Austurland


Austurland - 26.02.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 26.02.1965, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 26. febrúar 1965. Hvað er í Frá Eskifirði G. E. J. — Eskif. 23/2 1965. Utvarpið. Það e.r sama sagan í þeim bæ. Framkvæmdir til að bæta hlust- unarskilyrði okkar sýna sig enn sem fyrr, að vera í öfugu hlut- falli við málæði forsjármann- anna. Nú hlýtur sú spurning ó- hjákvæmlega að vakna, hvort við sem ekki höfum hálf not af rík- isúlvarpinu, getum virkilega ver- ið skyldug til að greiða fyrir af- not þess til jafns við þá, sem hafa þess öll not. Vildi ég gera það að tillögu minni að Austfirð- ingar bindust samtökum og greiddu alls ekki afnotagjöldin að þessu sinni. Fjárhagsáætlunin. Hreppsnefndin hefur gengið frá og samþykkt fjárhagsáætlun ársins 1965. Niðurstöðutölur á- ætlunarinnar eru 9,654 millj. Áætluð útsvör 5,884 millj. og aðstöðugjöld 2,1 millj. Hæstu gjaldaliðlr eru: Verklegar fram- kvæmdir 1,975 millj. og ti,l vega- mála 1 millj. 1 sambandi við áætlunina er rétt að geta þess að fyrirhugað er að reisa fimleikahús yfir sund- laugina og viðbótarálmu við fé- lagsheimilið á árinu. Buisness - Whisky! Eins og greint var frá I út- varpinu á dögunum eru nýafstað- in hér mikil réttarhöld. Tildrög þeirra voru eins og hér skal greina. Hingað kom fyrir u. þ. b. hálfum mánuði hollenzkt saltskip, sem út af fyrir sig er ekkert ó- venjulegt. Hitt þótti aftur með ólíkindum hve gestrisnir þessir ókunnu menn voru. Gamansemi þeirra sögðu menn að hefði náð hámarki þegar þeir kölluðu þessa lokkandi auglýsingu í hátalara: „Buisness - Whisky“. Urðu stað- arbúar vel við og þustu um borð, hver um annan þveran til að taka þátt í glensinu með Hollending- um. Það segja menn, sem stóðu álengdar, að svo virtist sem hver gestur væri leystur út með gjöf- um, þótt menn bæru þær filestir innanklæða, þegar í ,land kom. Nú kom að því að þetta góða skip fór norður fyrir land. Tóku brátt að berast sögur af ýmsum vandræðum, sem skipverjar röt- uðu í norður þar. Ein sagan sagði, að einn skip- verja hefði komið í banka á Ak- ureýri með einhver ósköp af ís- lenzkum peningum til að fá þeim Amlnvlmú Lausasala kr. 5.00 ; Ritstjóri: Bjarni Þórfiarson. ; NESPRENT íréttum? skipt. Þótti þessi gjaldeyriseign grunsamleg norður þar, enda kváðu skýringar á henni hafa verið liálf klaufalegar. Þá skeði það að í Timanum birtist frétt um s'órkostlegt smygl úr hol- lensku saltskipi á höfn úti á landi. Þótti augljóst að liér væri átt við þetta sama skip og, höfnin væri Eskifjörður. Samkvæmt fyrirskipun salísóknara fóru fram réttarhöld hér, þegar skipið kom aftur h. u. b. viku seinna. Stóðu þau réttarhöld í þrjá daga. Hvað okkur Eskfirðinga álirærir Herra ritstjóri! I Austurlandi, blaði þínu, sé ég að þú getur að nokkru bókar Stefáns prófessors Einarssonar um austfirzk skáld og rithöfunda. Ég vildi segja örfá orð um þetta í tilefni af því, sem þú seg- ir bókinni til hnjóðs, því þar ber þegar á misskilningi. Það er ekki Stefán prófessor Einarsson, sem á sök á því, sem þú finnur að bókinni með réttu í vissu sjónarmiði, en að röngu í réttu ljósi. Það er stjórn Sögu- sjóðs Austfirðingafélagsins í Reykjavík, sem gekkst fyrir því að þessi bók var rituð, og það er bezt að segja það strax, að það eru Austfirðingar, sem ekki hafa skeytt því að kaupa bækur út- gáfunnar, svo bún fengi risið undir sjálfri sér. Það er gamalt mál, að þá verður féð magurt, ef fóðrið er ekki nóg, og það er hreinu uppi að halda með það, að við höfðum ekki afl á því að láta gera þessa bók, nerna í þröngum ramma. Við gátum eklci safnað efni fram yfir það, sem fyrir lá í þjóðskjalas. og prent. heimildum sjálfstæðra ýerka. Stefán tók að sér að vinna bók- ina á þessum grundvelli og