í blaðinu um fior- eld.afund í barnaskólanum. Fundir þessir hafa verið ha’dnir tvo undanfarna vetur og er flestum því kunnugt um fyr irkomulag þeirra, en það er í stuttu máli á þann veg að kenn- arar sitja í kennslustofu, reiðu- búnir að ræða við foreldra í einrúmi hin aðskiljanlegu vanda- mil uppeldis og kennslu. Er þess að vænta að foreldrar noti tækifærið og komi til við- tals, heldur fyrr en seinna. Einmunatíð Mikil veíuíblíða hefur verið hér um slóðir og raunar um allt land að undanförnu. Hér hefuv verið blíðalegn og heiðrikt : marga daga, með lítilsháttar frosti. Héraðsmenn hafa sér það helzt til skemmtunar um þessar mund- ir að aka á bílum sínu'.-n um fjöll og firnindi á hjarni, njóta fagurs útsýnis af fjöllum og heiðum í björtu veðri og virða fyrir sér lifnaðarhætti hreindýranna. Ferð- ir þessar eru flestar farnar á jeppum og litlum fólksbílum. Haft er í flimtingum að kaupmannri læri það fund’ð fé liið fjálglega skrudduverð; að bókhlöðusnobbið biskupsins sé betl af fíniustu gerð; að auðmýktin fylli hin fornu vé, en fyrrum bagall og sverð.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.