Austurland


Austurland - 19.03.1965, Blaðsíða 3

Austurland - 19.03.1965, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 19. marz 1965. AUSTURLAND Gömlu mennirnir vid Iiaíið Hiun 25. fehrúar s. 1. vorum við komnir saman, fjórir m,enn, á Flókagötu 27 í Reykjavík. Þetta var stjórn Sögusjóðs Aust- firðingafélagsins í Reykjavik, en hún hefur staðið fyrir útgáfu starfsemi sjóðsins • undir forustu Halldórs Stefánssonar', jfyrrvi. alþm., og víst vorum við, sem oft áður, á heimili hans. Verkefnið var nokkuð frábrugðið því sem lengst hafði verið. Nú var fyrir hendi að leggja upp laupana, svo ssm sagt er, þegar eitthvað er á enda kljáð. Það var á þeim dögum, sem nokkrum mönnum, sem áttu heima í Reykjavík, þótti sómi að því, að eiga uppruna sinn á Aust- urlandi, að þeir höfðu með sér félagsskap til þess að minnast ættbyggðar sinnar. Þeir höfðu með þessu starfi safnað nokkru fé, og um það leyti, sem ég kom til Reykjavíkur, var vaknaður mikill áhugi með þessum mönn- um á því, að nota þetta fé til að hrinda af stað austfirzkri sögu- ritun og var því stofnaður Sögu- sjóður Austfirðingafélagsins með þetta verkefni í huga. Var ljóst 'að þessa var hin mesta þörf og fallega í samræmi við menninga- líf austfirzkra manna í Reykjav. Pjárhagur manna um land allt hafði rýmkað og kom meðal ann- ars fram í aukinni útgáfu bóka. eigi síst um söguleg efni. Nú var kosin stjórn sjóðsins, og hennar fyrta verk var að fara til Akur- oyrar og leita samráðs og sam- bands við Austfirðingafélagið þar og fór það allt með ágætum. Ut- g'áfunni var hrundið af stað 1947, og kom fyrsta bókin út þá um haustið. Það sakar ekki að geta þess„ að þeir menn sem hér áttu hlut að máli, voru allir bundnir störfum og hér var því aðeins um hjáverk að ræða. Erfiðleik- arnir og hálfgerður dauðadómur á þessu starfi, létu ekki á sér standa og seldust ekki bækurnar og féð sat fast, og var þá sjálf- dregið úr starfseminni, og skal ekki frekar um rætt. Nú var yfir þetta að líta sem unnizt h,afði sex bókum höfðum við komið út, og meiripartur þeirra voru út- gáfubækur annara bókaforlaga. Einn af okkur hafði svo tekið sig til, að koma út Ættum Austfirðinga eftir prófast Einar Jónsson á Hofi, sem frekast mátti telja verkefni austfirzkra fræða, og var þess vegna allt í einum anda unnið. Lokahríðin í þeirri útgáfu stendur enn yfir og verða 7 bindi auk registurs. Var nú hér yfir nokkuð að líta, og vitaskuld með fullri hógværð um það, hvar við vorum staddir í þessu mikla verkefui. Nokkuð af óseldum bókum, I. II. og III- bindi, á sögusjóð- urinn, en útgáfa Ættanna á sig sjálf að öllum bindum, og verður mikið af bókum afhent Austur- landi, þegar upp er staðið, ef þar verður nokkur til að taka á móti þeim. Og nú vorum við, þarna við hafið, hinir gömlu menn, við Halldór Stefánsson og Jón Ólafs- ison og auk þess Bjarni Vil- hjálmsson, sem ungur afreks- maður af útgáfu þjóðsagnanna, en sem því miður hefur kennt lasleika undanfarið. Fimmti mað- urinn í stjórninni er Sigurður Vilhjálmsson á Seyðisfirði, en vegna fjarlægðar hefur hann lít- ið komið hér við sögu. Útsýn okkar í þessu máli var hin sama og áður, en engir til að taka við af okkur. Við höfð- um meira og minna komið hér við sögu s. 1. 