Austurland


Austurland - 19.03.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 19.03.1965, Blaðsíða 2
2 Neskaupstað, 19. marz 1965. AUSTURLAND r — STIKLUR — HEIMSFRIÐI ÓGNAÐ Síðasta áratuglnn hafa Banda- ríkjamenn háð íhlutunarstyrjöld í Suður-Vietnam, sem á engan sinn líka í sögu eftirstríðsáranna. Ekkeht s'tríðsævintýri þeirra á þessu skeiði hefur átt jafn fáa forsvarsmenn meðal vestrænna blaðamanna þeirra, kannski að frátaldri hinni misheppnuðu inn- rás í Svínaflóa á Kúbu vorið 1961. Enn einu sinni rarnba þeir á barmi kjarnorkustyrjaldar, og eins og endranær í nafni varnar- baráttu fyrir frelsi og lýðræði. Hvergi hefur það skálkaskjól þó verið jafn kátbmslegt, jafn al- gjör farsi, og í hinni „skítugu" styrjöld þeirra gegn skæruliðum í v frumskógum Suður-Vietnam, svo notað sé algengasta lýsingar- orð bandarískra stórblaða um þá herferð. Málstaður bandaríkja- stjórnar í stuðningi hennar við gerspilltar og fallvaltar einræðis- stjórnir í Saigon er svo lélegur, að fulltrúar hennar eiga orðið fullt í fangi með að skýra hann og verja á sjálfu bandaríkja- þingi. Itrekaðar ofbeldisárásir bandarískra og suðurvíetuamskra flugvéla á herstöðvar, hafnarbæi og iðjuver í Norður-Vietnam síð- ustu vikur hafa bætt gráu ofan á svart, torveldað alla möguleika á friðsamlegri lausn og stóraukið líkurnar fyrir því, að til átaka kunni að draga, sem varla yrðu takmörkuð við Suðaustur-Asíu eina. Takist að forða því, er ein- hverjum öðrum en Bandaríkjun- um fyrir að þakka. BLAÐAUMMÆLI Það er ömurleg staðreynd, en þarf þó kannski ekki að koma mönnum mjög á óvart, að ís- lenzku borgarablöðin skuli enn taka upp hanzkann fyrir banda- ríkjastjórn eftir síðustu óheilla- skref hennar og lepja upp barna- legan áróður hennar til réttlæt- ingar árásunum á Norður-Viet- nam. Þannig birtu Tíminn og Morg unblaðið ritst j órnargreinar þegar eftir fyrstu árásarhryðjuna í febrúar, þar sem aðgerðir Bandaríkjamanna voru réttlættar og taldar mjög eðlilegar. í fjöl- mörgum bandarískum og evrópsk- um borgarablöðum hefur þó kveðið við annan tón, og síðan hafa áðurnefnd blöð íslenzk reynt að draga í land, þótt í litlu sé. Þannig ritar forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson í Reykjavík- urbréfi (Mbl. 7. marz): „Opið er nú um það talað, að átökin í Viet Nam kunni að leiða til kjarnorku- styrjaldar. — Ekki vegna þess, að slíkt vaki fyrir aðilum, heldur geti svo farið, að þeir ráði ekki lengur við atburðarásina. Banda- ríkjamenn segja, ,að Johnson for- set.i þeirra hafi aldrei fyrr lent í þvílíkum vanda ... Bandaríkja- menn sjálfa greinir á um hvað gera skuli. Sumir telja Johnson forseta. fara of óvarlega". Ekki treystir Bjarni sér þó til að leggja á það sjálfstætt mat, en reynir að koma sökinni yfir á „Kínakomma". Var sosum ekki við burðugri sagnfræði að búast frá hans hálfu. iilVER RAUF SAMNINGA? Vegna síendurtekinna falsana bandankjastjórnar um orsakir og gang borgarastyrjaldarmnar í öuöur-Vietnam, er nauósynlegt aö rifja hér upp nokkur atriói þar að lútandi. ivreó hmum mihla osigri 1'raKha í orusvunm viö T>ifcn Bien rnu vorio iyo4 lauk nær 90 ára nýienduyiirdrottnun þeirra í hinu svoKailaö'a Indó- kina. Um svipaó leyti hófst í Genf ráðstefna til að fjalla um framtíð þiessara landssvæða, en aö heruni stóðu