Austurland


Austurland - 22.04.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 22.04.1965, Blaðsíða 4
AUSTURLAND Neskaupstað, 22. apríl 1965. r Armann Halldórsson ÍSASKRAF - . . • i ■ Eftir frásögn Halldórs Ármanns- sonar, Snotrunesi Vorið 1886 fluttust foreldrar mínir frá Rauðholti í Hjalta- staðaþinghá í Snotrunes í Borg- arfirði. Tveim árum síðar fæddist ég.. É|g man því ekki ísaárin á þessum áratug, en heyrði margt frá þeim sagt. 1887 var ís. Hann kom um vorið nokkuð snemma, held ég, og fór ekki fyrr en um höfuðdag. Þá voru hjá föður mín- um tveir aðkomumenn og reru á litlum báti um sumarið, eiginlega séttu. Oft þrengdi ísinn svo að þeim, að þeir urðu að leggja að spöngunum, kasta fiskinum upp, tosa bátnum upp á eftir, og draga hann yfir jakann og sjósetja á nýjan leik -—• stundum aftur og aftur. Annar maðurinn var að sunnan, Einar faðir Sigurðar heitins í Merki. Hann kvæntist í Borgarfirði og settist þar að, og er margt manna frá honum kom- ið í Borgarfirði og viðar nú orð- ið. Hinn var vestfirzkur og hét Jens og kona hans Ólöf. Þau voru um veturinn á Nesi, en fóru svo vestur. Það var selur á þessum ís, út- selur, stór nokkuð, brúnskjóttir á lit þeir stærstu, sagði pabbi, á þyngd við naut, miklir slöttólfar. Selurinn hélt sig aðaillega á ytri hrún íssins, en það bar við, að stórar spangir snerust fyrir vindi eða straumi og bar að landi með selnum á landmegin. Þá fóru all- ir, sem vettlingi gátu valdið út á ísinn með barefli, tilhöggnar rót- arspýtur æði langar eða bara járnkarla, og rotuðu selina. Þeir voru ekki varir um sig í fyrstu, en leituðu undankomu, þegar þeir skynjuðu hættuna. Þá gátu þeir borað sér niður um ótrúlega þröngar smugur. Þeir voru rotað- ir, og helzt þurfti að skera þá strax, annars gengu þeir aftur, jafnvel þó hauskúpan væri lösk- uð. Þá risu þéir upp á endann, hvæstu og voru illir viðureignar. Karlmenn óðu um ísinn og rot- uðu, eins og þeir ættu lífið að leysa, en kvenfólk og unglingar drógu skrokkana saman í kasir eða upp í fjöru. Éig man, að Jón bróðir minn sagði mér, að hon- um hefði þótt lítið til koma að standa í seladrætti með kven- fólki. Hann vildi heldur rota, en Ný dráttarbraut SÍippnefndin, sem fór til Reykjavíkur til að vinna að drátt- arbi autarmálinu, kom heim rétt fyrir páska., Á|iveðið hefur verið, að hér skuli gerð ný dráttarbraut. nnvirkið hefur verið teiknað og kostnaðaráætlun gerð. gerði Verkfræðiskrifstofa Sigurðar Thoroddsen. Heildar- •aður er áætlaður 17.6 millj. kr. mið hefur verið við pólska firmað Cekop um smíði sleð- og alls tækniútbúnaðar, að tilskildu samiþykki bæjar- nar. Á sá útbúnaður að kosta um 6 millj. kr. og lána Pól- r 60% af sínum hluta kostnaðar til 6 ára. nkaupastofnun ríkisins hefur tekið að sér að kaupa inn ur í undirstöðu. Verður það harðviður, sem á að standast aðkinn. málið má segja þetta til viðbótar: lverjar afhenda sínar vörur í pólskri höfn á tímabilinu 1. ■2. maí 1966. amkvæmdir hér heima geta hafizt í ágúst eða september, r timbrið í undirstöðurnar er komið. n nýja dráttarbraut verður allfrábrugðin því, sem áður r tíðkazt. Byggist það heizt á því, að skorðuútbúnaður sleð- er vökvadrifinn. Við það verður öll vinna léttari og út- tir færri menn. /ja brautin verður rétt vestan við þá gömlu, sem verður æf á meðan á gerð nýju brautarinnar stendur. nýja slippinn á að vera hægt að taka allt að 400 tonna Gömlu garðarnir verða notaðir og eiga fjögur skip að geta jð þar eftir að lítillega hefur verið aukið við þá, og eitt í þannig, að samtímis geta 5 skip verið í slippnum. :íði slippsins ætti að Ijúka síðari hluta næsta sumars. lja má víst að fjárhagsörðugleikar tefji ekki framkvæmdir. hefur sjálfsagt þótt heldur ungur til slíkra stórræða, 11 eða 12 ára pattinn. Menn sóttu seladrápið fast og