Austurland


Austurland - 21.05.1965, Blaðsíða 3

Austurland - 21.05.1965, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 2i. maí 1965. AUSTURLAND Níels Ingvarsson HÆRINGUR II Framihald úr síðasta blaði. Nú eru ekki skilyrði til að taka á móti síld sem veiðist í mestu aflahrotunum fyrir Aust- urlandi, en um fjölda mörg ár hafa veiðiskipin sjálf flutt síld frá Austfjarðamiðum til Norður- landshafna til vinnslu þar. Skipa- stóllinn hefur mikið breytzt á síðustu árum og það er engin neyð fyrir 250—300 smálesta skip að sigla til Norðurlands- hafna þá daga sem toppamir eru á hverjum tíma, a. m k. ekki yfir sumarmánuðina, meðan af- köstin á Austurlandi fást ekki stóraukin, en það er það, sem verður að stefna að. Sú síld, sem unnin hefur verið á Norðurlandshöfnum undanfar- in 25 ár hefur ekki öll veiðzt fyrir Norðurlandi, heldur hefur nokkuö af henni verið veitt sunn- an Langaness og flutt af veiði- skipunum sjálfum til Norður- landshafna. Á því þarf auðvitað að verða breyting, en ekki á þann hátt, að það skerði upp- byggingu síldariðnaðar nærri hinum stórfenglegu síldarmdðum sem þar virðast blasa við. Það er allt annað að hafa tiltæk nokkur flutningaskip til að annast flutn- inga á topp-veiðidögunum eða hitt, að liggja með flota af tank- skipum til að kaupa upp og skemma gott hráefni, sem hægt er að nýta á betri veg. Austfirðingar brugðust vel við þegar síldveiði brást að mestu í öðrum landshlutum, svo að sölt- nn var þar mjög lítil, einkum á Norðurlandi. Var þó ekki því fyrir að fara að vel væri að þeim búið til að koma fyrir söltunar- stöðvum. Svo vel brugðust Aust- firðingar við, að lítið hefði þurft ian að bæta til að saltað hefði verið upp í þá samninga sem fyr- ir hendi voru í byrjun síldarver- iíðar 1964. Ef söltun hefði byrj- nð aðeins viku fyrr en gert var á sl. sumri, hefði mjög lítið skort ú, að nægilegt magn hefði verið saltað upp í fyrirfram gerða samninga það ár. Það er því aug- Ijóst, að mjög lítið þarf við að auka og um að bæta frá því sem nú er til að geta annað söltun fyrir svo mikið magn sem venju- leg fyrirframsala gerir ráð fyrir. Það er því ekki brýn þörf á að flytja síldina um langan veg til söltunar. Gera verður ráð fyrir, að sumarsöltun verði meiri Norð- anlands af heimamiðum en var á sl. ári og vonandi mikið meiri enda er ekkert frekar á vísan að róa nrr, sumarsíldveiði fyrir Aust- fjörðum en fyrir Norðurlandi. Um haustvertíðina er full ástæða til að gera sér góðar von- ir, en auðvitað verður tíminn að leiða í ljós hvernig þær vonir rætast. Einhvers staðar sá ég það, að við Austfirðingar ættum sízt að lasta það, að þessar tilraunir með síldarllutninga um langan vejg væru gerðar, því svo geti farið, að síldin bregðist við Austurland og þá verði auðvitað farið að flytja hana af fjarlægum miðum til vinnslu þar. Þetta minnir mig á annað fyrirheit Austfirðingum til handa. Á ég þar við Marshall- féð svonefnda sem látið var í Sogsvirkjunina með því fagra fyrirheiti, að jafnóðum og það endurgreiddist yrði því varið til uppbyggingar rafstöðva