m. a. Bretland, i’rakkiand, Sovétríkin og Kina, svo og fulltrúar indókínversku ríkjanna, sem síðan undirrituðu hið svokaliaða Geníarsamkomu- lag. Um tíma tóku einnig fulltrú- ar Bandarílíjanna þátt í ráð- stefnunni. Um samkomulag þetta og ástæðuna fyrir skiptingu Viet- nam í tvo hluta, segir brezka borgarablaðið Observer í síðasta mánuði: „Vietnam átti að sam- eina eftir frjálsar kosningar; Laos og Kambodja að verða sjálf- stæð og hlutiaus. Öli aðiidarrlkin í Genf skuldbinda sig til að senda ekki herlið til heimshlutans. John Foster Dulles neitar að undirrita af liálfu Bandaríkjanna. 1955: Eftir að Suður-Vietnam neitar að láta kosningar fara fram, er staðfest bráðabirgða- skipting landsins milli Ho Chi Minhs í Hanoi og kaþólska þjóð- ernissinnans Ngo Dinh Diems í Saigon Diemstjórnin var ger- spillt og hlynnt vestrinu. Dulles sendir lið og hergögn til að stappa í hann stálinu“. — Það var því fyrst eftir að Diem ein- ræðisherra neitaði með fulltingi Bandaríkjanna að standa við gerða samninga, sem skæruliðar Vietcong hófu vopnaða baráttu gegn stjórn hans. VAXANDI ÍHLUTUN Hin illræmda einræðisstjórn Diem-klíkunnar, sem sat að völd- um í Saigon í átta ár, naut frá byrjun mikils hernaðar- og fjár- stuðnings frá Bandaríkjunum. Kostnaður Bandaríkjanna vegna styrjaldarrekstursins þar nemur nú samkvæmt vestrænum heim- ildum 2 milljónum dollara á dag (ca. 86 millj. ísl. kr.). Það fé, sem að nafninu til skyldi efla at- vinnuvegi landsins og bæta hag almennings, rann hinsvegar nær óskipt í vasa Diem-klíkunnar og gæðinga hennar, og mun nú drjúgan hluta af þeim fúlgum vera að finna á einkainnstæðum í svissneskuim bönkum. Flestum vestrænum fréttariturum ber saman um, að 1 Norður-Vietnam hafi efnahagslegri uppbyggingu og hag aimennings fieytt íram, hægt en örugglega, á meðan kjör aimennings i tí-Vietnam haii aidrei bágari verið en í dag. Frá ánnu 1960 heíur skærulið- um miðað æ betur í baráttunni og ráða þeir nú yfir meir en % hiiutum landsins, en að sama skapi hefur hernaðaríhlutun Bandaríkjanna vaxið. Samkvæmt upplýsingum í nýútkominni „Hvítbók” bandaríkjastjórnar eru nú 27 þúsund bandarískir her- menn og hernaðarsérfræðingar í landinu auk 7. flotans og flug- vélamóðurskipa úti íyrir scrönd- um þess, Unnið er að því að fjölga í her Saigon-stjórnar upp í 650 þús. manns, en samkvæmt sömu heimiid ráða skæruliðar yíir aðeins 32 þús. manna fasta- iiði auk óbreyttra stuðnings- manna meðal almennings. Um ástæðuna íyrir hrakfórum stjórn- arhersins, þrátt fyrir þennan gíf- urlega liósmun, segir danska blaðið Iniormation, sem hlynnt er Nato, þann 9. febr. sl.: „Þar se;m þó nokkrir öldungadeildar- menn úr flokki Johnsons hafa spurt, hvaða frelsi það sé, sem Bandaríkin standa vörð um í Suður-Vietnam, þá er líklega öðrum heimilt að bera fram sömu spurningu. Staðreyndin er, að bændurnir í Suður-Vietnam eru hollari Vietcong en hinum sí- breytilegu stjórnum í Saigon og bandarískum „verndurum“ þeirra. Undirrót vandræðaástandsins er að finna í kviksyndinu í Saigon ... Klíkan sem safnazt hefur kringum Kanh í fíaigon, munað- arseggir sem lifa í vellystingum, láta sér á sama standa um bænd- ur og verkamenn. Þeir eru ekki fulltrúar fólksins... Það getur ekki verið að verja frelsið í þessu landi að verja þetta ástand“. SAMNINGAR