við gátum1 ekki goldið honum fyrir verkið, nema óveru eina. Við töldum tilgang verksins að lýsa á því mikla fræðiefni, sem fyrir iiggur og snertir austfirzka sögu og menningu. Enginn, sem þekk- ir þetta efni, gat látið sér til húgar koma, að öðruvísi yrði unnið í þessu til að byrja með, eða þessi sýnisbók gæti náð til tæmandi skáldatals á Austur- landi. Bókin átti að vera hungur- vaka í ,,Hungurvöku“ skilningi. Nú þykir mér betra, að einmitt þessi skilningur kemur fram í grein þinni. Þú vilt, að lrér hefði verið betur mettað. Það er að sjálfsögðu hið bezta sjónarmið. Það vildum við líka, en gátum ekki að gert, en töldum geysilega þýðingarmikilli fræðaniðurstöðu náð, að 'kanna Þjóðskjalasafnið ber okkur að gleðjast yfir úrslit- um málsins, þar sem ekkert kom fram í réttinum, sem benti til að hér hafi verið um neitt smygl að ræða. Hins vegar þótti eitthvað athugavert við gjaldeyriseign Hollendinganna og urðu þeir að leggja fram tryggingarfé fyrir hugsanlegri sekt vegna þess. Þá skildist mér að þeir mundu hafa skotið flösku að einhverjum norð- ur þar, og hlutu þeir smá sekt fyrir það. Rétt er að geta þess að lokum að tollgæzla mun hafa verið svip- uð og venjulega í fyrri skiptið, sem skipið kom. í seinna skiptið va:r gæzlan hins vegar mjög ströng, auðvitað af gefnu tilefni. til hlítar í þessu efni. Það hefur Stefán gert með trúmennsku sem við erum honum þakklátir fyrir og við getum ekki farið að biðja afsökunar á því, að gera ekki meira en við getum, og þykjumst vel hafa náð marki. Eftir útkomu þessarar bókar er öllum auðveldara að kanna hið mikla safn austfirzkra ská'd- mennta í Þjóðskjalasafninu, og öllum1 auðveldara að sjá liverju enn þarf að gefa auga, bæði um það, sem orðið hefur og verða mun og þú drepur á, að láta glatkistuna ekki hafa nema sem' minnst af andlegu starfi manna. Það er nefnilega aLltaf í merki- legu samræmi við eitthvað merki- legt. , ! I! Ár og friður á Austurlandi! Benedikt Gíslason frá Hofteigi. SKOGAFOSS Hið nýja vöruflutningaskip h/ f Eimskipafélags Islands hljóp af stokkunum við hátíðlega athöfn sl. laugardag klukkan 11 í Ál- borg Verft í Álaborg og var gefið nafnið SKÓGAFOSS. Viðstaddir af hálfu Eimskipv féil. voru Óttar Möller forstjóri, Einar B. aGuðmundsson hrl. og Viggó E. Maack skipaverkfræð- ingur og konur þeirra. Einnig voru viðstödd Stefán Jóh. Ste- fánsson ambassador og kona hans, og fleiri gestir íslenzkir og danskir. Það var frú Arnþrúður Möller, kona Óttars Möllers for- stjóra Eimskipafélagsins, sem gaf skipinu nafn. M/s SKÓGAFOSS er opið hlífðarþilfarsskip, 2670 D. W. tonn að stærð. Lengd milli lóð- Mna verður 280‘2 og breidd 44‘3. aðalaf'lvél skipsins, smíðuð lijá Burmeister & Wain, verður 3000 hestöfl. Ganghraði er áætlaður 13,9 sjómílur. Smíði skipsins verður Lokið í maí n.k. og það þá afhent Eim- slíipafélaginu. Þegar verður hafizt handa um að leggja kjölinn að systurskipi m.s. SKÓGAFOSS, sem smíðað verður 1 sötmu skipasmíðastlöð. Áæ lað er að smíði þess skips verði lokið um næstu áramót. IVWWWWWWWNA/WWWWWWWWWW/' Efnalaug Norðfjarðar opnar 1. marz. F öndurnámskeid Kvenfélagið Nanna heldur námskeið í föndri um miðjan \ marz. Kennari verður Helga Marselíusardóttir. Þátttakendur gefi sig fram fyrir 7. marz til Guðrúnar Sig- urjónsdóttur, sem veitir allar nánari upplýsingar. Stjórnin. )WWWWW^VWWWWgWVVWWW>/WVWVtfWWVWWWWS/WWWWWVVWW'/'/WWWV V Frá Sjúkrasamlaginu Samlagsmenn eru minntir á að greiða iðgjöld sín skilvís- ; lega. ! i Þeir, sem enn eiga ógreidd iðgjöld frá árinu 1964, eru ; beðnir að gera skil hið allra fyrsta, svo komizt verði hjá inn- heimtuaðgerðum. Gjaldkeri. ‘’VWAA/W^^^^^WWVWWWWVWWVWNAAAAAAAAAA/WVWWVWVWWWVVWWWWWytfVVW Bréí til blaðsins /W

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.