Austurland


Austurland - 14.05.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 14.05.1965, Blaðsíða 1
Amturlmd Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. argangur. Neskaupstað, 14. maí 1965. 18. tö'ublað. Níels Ingvarsson INGU Það tíðkast nú mijög að gefa skipum nöfn eftir mönnum og kenna við föður og má heita að nöfn fiskiskipa hafi víðast á landinu farið nokkuð í þessa átt. jafnvel svo, að manni dettur í hugf að um tízkufyrirbrigði sé að ræða. Þá er annað fy'rirbrigði um nafngift sem algengt er orð- ið og er það að einkenna skip með raðtölu í rómverskum tölum1, svo sem Jörundur II og III Öfeigur II, III og jafnvel IV. Ekki get ég nú sagt að mér falli þessi háttur vel, né að smekklega fari það í daglegu máli. En hvort sem manni fellur það betur eða ver, þá tjóir ekki að amast við tízkunni og vei sé þeim sem geng- ur í berhögg við hana. Um miðjan janúar sl. lauk fyrir Austurlandi síldveiðum; sem þá höfðu staðið nærri sam- fellt í 6 til 7 mánuði. Eiginlega var þar um tvær síldarvertíðir að ræða, með greinileguim sérein- kennum fyrir hvora vertíð. Sum- arvertíðin hófst fyrrihluta júní- mánaðar 1964 og stóð til fyrri- hluta september. Hér var um að ræða síldarvertíð svipaða að einkennum og verið hefur um nokkur undanfarin ár. Það er kunnara en frá þurfi að segja að þessi síld er mjög vel fallin til söltunar fyrir þá síldarmarkaði sem íslendingar hafa haft um fjöldamörg undanfarin ár. Þá er og rétt að minnast þess að öll skilyrði til síldarsöltunar, viðvíkj- andi legu fiskimiðanna, eru fyrir hendi, til að hagnýta þessa salt- síld og er skylt að geta þess að Austfirðingar hafa brugðizt vel við að inna af hendi þá brýnu nauðsyn að fullnægja sölusamn- ingum um saltsíld, þegar síld- veiði brást að miklu leyti í öðrum landshlutum. Því meir ber að virða þetta átak Austfirðinga þegar tekið er tillit til þess að í þessum landshluta voru menn fyrir 4—5 árum með öllu óvið- búnir því að taka á móti svo miklum síldarafla, sem raun hef- ur á orðið tvö sl. ár. Þá er sumarsíldin ekki síður vel fallin til bræðslu, enda hefur þegar fengizt nokkur reynsla um þann rekstur, þó að langtum of lítið hafi verið gert af hálfu ríkis- valdsins til að auka afköst síldar- bræðslanna á Austurlandi og er það ekki sízt tilefni þessarar greinar. Þá þykir mér rétt að geta' þess að iilraun hefur verið gerð til að hagnýta sumarsíldina til út- flutnings í frosnu ástandi fyrir þau lönd sem kaupa frosna síld til reykingar og niðurlagningar. Þessi tilraun mjsð frystingu á sumarsíld fyrir Austurlandi hef- ur ekki gefizt vel og vil ég leyfa mér að benda þeim mönnum, sem við slikt vilja fást, á að það verð- ur að gera með mikilli varúð og nákvæmni ef árangur á að nást og' enda hæpið að árangur náist hversn vel sem til þess er vandað. Veldur þar mestu um hin mikla rauðáta sem jafnan er í sumar- veiddri síld, svo og fitulag síldar- innar og fleira. Aftur á mótT er hér um að ræða mjög góða síld til beitu svo sem öllum er kunn- ugt. Um haustvertíðar-síldina, sem ég vil telja að byrji síðari hluta septembermánaðar eða fyrri hluta október, gegnir allt öðru máli. Þar er um að ræða síld, sem virðist einkar vel fallin til frystingar fyrir érlenda mark- aði. Svo einkennilegt sem það kann að virðast, að þó að síldin sé full af rauðátu fyrri hluta september, er átan gjörsamlega horfin úr henni síðari hluta sept- ember og fyrri hluta október- mánaðar. Annað glöggt einkenni haust-veiddu síldarinnar er það, að hún er full af hrognum og sviljum, en það er vel séð af kaupendum frosnu síldarinnar. Fitumagn hennar er einnig hæfi- legt fyrir þessa markaði. Síldin er stinn viðkomiu og meðfærileg. Er þá ótalinn sá kosturinn sem mestu varðaði á sl. haustvertíð, en þá lágu síldarmiðin svo nærri góðum höfnum að mjög auðvelt var að koma síldinni ferskri í síldaryinnslustöðvarnar. Frysting á síld hófst með haustvertíðinni síðari hluta september. Þá þeg- ar var síldin 'nnjög góð fyrir alla þá markaði sem taka við frosinni síld frá Islandi og héldust sömu gæði að fullu þar til vertíðinni