stundum meir af kappi en forsjá. Einu sinni voru þeir búnir að drepa mikið, en höfðu ekki dregið í land. Um kvöldið voru þeir orðnir þreyttir og ætl- uðu að láta björgunina bíða næsta dags, En um nóttina svifaði ísinn frá með selakasimar, og þeir höfðu aldrei neitt af þeim meir. Öðru sinni voru 4 menn að drepa sel undan Landsendanum á Nesi, en þá kom skyndilega los á ísinn og munaði litlu, að þá ræki með honum til hafs. Þeir komust þó við illan leik upp á klöpp á Landsendanum. Þeir voru Jón Björnsson tengdafaðir Andrésar á Nesi, og annar var Bjarni Árnason föðurbróðir Hannesar Sigurðssonar. Hinir man ég ekki hverjir voru. Selinn misstu þeir auðvitað 1888 kom ísinn víst nokkuð snemma, líkilega í marz, en hvarf um hvítasunnuleytið. Þá var mik- ið af sel. Þá voru um 40 selir dregnir upp á klappirnar utan við Nes, en daginn eftir var mjög heitt í veðri, svo að þeir hafa sjálfsagt stiknað, því að skinnið var ónýtt. En það bar ekkert á kjötinu. Kjötið var saltað og þótti sæmilegur matur. Spikið — eða feitaselurinn — var saltaður sér. Hann var etinn upp úr salti með brauði og með megrunni. Sumir voru vitlausir í hann, en aðra velgdi við honumi, einkum ef hahn þránaði. Skinnin voru ekki verzl- unarvara, a. m. k. ekki að neinu ráði, en notuð í skæðaskinn. Sel- skinnsskór voru afbragð, einkum í frosti. Þeir frusu ekki vegna í skinninu. estarnir voru notaðir til að fa selinn heim frá sjónum. voru margir hverjir hvimpn- íið hann og tóku stundum fal- , stu gönuskeið með hann aft- sér. Þetta var léttur dráttur, :um á hjarni og svellum og rinn festur aftan í þá þannig, hann dróst með hárunum. íhildur í Geitavík sagði mér [rauðum klár, sem Jóhannes hennar átti. Hann hét Máni „hetzttil ofóilatur", eins og Jó- hanjies gamli sagði og sjóhhrædd- ur. Hann lét eins og fjandinn fyr- ir sel. ,,Við höfðum gaman af því krakkainir", sagði Dómhildur, ,,og vorum stundum að hvísla í eyrun á honumi „draga sel, draga sel“, og þá ókyrrðist hann“. Framh. í næsta 'blaði. Bœndahöllin Framh. af 1. síðu. teljanda bréf og kröfðu hann skýringa á því, hvernig hann, fá- tækur múgamaður, hefði getað eignazt hálfa bændahöllina. Vonandi tekst framteljanda að snúa sig út úr klípunni og leiða skattayfirvöldin í allan sannleika, þ. e. að víðar sé bændahöll en í Reykjavík. Úr bæmun Afmæli Dagbjört Sigurðardóttir, hús- móðir, Strandgötu 8 varð 80 ára 16. apríl. Hún fæddist á Krossi í Mjóafirði, en hefur átt hér heima síðan 1903. Magnea Guðmundsdóttir, verka- kona, Miðstræti 8A varð 65 ára á páskadag, 18. apríl. Hún fædd- ist í Tunghaga á Völlum, en hef- ur átt hér heima síðan 1921. Steingrímur Guðnason, verzlun- armaður, Þiljuvötlum 29, varð 50 ára á páskadag, 18. apríl. Hann fæddist á Borgarfirði í Norður- Múlasýslu, en hefur átt hér heima síðan 1942. Kirkjunni gefinn liökuli Við guðsþjónustu 1 Norðfjarð- arkirkju á páskadag var tekinn í notkun hátíðarhökull, er gefinn var til minningar um Herbert Þórðarson, skipstjóra, er fórst með v/s Hólmaborg í febrúar 1956. Gefendur eru eiginkona hans, sonur þeirra faðir hans og systkini. Þetta er mjög vandaður gripur, handsaumaður fenginn frá Eng- landi. Vöruhappdrætti SÍBS Er dregið var í 4. fl. Vöruhapp- drættis SlBS, komu eftirtaldir 1000 kr. vinningar í umboðið hér: 2583 2587 4355 6505 6513 13312 16419 17660 20323 28381 28382 30736 — Birt án ábyrgðar. ATVINNA Maður óskast til að stjórna unglingavinnu bæjarins í sumar. Bæjarstjórinn í Neskaupstað. V\AAAA/WN/WW\AAAAAA/WV\AAA/W\/N/V\AA/WWVW\A/WWWWWWWVWV»AA^i'\/'/W\/WWVAAAA/S/y Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig með íeimsóknum, gjöfum og heillaóskum á áttatíu ára afmæli ínu 16. þ. m. Óska ykkur öllum gleðilegs sumars. Dagbjört Sigurðardóttir Sjávarborg.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.