Austurland


Austurland - 21.05.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 21.05.1965, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 21. maí 1965. Bjarni Þórðarson: Sp j allað um síldarflutninga Fimmtutlaginn 13. maí var haldinn á Reyðarfirði fundur með fuiltrújam síldarverksmiiðja í eigu Austíirðinga og söltunarstöðva á Austfjörðum til að ræða viðhorf þau, sem skapazt hafa vegna fyr- irhugaðra, stórfelldra síldarflutninga frá Austf jarðamiðum til vinnslu í öðram Iandshlutum. Framsögumaður á Reyðarfjarðarfundinum var Bjarni Þórðar- son. Meginefni fyrri hluta ræðunnar fer hér á eftir. Síðari hlutinn birtist í næsta blaði. Síldarflutningar innan vissra takmarka eðlilegir Um nokkur ár hefur það við- gengizt, að nokkurt magn síldar hefur verið flutt héðan að austan til vinnslu í verksmiðjunum nyrðra, og í fyrra sumar var gerð tilraun til að flytja síldina allt til Bolungavíkur og er mikið af því látið hversu góða raun þeir flutningar hafi gefið. Allar eru þær frásagnir þó með miklum áróðursblæ. I mínum augum eru þær mestan part skrum að litlu hafandi. Engin ástæða er til að amast við flutningum eins og þeim, sem til þessa hafa tíðkazt. Svo mikil síld hefur borizt að landi, að hin- ar litlu verksmiðjur á Austfjörð- um gátu ekki annað því að vinna úr henni. Það heíur aldrei vakað fyrir okkur, að gera veiðiskipin að síldarþróm, og við höfum ekk- ert við það að athuga, og teljum raunar sjálfsagt, að síldarflutn- ingar innan skynsamlegra tak- marka eigi sér stað. En þegar svo er komið, að hefja á útgerð heils flota tankskipa og annarra flutn- ’ingaskipa, þegar svo er komið, að ráðgerðar eru byggingar mikilla umhleðslustöðva, þegar svo er komið, að fóðra á síldarverk- smiðjur í öllum landsfjórðungum á Austfjarðasild, hljótum við að fara að ugga um okkar hag. Þá gæti svo farið, að verksmiðjur og söltunarstöðvar á Austfjörðum skorti hráefni, þó mikil veiði væri á Austfjarðamiðum. Síldarilutningar til Reykja- víkur og „jafnvægi í byggð Iandsins“ Lengi hefur „jafnvægi í byggð landsins" verið uppáhaldsslagorð stjórnmálamanna og mikið hefur verið rætt og ritað um þetta hug- stæða efni. Allar hafáT þessar um- ræður hnigið í þá átt, að útmála þann voða, sem þjóðarskútunni væri búinn, ef allir landsmenn þjöppuðu sér saman á suðvestur- hórn landsins. Skútan gæti bein- línis kollsiglt sig eins og seglbát- ur, þegar allir um borð þyrpast út 1 annað borðið. En mörgum hefur þótt árangurinn vera í öf- ugu hlutfalli við orðagjálfrið, frumvörpin og þingsályktunartil- lögurnar. En sjaldan hefur verið gengið meir í berhögg við hugmyndina um „jafnvægi í byggð landsins“, en með ríkisábyrgðinni til kaupa á tankskipi til að flytja hráefni utan af landi til vinnslu í Reykja- vík. Slíkir flutningar hljóta að leiða til enn aukinna fólksflutn- inga og fjármagnsflutninga utan af landi til Stór-Reykjavíkur. Hún tekur stundum á sig kynja- myndir baráttan fyrir „jafnvægi í byggð landsins“. Þrjár meginhættur I sambandi við stórfellda síld- arflutninga þykist ég sjá þrjár meginhættur fyrir austfirzka at- vinniivegi og þar með fólkið, sem byggir þennan landshluta. I fyrsta lagi blasir sú hætta við, að síldarflutningar frá Austfjörð- ur í stórum stíl, verði til þess, að atvinnuleg uppbygging Austur- lands staðni, að í stað þess að stórauka síldarvinnslu á Aust- fjörðum, verði áherzla lögð á þjóðfélagslega óhagstæða hráefn- isílutninga á alla aðra landshluta. Ég veit dæmi þess, að neitað hef- ur verið um fjárhagslega fyrir- greiðslu við aðila, sem hugðist koma á fót síldariðjufyrirtæki á Norðfirði, með þeirri röksemd, að ekkert slíkt yrði gert á meðan ekki væri fullráðið um flutning- ana. Þetta sýnir, að stefnt er að því, vitandi vits, að láta flutn- ingana koma í stað uppbyggingar hér eystra. í öðru lagi er sú hætta, að sá hagnaður, sem Aust'irðingar gætu haft af síldarvinnslu, verði af þeim tekinn. Við getum átt von á því að þess verði ekki langt að bíða, að sú krafa verði reist, að einhvers konar jafnaðarverð á síld verði lögboðið, en það er sama og að síldarvinnslustöðvar á Austfjörðum verði látnar greiða kostnaðinn við að flytja hráefnið frá sér. Hugsanlegur hagnaður okkar væri þá notaður til heimskulegrar útgerðar skipa, sem flyttu síld héðan í aðra lands- hluta. í þriðja lagi er svo nokkur á- stæða til að óttast, að svo stór- kostlegir hráefnisflutningar