lauk um miðjan jan. Þessi síld- arfrysting verð ég að álíta, að hafi tekizt með ágætum, svo vel, að ef frá eru taldir smávægilegir byrjunarörðugleikar, þá hafi frysting síldarinnar og öll með- ferð verið mijög góð, enda gerði hún víðreist írysta síldin frá Austurlandi strax á þessari fyrstu vertíð. Er mér kunnugt nm, að hún hefur selzt til Pól- lands, Rússlands, Austur- og Vestur-Þýzkalands, Frakklands, Tékkóslóvakíu, Israel og jafnvel til Ameríku og hvarvetna fengið góðar viðtökur. Ástæðurnar fyrir því að þessi síldarfrysting tókst vel, eru einkum tvær. Önnur er sú, að síldin var mjög sérstök að gæðum. Ekki bráðfeit en jafn- feit (18—20%), full, sem svo er kallað, og engin blóðsíld. Stærð- arxlokkun var auðvelt að fram- kvæma við pökkun. Hin ástæðan var sú, að síldarmiðin lágu svo nærri verkunarstöðvunum að síldin var fullkomlega fersk þeg- ar frysting fór fram og er það vitanlega höfuðatriði. Þessar tvær síldarvertíðir sem hér hefur verið lýst, eru athygl- isverðar í meira lagi, enda er það kunnara en frá þurfi að segja, að margvísleg hafa viðbrögð þjóðfélagsins orðið til að mæta þessari breytingu á síldveiði- möguleikunum, sem hér virðast blasa við. En að mínum dómi eru þau viðbrögð harla furðuleg. Miklar líkur benda til þess, að það veiðarfæri sem notað hefur verið, hringnótin og kraftblökk- in, séu ekki hið rétta veiðarfæri sem hér á við. Veiðin hefur að vísu orðið ákaflega mikil í þetta veiðarfæri, en erfiðleikar á notk- un þess . í haust- og vetrartíð og skemmdir sem orðið hafa á hringnótinni er hvort tveggja svo m-ikið, að full ástæða er til að gerðar verði tilraunir með önnur veiðarfæri, t. d. troll. Slíkar til- raunir eru dýrar og varla við því að búast að einstaklingar ráðist í slíkt. Það hefði því verið í fyllsta máta eðlilegt, að ríkis- valdið hefði gert tilraunir með ný veiðarfæri, eingöngu í tilefni af þessari nýafstöðnu síldarver- tíð fyrir Austurlandi. í annan stað liggur beint við að efla og bæta aðstöðu til hagnýtingar síldarinnar nærri fiskimiðunum eða nánar tiltekið á Austfjarða- höfnum. En því fer mjög fjarri, að þessi hafi orðið viðbrögð þjóð- arinnar gagnvart einhverjum mestu veiðimöguleikum, sem! nú lítur út fyrir að blasi við þjóð- inni. Viðbrögðin hafa se|m sé Framhald á 2. síðu. Kom í morgun Bjartar, NK 121, síðara skipið, sem Síldarvinnslan hf. keypti í Austur-Þýzkalandi, kom til Nes- kaupstaðar í morgun. Þetta er samskonar skip og Barði. Skipstjóri á Bjarti er Filip Höskuldsson, stýrimaður Lúðvík ÁgústsHori og 1. vélstjóri Björn Guðnason. Vertíðarlok Nú eru allir þeir Norðfjarðar- bátar, sem gerðir voru út frá verstöðvum sunnanlands í vetur, komnir heim. Flestir bátanna byrjuðu róðra óvenjuseint í vetur, og sumir voru á síldveiðum allt fram í miðjan febrúar. Afli var mjög tregur framan af, en rættist nokkuð úr er kom fram í apríl, en veður hamlaði nokkuð veið- um í „páskahrotunni". I heild er vertíðin slaklega í meðallagi Og að mun lakari en í fyrra. Afli bátanna er sem hér segir: Frá Vestmannaeyjum: Glófaxi NK 54 658 tonn Björg II NK 3 599 tonn Þráinn NK 70 599 tonn Hafrún NK 80 540 tonn Björg NK 103 520 tonn Frá Grindavík: Sæfaxi II NK 123 609 tonn Sæfaxi NK 102 490 tonn Nýja Flugsýnar- vélin komin Hin nýja fjögurra hreyfla flugvél Flugsýnar hf., „Norð- firðingur" kom til Reykjavíkur sl. miðvikudag eftir 5 stunda flug frá Englandi. Var flugvél- inni flogið heim af Sverri Jóns- syni flugstjóra og Lárusi Gunn- arssyni, flugvirkja. Til Norðfjarðar mun „Norð- firðingur" sennilega koma í byrj- un næstu viku og er ekki að efa, að Norðfirðingar fagna þessari glæsilegu flugvél. Fraœihald á 2. síðu. Haff er í flimfingum að nýi ijármálairáðherrann, Magnús frá Mel, hafi tryggt sig gegn kaupsýslumönnum um l'eið og hann settjist í stólinn; að hann hafi gert breytinga- tillögu við skattalagafrum- varpið; að samkvæmt henni slepþi skattsvikarair við refsingii; ef þtór gefi sig fram sjálfir; að búast megi við mörgum skáttsvikatilkynningíiim á næstunni. L

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.