20 ár, og nú kvödd- um við hver annan með þakklæti fyrir samfylgdina þessa löngu leið og horfðum út á hafið. Við komum þar ekki aftur í þessu hlutverki, en Austfjarðasaga verður stundum að koma við á Flókagötu 27. Benedikt Gíslason frá Hofteigi. Voráœtlun LOFTLEIÐA Hinn 1. apríl n. k. hefst vor- áætlun Loftleiða, en með henni fjölgar áætlunarferðum milli Is- lands og annarra Evrópulanda úr 10 vikulegum í 14 ferðir fram og til baka, en Bandaríkjaferðunum úr 5 í 14. Sjö vikulegar ferðir verða milli íslands og Luxem- borgar, en þær verða farna.r með hinum nýju Rolls Royce flugvél- uim félagsins. Cloudmasterflug- vélarnar verða sem fyrr í förum milli íslands og hinna Norður- landanna fjögurra, Stóra-Bret- lands og Hollands. ( Voráætlun Loftleiða gildir til 17. maí, en þá hefst sumaráætl- unin, en með henni verður sú að- albreyting að eingöngu Rolls Royce flugvélar verða í förum milli Bandarikjanna og íslands. Á tímabilinu frá 1. apríl til 31. maí, bjóða Loftleiðir hin hag- stæðu vorfargjöld milli íslands og annarra Evrópulanda, en sú lækkun nemur um 25% frá venjulegum fargjöldum, en flug- félögin hafa tekið upp þessi far- gjöld í því skyni að auðvelda við- skiptavinum sínum að njóta vor- og sumarveðráttu í sólríkum löndum. Er þessi árstími íslend- ingum af ýmsum öðrum ástæð- um mjög heppilegur til ferða, og fjölgar þeim mjög árlega, sem vilja njóta sumars hér heima en ferðast vor eða haust til að sækja sér sumarauka. Gert er ráð fyrir að í vor og suimar verði nokkrar hinna 5 Cloudmasterflugvélar Loftleiða notaðar til leiguferða. Hefir þeg- ar verið samið um allmarga.r ferðir, en fleiri eru ráðgerðar. Mikil aukning verður á flugliði Loftleiða vegna vor- og sumar- starfseminnar, og er t. d. gert ráð fyrir að í sumar verði um 170 flugfreyjur starfandi hjá félaginu. — STIKLUR — Framh. ai 2. síðu. stöðvar og hafnir Norður-Viet- nam við jörðu með loftárásum, væri leiðin til blóðbaðs á henns- mælikvarða frekar en „sigurs , sem hvorugur aðili getur nokkru sinni unnið með vopnavaldi . Frá því þetta var ritað í N.Y.T., hafa Bandaríkjamenn enn hert árásir sínar á Norður-Vietnam, og stefna þannig með hverjum deginum sem líður framar á brún hengiflugsins. Tek saum Björg Helgadóttir, Miðgarði 12. Sími 270. Egilsbúð GLETTUR OG GLEÐIHLÁTRAR Ný amerísk skopmyndasyrpa með frægustu gnnleikurum fyrri tíma, svo sem Charlie Chaplin, Gög og Gokke o. fl. — Sýnd föstudag kl. 8 og sunnudag kl. 5. DANSLEIKUR laugardag kl. 10. — Gömlu dansarnir. — Lalli, Olli og Baddi leika fyrir dansinum. KATI-KALLI Bráðskemmtileg bamamynd, sýnd á sunnudag kl. 3. hvíta höllin Dönsk kvikmynd í litum með Ebbe Langberg, Malene Sehwarts, Ove Sprogöe o. fl. Sýnd sunnudag kl. 9. — Appelsínur EPLI — PERUR ALLABÚÐ Norðfirðingar Munið Skíðagönguna. Gengið frá Gagnfræðaskólan- um laugardag kl. 3—5 og sunnu- dag kl. 2—4. Trúnaðannaður. Jusíurlmd Lausasala kr. 5.00 Ritstjóri: Bjarnl Þórðarson. NESPRENT ^**^**************' Frá Gagnfrœðaskólan- um í Neskaupstað Ákveðið er, að 4. bekkur verði starfræktur við skólann á næsta skólaári. Einnig mun 3. bekkur starfa í tveimur deild- um, þ. e. alm. miðskóladeild og landsprófscjeild. Æskilegt er, að umsóknir um skólavist berist hið fyrsta. Skúlastjóri. /

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.