geti átt sér stað, að síldarverksmiðjur og söltunarstöðvar á Austfjörðum skorti liráefni, þótt veiði sé góð. Það er sýnilegt, að við Aust- firðingar getum ekki horft leng- ur aðgerðarlausir á þessa þróun mála. En við ramman reip er að draga. Allt bendir til, að öll mátt- arvöld landsins séu á móti okkur og nefni ég þar til bankana, fjár- veitingavaldið, æðstu embættis- menn fiskimálanna og ríkisvaldið. Það hefur nú selt sitt eina tank- skip og eina skip ríkisins, sem ekki hefur tapað, til að rækja það göfuga hlutverk, að flytja síld frá Rauða torginu allt vestur til Bolungarvíkur. Við hljótum að bindast einhvers konar samtökum til varnar hagsmunum okkar. Ég kem síðar að því hvernig ég tel okkur eiga að bregðast við á þessu stigi málsins. Framh. í næsta blaði. Norðfirðingur... Framhald af 1. síðu. Þegar móttökuáthöfninni á flugvellinum lauk, bauð bæjar- stjórn til kaffidrykkju í Egils>- búð. Var þar saman komin bæj- arstjórn Neskaupstaðar, stjórn Síldarvinnslunnar hf„ gestirnir frá Reykjavik, fréttamenn blaða og nokkrir fleiri. Þar hélt Lúðvík Jósepsson ræðu. Ræddi hann m. a. um, hversu geysileg samgöngubót á- ætlunarflugið hingað væri fyrir Norðfirðinga, en Egilsstaðaflug væri alltaf erfitt fyrir fólk hér. Hann lagði áherzlu á, að öryggis- og lendingatæki yrðu að koma sem allra fyrst á flugvöllinn, svo að hann kæmi að fullum notum.. „Þessar samgöngur eru mikils- verðar fyrir okkur og aðra“, sagði Lúðvík. Lúðvík lýsti ánægju sinni yfir þessum áfanga í samgöngumál- um byggðarlagsins, en kvað mik- ið óleyst í samgöngum á landi. Jarðgöng á Oddsskarðsvegi væri það, sem verða mætti til að gera þær samgöngur öruggari. Hét hann á samgöngumálaráðherra að duga Norðfirðingum vel í þessum málum, en samgöngumálin eru hér sem annars staðar eitt helzta hagsmunamál fólksins. Þá flutti Ingólfur Jónsson, sam- göngumálaráðherra ræðu. Sagði hann Austfirðjnga geta litið björt- um augum til framtiðarinnar, hvað samgöngumál snerti, að þeim málum yrði unnið. Hann kvað flugvöllinn hafa skapað Norðfirð- ingum bætta aðstöðu og hefði verið raunalegt, ef hann hefði verið ónotaður. Færði hann Flug- sýn þakkir fyrir flugið til Nes- kaupstaðar og sagði, að án fram- taks Flugsýnar væri málið e. t. v. enn óleyst. Ráðherrann gaf síðan lot'orð uni, að reynt yrði að lýsa völlinn fyrir haustið, og áður hafði liann gefið loforð um fjárveitingu til byggingar fiugskýlis. Að lokum tók til máls stjórnar- formaður Flugsýnar, Jón Magn- ússon. Sagði hann, að ekki hefði sér dottið í hug haustið 1963, er hann og Sverrir Jónsson, flug- stjóri komu hingað fyrst til við- ræðna við bæjarstjóra, að fram- haldið yrði það, sem nú er raun á orðin. Kvað hann samvinnuna við bæjarstjórn hafa verið á- nægjulega og var ánægður með reynsluna af 13 mánaða áætlun- arflugi til Norðfjarðar. Gaf hann síðan yfirlit yfir flutninga 2ja hreyfla vélarinnar þetta tímaibil. Alls voru farnar 278 ferðir til Norðfjarðar, og var vélin á lofti í 1200 klst. Fluttir voru 3.500 farþegar og 100 lestir af vörum. Auk þess var vélin notuð til sjúkra- og leiguflugs. Starfsmenn á bæjarskrifstofum Neskaupstaðar hafa til þessa annazt afgreiðslu fyrir Flugsýn, cn nú hefur Örn Scheving verið ráðinn umboðsmaður félagsins í Neskaupstað. Flugsýn hf. á nú 7 flugvélar og sér auk þess um rekstur Helga- fells, flugvélar Eyjaflugs hf. Stjórn Flugsýnar skipa: Jón Magnússon, formaður, Jón H. Júlíusson og Jón Þór Jóhannsson. Tíðindam. Austurlands spurði Jón Magnússon, hvort Flugsýn hefði í hyggju að hefja áætlun- arferðir til fleiri staða á Austur- landi. Sagði Jón, að það væri í athug- un, t. d. hefði verið rætt um Vopnafjörð í því sambandi. Enn- fremur sagði hann, að ætlunin væri að staðsetja hér litla vél í sumar, er annazt gæti flug milli hinna ýmsu staða á Austurlandi. —o— Miklar vonir eru tengdar við þessa nýj.u fjögurra hreyfla flug- vél og er það von okkar, að hún megi giftusamlega þjóna sínu hlutverki. Jafnframt er það sjálf- sögð krafa á hendur yfirstjórn flugmála í landinu, að flugvöllur- inn verði gerður svo úr garði, að fullkomin öryggis- og lendingar- tæki séu þar fyrir hendi. iAAA/S^AA^A/VWWWWVWVWWWWWV\»jVV^ Til sölu er Moskwitchbifreiðin N-174, ár- gerð 1964. Nánari upplýsingar gefur Garð- ar Sveinn Árnason, símum 32 og 274, Neskaupstað. ^^A/WW/WW^WWWWWWWWV

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.