EÐA STÖRSTYRJÖLD Tilraunir banda.ríkjastjórnar til réttlætingar árásum sínum á Norður-Vietnam eru næsta furðu- legar. Eftir að þeim er ljóst orðið, að vígstaða þeirra í bar- áttunni við skæruliða og almenn- ing í Suður-Vietnam er vonlaus, staðhæfa þeir skyndilega, að skæruliðarhir séu ekki annað en skipulagðar hersveitir frá Norð- ur-Vietnam, og hefja fyrirvara- lausar árásir á nágrannaríkið í norðri. Um þetta atriði segir vestur-þýzka blaðið Siiddeutsche- Zeitung: „Hlutur Norður-Viet- nam að borgarastríðinu er alls ekki kominn undir því, hve mik- ið er sent af vopnum og vistum suður frá Hanoi. Megnið af vopn- um Vietcongs kemur, eins og Bandaríkjamenn vita mæta vel, frá suðurvietnömskum liðhlaup- um eða hafa verið tekin her- fangi“. Aðrar heimildir gizka á, að aðstoð Norður-Vietnam við skæruliða í vopnum og vistum sé í hæsta lagi einn táundi hluti af því, sem þeir þarfnást. . Innan Bandaríkjanna sjálfra sem og annars staðar fer and- staðan gegn gerræði stjómarinn- ar í Washington dagvaxandi. Gott dæmi um það er ritstjórn- argrein í bandaríska stórblaðinu New York Times frá 22. febr., en þar segir m. a. : „Auðvitað halda margir því fram, að Bandaríkin megi hvort sem er til með að heyja kjarnorkustyrjöld við Kína áður en lýkur, og bezt sé að láta skerast í odda nú, meðan yfir- burðir okkar í vopnabúnaði og árásartækjum eru eins miklir og ra.un ber vitni. Þetta eru sömu mennirnir og leiddu fyrir áratug nákvæmlega sömu rökin að því, að Bandaríkin ættu ekki að draga stundinni lengur að varpa kjarn- orkusprengju á Moskvu ... Það eina sem vit er í, er að kanna, hvaða möguleikar eru á að fylgja eftir frumkvæði U Thants, aðal- framkvæmdastjóra, og de Gaulle hershöfðingja um að koma á samningaviðræðum í því -skyni að gera Vietnam og alla Suðaustur- Asíu að hlutlausu svæði... Að senda hundruð þúsunda Banda- ríkjamanna út i endalaust fruim- skógastríð, eða jafna iðnaðarmið- Framh. á 3. síðu. Frá Gagnfræða- skólanum Laugardaginn 13. marz var haldinn foreldrafundur í Gagn- fræðaskólanum. Fundur þessi var einkum ætlaður þeim foreldrum, sem nemendur eiga í 2. og 3. bekk skólans. Þrátt fyrir, að rækilega væri til fundarins boðað, mættu fulltrúar fyrir aðeins um 30% nemenda í þessum bekkjum. Þess má geta, að samkvæmt skýrslum eru samsvarandi tölur um foreldrafundi við Reykjavík- urskólana 70'—85%. Full ástæða er til að hvetja foreldra til að mæta betur á þessum fundum, því foreldrafund- ir geta áreiðanlega verið bæði foreldrum og skólanum til mikils gagns. Aðalumræðuefni fundarins var framhaldsnám í gagnfræðaskól- um að loknu skyldunámi. Bent var á þá staðreynd, ,að kröfur um menntun eru sífellt að aukast og alltaf fjölgar þeim sérskólum, sem gera landspróf, miðskólapróf eða gagnfræðapróf (úr 4. bekk) að inntökuskilyrði. Einnig er það mjög algengt að miðskólaprófs eða gagnfræða- prófs sé krafizt við ýmis þau störf, sem annars útheimta enga sérmenntun. Það er því tvímæla- laust, að þeir sem hafa þessi próf, stánda að ýmsu leyti betur að vígi í lífsbaráttunni en þeir, sem aðeins hafa lokið skyldu- námi. É|g vil því eindregið beina þeim tilmælum til foreldra, að þau hvetji böm sín til að bæta a. m. k. einu ári við, er skyldu- námi lýkur. Skólastjóri. L.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.