annars staðar á landinu. Það kann vel að vera, að valt sé að treysta síldveiðunum við Austurland, en frekar vil ég þó setja traust mitt á þær en fávísleg fyrirheit sem gefin eru langt fram í tímann. . Egilsbúð ☆ Sovézkir iistomenrs Flokkur sovezkra listamanna skemmtir í félagslieimilinu í Neskaupstað sfannudaginn 23. maí kl. 4 og 9 e. h. Va'.entin Bjeltsjenko leikur á píanó. Anaolij Tjkhonov leikur á balalaika. Stanislav Linkevitsj, leikur á Bayan, rússneska harmoniku. Tatjana Melentjeva, sópransöngkona. Andrei Khramtsov, baritonsö ngvari. Ludmila Phi ina og Valeri Dolgallo sýna klassískan ballett og þjóðlega, rússneska dansa. Grigorij Pankov töframaður sýnir töfrabrögð. Aðgöngumiðar að báðum sýningum seldir á laugardag frá kl. 4—7. Þegar Bjartur, kom Hinn 13. þ. m. kom nkipið Bjartur NK 121, hið siðara skip, sem Síldarvinnslan hf. keypti í Austur-Þýzkalandi, til Neskaup- staðar. Þegar Barði, fyrra skipið, kom, var ég veikur og gat ekki skoðað hann, en var hressan þegar hið síðara skip kom og brá eg mer þá um borð. Ég fór fyrst mn i stjórnklefann (stýrishúsið). Þar stóð Jóhann Sigurðsson, tollþjonn, vakt og ruddi hann mér strax braut inn í skipstjóraklefann. Þar voru fyrir fjórir menn og var mer þar vel tekið. Skipstjóri, Filip Höskuldsson, bauð mér strax sæti. Hinir aðrir, er þar voru, Guðgeir Jónsson, bílstjóri, Kristinn Sig- urðsson, forstjóri og Högm Jon- asson, bílstjóri, báðu mig um- að gera vísu í tilefni af komu skips- ins, en það kom enginn andi yfir mig þá og því varð engin vísa. En ta þess að gera þeim einhverja úrlausn bið ég Austurland fyrir vísur, sem komu í hug mér þegar heim kom og sendi ég þeim þær hér með: Bjartur kom í heimahöfn hlaðinn beztu kostum, allvel fær í úfna dröfn, illviðrum og frostum. Sem sagt fær í flestan sjó farkostur hinn bezti. Honum gifta gefist nóg og gæfa í veganesti. Líkt er það með Barða og Bjart, báðir í nýjum flíkum, útlitið er ekki svart með útgerðina á slíkum. Valdimar Eyjólfsson. — — Hjallfiskur ALLABÚÐ 1 Síldaríólk Það fólk er hug hefur á að ráða sig til okkar í sumar í síldarsöltun, er vinsamlega beðið að hafa samband við Brynjar Júlíusson, síma 83 Neskaupstað sem allra fyrst. Söltunarstöðin MÁNI HF. Hús til sölu Hús í smíðum á lóð nr. 7 við Víðimýri til sölu. Upplýsingar gefur Guðgeir Jcnsson, síma 104, Neskaupstað. í tileíni kveðskapar Odds vinar míns al Skarðinu j w ^ Þótt ýmsu sé leynt og æði inörg spekin sé hulin og oft reynist lífsgátan bæði torræð og myrk, mín ætlan er sú, að enginn gangi þess dulinn, að Oddur af Skarðii u komist á skáldastyrk. Á meðan vor stórskúld og þjóðskáld sér berja og barma — en bráðþroska unglingar dansa limbó og rokk — Oddur sitt hlutskipti eigi mun þurfa að harma, því efalaust verður hann settur í „heiðarsf!okk“. Oddur af Skarðinu, Austfjarða stórskáld og hetja. Til andlegra stórvir! ja flestum betur hann kann. Og til þess ég eindrcgið meyjar og hali vil hvetja, að hylla þann garp og typiska framsóknarmann. Hallfreður á Heiðinni.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.